Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Allt bendir til þess að kona verði í fyrsta sinn forsætisráðherra á Grænlandi eftir þingkosningarnar á þriðjudag. Landstjórnin féll í kosn- ingunum, jafnaðarmannaflokkurinn Siumut undir forystu Alequ Ham- mond vann mikinn sigur. Flokkurinn fékk 42,8% atkvæða og 14 menn kjörna en á þingi situr 31 fulltrúi. Flokkurinn fær nú umboð til að mynda samsteypustjórn og takist það verður Aleqa Hammond, sem er 47 ára, gift og tveggja barna móðir, næsti formaður grænlensku land- stjórnarinnar, þ.e. forsætisráðherra. Fram kemur í grænlenskum fjöl- miðlum að afar erfitt sé að sjá fyrir sér hvaða flokkur muni ganga til liðs við Siumut sem árum saman var í forystu í ríkisstjórn. Vinstriflokkur- inn Inuit Ataqatigiit, flokkur Kuup- iks Kleists, fráfarandi forsætisráð- herra, fékk næstmest fylgi, 34,4%, 11 menn kjörna og tapaði rúmum 9%. Atassut-flokkurinn, sem er íhaldssamur og var eitt sinn öflug- asti flokkur landsins, fékk 8,1%, Par- tii Inuit, eða Nýi Inúítaflokkurinn, 6,4%. Lýðræðisflokkurinn, sem átti aðild að stjórninni, fékk 6,2%, en Ka- tusseqatigiit-flokkurinn, þriðji stjórnarflokkurinn, náði ekki manni á þing. Kjörsókn var liðlega 74% en er síðast var kosið 2009 var hún 71,3%, að sögn Jyllandsposten. Deilt um skattlagningu er- lendra aðila Margs konar verðmæt efni eru í jörðu á Grænlandi, einkum málmar og sjaldgæf efnasambönd sem notuð eru í hátæknivörum. Einnig gæti verið olía í landgrunninu. Hammond vill að útlend fyrirtæki sem fá nýt- ingarrétt á námum greiði strax háa skatta. Kleist vill hins vegar auka áhuga erlendra aðila með því að bjóða London Mining, fyrirtæki í eigu Kínverja, að stunda námu- vinnslu án þess að borga skatta fyrr en vinnslan verði farin að bera sig. Nýting náttúruauðlinda var helsta málið í kosningunum auk mikils at- vinnuleysis. Ráðamenn í Nuuk hafa síðustu árin verið sakaðir um að mis- nota aðstöðu sína til að hagnast á samskiptum við útlendinga sem vilja nýta náttúruauðlindir landsins. En stjórnmálafræðingurinn Jakob Jan- ussen sagði í viðtali við grænlenska útvarpið að stjórnarflokkarnir væru að missa fylgi vegna þess að boð- skapur þeirra varðandi skattasam- skiptin við útlendu aðilana væri ómarkviss og óskýr. Hammond reynir að mynda nýja stjórn  Siumut sigraði í kosningunum á Grænlandi og hreppti 14 af 31 sæti en flokkur Kleists tapaði miklu fylgi Sigraði Aleqa Hammond, leiðtogi Siumut-flokksins á Grænlandi. Enn háðir Dönum » Grænland hefur verið með sjálfstjórn í eigin málum síðan 1979 en Danir fara með utan- ríkis- og varnarmál. Þeir styrkja Grænland með tug- milljörðum ísl. króna á ári. » Kínverjar vilja fá leyfi til að flytja inn minnst 2.000 verka- menn til að stunda námu- vinnslu rétt hjá Nuuk. » Ljóst þykir að Grænlend- ingar gætu ekki annast um- rædd störf sjálfir. Bresku samtökin Barnaheill segja að báðir stríðsaðilar í Sýrlandi noti í vaxandi mæli drengi undir 18 ára aldri sem hermenn á vígstöðvunum í átökum, að sögn AFP-fréttastofunn- ar í gær. „Mörg börn og fjölskyldur þeirra eru stolt af þessu,“ segir í skýrslu samtakanna. „En sum barnanna eru neydd til að gerast hermenn og dæmi eru um að börn niður í átta ára aldur sé notuð sem mannlegir skildir.“ Einnig er bent á að þúsundir barna eigi erfitt með að komast yfir nægilega mikið af mat og eigi þess vegna stöðugt á hættu að verða fórn- arlömb vannæringar og sjúkdóma. Milljónir barna í fjölskyldum sem hafi flúið heimili sín vegna átakanna þurfi nú að hírast í opinberum görð- um, hlöðum og sum jafnvel í hellum. Stúlkur séu þvingaðar til að giftast ungar til að forðast þannig betur hættuna á nauðgun. Þegar hefur komið fram í álíka svartri skýrslu Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna, Unicef, að víðast hvar fá sýrlensk börn ekki kennslu í skólum og dæmi séu um að börn séu pyntuð í fangelsum. Barnaheill minna á að allt samfélagið hefur í reynd sundrast, þar sem ástandið sé verst hafi hungur og aðrar ógnir tek- ið við af skólagöngu. „Við getum ekki liðið að þetta haldi svona áfram án þess að gripið sé í taumana,“ segir í skýrslu Barnaheilla. kjon@mbl.is Báðir aðilar nota barnahermenn  Lýst hræðileg- um aðstæðum sýr- lenskra barna AFP Þjálfun Sýrlenskur unglingur á æf- ingu með riffil í Aleppo-héraði. Minnst 70 þúsund manns hafa nú fallið síðan átökin hófust milli stjórnar Bashars al-Assads forseta og uppreisnarmanna fyrir tveim árum. Sameinuðu þjóðirnar hvetja nú alþjóða- samfélagið ákaft til að veita flóttafólki hjálp en yfir milljón hefur þegar flúið land. Einnig þurfi að aðstoða með fé ríki sem taka við flóttafólki. Þjóðir heims veiti hjálp FLÓTTAMANNAVANDINN FRAMÚRSKARANDI ÁRANGUR HLUTABRÉFASJÓÐSINS Hlutabréfasjóðurinn** hefur skilað hæstu ávöxtun allra íslenskra hlutabréfasjóða síðustu þrjú ár. Síðasta ár var mjög gott og skilaði sjóðurinn 37,3% ársávöxtun síðastliðna 12 mánuði m.v. 28. febrúar 2013. Auknar skráningar fyrirtækja á markað gefa vonandi góð fyrirheit um áframhaldandi uppbyggingu íslenska hlutabréfamarkaðarins. Þú getur tekið þátt í þeirri uppbyggingu í gegnum Hlutabréfasjóðinn. Hvar telur þú best að ávaxta fjármuni þína? Pantaðu viðtal við ráðgjafa í 440 4900 eða fáðu nánari upplýsingar á www.vib.is * Skv. sjodir.is 28. febrúar 2013. Ávöxtunartölur miðast við nafnávöxtun og er ávöxtun umfram 12 mánuði umreiknuð í ávöxtun á ársgrundvelli. **Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Hafa ber í huga að eign í fjárfestingarsjóði getur bæði hækkað og lækkað, allt eftir þróun á markaðsverði hennar. Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Íslandssjóða, www.islandssjodir.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. E N N E M M / S ÍA / N M 5 5 2 3 0 Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is Þróun ávöxtunar Hlutabréfasjóðsins og tveggja annarra sjóða* 3 ÁR Í RÖÐ* Hlutabréfasjóðurinn Landsbréf - Úrvalsbréf Stefnir - IS-15 -22,7% -18,9%-16,2% 5 ár 5 ár 5 ár 21,3% 24,0% 17,4% 4 ár 4 ár 4 ár 23,8% 20,8% 18,6% 3 ár 3 ár 3 ár 21,2% 12,3% 17,1% 2 ár 2 ár 2 ár 37,3% 29,7% 35,2% 1 ár 1 ár 1 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.