Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Þegar Afganinn Wali Safi kom hing- að til lands í júní 2008 var andlegt ástand hans slæmt og það átti enn eftir að versna. Hann þjáðist af streitu og þunglyndi, ekki síst vegna nagandi óvissu um hvort hann yrði sendur aftur til Grikklands og þaðan aftur til Afganistans. En þegar hann fékk dvalarleyfi af mannúðar- ástæðum á Íslandi árið 2010 birti skyndilega til. „Eftir fjóra mánuði var ég hættur að smakka áfengi, ég hætti að reykja, ég hætti að nota nef- tóbak og ég gat hætt að taka lyfin,“ segir hann. Morgunblaðið hitti Wali í gær í Salaskóla þar sem hann er skólaliði í fullu starfi. Hann sækir einnig ís- lenskunámskeið fjórum sinnum í viku, í tvo tíma í senn, og vonast til að geta farið á túlkanámskeið sem hefst í apríl en hann vill túlka úr pastún, móðurmáli sínu, og jafnvel fleiri tungumálum, s.s. dari, urdu og jafnvel grísku. Hann er greinilega mikill málamaður og blaðaviðtalið fer allt fram á íslensku. Eins og eðlileg manneskja Wali er fæddur 1. júní 1977 og bjó lengst af í borginni Lagman í austur- hluta Afganistans. Hann flúði undan talibönum skömmu fyrir árið 2000, fyrst til Írans, svo til Tyrklands og loks til Grikklands þar sem hann sótti um hæli. Álagið og stressið sem þessu fylgdi reyndu á hann og hann byrjaði fljótlega að taka lyf gegn streitu og kvíða. „Svo ég gæti sofið,“ segir hann. Frá Grikklandi ferðaðist Wali m.a. til Noregs og þar ákvað hann að fara til Íslands og freista þess að fá hæli hér. Hann segist ekki vita almenni- lega hvað hafi orðið til þess; hann hafi lesið um að á Íslandi væri fallegt og friðsælt og að hér hefðu Reagan og Gorbachev hist á frægum fundi en vissi lítið meira. „Ég var að leita að friði, vildi vera í friði eins og eðlileg manneskja. Og það var svo róandi hér. Hér var ekki margt fólk og eig- inlega enginn frá mínu landi. Og mér fannst það mjög gott því ég var í friði,“ segir hann. Fljótlega kom þó í ljós að líklega yrði honum vísað af landi brott og þá helltist streitan og þunglyndið aftur yfir. Óvissan var það versta. Vill ekki tala um Afganistan Wali átti yfir höfði sér að vera fluttur aftur til Grikklands og segir að þaðan hefði hann örugglega verið fluttur til Afganistans en þangað getur hann ekki hugsað sér að fara. Þegar hann er spurður hvað yrði um hann í Afganistan er greinilegt að til- hugsunin um það er enn erfið. Hann hikar gjarnan þegar talið berst að Afganistan og horfir undan áður en hann svarar. Vill lítið tala um þetta. Hann bendir á að það sé ekki erfitt að ímynda sér það, fólk þurfi ekki annað en að horfa á fréttirnar. Hann bætir síðar við að um 80% af fjöl- skyldu hans hafi yfirgefið landið. Getur ekki breytt fortíðinni Útlendingastofnun ákvað í mars 2009 að Wali skyldi endursendur til Grikklands, á grundvelli Dyflinnar- reglugerðarinnar. Næstu mánuðina gekk mikið á og álagið tók sinn toll. Í byrjun árs 2010 var hann orðinn fár- veikur. „Ef það hefði ekki verið fyrir fólkið í félagsþjónustunni í Reykja- nesbæ væri ég kannski dáinn,“ segir hann. Nú er þetta að baki, Wali er laus við lyfin og honum líður miklu betur. Stundum þyrmir þó yfir hann. „Það var starfsmaður í félagsþjón- ustunni sem hjálpaði mér mjög mik- ið. Hún sagði við mig: Ef þú getur ekki breytt því, hvers vegna ertu þá að hugsa um það? En ég ræð ekki alltaf við mig. Ef ég sé eitthvað í fréttunum …,“ segir hann en lýkur ekki við setninguna. Í gærkvöldi var frumsýnd í Bíó Paradís ný heimildarmynd um hæl- isleitendur sem heitir Fit hostel – Refugee Camp Iceland. (Fit - Ís- lenskar flóttamannabúðir). Gistiheimili er bara staður Wali kemur fyrir í myndinni. Hann segir að á meðan hælisleit- endur bíða eftir svari frá stjórnvöld- um treysti menn fáum og efist um flest. Það hafi einnig átt við um hann. Nú horfi málin öðruvísi við. Hann vilji ekki vera neikvæður. „Fit hostel er bara staður. Ef ég hefði verið með dvalarleyfi þá hefði Fit bara verið gistiheimili, hvorki meira né minna. Ef þú ert með svona kort,“ segir Wali og dregur upp skírteini sem er staðfesting á dvalarleyfi til ársins 2015, „þá getur þú gert svo margt já- kvætt.“ Meðal þess jákvæða sem Wali hef- ur gert er að heimsækja móður sína þegar hún sótti sér læknisaðstoð í Pakistan fyrir nokkru en faðir hans lést nokkru eftir að hann yfirgaf Afg- anistan. Wali hefur ekki farið aftur til Afganistans. Þangað vill hann ekki fara. Nagandi óvissa vond fyrir sálina  Afgananum Wali Safi var synjað um hæli en fékk dvalarleyfi af mannúðarástæðum árið 2010  Illa þjakaður af þunglyndi, stressi og kvíða  Vatnaskil þegar hann fékk dvalarleyfi  Fann frið Morgunblaðið/Styrmir Kári Nám Wali Safi er skólaliði í Salaskóla og var við útigæslu í gærmorgun þegar Morgunblaðið leit í heimsókn. Nem- endur voru fljótir að hópast að þegar þeir sáu linsu á lofti. Hann sækir íslenskutíma fjórum sinnum í viku. Amar Adem og Meymuna Asalam Humed, hjónin frá Erítreu sem Morgunblaðið fjallaði um í gær, voru í gær boðuð á fund í innanríkisráðu- neytinu. Þar var þeim tilkynnt að ráðuneytið hefði ekki fallist á ósk þeirra um að fá að dvelja áfram á Ís- landi á meðan þau freistuðu þess að fá dómstóla til að fella úr gildi úr- skurði þess efnis að þau skyldu end- ursend á grundvelli Dyflinnarreglu- gerðarinnar. Þau telja að íslensk stjórnvöld eigi að fjalla efnislega um hælisumsóknir þeirra enda sé frest- ur sem stjórnvöld höfðu til að senda þau til baka liðinn. Amar og Meymuna komu til landsins í maí 2011. Árni Helgason hdl., talsmaður hjónanna, segir að á fundinum hafi Meymunu verið gerð grein fyrir því að hún yrði flutt til Frankfurt í Þýskalandi í bítið daginn eftir, þ.e. í dag. Adem verður fluttur til Belgíu í næstu viku og helgast það af því að yfirvöld þar geta ekki tekið við hon- um fyrr. Á fundinum í ráðuneytinu sagði Meymuna frá því að hún hefði um morguninn tekið þungunarpróf og það hefði sýnt að hún er barnshaf- andi. Árni telur að þar með sé komin upp ný staða í málinu, t.d. vegna þess að sjónarmið um fjölskyldusam- einingu geti gilt í málinu, eins og t.d. hafi átt við í máli Pauls Ramses sum- arið 2008. Umsókn hans hafi á end- anum fengið efnismeðferð hér á landi. Árni óskaði eftir því við ráðu- neytið að brottför hennar yrði frest- að á meðan réttarstaða hennar væri könnuð. Á það féllst ráðuneytið ekki.. Í gær ók lögregla þeim hjónum á dvalarstað þeirra í Reykjanesbæ og hafði með þeim vökult auga, að sögn Árna. Í málum sem þessum telji lög- regla að mikil hætta sé á að hæl- isleitendur reyni að komast undan Meymuna send til Frankfurt í bítið  Þungunarpróf hafi verið jákvætt Löng málsmeðferð » Amar og Meymuna komu til landsins í maí 2011. Um 19 mánuðum síðar var ákvörðun um endursendingu staðfest. » Innanríkisráðuneytið hefur efnt til tímabundins átaks til að stytta málsmeðferðartím- ann. Ákvörðun Útlendingastofnunar í máli Wali í mars 2009 var í sjálfu sér fyrirsjáanleg. Ósk um hæli var ekki tekin til efnislegrar með- ferðar heldur skyldi Wali sendur aftur til Grikklands þar sem hann hafði þegar sótt um hæli. Ísland er aðili að Dyflinnarreglugerðinni og þar eru reglur um endursendingu býsna skýrar. Þessa ákvörðun kærði hann, m.a. á grundvelli þess að aðstæður hælisleitenda í Grikk- landi væru ómannúðlegar. Dóms- málaráðuneytið staðfesti niður- stöðuna stuttu síðar. Lögregla hugðist framfylgja úrskurðinum með því að ná í Wali og þrjá aðra á gistiheimilið Fit í Reykjanesbæ en Wali var fjarstaddur og því greip lögregla í tómt. Wali fór í felur á meðan lögmað- ur hans og fleiru unnu í málinu og mál hans vakti töluverða athygli fjölmiðla. Leitað var til Mannrétt- indadómstóls Evrópu og óskað eftir að hann kæmi í veg fyrir brottvísun og á það féllst dóm- urinn, samkvæmt upplýsingum sem lögmaður Wali tók saman. Stuttu síðar ákváðu íslensk stjórn- völd að hætta að endursenda hælisleitendur til Grikklands. Átti að senda til Grikklands ÚTLENDINGASTOFNUN OG RÁÐUNEYTIÐ VORU SAMMÁLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.