Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 FOCUS ORKUDRYKKUR Aukin orka, úthald og einbeiting með koffín, guarana og ginseng Góðar ástæður a Áhrifarík innihaldsefni - virkar samstundis a Freyðitöflur - 15 stk. Leystar upp í vatni þegar þér hentar a Aðeins 2 hitaeiningar í 100 ml a Inniheldur „electrolytes” - gott fyrir vökvajafnvægi líkamans a Ótrúlegt verð Hentar vel a Fyrir allar aðstæður sem þú gætir þurft á aukinni orku að halda a Alltaf við hendina – heima, í vinnunni, íþróttatöskunni, skólatöskunni, golfpokanum... Fæst í helstu apótekum brokkoli.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant sló í gegn með fyrstu sólóplötu sinni, Queen of Denmark, sem kom út árið 2010 og var m.a. valin plata árs- ins af hinu þekkta tónlistartímariti Mojo. Ári síðar kom hann fram á tón- listarhátíðinni Iceland Airwaves og heillaðist svo mjög af Íslandi að hann ákvað að setjast hér að. Og nú er komin út önnur sólóplata Grants, Pale Green Ghosts, tekin upp hér á landi og þá nær eingöngu með ís- lenskum tón- list- armönnum. Birgir Þór- arinsson, Biggi veira, stýrði upp- tökum á plöt- unni og kom að lagasmíð- um og ber platan þess augljós merki. Tónlist Grants hefur tekið allnokkr- um breytingum, raftónlist áberandi og skal engan furða þar sem Biggi er í rafpoppsveitinni GusGus. Af öðrum íslenskum tónlistarmönnum sem leika á plötunni má nefna Óskar Guð- jónsson saxófónleikara, gítarleik- arana Guðmund Pétursson, Smára Tarf og Pétur Hallgrímsson og Jakob Smára Magnússon bassaleikara. Bakraddasöngkonan er svo ekki af verri endanum, hin írska Sinéad O’Connor. Platan hefur verið hlaðin lofi og þá m.a. í dagblaðinu The Gu- ardian sem gaf henni fullt hús stiga og tímaritunum Uncut, Q og Clash. Fann rétta hljóminn með Bigga – Þessi plata er býsna frábrugðin Queen of Denmark … „Já, ætli hún sé það ekki. Þó er margt á henni sem gæti hafa verið á Queen of Denmark en raftónlist- arhlutinn kemur líklega sumum á óvart. Ég hef hlustað á raftónlist allt frá unga aldri og fannst því eðlilegt að búa til slíka tónlist, hefur langað að gera það lengi. Ein af ástæðum þess að ég kaus að vinna með Bigga er sú að ég vissi að ég myndi ná þeim hljómi sem ég sóttist eftir,“ segir Grant. Hann segir Bigga hafa fært tónlistinni nauðsynlega spennu og réttan bassahljóm. „Upphaflega stóð til að vinna plötuna í Texas en þegar ég fór að vinna með Bigga áttaði ég mig á því að ég yrði að gera alla plöt- una með honum. Það var of lítil áhætta fólgin í því að vinna aftur með sama fólkinu.“ – Nú sló Queen of Denmark í gegn. Var ekki erfitt að gera þessa plötu í ljósi þeirra vinsælda? „Jú, mjög erfitt. Ég held ég hafi samt ekkert verið að velta því mikið fyrir mér í hljóðveri. Það mikilvæg- asta er að skemmta sér í hljóðverinu, gera það sem maður vill gera. Við Biggi skemmtum okkur konunglega, lékum tónlist sem við ólumst upp við hvor fyrir annan,“ segir Grant. Biggi hafi m.a. leikið fyrir hann lög með Grafík og lag Jóhanns Helgasonar, „Ástarsorg“, sem Grant hefur flutt á íslensku á tónleikum. „Við hlustuðum líka mikið á tónlist frá 9. áratugnum, við erum miklir aðdáendur hennar.“ – Hvað með textana, er eitthvert þema á plötunni hvað þá varðar? „Ég er enn að fjalla um sama ást- arsamband og ég gerði á Queen of Denmark en það er meiri reiði á þess- ari plötu, greinilegt að verið er að binda endahnút á eitthvað,“ segir Grant. Á plötunni sé m.a. fjallað um ástina, hvað það þýði að elska ein- hvern eða hata, að leyfa einhverjum að elska sig og standa berskjaldaður frammi fyrir honum. „Ég er að kanna hinar ýmsu tilfinningar á þessari plötu, tala m.a. um að drepa ástina með því að sjá hina manneskjuna í neikvæðu ljósi í stað þess að sjá hana sem hetju. Á heildina litið end- urspeglar platan unglingsár mín, Queen of Denmark snerist meira um æskuna. Þessi plata tekst á við glund- roða unglingsáranna, frá 12 ára aldri til 18 eða þar um bil. Ég held að mað- ur heyri það greinilega.“ Vildi ekki fara til helvítis Grant glímdi við vímuefnafíkn til margra ára og segist vera kominn aftur á gelgjuskeiðið, á vissan hátt. Fyrstu fimm árin eða svo eftir að hann varð edrú hafi hann endur- upplifað æsku sína og lært að lifa á ný, laus við fíkniefnadjöfulinn. „Ég er að læra að lifa lífinu í fyrsta sinn í rauninni, ég kunni það ekki áður.“ -Þú hefur fjallað mjög opinskátt í fjöl- miðlum um líf þitt og tilfinningar, m.a. reynslu þína af því að vera sam- kynhneigður og að hafa glímt við þunglyndi og fíkn. Margir væru nú feimnir við að tjá sig um slíka hluti. „Ég er ekkert feiminn við það. Milljónir manna glíma við þetta og mér finnst ég því ekkert sérstakur að þessu leyti, að ég eigi við önnur vandamál að glíma en fólk almennt. Fólk forðast að ræða þessa hluti en mér finnst það skrítið, ég skil það ekki. Stundum líður mér illa út af þessu, fólk kemur til mín og spyr hvort ég sé ekki hræddur við að vera svona opinskár,“ svarar Grant. Það gerist æði oft og á honum að heyra að honum finnst það lýjandi. „Ég er ekki að reyna að ganga í augun á fólki, ef það væri tilgangurinn myndi ég reyna að vera eins og Prince en það get ég hins vegar ekki því ég er ekki eins fær og hann. Ég er bara að gera mitt, reyna að læra að lifa lífinu og vera hluti af lífi annarra, fá tækifæri til að elska einhvern á einhverjum tímapunkti. Ef ég læri ekki að elska sjálfan mig get ég ekki elskað ein- hvern annan. Og ég er að reyna að átta mig á því hvernig ég næ því, mér er það ekki eðlislægt.“ Grant segist stóran hluta lífs síns hafa reynt að vera einhver annar en hann er,til að þóknast öðrum. „Ég vildi vera gagnkynhneigður svo ég yrði ekki fyrir stríðni eða árásum. Ég vildi að foreldrar mínir og Guð elsk- uðu mig. Ég vildi ekki fara til helvítis fyrir það að vera einhver „fjandans hommi“. Það skiptir mig því miklu máli núna að fjalla um hlutina eins og þeir eru, þótt það geti verið ljótt og sársaukafullt.“ Grant heldur útgáfutónleika í Silf- urbergi í Hörpu 16. mars nk. Tilraun Grant sýnir á sér nýjar raftónlistarhliðar á Pale Green Ghosts, annarri sólóplötu sinni, sem hefur hlotið jákvæða gagnrýni víða, m.a. í Guardian. Að læra að elska sjálfan sig  John Grant segist vera kominn aftur á táningsaldurinn  Raftónlist er áberandi á annarri sóló- plötu hans, Pale Green Ghosts, sem hann vann með Bigga veiru  Meiri reiði en á Queen of Denmark johngrantmusic.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.