Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 ✝ Ólafur ReykdalKarlsson fædd- ist í Reykjavík 19. maí 1935. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi hinn 24. febrúar sl. Foreldrar hans voru Karl Guð- mundsson, f. 17. september 1904, d. 1985, og Markúsína Sigríður Markús- dóttir, f. 25. apríl 1904, d. 1996. Systkini Ólafs eru Guðmundur, f. 1931, og Sigríður, f. 1923, d. 1991. Vestergaard. Börn Björk og Viktor. Anna María, f. 1972, maki hennar er Heimir Jónsson. Börn Róbert Snær og Heiðný Embla. Auk þess eiga Ólafur og Fríða eitt barnabarnabarn, Hel- enu Melberg. Fríða og Ólafur hófu búskap í Reykjavík og bjuggu lengst af í Grænuhlíð 3. Ólafur hóf sinn starfsferil aðeins 17 ára gamall, þá sem sendill á hjóli hjá O. Johnson & Kaaber. Hann starf- aði innan þess fyrirtækis allt til ársins 2000 og gegndi m.a. stöðu sölustjóra um árabil. Fljótlega eftir starfslok hjá O. Johnson &Kaaber hóf Ólafur störf í mót- töku utanríkisráðuneytisins en þar starfaði hann allt til ársins 2011. Útför Ólafs fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 14. mars 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Hinn 2. júní 1956 kvæntist Ólafur Fríðu S. Magn- úsdóttur, f. 29. september 1935, d. 4. júní 2011. Börn Ólafs og Fríðu eru Sigríður, f. 1954, maki hennar er Jón Þór Gunnarsson. Börn Gunnar Þór og Ólafur Karl. Fríða Ólöf, f. 1960, maki hennar er Skúli Gunn- arsson. Börn Heiðrún, Davíð Örn og Ingvar. Ólafur Karl f. 1966, maki hans er Lena Friis Erfiðasta símtal sem ég hef átt var hinn 4. júní 2011 þegar ég hringdi í pabba frá Tenerife og sagði honum að mamma væri dá- in. Þar með hrundi tilvera hans og hamingja og þó að dánardagur pabba sé 24. febrúar 2013 þá dó hann í raun og veru þennan sorg- ardag. Pabbi átti mjög erfitt með að fóta sig eftir fráfall mömmu og sá ekki tilganginn með því að feta lífsins göngu án hennar. Það er kannski ekkert skrýtið ef tekið er tillit til þess að þau voru saman í 60 ár. Þau voru unglingar þegar þau stofnuðu fjölskyldu og því þekkti hann ekkert annað líf en líf með mömmu. Eins og gengur og gerist áttu þau bæði góða tíma og erfiða. Þau voru virkilega samrýnd, höguðu lífi sínu þannig að báðum þóknaðist og ferðuðust mikið saman. Einnig virtist það sama hversu erfiðleikarnir voru miklir, alltaf náðu þau að vinna úr þeim í sameiningu. Saman eignuðust þau fjögur börn, níu barnabörn og eitt barnabarnabarn. Börnin voru þeim mikil gleði og fylgdust þau náið með sigrum þeirra og ósigr- um. Eftir dauða mömmu ásótti ein- semdin og leiðinn pabba og smátt og smátt missti hann áhuga á flestöllu því sem áður hafði verið honum mikilvægt. Söknuður hans var áþreifanlegur og hann náði ekki að vinna úr sorginni sem heltók hann nema með hjálp Bakkusar. Það var erfitt að vera áhorf- andi að þessari miklu sorg og vanlíðan og geta lítið gert til að hjálpa honum og því samgleðst ég pabba mínum að vera núna kominn til mömmu sem vafalaust hefur beðið hans með opinn faðminn. Fríða Ólöf. Þá hefur þú kvatt okkur pabbi minn og ert kominn þangað sem þú stefndir sl. eitt og hálft ár, eða frá því að mamma dó í júní 2011. Tíminn eftir að mamma fór hefur verið þér erfiður og gekk þér illa að fóta þig án hennar. Skyldi engan undra, samband ykkar hófst þegar þið voruð á táningsaldri og þannig umturn- aðist þinn veruleiki algjörlega með fráfalli hennar. Þér tókst aldrei að vinna úr sorginni heldur tók hún völdin ásamt Bakkusi sem fylgdi þér lengi vel en náði nú yfirhöndinni. Þannig breyttist sá pabbi sem ég þekkti smátt og smátt, allt þar til yfir lauk og í raun varst þú horfinn okkur áður en dánardag- ur þinn rann upp. En eftir standa minningar um mann sem var góður í gegn og alltaf tilbú- inn til hjálpar ef þurfti. Ég á góðar minningar um bíltúra þar sem þú keyptir handa mér litla kók í gleri og krembrauð, fjöl- margar tjaldútilegur, sem og ferðalög til heitari landa. Þegar ég var lítil vannstu hjá O.Johnson og Kaaber og man ég eftir óþrjótandi birgðum af kart- öflustráum, Anton Berg-marsip- anbrauði og Herheys-súkkulaði. Þú hafðir gaman af kvikmyndum og fylgdist alltaf með hver fékk óskarinn, uppáhaldið þitt var John Wayne og held ég að flestir sem þig þekktu tengi þig við leikarann. Tónlist hafðir þú einnig gaman af og hélst mest upp á Dino og lagið þitt var Everybody loves somebody sometime. Þú varst snyrtimenni mikið og vel metinn til vinnu. Svo vel að þrátt fyrir að þér hafi verið hald- in vegleg kveðjuveisla þegar þú hættir í utanríkisráðuneytinu sökum aldurs varstu stuttu síðar kallaður aftur til vinnu í afleys- ingar og vannstu þar allt til árs- ins 2011, þá kominn á 76. aldurs- ár. Svo lengi sem ég man fórstu í sund á hverjum degi og eftir að þú hættir að vinna bættust einn- ig við daglegar gönguferðir. Þetta hafði hins vegar allt skjót- an endi eftir að mamma dó og þá tók einnig Bakkus völdin. Þú gast aldrei horfst í augu við þann vanda og því var mjög erfitt að horfa upp á þig missa tökin en lítið geta gert til hjálpar. Elsku pabbi minn, það er gott að þú fékkst hvíldina, ég geri ráð fyrir að þú sért núna kominn til Fjólunnar þinnar Fríðu og það er vel við hæfi að enda á orðum frá Róberti, prinsinum hans afa, þú komst ömmu á óvart á konu- daginn. Anna María (Maríubarnið). Ég bið þig, sendu nú vagninn þinn að sækja mig. Já, herra, sendu nú gullvagninn að sækja mig. Gættu mín, geymdu mig, gefðu mér friðinn. Langt hef ég farið og mig langar heim. Lengi hef ég reikað þennan refilstig. Rökkvar senn og þreytan er að buga mig. Hvar fæ ég að halla mínu höfði nú. Herra, enginn getur bjargað nema þú. Líður þessi dagur senn og dimma fer Djúpir eru skuggarnir sem þrengja að mér. Hvar fæ ég að halla mínu höfði nú. Herra, enginn getur bjargað nema þú. Hvar fæ ég að halla mínu höfði nú. Herra, enginn getur bjargað nema þú. Gættu mín, geymdu mig, gefðu mér friðinn. Langt hef ég farið og mig langar heim. (J.F. Guðnason) Minning þín lifir elsku pabbi. Sigríður. Elsku afi, ég sakna þín svo mikið, auðvitað vildi ég ekki að þú myndir fara en þetta var kannski fyrir bestu, núna ertu kominn til ömmu. Þú varst mér alltaf svo góður og alltaf glaður að sjá mig þegar ég kom í heimsókn til þín. Þú varst líka oft að gefa mér eitt- hvað og ef mig vantaði eitthvað gat ég alltaf leitað til þín. Ég mun sakna þín svo mikið og ég vil bara að þú vitir að ég elska þig og ég mun aldrei gleyma þér. Bless afi. Róbert Snær. Ólafur lést á Borgarspítalanum eftir stutta legu. Hann missti eig- inkonu sína fyrir einu og hálfu ári og yfir þann missi komst hann aldrei. Það má segja að hann unn- ið á tveimur stöðum um ævina. Hann hóf störf hjá Ó. Johnson & Kaaber fimmtán ára gamall og vann þar í tæp fimmtíu ár. Þegar hann hætti þar tók hann það ró- lega í nokkra mánuði en síðan lá leiðin til starfa í móttöku hjá utan- ríkisráðuneytinu og þar var hann fram á áttræðisaldur. Það sögðu margir að við bræð- ur hefðum verið mjög nánir alla tíð og það er alveg satt. Margar ferð- irnar fórum við saman á langri ævi, bæði innanlands og utan. Þær minningar gleymast aldrei. Ég kveð Óla nú að leiðarlokum og sendi börnum hans og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Ég bið Guð að fylgja honum á þeim leið- um sem hann nú hefur lagt út á. Guðmundur Reykdal Karlsson. Mesta gæfa fyrirtækisins Ó. Johnson & Kaaber í gegnum þau 106 ár sem það hefur starfað er án nokkurs efa gott starfsfólk. Marg- ir hafa unnið þar árum og áratug- um saman og hár starfsaldur hef- ur talist reglan fremur en undantekningin. Einn þeirra sem vörðu sinni starfsævi að mestu hjá félaginu var Ólafur R. Karlsson sem við kveðjum í dag. Hann hóf störf hjá ÓJ&K um miðja síðustu öld, þá rétt 17 ára gamall. Hann byrjaði sem sendill en eftir að hafa unnið á lager og við útkeyrslu um tíma tók hann til við sölumennsku á meðan fyrirtækið var enn til húsa í Hafnarstræti 1-3. Nokkru eftir að fyrirtækið flutti höfuð- stöðvar sínar í Sætún árið 1962 var honum falið að stýra sölu- deildinni. Ólafur vann hjá ÓJ&K í tæpa hálfa öld. Á þeim tíma urðu mikil straumhvörf í viðskiptum á Ís- landi, ekki síst urðu breytingarn- ar stórtækar á heild- og smásölu- markaði. Þar tóku við breyttir tímar með nýju verklagi. Ólafur var fljótur að tileinka sér ný vinnubrögð og leiðbeina öðrum að gera slíkt hið sama. Þar nýttust eiginleikar hans sérlega vel. Hon- um tókst alltaf að halda ró sinni þegar mikið gekk á og átti auðvelt með að virkja starfsmenn í því að ná settum markmiðum. Hann beitti líka sínum hárfína húmor með góðum árangri þegar þegar kljást þurfti við sérvitra starfs- menn eða viðskiptavini. Ólafur var ljúfur og vænn maður sem lynti jafn vel við unga sem eldri. Ólafur var ekki sá eini í fjöl- skyldunni til að ljá ÓJ&K sína starfskrafta. Sigríður dóttir hans vann á söludeildinni um árabil og sonur hennar, Gunnar Þór Jóns- son, hefur unnið á lager fyrirtæk- isins síðastliðin 15 ár. Ólafur var vel liðinn af sam- starfsfólki sem stjórnendum. Við sem störfuðum með honum minn- umst hans með miklu þakklæti og hlýju. Fyrir hönd Ó. Johnson & Kaaber og eigenda félagsins, Ólafur Ó. Johnson. Ólafur Reykdal Karlsson ✝ Sigríður Guð-brandsdóttir fæddist 9. ágúst 1925 í Hallgeirseyj- arhjáleigu í Land- eyjum. Hún lést í Reykjavík á konu- daginn, sunnudag- inn 24. febrúar 2013. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Matthildur Kjart- ansdóttir, f. 19.1. 1891, d. 6.12. 1974, frá Búðum á Snæfellsnesi, og Guðbrandur Magnússon, f. 15.2. 1887, d. 13.7. 1974, sem ólst upp á Fossi á Vestdalseyri við Seyðisfjörð. Guðbrandur starfaði lengst af sem forstjóri Áfengisverslunar ríkisins. Systkini Sigríðar voru Kjart- an, f. 9.6. 1919, d. 6.2. 1952, Hallfríður, f. 5.3. 1922, d. 25.12. 2009, Magnús, f. 29.7. 1924, d. 27.10. 1999, Helga, f. 29.11.1929. Sigríður giftist Birni Guð- brandssyni, f. 9.2. 1917, d. 8.6. 2006, barnalækni á Landakots- spítala í Reykjavík, 8. janúar bandi og tvö stjúpbörn. Sigríður átti 12 barnabörn og voru barnabarnabörnin orðin átta þegar hún lést. Sigríður var Vesturbæingur, ólst upp í samvinnubústað við Ásvallagötuna og gekk í Mið- bæjarskólann og síðan í Kvennaskólann í Reykjavík. Hún stundaði um hríð hjúkr- unarnám, en lauk því ekki. Hún helgaði heimilinu starfskrafta sína þegar dæturnar fimm voru að vaxa úr grasi, en starfaði sem ritari hjá Iðnþróunarsjóði Seðla- banka Íslands frá 1971-1995. Sem ung kona var Sigríður í fimleikaflokki ÍR og var líka lið- tæk í tennis. Sigríður var mjög listræn og óhrædd við að reyna fyrir sér á ýmsum sviðum lista. Hún nam brúðugerðarlist í Jap- an og prýddu margar fagrar brúður á kímónó heimili hennar. Hún stundaði batiklist, málaði bæði myndir og á postulín, og hin síðari ár undi hún sér við gerð bútasaumsteppa og við bókband. Sigríður var mjög fé- lagslynd, stundaði hesta- mennsku, spilaði alla tíð brids af miklum krafti, var í fjörugum saumaklúbbi og einnig var hún virkur félagi í kvenfélagi Fram- sóknarflokksins. Sigríður Guðbrandsdóttir var jarðsett í kyrrþey 12. mars 2013. 1948. Björn var sonur séra Guð- brands Björns- sonar, f. 15.7. 1884, d. 30.4. 1970, pró- fasts í Viðvík í Skagafirði, og Önnu Sigurð- ardóttur, f. 10.1. 1881, d. 1.1. 1962, frá Pálsbæ á Sel- tjarnarnesi. Björn og Sigríður bjuggu sín fyrstu hjúskaparár í Banda- ríkjunum og Japan, en fluttu til Íslands árið 1954. Dætur Sigríð- ar og Björns eru: Matthildur, f. 12.7. 1947, eiginmaður Malcolm J. Sheard. Hún á tvö börn. Anna Sigríður, f. 20.6. 1950, eig- inmaður Einar Bergmann Gúst- avsson. Þau eiga tvo syni. Inga Dóra, f. 24.9. 1952, eiginmaður Björn Birnir. Þau eiga tvö börn. Helga Birna, f. 28.10. 1957, eig- inmaður Kristinn Hallgrímsson. Þau eiga þrjú börn. Sigrún Björnsdóttir, f. 4.8. 1959, eig- inmaður Magnús Stephensen. Saman eiga þau einn son. Sig- rún á tvær dætur af fyrra hjóna- Elsku mamma okkar. Síðustu ár hafa verið þér erfið þar sem veikindi hafa hrjáð þig. Við er- um þakklátar fyrir að þú hafir ekki þurft að lifa við það lengur. Með þakklæti í huga og trega og sorg í hjarta vitum við að vel verður tekið á móti þér af öllum þeim ástvinum og vinum sem hafa kvatt gegnum árin. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þínar dætur, Anna og Sigrún. Elsku besta amma mín, lengi hef ég kviðið fyrir að kveðja þig og nú er komið að því. Síðustu ár hafa verið erfið þótt ég vilji halda að þér hafi liðið vel. Allur sá tími sem ég átti með þér er ómetanlegur og á ég ótal margar góðar minningar um frábæra samveru. Þú varst ein mín besta vinkona og gat ég alltaf hringt í þig til að spjalla um heima og geima. Þú varst alltaf til í að gera hvað sem var, fara í bíó, leikhús eða bara að horfa á Survivor saman. Mér eru minnisstæðar ferð- irnar sem við fórum saman í Skagafjörðinn með þér og afa þegar ég var yngri. Það var dásamlegt að komast í sveitina hans afa og ferðast með ykkur, það var ávallt líf og fjör í kring- um ykkur. Það var líka svo gam- an að fá að vera með þér og æskuvinkonum þínum sem hitt- ust reglulega, dásamlegt sam- band sem þið áttuð og hélduð því sambandi. Ég aðstoðaði við matarboð fyrir þær og keyrði þig alltaf í spilaklúbbinn sem var á hverjum fimmtudegi. Alltaf var glatt á hjalla og gastu alltaf hlegið og grínast yfir öllu. Útlandaferðir okkar eru að- vitað ógleymanlegar, bæði Spán- arferðin og Malmöferðin til Siggu. Ég var svo stolt að eiga þig sem ömmu. Það töluðu allir í kringum mig um hversu glæsi- lega ömmu ég ætti og hressa. Amma bar af í glæsileika og passaði hún alltaf upp á að líta vel út, tók sinn tíma í að snyrta sig áður en hún fór út, meira að segja út í búð. Hún var með heila körfu af vítamínum sem áttu að gera manni svo gott og líta svo vel út, gleymi ekki galdraráðunum sem hún hafði lesið í einhverju dagblaðinu um að það væri gott að bera mysu á húðina. Ég er svo ótrúlega þakklát að hafa fengið að deila lífi með þér elsku amma. Þú munt ávallt lifa í hjarta mínu. Elska þig. Þín Anna Friðrikka. Elsku yndislega amma mín, ég á eftir að sakna þín óend- anlega mikið. Núna ertu búin að kveðja þennan heim, búin að fá hvíldina þína og þarft ekki að þjást meira, farin til afa, sem þú varst búin að sakna svo mikið. Elsku amma, þú varst mín besta vinkona, alltaf svo ynd- isleg. Eins og ég sagði alltaf við þig: „Amma mús þú ert mér eitt og allt,“ ég hugsa til þín daglega. Þú átt svo stóran hlut í mínu hjarta og lífi. Alltaf varstu til staðar fyrir mig og gafst þér tíma til að spjalla um allt milli himins og jarðar, gefa góð ráð, styðja mig og gleðjast með mér, við gátum hlegið og grátið sam- an. Þú varst glæsileg svo bar af, svo yndisleg og hlý og allir tóku eftir þér hvert sem við fórum, heyrði ósjaldan: „Vá, hvað þú átt flotta og glæsilega ömmu, hún er æði.“ Já amma, þú varst al- gjört æði, enda fórum við ekki sjaldan í búðarleiðangra og þá vissir þú alveg hvað var í tísku, sæta amma mín. Enda þegar ég hugsa til baka þá var amma allt- af langsíðust að koma sér út úr húsi þegar við systur vorum að fara eitthvað með henni, hvað sem það var; búðaráp, á kaffihús eða í bíó, amma var alltaf að punta sig og kíkja svona u.þ.b. 10 sinnum í spegillinn, svo mikil pæja. Eftir að þú fluttir í næsta hús við okkur þegar ég var 12 ára hef ég alltaf verið með annan fótinn hjá þér og afa. Þar var sko brallað mikið og hlegið, þú bakaðir alltaf vöfflur á hverjum sunnudegi og svo eldaðirðu alltaf lambalæri á kvöldin, þú varst alltaf með svo skemmtilegar sögur og það var mikið hlegið, haft það kósí. Þú varst algjör húmoristi, alltaf hress og kát og til í sprell með okkur systrum. Við Anna Rikka elskuðum að fara í skápana hjá þér og kíkja undir rúm á alls konar dót og föt sem þú áttir eða hafðir keypt á alls kyns mörkuðum út um allan bæ. Amma, þú varst alltaf að gera svo góð kaup, við dóum oft úr hlátri þegar við sáum dótið sem þú komst með heim úr búð- arferðunum þínum, oft fannst okkur þetta hrikalega púkó. Ég líkist þér með kaupagleðina. Eftir að ég flutti til Danmerk- ur hef ég alltaf getað búið hjá þér þegar ég kem heim í fríum. Við systur höfum brallað svo mikið með þér, ferðast mikið saman bæði innanlands og utan- lands. Við eigum endalausar skemmtilegar minningar sem við lifum á, þessar minningar eru svo dýrmætar og þær tekur eng- inn frá okkur. Mun ég segja mínum börnum frá þeim, minn- ingar af einstakri og skemmti- legri ömmu. Ég hugsa oft hvað líf mitt hefði verið tómlegra ef ég hefði ekki átt svona frábæra og skemmtilega ömmu eins og þig, þú varst engum lík. Elskulega amma mín, takk fyrir allt, ég veit ekki hvernig ég á að geta kvatt þig en vil minn- ast þín með þessu ljóði: Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt, af gæsku þú gafst yl og hlýju. í heimi guðsenglanna hafðu það blítt, uns hittumst við aftur að nýju. (Höf. ók.) Elsku amma, ég elska þig endalaust mikið. Þú verður alltaf með mér í hjarta mínu og ég veit þú verður alltaf hjá mér. Takk fyrir allt amma mús, þú ert best. Þín nafna og besta vinkona, Sigríður Birna. Á mjög erfitt með að hugsa mér að ég sjái þig ekki aftur en ég veit að þú ert komin á góðan stað. Takk fyrir þær gleðistundir og öll ferðalögin sem við áttum saman elsku amma Sigga. Alltaf svo gott að leita til þín. Vildir allt fyrir mann gera. Tókst alltaf á móti manni bros- andi. Ég er svo stoltur af því að hafa kynnst eins miklum snill- ingi og ömmu Siggu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Björn Bergmann Einarsson. Sigríður Guðbrandsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.