Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 Saxófónleikarinn Sigurður Flosa- son og danski Hammond-orgelleik- arinn Kjeld Lauritsen hafa sent frá sér hljómplötuna Nightfall sem hef- ur að geyma djassstandarda, þekkta í bland við minna þekkta. Platan var tekin upp „live“ (lögin flutt í einni töku) í hljóðverinu Vil- lage Recording í Kaupmannahöfn í fyrra og sá Thomas Vang um upp- tökur en Hafþór Karlsson sá um hljóðblöndun og tónjöfnun í Hafn- arfirði. Í tilkynningu segir að markmið flytjenda hafi verið að nálgast afslappaða stemningu í heimahúsi eða á djassklúbbi þegar áheyrendur væru farnir heim og hljóðfæraleikararnir einir eftir og farnir að spila fyrir sjálfa sig, „bún- ir að sanna allt sem sanna þarf“, eins og því er lýst. Aðrir hljóðfæra- leikarar á plötunni eru trommuleik- arinn Kristian Leth og gítarleik- arinn Jacob Fischer sem er með þekktari djasstónlistarmönnum Danmerkur. Útgefandi plötunnar er Storyville í Kaupmannahöfn en Dimma ehf. sér um dreifingu á Ís- landi. Storyville hefur áður gefið út plötu með Sigurði, Land & Sky, ár- ið 2011 en hana vann hann með söngkonunni Cathrine Legardh. Sú plata hefur að geyma 20 frumsamin lög við ljóð Legardhs. Nightfall hefur verið kynnt með tónleikum í Kaupmannahöfn og Ár- ósum og fleiri tónleikar verða haldnir í Danmörku í mars og apríl. Hinn 4. apríl nk. gefur Storyville svo út plötu með Legardh og skoska píanóleikaranum Brian Kellock, Love still wears a smile, en Sigurður stýrði upptökum á henni og hafði umsjón með eftirvinnslu. Er það þriðja platan sem Sigurður kemur að sem gefin er út af Story- ville. Sigurður á þremur plötum Storyville Iðinn Sigurður Flosason blæs víða í saxófóninn, m.a. í Danmörku. Steinunn Sigurð- ardóttir fjallar um skáldsögur sínar Jójó og Fyr- ir Lísu í Menn- ingarhúsinu Hofi á Akureyri í dag kl. 17. „Steinunn fjallaði í fyrri viku um þetta efni á fjölsóttum fyr- irlestri á Háskólatorgi í Reykjavík. Um leið og Steinunn fer yfir sköp- unarsögu skáldsagnanna tveggja kemur hún einnig inn á tengslin við íslenskan veruleika og nýlegar af- hjúpanir um kynferðisbrot, gegn drengjum sérstaklega,“ segir m.a. í tilkynningu frá skipuleggjendum. Í framsögu sinni mun Steinunn velta upp þeirri spurningu hvaða er- indi tveir Berlínarbúar, þýskur geislalæknir og franskur róni, eigi sem aðalpersónur í íslenskum skáld- sögu. Steinunn á langan höfundar- feril að baki, en fyrsta bók hennar, ljóðabókin Sífellur, kom út 1969. Nýjasta ljóðabók hennar, Ástarljóð af landi, var þýdd á þýsku og frönsku og ljóð eftir hana hafa birst í tímarit- um og safnbókum á mörgum tungu- málum, nú síðast á japönsku. Höfunda- spjall í Hofi Steinunn Sigurðardóttir Í tilefni þess að nýverið kom út bókin Friðaðar kirkjur í Austfjarðaprófasts- dæmi, sem er 20. bindið í ritröðinni Kirkjur Íslands, verður haldin mál- stofa í Eskifjarðarkirkju í kvöld kl. 20. Frummælendur eru Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og frv. alþingismaður, Þorsteinn Gunn- arsson, arkitekt og ritstjóri, og Lilja Árnadóttir, fagstjóri munasafns Þjóð- minjasafns. Að erindum loknum mun séra Davíð Bald- ursson prófastur opna sýningu um m.a. kirkjur og gripi sem byggist á ritverkinu. „Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli bygging- arlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í máli og myndum er fjallað um kirkjurnar sjálfar ásamt kirkjugripum og minningarmörkum,“ segir m.a. í tilkynningu frá útgef- endum, en að útgáfunni standa Þjóðminjasafn Íslands, Húsafriðunarnefnd og Biskupsstofa. Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmenntafélag. Málþing í Eskifjarðarkirkju Hljómsveitin Bloodgroup sendi nýverið frá sér sína þriðju plötu, Tracing Echo- es. Til að fylgja plötunni eftir heldur sveitin útgáfutónleika í Iðnó í Reykja- vík í kvöld kl. 21.30 og á Græna hatt- inum á Akureyri nk. laugardag kl. 22. Hljómsveitin Samaris sér um upphitun á hvorum tveggja tónleik- unum. Bloodgroup heldur senn í tónleikaferð um Evrópu til að fylgja eftir plötunni, en meðal áfangastaða á ferðalaginu eru Þýskaland, Pólland, Sviss og tón- leikahátíðin SPOT í Danmörku. Útgáfutónleikar Bloodgroup Bloodgroup Sveitin heldur senn í tón- leikaferð um Evrópu. KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA VIP DEADMANDOWNFORSÝNING KL.10:40 OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL.5:20-8-10:40 OZ:THEGREATANDPOWERFUL2D KL. 5:20 OZ:GREATANDPOWERFULVIP2DKL.5:20-8-10:40 ÞETTAREDDAST KL. 8 -10:10 BEAUTIFULCREATURES KL. 8 -10:50 FLIGHT KL. 8 -10:10 WARMBODIES KL. 8 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50 WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 5:50 ÖSKUBUSKA Í VILLTAVESTRINU ÍSLTALKL. 6 KRINGLUNNI OZ: GREAT ANDPOWERFUL KL. 5:20 - 8 OZ:THEGREATANDPOWERFUL 3D KL. 10:40 ÞETTAREDDAST KL. 8 - 10:40 THIS IS 40 KL. 8 - 10:40 THE IMPOSSIBLE KL. 5:40 FJÖLSKYLDUDAGARTILBOÐ590KR.MIÐAVERÐ ÖSKUBUSKAÍVILLTAVESTRINU ÍSLTAL KL.6 OZ:GREATANDPOWERFUL 3DKL.5:20-8-10:30 OZ:THEGREATANDPOWERFUL KL.6 IDENTITY THIEF KL.5:30-8-10:40 FLIGHT KL.9-10:30 BEAUTIFULCREATURES KL.5:20 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL. 8 IDENTITY THIEF KL. 10:40 ÞETTA REDDAST KL. 8 - 10:10 AKUREYRI OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL. 8 OZ:THEGREATANDPOWERFUL2D KL. 5:20 ÞETTA REDDAST KL. 8 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ ÖSKUBUSKA Í VILLTAVESTRINU ÍSLTALKL. 6 TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA  R.EBERT  LA TIMES DISNEY BÝÐUR ÞÉR Í HREINT MAGNAÐ FERÐALAG TIL TÖFRALANDSINS OZ  K.N. EMPIRETöfrandisjónarspil! BÍÓVEFURINN/SÉÐ & HEYRT FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR ALICE INWONDERLAND OG LEIKSTJÓRA SPIDERMAN ÞRÍLEIKSINS MORGUNBLAÐIÐ  VIÐSKIPTABLAÐIÐ FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! FRÁ LEIKSTJÓRANUM SEM FÆRÐI OKKUR KARLAR SEM HATA KONUR COLIN FARRELL OG NOOMI RAPACE ERU STÓRKOSTLEG Í ÞESSARI MÖGNUÐU SPENNUMYND FORSÝND GÓÐ GJÖF GENEVA S (iPod fylgir ekki). Verð 55.000,- Ármúla 38 | Sími 588 5010 | Opið: virka daga 11-18, laugard. 12-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.