Morgunblaðið - 14.03.2013, Side 53

Morgunblaðið - 14.03.2013, Side 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 Saxófónleikarinn Sigurður Flosa- son og danski Hammond-orgelleik- arinn Kjeld Lauritsen hafa sent frá sér hljómplötuna Nightfall sem hef- ur að geyma djassstandarda, þekkta í bland við minna þekkta. Platan var tekin upp „live“ (lögin flutt í einni töku) í hljóðverinu Vil- lage Recording í Kaupmannahöfn í fyrra og sá Thomas Vang um upp- tökur en Hafþór Karlsson sá um hljóðblöndun og tónjöfnun í Hafn- arfirði. Í tilkynningu segir að markmið flytjenda hafi verið að nálgast afslappaða stemningu í heimahúsi eða á djassklúbbi þegar áheyrendur væru farnir heim og hljóðfæraleikararnir einir eftir og farnir að spila fyrir sjálfa sig, „bún- ir að sanna allt sem sanna þarf“, eins og því er lýst. Aðrir hljóðfæra- leikarar á plötunni eru trommuleik- arinn Kristian Leth og gítarleik- arinn Jacob Fischer sem er með þekktari djasstónlistarmönnum Danmerkur. Útgefandi plötunnar er Storyville í Kaupmannahöfn en Dimma ehf. sér um dreifingu á Ís- landi. Storyville hefur áður gefið út plötu með Sigurði, Land & Sky, ár- ið 2011 en hana vann hann með söngkonunni Cathrine Legardh. Sú plata hefur að geyma 20 frumsamin lög við ljóð Legardhs. Nightfall hefur verið kynnt með tónleikum í Kaupmannahöfn og Ár- ósum og fleiri tónleikar verða haldnir í Danmörku í mars og apríl. Hinn 4. apríl nk. gefur Storyville svo út plötu með Legardh og skoska píanóleikaranum Brian Kellock, Love still wears a smile, en Sigurður stýrði upptökum á henni og hafði umsjón með eftirvinnslu. Er það þriðja platan sem Sigurður kemur að sem gefin er út af Story- ville. Sigurður á þremur plötum Storyville Iðinn Sigurður Flosason blæs víða í saxófóninn, m.a. í Danmörku. Steinunn Sigurð- ardóttir fjallar um skáldsögur sínar Jójó og Fyr- ir Lísu í Menn- ingarhúsinu Hofi á Akureyri í dag kl. 17. „Steinunn fjallaði í fyrri viku um þetta efni á fjölsóttum fyr- irlestri á Háskólatorgi í Reykjavík. Um leið og Steinunn fer yfir sköp- unarsögu skáldsagnanna tveggja kemur hún einnig inn á tengslin við íslenskan veruleika og nýlegar af- hjúpanir um kynferðisbrot, gegn drengjum sérstaklega,“ segir m.a. í tilkynningu frá skipuleggjendum. Í framsögu sinni mun Steinunn velta upp þeirri spurningu hvaða er- indi tveir Berlínarbúar, þýskur geislalæknir og franskur róni, eigi sem aðalpersónur í íslenskum skáld- sögu. Steinunn á langan höfundar- feril að baki, en fyrsta bók hennar, ljóðabókin Sífellur, kom út 1969. Nýjasta ljóðabók hennar, Ástarljóð af landi, var þýdd á þýsku og frönsku og ljóð eftir hana hafa birst í tímarit- um og safnbókum á mörgum tungu- málum, nú síðast á japönsku. Höfunda- spjall í Hofi Steinunn Sigurðardóttir Í tilefni þess að nýverið kom út bókin Friðaðar kirkjur í Austfjarðaprófasts- dæmi, sem er 20. bindið í ritröðinni Kirkjur Íslands, verður haldin mál- stofa í Eskifjarðarkirkju í kvöld kl. 20. Frummælendur eru Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og frv. alþingismaður, Þorsteinn Gunn- arsson, arkitekt og ritstjóri, og Lilja Árnadóttir, fagstjóri munasafns Þjóð- minjasafns. Að erindum loknum mun séra Davíð Bald- ursson prófastur opna sýningu um m.a. kirkjur og gripi sem byggist á ritverkinu. „Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli bygging- arlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í máli og myndum er fjallað um kirkjurnar sjálfar ásamt kirkjugripum og minningarmörkum,“ segir m.a. í tilkynningu frá útgef- endum, en að útgáfunni standa Þjóðminjasafn Íslands, Húsafriðunarnefnd og Biskupsstofa. Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmenntafélag. Málþing í Eskifjarðarkirkju Hljómsveitin Bloodgroup sendi nýverið frá sér sína þriðju plötu, Tracing Echo- es. Til að fylgja plötunni eftir heldur sveitin útgáfutónleika í Iðnó í Reykja- vík í kvöld kl. 21.30 og á Græna hatt- inum á Akureyri nk. laugardag kl. 22. Hljómsveitin Samaris sér um upphitun á hvorum tveggja tónleik- unum. Bloodgroup heldur senn í tónleikaferð um Evrópu til að fylgja eftir plötunni, en meðal áfangastaða á ferðalaginu eru Þýskaland, Pólland, Sviss og tón- leikahátíðin SPOT í Danmörku. Útgáfutónleikar Bloodgroup Bloodgroup Sveitin heldur senn í tón- leikaferð um Evrópu. KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA VIP DEADMANDOWNFORSÝNING KL.10:40 OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL.5:20-8-10:40 OZ:THEGREATANDPOWERFUL2D KL. 5:20 OZ:GREATANDPOWERFULVIP2DKL.5:20-8-10:40 ÞETTAREDDAST KL. 8 -10:10 BEAUTIFULCREATURES KL. 8 -10:50 FLIGHT KL. 8 -10:10 WARMBODIES KL. 8 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50 WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 5:50 ÖSKUBUSKA Í VILLTAVESTRINU ÍSLTALKL. 6 KRINGLUNNI OZ: GREAT ANDPOWERFUL KL. 5:20 - 8 OZ:THEGREATANDPOWERFUL 3D KL. 10:40 ÞETTAREDDAST KL. 8 - 10:40 THIS IS 40 KL. 8 - 10:40 THE IMPOSSIBLE KL. 5:40 FJÖLSKYLDUDAGARTILBOÐ590KR.MIÐAVERÐ ÖSKUBUSKAÍVILLTAVESTRINU ÍSLTAL KL.6 OZ:GREATANDPOWERFUL 3DKL.5:20-8-10:30 OZ:THEGREATANDPOWERFUL KL.6 IDENTITY THIEF KL.5:30-8-10:40 FLIGHT KL.9-10:30 BEAUTIFULCREATURES KL.5:20 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL. 8 IDENTITY THIEF KL. 10:40 ÞETTA REDDAST KL. 8 - 10:10 AKUREYRI OZ:THEGREATANDPOWERFUL3D KL. 8 OZ:THEGREATANDPOWERFUL2D KL. 5:20 ÞETTA REDDAST KL. 8 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ ÖSKUBUSKA Í VILLTAVESTRINU ÍSLTALKL. 6 TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA  R.EBERT  LA TIMES DISNEY BÝÐUR ÞÉR Í HREINT MAGNAÐ FERÐALAG TIL TÖFRALANDSINS OZ  K.N. EMPIRETöfrandisjónarspil! BÍÓVEFURINN/SÉÐ & HEYRT FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR ALICE INWONDERLAND OG LEIKSTJÓRA SPIDERMAN ÞRÍLEIKSINS MORGUNBLAÐIÐ  VIÐSKIPTABLAÐIÐ FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! FRÁ LEIKSTJÓRANUM SEM FÆRÐI OKKUR KARLAR SEM HATA KONUR COLIN FARRELL OG NOOMI RAPACE ERU STÓRKOSTLEG Í ÞESSARI MÖGNUÐU SPENNUMYND FORSÝND GÓÐ GJÖF GENEVA S (iPod fylgir ekki). Verð 55.000,- Ármúla 38 | Sími 588 5010 | Opið: virka daga 11-18, laugard. 12-14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.