Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.03.2013, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013 ✝ Iðunn Lúðvíks-dóttir fæddist í Reykjavík 7. júní 1947. Hún andaðist á Landspítalanum 4. mars 2013 síðast- liðinn. Foreldrar henn- ar voru Lúðvík Vil- hjálmsson skip- stjóri, fæddur á Akranesi 11. júní 1899, dáinn 18. júní 1965, og Jóhanna Gísladóttir húsmóðir, fædd í Reykjavík 18. apríl 1913, dáin 9. desember 1994. Iðunn átti fimm hálfsystkini samfeðra: Jakobína Þóra, f. 1924, d. 1952, Vilhjálmur Krist- inn, f. 1926, d. 1966, Sigríður Jó- hanna, f. 1930, Ágústa Fanney, f. 1933, d. 2010, Drengur, f. 1937, lést á sama ári. Alsystir Iðunnar er Gerður, f. 1942. Börn hennar eru: Styr- málastjóra í Fiskifélagi Íslands, en útþráin kallaði og hún hélt til Danmerkur 1966 og starfaði á skrifstofu Danatempo, sem hafði aðsetur á Strikinu í Kaup- mannahöfn. Árið 1968 flytur Ið- unn aftur heim til Íslands og hittir lífsförunaut sinn Sigurð. Jafnframt því að halda heimili með Sigurði starfaði Iðunn á skrifstofu Brauðbæjar/ Óðinsvéa í um 30 ár í hluta- starfi. Síðustu árin starfaði hún á skrifstofu hjá Ferskfiski í Hafnarfirði. Útivist, ferðalög og golfiðkun voru hennar áhuga- mál, auk þess að búa í haginn fyrir Sigurð lífsförunaut sinn. Síðustu árin var hún heimakær og vildi spara kraftana, en þá hefur meinið sem birtist svo óvænt í janúar sl. verið farið að búa um sig. Hún kvartaði aldrei, tók örlögum sínum af rósemi hugans eins og skapfesta henn- ar ættar er þekkt fyrir. Barnatrúin sem séra Garðar Svavarsson ræktaði á bernsku- dögum hennar fylgdi henni alla tíð. Útför Iðunnar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 14. mars 2013, og hefst athöfnin kl. 13. gerður Hanna Jó- hannsdóttir, f. 1965, Katrín Júl- íusdóttir, f. 1974, og tvíburarnir Stef- án og Lúðvík Júl- íussynir, f. 1976. Eftirlifandi eig- inmaður Iðunnar er Sigurður B. Odds- son, fæddur 20. september 1945. Foreldrar hans voru Oddur Helgi Helgason og Friðbjörg Ingjaldsdóttir sem bæði eru látin. Iðunn og Sig- urður gengu í hjónaband 20. september 1969. Þau áttu ekki börn. Iðunn ólst upp í Laug- arneshverfinu á 6. áratug síð- ustu aldar. Hún gekk í Laug- arnesskólann og síðan í Verslunarskóla Íslands. Hún út- skrifaðist með verslunarpróf 1965. Í upphafi starfsferils starfaði Iðunn sem ritari fiski- Iðunn Lúðvíksdóttir svilkona mín er látin eftir snarpa viður- eign við erfiðan andstæðing sem engu eirir. Kynni okkar hófust þegar Sig- urður Bertel bróðir Sigrúnar minnar kynnti okkur fyrir unn- ustu sinni Iðunni, hún var fjall- myndarleg svo gustaði af og kvenkostur mikill. Það duldist engum sem henni kynntist að Sigurður hafði náð sér í feikna- góðan lífsförunaut. Enda fór vel á með þeim hjónum alla tíð í ára- tuga farsælu hjónabandi. Okkur varð strax vel til vina og skipaðist svo til að Iðunn hóf störf í fyr- irtæki mínu Brauðbæ í ábyrgð- armiklu starfi sem hægri hönd mín jafnt sem sú vinstri. Hún leysti allt þar sem að höndum bar af kostgæfni og ótrúlegri vand- virkni. Við störfuðum saman í 30 ár í Brauðbæ auk þess sem við tengdumst sterkum fjölskyldu- böndum. Þegar ég lít til baka og hugsa til Iðunnar er mér efst í huga hve traust hún var, vönduð og kostgæfin og ég um leið lán- samur að fá að njóta starfskrafta hennar og vináttu. Hér sannaðist það að sumir eru lánsamari en aðrir. Iðunn var jafnan glaðsinna en samt ekki allra, hún átti það til að halda sig eilítið til hlés og fór það bara vel úr hendi. Það var eig- inlega einhvers konar mystik eða dálítil dul í fari hennar. Aldrei bar hún tilfinningar sínar á torg né hallaði á neinn, allir nutu sann- mælis þar sem hún kom að mál- um. Vegferð hennar var afar far- sæl og henni ávallt til sóma á öllum sviðum. Iðunn og Siggi voru eitt, þau voru bestu vinir eða órjúfanleg yndisleg heild. Börn okkar Sig- rúnar nutu óspart örlætis þeirra, bara að hringja í Sigga frænda og Iðunni ef vantaði far í Skálafellið eða hvað annað sem þeim datt í hug – og þar var sannarlega ým- islegt og sitt hvað fleira brallað. Iðunn bjó Sigga sínum gott og menningarlegt heimili sem gott var heim að sækja, þau áttu sér að auki yndisreit austur við Flúð- ir í félagi við bræður Sigga og eig- inkonur þeirra. Þar fékkst oft frí frá annríki dagsins og tóm til að íhuga lífsgátuna eilífu. Mannsæv- in er örstutt og líður í einni svip- hendingu, uppskeran að loknu verki er góðu minningarnar sem eftir sitja um látna ástvini og við varðveitum með okkur. Það var alltaf stíll á yfirbragði Iðunnar, jafnt í klæðaburði sem og öðru sem hún fékkst við. Í Danmörku hefði hún verið kölluð „klasse pige“ sem hún var – og þannig minnumst við hennar. Nú er komið að kveðjustund- inni, við Sigrún þökkum fyrir all- ar þær góðu minningar sem við eigum af samverustundum okkar með Iðunni, það var gaman að þekkja hana og einkar gott að eiga hana að. Við biðjum algóðan Guð að blessa Sigga og styrkja hann og styðja í sorginni. Sigrún og Bjarni I. Árnason. Látin er mágkona mín og svil- kona Iðunn Lúðvíksdóttir. Iðunni kynntist ég er hún og Sigurður bróðir minn fóru að draga sig saman, en þá bjuggum við Sig- urður á Lokastígnum. Varð okk- ur vel til vina og eftir að ég kynnt- ist eiginkonu minni urðu þær mestu mátar. Við fjögur ferðuð- umst mikið saman bæði innan- lands og utan og voru þær ófáar menningarferðirnar sem við fór- um til London á leiksýningar, að skoða söfn og kynna okkur veit- ingastaði. Fyrir tuttugu og þremur árum byggðum við okkur sumarhús við Flúðir með Pétri bróður okkar og Margréti konu hans, það sam- starf hefur gengið með ágætum enda gagnkvæm vinátta og virð- ing milli okkar bræðra og svil- kvenna. Hvar sem Iðunn fór, hvort sem var í leik eða starfi, var hún vel liðin og virðing borin fyrir henni enda heilsteypt, samviskusöm og heiðarleg manneskja. Nú þegar liðinn er dagur í lífi Iðunnar mágkonu minnar og svil- konu gleðjumst við yfir þeim fal- legu minningum sem hún skilur eftir sig og biðjum góðan Guð að veita Sigurði bróður og mági styrk í þeirri miklu sorg sem nú hefur dunið yfir. Guð blessi minningu Iðunnar Lúðvíksdóttur. Oddur H. Oddsson, Elínborg Jóhannsdóttir. Það var allt svo gott í gamla daga; veðrið, fólkið og minning- arnar eru greyptar í rósrauðum ljóma æskuáranna. Ég er svo lán- söm að hafa eignast fullt af minn- ingum með þeirri góðu konu sem hér er kvödd. Þau hjónin Dunda og Siggi voru tíðir gestir foreldra minna í sumarhúsi fjölskyldunnar í Ólafs- dal. Þar komst ég að því að hún Dunda átti nokkra skrítna vini, þeir voru álfar og áttu alltaf nóg af gotteríi. Þessi kona hafði sér- stakt lag á að koma okkur grísl- ingunum í rúmið á kvöldin. Með undraverðum sögum af þessum álfavinum hennar plataði hún okkur upp úr skónum, gotteríið beið svo á morgnana, verðlaunin frá álfunum. Ég fékk oft að gista á græna sófanum í Tjarnarbólinu, þar var flottasta stofan á landinu. Það var nefnilega stór sandhrúga á miðju stofugólfinu fyrstu ár búskapar- ins á Seltjarnarnesinu. Þetta þótti lítilli stelpu verulega smart og stóð ég jafnframt í þeirri trú að álfarnir hennar Dundu byggju í hrúgunni, þeir fluttu víst um svipað leyti og hrúgunni var sóp- að út. Ferðalögin og allar skíðaferð- irnar sem ég fékk að fara með þeim hjónum voru margar. Minn- isstæð er útilegan þegar ég var sótt í sumó og ekið var austur. Ég grét af heimþrá alla leiðina á Sel- foss þar sem stoppað var og Siggi sendur í sjoppuna til þess að kaupa kassa af appelsíni, síríus- lengjum og lakkrísrúllum. Þessu góssi var hrúgað í aftursætið og þar sat ég alsæl í sykurvímu. Dunda tók að sér aksturinn í þessari ferð og tókum við fram úr tveimur ökutækjum á leiðinni, annað var traktor framleiddur fyrrihluta síðustu aldar og hitt var bilaður bíll úti í kanti. Siggi hrósaði Dundu sinni fyrir akstur- inn og tók afa gaggadú frasann „vel er nú ekið“ nokkrum sinnum. Dunda stjórnaði kontórnum hjá pabba í mörg ár og þar steig ég mín fyrstu skref í viðskiptalíf- inu. Mér var treyst fyrir því mik- ilvæga verkefni að sleikja frí- merki og líma á umslög, þó þráðbeint og alls ekki subbulega því annað væri virðingarleysi við viðtakendur bréfanna. Hún treysti manni fyrir þeim verkefn- um sem hún útdeildi enda góður kennari og nákvæm og ætlaðist til þess að vinnan yrði leyst akk- úrat þannig og alls ekki öðruvísi. Þegar vinkonur mínar léku sér að barbí þá kunni ég debet og kredit, færslu á sjóðsbókum, af- stemmingar og annað sem til féll við skrifstofustörfin. Ég man eftir augnabliki þar sem að ég sat og horfði á Dundu með aðdáun í augum og hugsaði með mér; þegar ég er orðin stór þá ætla ég að vera svona dugleg eins og Dunda frænka. Það var strimillinn úr reiknivélinni sem liðaðist um gólfið sem vakti þessa aðdáun mína á henni. Hún gaf sér tíma fyrir okkur litla fólkið, settist á hækjur sér og talaði við okkur eins og jafningja, mikið þótti mér vænt um þessa konu sem var gift honum Sigga frænda í 43 farsæl ár. Hugur minn er hjá uppáhalds- frænda mínum, það verður tóm- legt hjá honum í Tjarnarbólinu. Iðunni kveð ég með virðingu og þakklæti í hjarta og þakka henni hugulsemi og væntum- þykju við litla rauðhærða stelpu sem var alltaf með heimþrá. Þóra Bjarnadóttir. Elsku Dunda frænka. Mikið á ég eftir að sakna þín. Ég á enda- laust margar fallegar og skemmtilegar minningar um þig og Sigga. Það var aldrei leiðinlegt að fá að vera í pössun hjá ykkur þegar ég var lítil. Þið kunnuð svo sannarlega að dekra við mann, og best var að fá að kúra á milli ykk- ar. Takk fyrir öll ferðalögin, jólin og áramótin sem ég fékk að eyða með þér. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Ástarkveðja Iris Jóhanna. Iðunn Lúðvíksdóttir er látin eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Iðunn var mikill persónuleiki. Hún hafði sterkar skoðanir, var vandvirk og nákvæm. Þrátt fyrir aldursmun ferðuð- umst við mikið saman, bæði inn- anlands og erlendis. Við eigum góðar minningar allt frá Kára- hnjúkum til Lundúna. Árið 1989 ákváðu þrír bræður að byggja sér sumarhús. Eftir mikla leit að lóð var það Lóa frænka Iðunnar sem benti okkur á að verið væri að selja lóðir á Flúðum í landi Efra-Sels. Frá árinu 1990 höfum við deilt saman Svanaseli. Á Flúðum höf- um við svilkonurnar gengið undir nafninu „eiginkonur bræðr- anna“. Á hverju vori hefur verið farið í sameiginlega hreinsunarferð í húsið. Iðunn hafði það verk að bóna öll gólf, sem hún gerði með sóma. Einnig sá hún um að elda fyrir okkur og eins færði hún okkur kalda drykki í pottinn. Þegar farið var í sameiginleg- ar ferðir á Flúðir sóttu Iðunn og Siggi oft Ástu dóttur okkar um hádegisbil. Ekið var austur í ró- legheitum og stoppað víða á leið- inni. Farið var í Kaupfélagið og oftast á veitingastað á Selfossi. Komið var í bústaðinn seint og um síðir. Ástu eru þessar ferðir ógleymanlegar Að fara í Svanasel verður aldr- ei eins. Burberrys-derhúfan hennar liggur uppi á hillu og mun gera það áfram. Einnig var Ið- unn dugleg að planta rósum sem munu lifa áfram um ókomna tíð. Komið er að kveðjustund allt of fljótt. Erfiðir tímar eru fram- undan hjá Sigga en hann á góða bræður og systur, sem munu halda utan um hann. Eftir stend- ur minning um einstaka konu sem við getum verið þakklát fyrir að hafa kynnst. Far þú í friði. Pétur E. Oddsson og Margrét H. Kjærnested. Kæra Dunda frænka. Á auga- bragði ert þú fyrst farin á undan okkur hinum „undrabörnunum“ sex af Bjólu-ættinni, Gerði, Bangsa, Iðunni, Ingu, Gísla og Guddý, með „Bjólu-tána“ og „Bjólu-halann“, sem að sögn hafði verið klipptur af okkur þeg- ar við fæddumst. Þessu trúðum við þegar við vorum að alast upp í Laugarnesinu þar sem systkinin Hanna og Halli, foreldrar okkar, byggðu heimili sín, „langt úti í sveit“, eins og Styrgerði ömmu okkar varð að orði. Það var stutt á milli Lauga- teigs og Hraunteigs og mikill samgangur. Við áttum okkar æv- intýraleiki með dúkkulísum, gerðum glæsihýsi úr skókössum og svo bættust við sundferðirnar í „Gömlu laugarnar“, jafnvel oft á dag þannig að bolirnir okkar þornuðu vart á milli sundferða. Þú fórst með mig í strætó út í stórborgina og kenndir mér að finna réttu leiðina aftur heim. Þú hlýddir mér yfir margföldunar- töfluna og kenndir mér heiti dag- anna og mánaðanna í réttri röð, þú varst svo miklu „forframaðri“, enda einu og hálfu ári eldri. Þegar ég var 12 ára lá leið mín yfir hafið og út í heim. Þegar ég kom til baka eftir heilt ár tókst þú á móti mér á hafnarbakkanum og endaði ég ferðalagið heim í Laugarnesið með þér í strætó. Svo tóku við „pæju-“árin og af- greiðslustörf í sjoppunni hans pabba og þú kenndir mér að drekka kaffi. Seinna fluttuð þið mæðgur upp í Árbæ, „langt út í sveit“. Þá skapaðist sú venja að við komum saman á Hraunteignum á föstu- dögum og nú höfðu bæst við þrjú ný „undrabörn“ í hópinn, Styr- gerður Hanna, Stefán Steinar og Árni Björn. Þá var fyrst minnst á hann Sigga og áður en varði var brúðkaup ykkar haldið í Laugar- neskirkju. Ég man hvað ég grét, þið voruð svo falleg og glæsileg. Nokkru seinna flutti ég út í heim með Smára mínum og þið mæðg- ur komuð að að kveðja okkur kvöldið áður og þú færðir mér fal- lega kveðjugjöf. Eftir að við kom- um aftur heim eru skemmtiferð- irnar sem þið Siggi hafið boðið okkur Smára í orðnar óteljandi og ekki síst eru ferðirnar í hring- ekju Perlunnar ógleymanlegar. Aðfaranótt 4. mars vaknaði ég við að kallað var hátt til mín: „Dunda!“ eins og ég kallaði þig alltaf. Um morguninn hringdi Bangsi bróðir og sagði að þú vær- ir farin. Ég finn fyrir tómi í hjarta mínu og minningarnar lifna. Mér finnst ég sjá þig sitja í sólskini, falleg dama með milt bros á vör, krosslagðar hendur og þú horfir til hliðar út í heiminn. Þín frænka, Ingibjörg Styrgerður. Kær vinkona hefur kvatt þenn- an heim langt um aldur fram. Hinn 4. mars sl. lést á Landspít- alanum Iðunn Lúðvíksdóttir, að- eins 65 ára að aldri, eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Leiðir okkar lágu saman í Versl- unarskólanum haustið 1961 er við settumst bæði í 1. bekk. Við kynntumst fljótlega, enda um- gengumst við sömu krakkana í skólanum og sá kunningsskapur hélst meðan við bæði vorum í Versló. Haustið 1969 gekk hún að eiga vin minn Sigurð B. Oddsson. Við Siggi vorum góðir vinir og er- um enn og þetta varð upphafið að áratuga vinskap, sem aldrei hefur borið skugga á. Samverustundirnar eru ótelj- andi, hvort sem um var að ræða gagnkvæm heimboð, ferðalög ut- anlands sem innan og á seinni ár- um fjölda heimsókna í bústaðinn þeirra á Flúðum, en þar var margt til gamans gert og gjarnan spilað golf. Iðunn var glæsileg kona, sem tekið var eftir, hávaxin, fríð sýnum og mikill persónuleiki. Hún var góðum gáfum gædd og átti auðvelt með nám, listfeng, minnug svo af bar og einkar skemmtileg og góð manneskja. Það var einstaklega ánægjulegt að sækja þau hjón heim og njóta félagsskapar þeirra og ekki spillti glæsileg eldamennska húsmóður- innar, sem alltaf gat töfrað fram eitthvert lostæti þótt oft væri fyr- irvarinn stuttur. Stelpurnar mínar Dísa, Ingi- björg og Hrabba fór heldur ekki varhluta af hugulsemi og mann- gæsku Iðunnar og Sigga, en sem börn voru þær gjarnan með í heimsóknum til þeirra hjóna og fyrir það þakka þær í dag. Á kveðjustund eins og þessari hrannast minningarnar upp og allar eru þær góðar og söknuður- inn er mikill. Sárastur er þó miss- ir Sigga vinar míns, sem sér nú á bak lífsförunautnum. Við Þórunn sendum honum, öðrum ættingj- um og ástvinum innilegar samúð- arkveðjur, með bæn um styrk á erfiðri stund. Sá er þessar línur ritar þakkar einnig forsjóninni fyrir að hafa fengið að vera Ið- unni samferða um stund. Hvíl í friði kæra vinkona. Blessuð sé minning Iðunnar Lúðvíksdóttur. Guðmundur Pétursson. Iðunn Lúðvíksdóttir ✝ Freyr Njarðvíkfæddist í Reykjavík 23. des- ember 1961. Hann varð bráðkvaddur á Landspítalanum í Fossvogi 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Bera Þóris- dóttir, f. 1.10. 1938, og Njörður P. Njarðvík, f. 30.6. 1936. Systur Freys eru Hildur Njarðvík, f. 15.11. 1969, maki Sigurður Kiernan, synir þeirra eru Pétur og Hilmar; og Urður Njarðvík, f. 11.9. 1970, maki Ív- ar Guðjónsson, börn þeirra eru Heiður og Baldur. Hinn 5.1. 1980 kvæntist Freyr Elínu Perlu Kolka f. 23.12. 1957. Þau skildu. Sonur þeirra er Úlf- ur Kolka, f. 30.5. 1981. Sonur Úlfs og Katrínar Óskar Hafsteinsdóttur er Pétur Hafsteinn, f. 19.12. 2000. Hinn 29.12. 1984 kvænt- ist Freyr Önnu Sig- urlín Hallgríms- dóttur, f. 23.4. 1960. Þau skildu. Sonur þeirra var Pétur Steinn, f. 23.4. 1985, d. 1.1. 1994. Freyr var einnig í sambúð með Völu Björk Jóhannsdóttur, f. 16.10. 1971. Þau slitu samvistir. Dóttir þeirra er Teresa Dröfn, f. 9.5. 1991, maki Tómas Ísdal, f. 20.1. 1991, dóttir þeirra er Bera Dís, f. 15.9. 2012. Freyr var jarðsunginn frá Fossvogskapellu 11. mars 2013. Nú er Freyr stóri bróðir okk- ar látinn. Hann varð bráðkvadd- ur á Landspítalanum þar sem hann naut aðhlynningar vegna nýrnabilunar en ekkert benti til annars en að hann myndi vinna bug á því og andlát hans var því mjög óvænt. Það er sárt að hann hafi þurft að fara einmitt þegar honum var farið að ganga vel í lífinu. Hann hafði náð tökum á fíkninni og var farinn að lifa venjulegu lífi. Hann hafði fundið sér starfsvettvang við tölvur sem voru hans aðaláhugamál. Freyr naut sín í vinnunni og leið hvergi betur en á kafi í verkefnum innan um vinnu- félagana, sem honum þótti svo vænt um. Freyr var fjölskyldumaður og var síðustu ár í nánum sam- skiptum við okkur öll. Hann var stoltur af börnunum sínum og barnabörnum, sýndi litlu frænd- systkinum sínum mikla ástúð og það er okkur systrum og allri fjölskyldunni mjög dýrmætt að hafa átt þessi góðu ár með hon- um. Hans bestu stundir voru þær sem hann eyddi með börn- unum sínum tveimur, Úlfi og Teresu, og börnum þeirra, Pétri Hafsteini og Beru Dís. Freyr var hjartahlýr og skemmtilegur bróðir. Sem ung- lingur var hann einstaklega stríðinn og hafði mjög gaman af því að hrekkja litlu systur sínar með ýmsum uppátækjum. Hann var mikill húmoristi og sagði einstaklega skemmtilega frá, las mikið og var fróður um ótrú- legustu hluti. Freyr var mjög greindur og var fljótur að ná tökum á hlutum sem hann hafði áhuga á, gott dæmi um þetta voru tungumál sem hann talaði mörg hver reiprennandi. Við kveðjum bróður okkar með miklum söknuði. Það er gott að vita til þess að Freyr naut lífsins og var glaður síð- ustu árin þó að heilsan hafi ekki verið góð. Þrátt fyrir erfiðleika hans í gegnum tíðina og að við skyldum týna honum annað slagið áttum við náið og sterkt systkinasamband sem aldrei bar skugga á. Hann verður allt- af okkar elskaði bróðir. Hildur og Urður. Freyr Njarðvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.