Morgunblaðið - 14.03.2013, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013
SIEMENS - Þvottavél
WM 14S464DN
Vindur upp í 1400 sn./mín.
Mjög hljóðlát.
Tækifærisverð:
163.900 kr. stgr.
(Fullt verð: 199.900 kr.)
Kolalaus mótorOrkuflokkur
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Það sem kemur fram í þessum
mælingum og þessari samantekt
Veðurstofu Íslands er það að ein-
ungis veðurfarslega séð er flug-
völlur á Hólmsheiði ekki eins ákjós-
anlegur kostur og flugvöllurinn í
Vatnsmýrinni,“ segir Júlíus Vífill
Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, um skýrslu Veð-
urstofu Íslands og minnisblað
Mannvits sem lögð voru fram í um-
hverfis- og skipulagsráði Reykja-
víkurborgar í gær.
Júlíus nefnir sem dæmi að í
skýrslu Veðurstofunnar komi fram
að uppi á Hólmsheiði sé 50% oftar
hiti við eða undir
frostmarki held-
ur en í Vatns-
mýrinni. Þá sé
rakastigið á
Hólmsheiðinni
hærra en í
Vatnsmýrinni og
oftar megi vænta
þar þoku og
súldarveðurs.
„Ég mun
leggja fram tillögu í borgarráði á
morgun [í dag] um að leitað verði
álits flugmálayfirvalda, þ.e. Isavia,
og flugrekstraraðila á Reykjavík-
urflugvelli, sérstaklega Flugfélags
Íslands, þar sem fengin verði við-
brögð frá þeim við þessum
skýrslum vegna þess að niður-
stöður Veðurstofunnar segja ein-
ungis hálfa söguna,“ segir Júlíus
en hann gagnrýnir jafnframt að
meirihlutinn hafi hingað til farið
leynt með skjölin sem um er að
ræða.
Skarast á við fangelsi
Þá bendir Júlíus á að verið sé
að bjóða út jarðvegsvinnu fyrir
fangelsi á Hólmsheiði sem kosta
mun um 3 milljarða króna. „Fang-
elsið stendur svo gott sem rétt við
suðurenda norður/suður-
flugbrautarinnar,“ segir Júlíus og
bætir við að einnig þurfi að hafa
samráð við íbúa í hverfunum í
kring áður en lengra er haldið.
Hólmsheiði ekki jafn góð-
ur kostur og Vatnsmýrin
Leggur fram tillögu um að leitað verði álits hagsmunaaðila
Júlíus Vífill
Ingvarsson
Hlé verður gert á meðferðarstarfi
Reykjalundar, endurhæfing-
armiðstöðvar SÍBS í Mosfellsbæ, í
þrjár vikur í sumar. Þetta er í fyrsta
skipti sem hlé er gert á starfsemi
hennar yfir sumartímann. Meta á
reynsluna af lokuninni í lok sumars.
„Undanfarin ár höfum við dregið
verulega úr starfseminni yfir allt
sumarið og það hefur þýtt að stofn-
unin hefur verið rekin á hálfum
dampi. Það helgast af því að við höf-
um ekki ráðið neitt afleysingafólk
því við höfum bara ekki haft efni á
því,“ segir Birgir Gunnarsson, for-
stjóri Reykjalundar.
Um tvö hundruð manns vinna á
Reykjalundi en hléið á meðferð-
arstarfinu hefst eftir 12. júlí og
stendur það fram yfir versl-
unarmannahelgi, eða til 6. ágúst.
Stofnuninni sjálfri verður þó ekki
lokað. Að sögn Birgis hefur legu-
deild miðstöðvarinnar verið lokað
um helgar á sumrin undanfarin ár
en svo verði ekki í sumar, fyrir utan
umrætt tímabil þegar hún verður al-
farið lokuð. kjartan@mbl.is
Sumarhlé á
starfsemi
Reykjalundar
Framsóknar-
flokkurinn held-
ur áfram að auka
fylgi sitt og er
kominn upp í
25,9% fylgi, sam-
kvæmt nýrri
skoðanakönnun
MMR á fylgi
stjórnmála-
flokka. Flokkurinn var með 23,8% í
síðustu mælingu.
Sjálfstæðisflokkurinn missir fylgi
og mældist það nú 27,2%, en var
28,5% í síðustu mælingu MMR. Um
síðustu áramót var fylgi flokksins
um 38%.
Stuðningur við önnur framboð
ýmist stóð í stað eða breyttist lít-
illega, segir í frétt MMR. Samfylk-
ingin er með 12,4% fylgi, VG með
9,6%, Björt framtíð með 15,2%,
Dögun 1,9%, Hægri grænir 2,1%,
Píratar 3,6% og önnur framboð fá
samtals 2%.
Stuðningur við ríkisstjórnina
mælist nú 26,5%.
Könnunin var framkvæmd dag-
ana 7. til 12. mars 2013, heild-
arfjöldi svarenda var 875 ein-
staklingar á aldrinum 18-67 ára.
Framsókn
nálgast Sjálf-
stæðisflokk
Egill Ólafsson
Skúli Hansen
„Málefni heimilanna eiga að vera í fyrirrúmi,“
sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, í eldhúsdagsumræðum sem fram fóru
á Alþingi í gærkvöldi. Í ræðu sinni rakti Bjarni
m.a. helstu áherslur Sjálfstæðisflokksins í málefn-
um heimilanna. Sagði hann að gefa ætti tekju-
skattsafslátt vegna afborgana af lánum, að fleyta
ætti séreignarsparnaði beint inn á lán, án skatt-
lagningar og það þyrfti að lækka og einfalda
skatta þannig að krónum í launaumslaginu fjölgi.
„Skuldir heimilanna hafa vaxið gríðarlega, eign-
ir rýrnað og þúsundir fjölskyldna berjast í bökk-
um. Það líður vart sá dagur að ég heyri ekki frá
fólki í þessu landi sem er við það að gefast upp.
Það á jafnt við einstæðinga, barnafjölskyldur, ör-
yrkja og eldri borgara sem hafa þurft að sæta
óheyrilegum, ósanngjörnum skerðingum,“ sagði
Bjarni í ræðu sinni í gær.
Þá gagnrýndi hann skuldasöfnun ríkissjóðs og
lagði áherslu á að auka þyrfti hagvöxt. Benti hann
þannig á að hagvöxtur væri lítill og að hallinn á
ríkissjóði hefði verið 60 milljarðar í fyrra og 300
milljarðar á árunum 2010 til 2012.
Friður á þjóðarheimilinu
Árni Páll Árnason sagði í ræðu sinni í eldhús-
dagsumræðunum að friður yrði að ríkja á þjóð-
arheimili Íslendinga. Þá benti Árni Páll á að und-
anfarin ár hefðu leitt yfir þjóðlíf landsins meiri
átök, harkalegri orðaræðu og ábyrgðalausara
daður við ofbeldi en dæmi eru um í nútímasögu
okkar.
„Framundan er að þróa nýja íslenska stjórn-
málamenningu sem byggist á því besta úr þing-
ræðishefð okkar, nýtir afl almennings í þjóðarat-
kvæðagreiðslu en gefur þinginu líka stöðu til að
standast áhlaup háværra en fámennra þrýstihópa.
Stjórnmálin eru að læra að nýta þjóðaratkvæða-
greiðslur. Við virtum þjóðarviljann í Icesave-mál-
inu og við munum líka þurfa að virða hann í stjórn-
arskrármálinu,“ sagði Árni Páll í ræðu sinni.
Jafnframt sagði Árni Páll að stærsti vandi hags-
tjórnarinnar síðustu ár væri sá að krónan koll-
steyptist og skildi eftir illleysanlegan skuldavanda
og gjaldeyrishöft. Þá minntist hann á að fyrir að-
eins nokkrum dögum hefði verið samþykkt að
framlengja gjaldeyrishöftin ótímabundið. Benti
hann á að síðast þegar höft voru sett á hér á landi
voru þau við lýði í 65 ár. „Viljum við vera áfram
þjóð í höftum þegar við verðum komin á eftirlaun
og börnin okkar kannski líka?“ spurði Árni Páll í
ræðu sinni.
Enginn hefur svörin við öllu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður
Framsóknarflokksins, fjallaði í ræðu sinni um
hugmyndafræðileg átök hægri- og vinstriflokk-
anna og gagnrýndi þá fyrir að vilja ekki taka á
vanda heimilanna. „Í slíkum herópum vinstri- og
hægrimanna gleymist að fólkið í landinu glímir við
raunveruleg vandamál sem eru þess eðlis að engin
ein hugmyndafræði hefur lausnir á þeim öllum,“
sagði Sigmundur Davíð í ræðunni. Þá sagði hann
eitt mikilvægasta verkefni næstu ríkisstjórnar að
koma til móts við skuldsett heimili og skapa já-
kvæða hvata fyrir fólk til að vinna sig úr vand-
anum.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna,
sagði í ræðu sinni að stjórnmálin snerust um hið
hversdagslega í lífi okkar og að Íslendingar hefðu
tækifæri til þess að skapa samfélag velsældar. Þá
benti hún á að óþarfi væri að óttast vinstristjórn
sem hefði m.a. séð til þess að hér á landi væri hald-
ið úti heilbrigðis- og menntakerfi.
Morgunblaðið/Kristinn
Eldhúsdagsumræður á Alþingi Vandi heimila landsins var efst á baugi á Alþingi í gærkvöldi þegar svokallaðar eldhúsdagsumræður fóru fram.
Vandi heimila efst á blaði
Formenn stjórnmálaflokkanna lögðu flestir lykiláherslu á vanda heimilanna í
eldhúsdagsumræðum Formaður VG sagði óþarfa að óttast vinstristjórn
Eldhúsdagsumræður
» Vandi heimilanna var efst á baugi hjá
formönnum stærstu stjórnmálaflokkanna í
eldhúsdagsumræðum í gær.
» Bjarni sagði málefni heimilanna vera í
fyrirrúmi, Árni Páll gagnrýndi krónuna og
höftin, Sigmundur Davíð sagði verkefni
næstu ríkisstjórnar vera að koma til móts
við heimilin og Katrín sagði óþarfa að ótt-
ast vinstristjórn.