Morgunblaðið - 14.03.2013, Qupperneq 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2013
Formenn aðildarfélaga NSO
(Nordiska statstjänstemannar org-
anisationen) lýsa yfir áhyggjum sín-
um af þróun velferðarkerfisins á
Norðurlöndunum. Í þessari grein
lýsa þau aðstæðum í löndunum sex
og skora á stjórnvöld að endurskoða
áherslur sínar varðandi stjórnun og
skipan almannaþjónustunnar.
Ekki skal gera lítið úr lýðræðis-
legum, óspilltum og skilvirkum opin-
berum rekstri. Á tímum efnahags-
kreppu er sérstaklega mikilvægt að
stofnanir þjóðarinnar séu sterkar og
hlutverki sínu vaxnar. Til þess að
lönd Evrópu nái að koma sér út úr
þeirri hættulegu efnahags- og lýð-
ræðislegu kreppu sem nú ríkir er
nauðsynlegt að stjórnvöld örvi fjár-
festingar, að eftirlit með fjármála-
geiranum verði eflt, að skatt- og
dómskerfin séu skilvirkari og að
nægt fjármagn sé veitt í innviði sam-
félagsins, menntun og rannsóknir.
Opinber rekstur á Norðurlönd-
unum hefur í sögulegu samhengi ver-
ið árangursríkur og almenningur
hefur haft mikla tiltrú á hinu opin-
bera. Skipan og uppbygging velferð-
arkerfisins hefur leitt til þess að
löndin okkar hafa getað tekist vel á
við erfið áföll. OECD hefur í skýrsl-
unni Government at a glance greint
hið opinbera kerfi með hliðsjón af
stærð, starfsemi og árangri. Norð-
urlöndin standa sig ekki bara vel í
rannsókninni, þau eru meðal þeirra
bestu.
Þrátt fyrir að Norðurlöndin tróni á
toppnum samkvæmt alþjóðlegum
mælikvörðum, bæði hvað varðar
tiltrú almennings á almannaþjónust-
unni og það hversu vel stofnunum
hins opinbera gengur, sjáum við ógn-
vekjandi teikn á lofti um að sprungur
séu komnar í uppbyggingu sam-
félagsins. Af því höfum við áhyggjur.
Þetta á því miður ekki einungis við
um einstök lönd eða atburði heldur
viljum við halda því fram að þetta sé
tilhneiging á alþjóðavísu og því vilj-
um við vara við. Hér að neðan eru
nokkur dæmi frá Norðurlöndunum.
Við sjáum að í Svíþjóð er ábyrgð
stjórnvalda á samgöngukerfum
landsins ekki lengur sem skyldi, þar
eru komnar sprungur í kerfið. Lest-
arkerfin virka einfaldlega ekki. Þrátt
fyrir fögur fyrirheit kom í ljós nú í
vetur að mikilvæg samgöngukerfi
standast ekki væntingar og það hef-
ur neikvæð áhrif á almenning og at-
vinnulíf. Einnig hefur skýrt komið
fram að almenningur hefur litla tiltrú
á mikilvægi opinberra stofnana eins
og Vinnumála- og Tryggingastofnun.
Félagsmenn innan þessara stofnana
eru í afar erfiðri stöðu því þeim er
gert að vinna verkefni í umhverfi þar
sem fjármagn er ekki nægilegt. Al-
menningur tekur út óánægju sína á
opinberum starfsmönnum sem leiðir
til þess að vinnuumhverfi og að-
stæður verða enn erfiðari og trú al-
mennings á hinu opinbera minnkar
enn frekar.
Í Noregi hefur opinbera kerfið
verið byggt upp í góðri samvinnu við
aðila vinnumarkaðarins sem hafa
komið að ákvörðunum um gæði op-
inberrar þjónustu. Þetta er að breyt-
ast. Nú er einblínt á markmiða- og
árangursstjórnun sem hefur áhrif á
stjórnun og menningu innan hins op-
inbera. Stefna stjórnvalda um að
blanda almenna atvinnumarkaðnum í
of miklum mæli inn í almannaþjón-
ustu hefur einnig haft áhrif á gæði og
framboð velferðarþjónustunnar. Hið
opinbera verður að finna sérstöðu
sína aftur, leggja til hliðar nýskipan í
ríkisrekstri, þróa stjórnarhætti sína
og nýta sér hina miklu þekkingu sem
opinberir starfsmenn búa yfir. Við
viljum gjarnan sjá breytingar í þá
veru að við getum haldið uppi al-
mannaþjónustu í heimsklassa.
Í Danmörku hefur velferðarríkið
og hið opinbera verið undir mikilli
pressu. Þar er kallað á nýjan hugs-
unarhátt. Því kalli verður ekki svarað
með nýskipan í ríkisrekstri, miðstýr-
ingu, útboðum eða einkavæðingu.
Svarið felst frekar í umbótum innan
almannaþjónustunnar sem byggðar
eru á trausti, afregluvæðingu og ný-
sköpun. Stjórnendur, starfsmenn og
almenningur eiga að vinna að því
saman að finna út hvernig hægt er að
ná settum markmiðum. Stjórn-
málamenn, starfsmenn og atvinnu-
rekendur eiga að standa saman að
þróun á almannaþjónustukerfi í
heimsklassa.
Í Finnlandi hefur fólk sannarlega
fundið fyrir afleiðingum efnahags-
kreppunnar sem reið yfir heiminn.
Opinber útgjöld hafa verið skorin
niður og skattar hækkaðir. Aðgerðir
sem hafa áhrif á allan almenning í
landinu. Núverandi ríkisstjórn held-
ur áfram á braut endurnýjunar og
umbreytinga innan stjórnsýslunnar
líkt og fyrri ríkisstjórn. Markmiðið
er að fækka starfsmönnum hins op-
inbera. Við getum staðfest að op-
inberum starfsmönnum í Finnlandi
hefur fækkað úr ríflega 220.000
manns á níunda áratugnum í það að
vera u.þ.b. 84.000 manns í dag. Þetta
er afleiðing úthýsingar, einkavæð-
ingar og endurskipulagningar í al-
mannaþjónustunni og niðurskurður
leiðir svo til þess að hið opinbera
dregur úr þjónustu til almennings.
Af þessu leiðir að almenningur býr
við afar ójöfn réttindi. Sérstaklega
hefur þetta áhrif á einstaklinga sem
búa í dreifbýli þar sem grundvall-
arréttindi þeirra hafa verið verulega
skert.
Ísland hefur einnig verið undir
miklu álagi í kjölfar efnahagskrepp-
unnar 2008. Niðurskurður innan
heilsu-, velferðar- og mennta-
kerfisins hefur verið umfangsmikill.
Þessi skipulagði samdráttur sem til
skamms tíma var liður í endurreisn
samfélagsins hefur haft neikvæð
áhrif á styrk stjórnsýslunnar. Í
mörgum tilvikum hafa laun starfs-
manna í almannaþjónustu verið skert
og ríkisstarfsmönnum verið fækkað.
Niðurstaðan er aukið álag á þá sem
eftir eru og lakari þjónusta til not-
enda almannaþjónustunnar. En nú
er tími uppbyggingar kominn. Nauð-
synlegt er að styrkja íslenskt velferð-
arsamfélag þannig að það hljóti ekki
varanlegan skaða af. Almannaþjón-
ustan verður að endurnýja sig í takt
við þær áskoranir sem hún stendur
frammi fyrir. Við viljum sjá almanna-
þjónustu sem er fagleg og sveigj-
anleg. Hún þarf að byggjast á ný-
sköpun og hafa samvinnu allra aðila
að leiðarljósi. Stjórnvöld brugðust í
aðdraganda hrunsins. Nú verða þau
að standa sig þannig að Íslendingar
geti áfram verið stoltir af því að vera
hluti af norrænu velferðarsamfélagi.
Færeyingar hafa gengið í gegnum
margar og alvarlegar breytingar á
síðastliðnum árum. Harkalegar að-
gerðir gegn skattkerfinu voru inn-
leiddar á skömmum tíma þar sem
flötum skatti var komið á og það án
vilja til að greina afleiðingar og
hlusta á mótmæli almennings. Þessi
flati skattur og þær skerðingar sem
honum fylgdi hafa leitt til þess að
gæðum samfélagsins er misskipt og
velferðarkerfið og hið opinbera er
orðið veikara. Á sama tíma væntir al-
menningur þess að velferðarþjón-
ustan sé góð. Síðustu ár hafa ein-
kennst af niðurskurði og
sameiningum. Nú upplifum við einn-
ig að mikilvæg eftirlitskerfi sem og
lýðræðislegar reglur eru lagðar nið-
ur eða skertar. Það að stjórnvöld vilji
halda uppi sambærilegri þjónustu
með minna fjármagni gerir enn frek-
ari kröfur til starfsmanna almanna-
þjónustunnar.
Við, fulltrúar starfsmanna al-
mannaþjónustunnar á Norðurlönd-
unum, höfum verulegar áhyggjur.
Því miður ekki af þessum einstöku
dæmum sem við höfum tekið heldur
frekar af þeirri þróun á alþjóðavísu
hvað varðar uppbyggingu samfélags-
ins, eins og bent var á hér í upphafi,
hana verður að stöðva. Kreppur
seinni ára hafa haft mikil áhrif á
mörg lönd í Evrópu. Til þess að kom-
ast út úr þeim og standast önnur áföll
verða ríkin að vera sterk og með
þróaða stjórnsýslu. Atvinnuleysi,
mikil efnahagsleg lægð og umhverf-
isslys krefjast þess að stjórnvöld
fjárfesti til langs tíma í þróun innviða
samfélagsins og starfsþróun starfs-
manna þess. Stjórnmálamenn verða
að taka ábyrgð á þessum verkefnum
sem nauðsynleg eru til að þróa nor-
ræna stjórnsýslu.
Almannaþjónusta í heimsklassa
Eftir Árna Stefán Jónsson,
Antti Palola, Brittu Lejon,
Pål Arnesen, Ritu Baumgaard
og Selmu Ellinggaard.
» Þrátt fyrir að Norð-
urlöndin tróni á
toppnum bæði hvað
varðar tiltrú almenn-
ings á almannaþjónust-
unni og það hversu vel
stofnunum hins opin-
bera gengur sjáum við
ógnvekjandi teikn á lofti
um að sprungur séu
komnar í uppbyggingu
samfélagsins.
Antti Palola, formaður Pardia, Finnlandi, Selma Ellinggaard, formaður
Starvsmannafelag, Færeyjum, , Rita Baumgaard, formaður HK / Stat, Dan-
mörku, Britta Lejon, formaður Fackförbundet ST, Svíþjóð
Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Ís-
landi, Pål Arnesen, formaður YS, Norei
Árni Stefán er formaður SFR stétt-
arfélags í almannaþjónustu, Íslandi,
Antti Palola formaður Pardia, Finn-
landi, Britta Lejon formaður Fackför-
bundet ST, Svíþjóð, Pål Arnesen for-
maður YS, Noregi, Rita Baumgaard
formaður HK/Stat, Danmörku og
Selma Ellinggaard formaður Starvs-
mannafelag, Færeyjum.
Því hefur verið hald-
ið fram að við sem er-
um á móti aðild að
Evrópusambandinu
séum hrædd við að sjá
niðurstöðu samn-
ingaferlisins og að
leggja samning fyrir
þjóðina. Staðreyndin
er hins vegar sú að það
er ekkert um að semja
og það felst engin
skynsemi í því að
halda aðildarferli Íslands að Evr-
ópusambandinu áfram.
Það er vitað mál að aðild að Evr-
ópusambandinu felur í sér víðtækt
valdaframsal. Þannig mun t.a.m.
valdið til þess að stjórna íslenskum
sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum
færast til Brussel samkvæmt 3.
grein Lissabon-sáttmálans og samn-
ingsumboð um deilistofna mun einn-
ig færast á borð sambandsins. Rétt-
urinn til þess að gera viðskipta-
samninga við önnur ríki ásamt
réttinum til þess að setja á og af-
nema tolla mun eins færast til Evr-
ópusambandsins.
Æðsta dómsvald landsins verður
Evrópudómstóllinn,
sáttmálar sambandsins
verða æðri stjórnarskrá
Íslands og öðrum ís-
lenskum lögum og laga-
setning þess mun hafa
beina réttarverkan hér
á landi við aðild.
Ef fólk er á annað
borð mótfallið slíku víð-
tæku valdaframsali,
sem óhjákvæmilega
ætti sér stað við aðild
að Evrópusambandinu,
skiptir engu máli hvað
kann að standa í aðildarsamningi við
sambandið enda verður ekki um
þetta samið. Rökrétt framhald máls-
ins er því að hætta aðildarferlinu.
Semja um hvað?
Eftir Gunnlaug
Snæ Ólafsson
Gunnlaugur Snær
Ólafsson
» Það er ekkert um að
semja og það felst
engin skynsemi í því að
halda aðildarferli Ís-
lands að Evrópusam-
bandinu áfram
Höfundur er framkvæmdastjóri
Heimssýnar.
Heildsöludreifing: Oddi Höfðabakka 7, S: 515 5000
m
ag
gi
@
12
og
3.
is
21
.8
52
/0
1.
13
sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni
Lífrænir maíspokar
Pokarnir henta vel við flokkun á lífrænum eldhúsúrgangi sem fer til jarðgerðar. Þeir eru fram-
leiddir úr maíssterkju og samlagast moltunni við jarðgerðina á nokkrum vikum. Þessir pokar eru
allt öðru vísi en hefðbundnir plastpokar sem eyðast afar hægt og geta verið skaðlegir náttúrunni.
Fást í öllum helstu verslunum.