Morgunblaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hafís hefur verið með minnsta móti í hafinu norðvestur af landinu í vet- ur. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við Jarðvísindastofnun Háskóla Ís- lands, segir að hafísinn hafi þó síð- ustu daga aðeins fikrað sig inn í ís- lensku lögsöguna með aukinni nýmyndun íss. Litlar fréttir hafi borist af borgarís í vetur, en hann er oft til trafala á haustin. Ingibjörg segir að miðað við að nú er marsmánuður, sem oft hefur verið ísmesti mánuður ársins, sé óhætt að segja að lítið sé af hafís og mjög litlar líkur á að hann verði til vandræða í vetur. Norðaustanátt er í veðurkortunum með frosti. Við slíkar aðstæður getur nýmyndun íss aukist, en hins vegar eru það helst suðvestlægar áttir sem bera ísinn nær landinu. Þróunin rædd á alþjóðlegri ráðstefnu hér á landi í haust Ís sem hefur lifað eitt sumar, svokallaður fjölær hafís, hefur minnkað gríðarlega á norður- slóðum á síðustu árum. Sú þróun og hinar hröðu breytingar verða meðal annars til umræðu á alþjóðlegri hafísráðstefnu sem haldin verður hér á landi næsta haust. Jarðvísindastofnun og Veðurstofa Íslands skipuleggja ráðstefnuna í samvinnu við Hafrannsóknastofn- un, Landhelgisgæsluna og fleiri að- ila. Hafís með minnsta móti  Litlar líkur á að ís verði til vandræða í vetur Ljósmynd/MODIS/NASA Lítill hafís Falslitagervitunglamynd frá því í fyrradag, sem unnin er sér- staklega hjá Jarðvísindastofnun. Hafísinn gægist inn fyrir mörk lögsögunnar uppi í horninu vinstra megin, en hann er gerður bleikur á myndinni til að- greiningar frá hvítum skýjaflókum á sundinu milli Íslands og Grænlands. Það hefur verið bjart um að litast á suðvest- urhorninu undanfarið og hefur fólk notið sólar- ljóssins þrátt fyrir kuldann sem hefur verið við- loðandi síðustu daga. Vorjafndægur eru á morgun, 20. mars, en þá er dagurinn um það bil jafnlangur nóttinni hvar sem er á jörðinni og er sólin þá beint yfir mið- baug jarðar. Það gerist tvisvar á ári, annars veg- ar á tímabilinu 19.-21. mars og aftur 21.-24. sept- ember og kallast þá haustjafndægur. Eftir morgundaginn verður dagurinn orðinn lengri en nóttin og verður hvað lengstur á sumarsól- stöðum hinn 21. júní. Nóttin nær aftur yfirhend- inni hinn 22. september á jafndægrum þá. Frá því á vetrarsólstöðum hinn 21. desember í fyrra hefur daginn lengt um um það bil átta klukkustundir. Þá voru aðeins um fjórar klukku- stundir frá því að sólin reis þangað til hún settist aftur en nú er dagurinn rúmlega tólf tíma lang- ur. Lengist hann um sex til sjö mínútur á degi hverjum. Morgunblaðið/Kristinn Nóttin að verða styttri en dagurinn Dagurinn er orðinn um átta klukkustundum lengri en þegar hann var stystur í desember  Vorjafndægur eru á morgun en þá er dagur jafnlangur nóttu á allri jörðinni Stúlkan sem lést í slysi á bænum Fjósatungu í Þingeyjarsveit sl. föstudag hét Lilja Dóra Ástþórs- dóttir. Hún var eins og hálfs árs, fædd 17. september 2011. Lilja Dóra var til heimilis í Fjósatungu. Hún var eina barn foreldra sinna. Lilja Dóra lést þegar hún varð fyrir lítilli vinnuvél. Að sögn lögregl- unnar á Akureyri er rannsókn á slysinu lokið. Ekki verða gefnar frekari upplýsingar um málsatvik. Lést af slysförum Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Nýverið hækkuðu Bæjarins beztu verðið á veitingum sínum. Pylsan hækkaði um 40 krónur; fór úr 320 krónum í 360 krónur, og gosið hækk- aði um 10 krónur, kostaði 180 krónur en fæst nú á 190 krónur. Því þarf að reiða fram 550 krónur til að splæsa í þjóðarrétt Íslendinga; pylsu og kók. „Við höfum haft þá stefnu, alveg frá hruni, að halda verðinu eins langt niðri og við mögulega getum. En það er ekki lengur hægt, vegna sykur- skatts og hækkunar annarra opin- berra gjalda,“ segir Baldur Ingi Halldórsson, framkvæmdastjóri Bæjarins beztu. Hann segir fyr- irtækið frekar kjósa að hækka verð en láta það koma niður á gæðum og þjónustu við viðskiptavini. Verð á pylsu og gosi á Bæjarins beztu hefur einungis hækkað um 18% frá árinu 2007, á sama tíma hef- ur vísitala neysluverðs hækkað um 45%. „Okkar markmið er eftir sem áður að bjóða ávallt upp á bestu pylsur í bænum,“ segir Baldur. Alltaf er nóg að gera á Bæjarins beztu og ekkert hefur dregið úr vinsældum þjóðar- réttarins. Ferðamenn eru stór hluti gestanna, og fer ört fjölgandi, þeir eru alla jafna mjög áhugasamir um þennan íslenska skyndibita. »12  Pylsa og kók kosta 550 krónur Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Bæjarins beztu Sigurður Heiðar Baldursson afgreiðir pylsu í pylsuvagn- inum við Tryggvagötu. Neysluskammturinn hefur hækkað í verði. Þjóðarréttur Ís- lendinga hækkar Sérstakur saksóknari hefur ákært Sigurð Einarsson, Hreiðar Má Sig- urðsson, Ingólf Helgason og fleiri yfirmenn og starfsmenn Kaupþings fyrir markaðsmisnotkun síðustu mánuðina fyrir hrunið haustið 2008, eftir því sem Viðskiptablaðið greindi frá í gær. Að sögn blaðsins varðar ákæran eigin viðskipti Kaupþings í aðdrag- anda bankahrunsins. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Ákærir yfirmenn Kaupþings

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.