Morgunblaðið - 19.03.2013, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013
Bæjarlind 6, sími 554 7030
www.rita.is
SPARI-BUXUR
Litir: svart, brúnt, grátt
str. 36-56
3 síddir
Since 1921
Við höfum notað lífræna jurtaolíu í vörur okkar í meira en 90 ár. Þær hafa
marga frábæra eiginleika og næra húðina m.a. með vítamínum, andoxunar-
efnum og fitusýrum. Vörurnar okkar eru prófaðar af óháðum aðila* og eru
vottaðar NaTrue vörur. Olíurnar veita vellíðan styrkja og vernda þurra húð
- í samhljómi við mann og náttúru. www.weleda.is
Það er ekkert jafn
rakagefandi og olíurnar okkar
Vertu vinur okkar á facebook
www.facebook.com/weledaísland
*Derma Consult Concept GMBH
Útsölustaðir:
Apótek og Heilsuverslanir um allt land
Fæst einnig í veFverslun stoðar
31ár
1982-2013
Trönuhrauni 8 | 220Hafnarfirði | Sími 565 2885
Opið kl. 8 - 17 virka daga | stod@stod.is | www.stod.is
Þar sem
sérFræðingar
aðstoðaÞig
viðvalá
hlíFum
Við styðjum þig
STOÐ
P
O
R
T
hö
nn
un
Laugavegi 178 - S. 555 1516
Opið virka daga kl. 11-18,
laugardaga kl. 11-16.
Glæsileg!
Skyrta á 11.900 kr.
Toppur á 3.900 kr.
Laugavegi 63 • S: 551 4422
GARDEUR
GALLABUXUR
margir litir, mörg snið
laxdal.is
Vertu
vinur
á
Svartar
klassískar
Tilboðsverð
17.900
Auður Garðarsdóttir
húsmóðir lést á líkn-
ardeild Landspítalans
í Kópavogi í gær,
mánudaginn 18. mars,
tæplega 79 ára að
aldri.
Auður fæddist í
Reykjavík 21. maí
1934. Hún var dóttir
hjónanna Garðars
Jónssonar, sjómanns
og formanns Sjó-
mannafélags Reykja-
víkur til margra ára,
og Jónu Björnsdóttur.
Hún ólst upp á Vest-
urgötunni, gekk í Gagnfræðaskóla
Austurbæjar og lauk gagnfræða-
prófi þaðan. Hún starfaði eftir það
hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur og
Tryggingastofnun ríkisins til árs-
ins 1964, þegar hún flutti með eig-
inmanni sínum til útlanda en þau
bjuggu í Bretlandi og Danmörku í
samtals fimm ár.
Auður var alla tíð mjög virk í fé-
lagsmálum fyrir skátahreyfinguna
á Íslandi, var meðal annars fé-
lagsforingi Kven-
skátafélags Reykja-
víkur og átti sæti í
Bandalagi íslenskra
skáta. Hún tók virkan
þátt í störfum hinnar
íslensku þjóðkirkju
og gegndi þar ýmsum
trúnaðarstörfum, var
meðal annars sókn-
arnefndarformaður
Dómkirkjusafnaðar-
ins í Reykjavík, átti
sæti á kirkjuþingi og
í stjórn Kirkjugarða
Reykjavíkur. Árið
2000 var hún sæmd
riddarakrossi hinnar íslensku
fálkaorðu fyrir störf sín í þágu
hinnar íslensku þjóðkirkju.
Eftirlifandi eiginmaður Auðar er
Jóhannes Bergsveinsson geðlækn-
ir og eiga þau þrjú uppkomin
börn, Jóhannes, Bergsvein og El-
ínu, og sex barnabörn.
Útför Auðar verður frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
26. mars og hefst hún klukkan
15.00.
Andlát
Auður Garðarsdóttir
Um helgina fjarlægði lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu skráningar-
númer af sjötíu ökutækjum víðs-
vegar í umdæminu. Ökutækin voru
ýmist ótryggð eða óskoðuð og jafn-
vel hvort tveggja, að því er sagði á
facebooksíðu lögreglunnar.
Þar kemur fram að njög mikið er
um ótryggð og óskoðuð ökutæki í
umdæminu og lögreglan hvetur eig-
endur og umráðamenn þeirra til að
gera þar bragarbót á.
Lögreglan muni halda eftirlitinu
áfram og hvetur ökumenn til að
passa upp á þetta svo ekki þurfi að
koma til fyrrnefndra aðgerða.
Morgunblaðið/Kristján
Klippt Gömul saga og ný.
Klipptu núm-
erin af 70
ökutækjum
Maðurinn sem
réðst á tólf ára
pilt og veitti
áverka í Hafn-
arfirði á sunnu-
dagskvöld er
enn ófundinn.
Samkvæmt
lögreglu hafa
engar ábend-
ingar borist
sem gætu leitt til handtöku manns-
ins þrátt fyrir að fjallað hafi verið
um málið í fjölmiðlum. Lögreglan er
þó vongóð um að árásarmaðurinn
finnist.
Málið bar að með þeim hætti að
fjórir drengir voru að ganga frá
heimili eins þeirra þegar þeir voru
eltir af manni. Þeir reyndu að hlaupa
frá honum en hann náði einum
þeirra og réðst á hann með höggum
og spörkum og hljóp síðan burt.
Drengurinn fór ásamt foreldrum
sínum á slysadeild Landspítalans.
Drengurinn sem varð fyrir árás-
inni er búinn að gefa lögreglunni
skýrslu og hinir drengirnir gera það
væntanlega á næstu dögum. Að sögn
lögreglu er lýsingin á manninum
komin fram og vinnur hún eftir þeim
upplýsingum.
Árásarmað-
urinn enn
ófundinn
Árás Lögregla vinnur
að rannsókn.