Morgunblaðið - 19.03.2013, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013
Þú blómstrar meðALTA
nýja vatnshelda heyrnartækinu...
Alta eru ný heyrnartæki í hæsta gæðaflokki frá Oticon.
Hljóðvinnslan í Alta er sú þróaðasta fram til þessa og skilar þér meiri
skýrleika og framúrskarandi hljómgæðum.
Alta heyrnartækin eru vatnsheld!
G l æ s i b æ | Á l f h e i m um 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | www . h e y r n a r t æ k n i . i s
Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu
í síma 568 6880
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„Almennt séð er verðmyndun
óskráðra bréfa óskilvirk og verðmat
þeirra ógagnsætt,“ segir í umsögn
Fjármálaeftirlitsins (FME) við
frumvarp fjármála- og efnahagsráð-
herra, þar sem m.a. er lagt til að
heimild lífeyrissjóða til að fjárfesta í
óskráðum verðbréfum verði tíma-
bundið hækkuð úr 20% af hreinni
eign sjóðanna í 25%.
FME varar við þessari rýmkun á
fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða
og minnir á að heimild sjóðanna til að
fjárfesta í óskráðum bréfum var
hækkuð úr 10% í 20% með lögum ár-
ið 2008.
Snýst um 120 milljarða
„Verði frumvarpið samþykkt hef-
ur heimild lífeyrissjóða til fjárfest-
inga í óskráðum eignum hækkað
um 150% frá árinu 2008, en slíkar
fjárfestingar geta verið áhættu-
samari en í skráðum verðbréfum,“
segir í nýlegri umsögn FME til
efnahags- og viðskiptanefndar Al-
þingis.
Pétur H. Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, benti á það við 1.
umræðu um frumvarpið að hér væri
verið að auka fjárfestingarheimildir
lífeyrissjóðanna sem geti varðað um
120 milljarða kr. miðað við að eignir
þeirra séu metnar á um 2.400 millj-
arða.
Í frumvarpinu er lagt til að þessi
rýmkun á heimild sjóðanna til fjár-
festinga í óskráðum bréfum renni út
í árslok 2014.
Meginrökin fyrir þessari rýmkun
eru sögð þau að ekki sé útlit fyrir
mikla útgáfu nýrra skráðra skulda-
bréfa næstu misserin, m.a. vegna
minni lánsfjárþarfar ríkissjóðs. Því
sé fyrirsjáanlegt að erfitt verði fyrir
lífeyrissjóði að festa mikið af því fé
sem streymir inn í sjóðina í skráðum
verðbréfum á næstunni.
Í umsögn Samtaka atvinnulífsins,
sem styðja að þessi heimild verði
aukin í 25%, segir að skorturinn á
fjárfestingarkostum lýsi sér best í
því að bankainnistæður lífeyrissjóð-
anna námu 65 milljörðum króna í
árslok 2011 en ávöxtun þess fjár sé
fjarri því að geta staðið undir lífeyr-
isloforðum sem byggjast á 3,5% ár-
legri raunávöxtun.
Erfitt að vinda ofan af eignum
Fjármálaeftirlitið varar hins vegar
við að seljanleiki óskráðra bréfa sé al-
mennt minni en seljanleiki skráðra
bréfa. „Fyrirsjáanlegt er að erfitt
verður að vinda ofan af sumum eign-
um þegar lífeyrissjóðum verður ekki
lengur heimilt að fjárfesta 25% af
hreinni eign í óskráðum verðbréfum.
Þá bendir Fjármálaeftirlitið á að
tímabundin ákvæði eiga það til að
ílengjast sem getur í þessu tilfelli ver-
ið varhugavert,“ segir í umsögn
FME.
Auk þessa lýsir FME áhyggjum af
því hversu hátt hlutfall verðbréf með
ríkisábyrgð eru orðin í eignasafni líf-
eyrissjóðanna auk þess sem lífeyr-
issjóðirnir eiga orðið stóra hluti í
skráðum félögum sem leitt gæti til
þess að mati FME að þeir verði leið-
andi hluthafar eða beinir þátttak-
endur í rekstri þessara félaga. Telur
FME að slíkt samræmist illa hlut-
verki lífeyrissjóða um móttöku,
varðveislu og ávöxtun iðgjalda og
greiðslu lífeyris.
ASÍ hvetur til varfærni við veitingu
heimilda til fjárfestinga í óskráðum
bréfum en leggst ekki gegn frum-
varpinu. Samtök iðnaðarins og Sam-
tök sprotafyrirtækja taka heilshugar
undir þá viðleitni sem felist í frum-
varpinu. Fjárfestingakostum í skráð-
um bréfum fyrir lífeyrissjóði og aðra
fjárfesta hafi fækkað stórlega og „at-
vinnulaust“ fjármagn hlaðist upp hjá
lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum
á sama tíma og þörfin fyrir nýtt fjár-
magn til nýsköpunar í atvinnulífinu
hafi sjaldan verið meiri.
Margir vilja ganga lengra
Frumvarpið byggist á áliti nefnd-
ar sem fjármálaráðherra skipaði og
er ætlað að fjalla um fjárfestingar-
heimildir lífeyrissjóða. Við umræður
á Alþingi benti Katrín Júlíusdóttir
fjármála- og efnahagsráðherra á að
bæði FME og Seðlabankinn ættu
fulltrúa í nefndinni. Kom fram í máli
hennar að fyrir lægi að fjárfesting-
arþörf lífeyrissjóðanna næmi 100-
130 milljörðum króna árlega.
Í umsögn Landssamtaka lífeyris-
sjóða segir að í ljósi takmarkaðra
fjárfestingarkosta sem sjóðimir búa
nú við sé mikil þörf fyrir tímabundn-
ar rýmkanir á heimildum þeirra til
fjárfestinga. „Margir innan lífeyris-
sjóðakerfisins myndu óska að gengið
yrði lengra í þessum efnum […]“
FME varar við rýmkun heimilda
FME bendir á að fjárfestingar í óskráðum bréfum geta verið áhættusamar Verði frumvarp um líf-
eyrissjóði samþykkt hafa heimildir þeirra til fjárfestinga í óskráðum eignum hækkað um 150% frá 2008
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
FME Fjármálaeftirlitið hefur áhyggj-
ur af eignasafni lífeyrissjóðanna.
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Vörukarfa ASÍ hækkaði í tíu versl-
unum af fimmtán frá janúar/
febrúar til mars, mest í Hag-
kaupum, þar sem hækkunin nam
4,2%, og í Nettó, þar sem hún nam
3,0%. Karfan lækkaði mest í Kaup-
félagi Steingrímsfjarðar, eða um
1,8%, í Nóatúni, um 1,7%, og í Ice-
land, um 1,6%.
Hreinlætis- og snyrtivörur
hækkuðu í verði í öllum versl-
ununum, mest í Bónus, eða um
6,7%, og í Nóatúni, um 6,1%.
Brauð- og kornvörur hækkuðu í
öllum verslunum nema þremur,
sætindi í tíu verslunum af fimmtán
og mjólkurvörur, ostar og egg
hækkuðu í verði í öllum verslunum
utan fjórum.
Verð á grænmeti og ávöxtum
lækkaði hins vegar um 0,5%-10,6%
í þrettán verslunum.
Athygli vekur að í könnuninni
eru verslanir sem hafa sagt sig úr
verðlagsmælingum ASÍ, s.s. Hag-
kaup og Nóatún. Kristjana Birg-
isdóttir, verkefnastjóri verðlagseft-
irlits ASÍ, segir að þar sem
starfsmönnum könnunarinnar hafi
ítrekað verið vísað út úr þessum
verslunum hafi þeirri aðferð verið
beitt að vera minna áberandi í
verslununum og athuga færri
vörur í hverri heimsókn.
„Stóra vörukarfan tekur heila
viku, þannig að þótt þeir vísi okk-
ur út á mánudegi mætum við bara
aftur á þriðjudegi,“ segir hún en
yfirleitt líði einhver tími þar til
tekið sé eftir starfsfólki eftirlitsins
og því vísað út.
Tilboð skekkja myndina
„Þetta er ekki í takt við raun-
veruleikann, við könnumst ekki við
þessar tölur,“ segir Gunnar Ingi
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Hagkaupa, um niðurstöður könn-
unarinnar. Hann segir fráleitt að
kjötvörur hafi hækkað um 12,6% í
versluninni líkt og fram kemur í
könnuninni og gagnrýnir fram-
kvæmd hennar.
„Þetta geta verið kjúklinga-
bringur eða lambalæri sem voru á
tilboði áður en ekki núna og hjá
öðrum getur eitthvað verið á til-
boði núna sem var ekki þá,“ segir
hann.
Gunnar Ingi segir að sátt verði
að ríkja um kannanirnar til þess
að þær verði trúverðugar og hvet-
ur til þess að ASÍ upplýsi t.d.
hvort vörur voru á tilboði eða ekki.
„Við skorum á þá að birta for-
sendur og framkvæmd á þessari
könnun í stað þess að gera þetta í
skjóli nætur, því þá er ennþá meiri
vafi á þetta sé unnið almennilega.“
Vörukarfan hækkað í 10 verslunum af 15
Vörukarfa ASÍ - verðbreytingar milli janúar/febrúar og mars 2013
Heimild: ASÍ
5%
4%
3%
2%
1%
0%
-1%
-2%
Bó
nu
s
Kr
ón
an
Ne
ttó
Ice
lan
d
Ha
gk
au
p
Nó
atú
n
Sa
mk
au
p-
Úr
va
l
Tíu
-el
lef
u
Sa
mk
au
p-
St
rax Víð
ir
Ka
up
fél
ag
Sk
ag
fir
ð.
Ka
up
f. S
tei
n-
gr
ím
sfj
.
Ka
sk
ó
Kja
rva
l
Ka
up
fél
ag
V-H
ún
ve
tn
.
0,3%
1,3%
3,0%
-1,6%
4,2%
-1,7%
2,6%
-0,1%
0,2%
1,0%
2,1%
-1,8%
2,8%
0,4%
-1,1%
„Ekki í takt við raunveruleikann,“
segir framkvæmdastjóri Hagkaupa