Morgunblaðið - 19.03.2013, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013
Elsku yndislegi afi minn, þá er
komið að kveðjustundinni. Ég sit
og hugsa til þín, það eru svo
margar fallegar og skemmtilegar
minningar sem ég á um þig og
margt sem ég vil segja við þig, ég
var svo hrædd um að þú myndir
fara frá okkur og ég myndi ekki
ná að kveðja þig en þetta fór ná-
kvæmlega eins og það átti að fara,
við komum öll saman til þín kvöld-
ið áður, sátum yfir þér og horfð-
um á þig sofa, mamma sagði að
þér fyndist notalegt að hafa okk-
ur hjá þér þó þú heyrðir ekki hvað
við værum að segja en þú vissir af
okkur. Svo knúsuðum við þig öll
og kysstum, fórum fram og
mamma var að segja hjúkrunar-
konunni til, þá stóð ég og horfði á
Jóhann Vilhjálmur
Oddsson
✝ Jóhann Vil-hjálmur Odds-
son fæddist í Minni-
Dölum í Mjóafirði,
Suður-Múlasýslu,
22. janúar 1918.
Hann lést á hjúkr-
unarheimili Hrafn-
istu í Hafnarfirði
11. mars 2013.
Útför Vilhjálms
Oddssonar var
gerð frá Fríkirkju
Reykjavíkur 18. mars 2013.
þig, ég hugsaði: ætli
þetta verði síðasta
sinn sem ég sé afa
minn og já, það
reyndist vera rétt.
Mamma hringdi í
mig næsta morgun
og þú varst farinn.
Það er sárt að
missa þig, afi minn,
þú varst svo mikill
vinur minn, en ég
veit að þú varst
löngu tilbúinn að fara og núna
ertu kominn á góðan stað með
ömmu. Þegar ég hugsa til baka þá
varst þú alltaf til staðar, mikið var
ég heppin að eiga afa eins og þig,
ég man þegar ég var 6 ára þá var
ekkert skemmtilegra en að vera í
mömmó, þú smíðaðir líka þennan
fallega kofa fyrir mig. Þetta var
reyndar enginn kofi heldur lítið
hús með palli, húsgögnum og eld-
húsi, þú settir upp snúrustaura
fyrir utan, þetta var fullkomið. Ég
elskaði litla húsið sem þú gerðir
fyrir mig, þar var ég húsmóðirin,
ég hengdi upp þvottinn af dúkk-
unum, eldaði mat handa þeim og
þreif litla húsið mitt, mikið held
ég að þú hafir haft gaman af því
að fylgjast með mér.
Þegar við systurnar vorum litl-
ar skildu foreldrar okkar og það
var erfiður tími hjá okkur, þá
varstu alltaf til staðar að tékka
hvort við hefðum það ekki gott,
þú hafðir svo miklar áhyggjur af
okkur. Þú varst kærleiksríkur og
þér var annt um alla, vildir að öll-
um liði vel. Ef mamma sagði þér
sögur af einhverjum sem liði illa
þá man ég að það láku alltaf tár
niður kinnarnar þínar, þú varst
svo hlýr og góður en oft var erfitt
fyrir þig að sýna það af því þú átt-
ir ekki auðvelt með að tala og það
þurfti þolinmæði til að skilja þig,
elsku afi minn, en mikið er ég
þakklát fyrir að ég gaf mér tíma
til þess.
Alltaf þegar við fórum í heim-
sókn til þín með mömmu var alltaf
siður að kyssa afa okkar bless og
svo beiðstu við gluggann til að sjá
okkur þegar við vorum komnar út
á bílastæði, þá horfðum við upp til
þín á áttundu hæð, veifuðum
þangað til við vorum komnar inn í
bíl, svona var þetta alltaf, það var
ekki búið að kveðja almennilega
nema veifa líka til þín.
Ég man þegar þú fluttir svo á
Hrafnistu í Hafnarfirði, fyrstu ár-
in varstu með glugga þar sem þú
sást út á bílastæði og við gátum
haldið áfram siðnum okkar, svo
fluttir þú þar sem glugginn snéri í
aðra átt, þá hætti þetta og mér
fannst alltaf skrítið og fannst það
alveg til seinasta dags þegar ég
labbaði inn í bíl að geta ekki horft
upp í gluggann og séð afa veifa
með stóru sterku höndunum sín-
um.
Þetta er ein af mínum fallegu
og sætu minningum sem ég á um
þig og lýsir þér svo vel, þú áttir
erfitt með að tjá þig en gast gert
það akkúrat með svona augna-
blikum eins og þessum og sýndir
þá svo vel hvað þú elskaðir okkur
mikið. Núna kveð ég þig og veifa
bless, ég elska þig, minningu um
besta afa í heimi geymi ég í hjarta
mínu.
Þín stelpa,
Maggý.
HINSTA KVEÐJA
Nú kveðjum við þig,
elsku afi okkar.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Megi Guð geyma þig,
elsku afi okkar.
Vilhjálmur, Kristján,
Ingunn og Hulda.
Elsku langafi, Guð
geymi þig alltaf.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þín
Sóldögg.
Nú er Stefán „Stebbi“ Her-
manns vinur minn farinn á vit æv-
intýranna í aðra vídd, þar mun
hann halda áfram að láta sitt ynd-
islega ljós skína. Það voru mikil
forréttindi að fá að kynnast
Stebba í þessum heimi og fá að
njóta þess að ferðast með honum.
Ég veit að Stebbi hefur það gott í
dag og er sáttur, hann gerði það
sem að hann óskaði sér, hann naut
lífsins til fulls á sinn einlæga og
fallega hátt eins og honum var ein-
um lagið. Fögnum minningu
Stebba og höldum áfram með
bjartsýni og gleði að leiðarljósi að
frumkvæði hans.
Atli Georg Árnason.
Fallinn er frá á besta aldri kær
vinur okkar, lífskúnstnerinn Stef-
án Hermanns. Hans er sárt sakn-
að. Um leið hrannast upp góðar
minningar um gæðastundir sem
Stefán Hermanns
✝ Stefán Her-manns fæddist
28. júní 1952 á fæð-
ingarheimili Guð-
rúnar Halldórs-
dóttur í Skerjafirði.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans 19. febr-
úar 2013 eftir
stutta legu.
Stefán var jarð-
sunginn frá Hafn-
arfjarðarkirkju 1. mars 2013.
við áttum með hon-
um.
Við kynntumst
Stefáni fyrir rúmum
tuttugu árum, þegar
hann fór að koma í
endurhæfingu á
Reykjalund. Með
okkur tókst kær vin-
átta sem hefur hald-
ist æ síðan og var
það ekki síst honum
að þakka. Stefán
hafði einstaka hæfileika í mann-
legum samskiptum, var góður
hlustandi, náði sérstökum
tengslum við fólk og átti breiðan
vinahóp. Ef hægt er að tala um
meðferðaraðila á setustofum
Reykjalundar þá var Stefán þar
fremstur í flokki. Með sitt góða
skap og næmi fyrir öðrum náði
hann að létta margra lund.
Stefán var leikhúsherrann okk-
ar. Reglulega yfir veturinn var
farið í leikhús, út að borða, hist á
kaffihúsum eða farið á pöbbarölt.
Góður matur, hvítvín og Grand
var aðalsmerki hans, sem við
kunnum svo sannarlega að njóta í
hans félagsskap. Stefán kunni þá
list að lifa lífinu lifandi, njóta lysti-
semda þess og hrífa aðra með sér.
Hann hugsaði vel um vini sína og
sýndi það á sinn sérstaka hátt.
Við kveðjum með söknuði ein-
stakan vin, „prinsinn okkar“.
Fyrir hönd stelpnanna á
Reykjalundi,
Guðrún Sigurlína Jónsdóttir.
Mig langar að skrifa nokkur
orð um Ingimund eða Munda
eins og við kölluðum hann allt-
Ingimundur
Jónsson
✝ IngimundurJónsson fædd-
ist á Seyðisfirði 14.
nóv. 1929. Hann
lést 22. febrúar síð-
astliðinn á Land-
spítalanum.
Útför Ingimund-
ar fór fram frá
Hafnarfjarð-
arkirkju 5. mars
2013.
af. Mundi og Sjöfn
erum búin að vera í
kringum okkur frá
því að ég man eftir
mér, það hefur
ekki verið haldin
veisla hjá okkur
systrunum nema
Mundi og Sjöfn
mættu til að sam-
gleðjast okkur.
Þegar við Einar
komum í heimsókn
til ykkar var Mundi alltaf til í
að spjalla við hann og Einar tal-
aði alltaf um hvað Mundi væri
góður. Ég held að ég hafi ekki
kynnst eins hraustum og dug-
legum manni og þér.
Þegar ég var að vinna í fisk-
verkun með Munda og pabba
gekk á ýmsu og alltaf var nóg
að gera. Ég man eftir því að
þegar það var aðgerð og bát-
urinn hafði fiskað vel varstu í
essinu þínu og ef sá sem var á
lyftaranum var ekki nógu
snöggur þegar mikið var að
gera reyndi Mundi að færa til
fiskikörin með handafli eða það
sem fyrir var. Mundi kenndi
mér ýmis handtök í fiskverk-
uninni og leyfði mér að gera
það sem hann taldi mig geta.
Ég man eftir því þegar ég fékk
að meta saltfisk og skreið með
þér og þér fannst það nú ekkert
mál að leyfa mér það, það var
aldrei neitt mál hjá Munda;
meðan við krakkarnir unnum
var allt í lagi. Mundi og pabbi
voru alltaf bestu vinir og þegar
þeir seldu Hafnfirðing hf. voru
þeir eins og tvíburar, saman
alla daga. Það var tekinn rúntur
á bryggjuna, athugað hverjir
væru að fiska og hvað væri að
frétta. Það var spilaður brids
vikulega með spilaköllunum
eins og við kölluðum þá og ýms-
ar skemmtilegar ferðir farnar
með þeim hópi. Síðustu ár hrak-
aði heilsunni hjá þér, Mundi
minn, en aldrei var kvartað,
bara brosað. Kæri Mundi, takk
fyrir allar ánægjulegu stundirn-
ar sem við áttum með ykkur
Sjöfn á Lindarhvamminum.
Með virðingu og þakklæti
fyrir allt,
Matthildur Helgadóttir og
Einar Sigurður Helgason.
Stundum tekur lífið u-beygju
og það gerðist einmitt sunnudag-
inn 24. feb. sl. þegar hringt var í
mig og mér sagt að Lóa dóttir mín
lægi svo mikið veik að henni væri
vart hugað líf. Það er mér mjög
dýrmætt að hafa getað verið hjá
henni síðustu stundirnar. Hún lést
svo að morgni 25. feb. sl.
Lóa var elst sex barna okkar
Áslaugar Torfa, auk þess á hún tvö
hálfsystkin. Lóa var mikið fiðrildi
sem krakki og unglingur, en vissi
hvað hún vildi, enda vart orðin full-
orðin þegar hún var komin með
mann og búin að eignast tvö börn,
þau Áslaugu Báru og Ingimund.
En lífið tók líka u-beygju hjá
Lóu 17. des. 1977 þegar Loftur
maður hennar drukknaði frá henni
og börnunum tveim. Þetta var alls
ekki auðvelt.
Sem betur fer eignaðist Lóa
annan lífsförunaut, hann Varða, og
ekki verra að hann var Gaflari.
Hann tók börnum hennar tveim
Stefanía Jónsdóttir
✝ Stefanía (Lóa)Jónsdóttir
fæddist á Rauf-
arhöfn 15. desem-
ber 1957. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
25. febrúar 2013.
Útför Lóu fór
fram frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík 8.
mars 2013.
sem sínum eigin og
hefur alla tíð reynst
Lóu minni vel. Þau
voru gott teymi.
Lóa og Varði eiga
tvö börn saman, þau
Eystein Má og Hall-
dóru Sigríði, auk
þess tóku þau að sér
tvö bræðrabörn
Varða, þau Dísu Leu
og Björgvin Fannar.
Lóa var forkur til
vinnu og mikil húsmóðir. Ef eitt-
hvað þurfti að skipuleggja var best
að hringja í Lóu. Hún vissi hvað
þyrfti margar tertur eða hve mörg
kg af kjöti, enda búin að halda
margar stórveislur í gegnum tíð-
ina. Hjá Lóu kom enginn að tóm-
um kofunum, alltaf fullt á borðum
og fengu margir notið gestrisni
hennar og Varða.
Lóa var lím fyrir fjölskylduna,
hún límdi saman brotin og hélt
henni saman. Ég sakna dóttur
minnar og á erfitt með að trúa að
þessa u-beygju þurfi að taka, en
svona er víst lífið þótt það sé erfitt
að kyngja því.
Kæru ættingjar og vinir, megi
Guð styrkja okkur og styðja gegn-
um þessar erfiðu stundir. Megi
minning Lóu lifa með okkur um
ókomin ár.
Elsku Lóa, takk fyrir að vera
dóttir mín. Sjáumst síðar.
Þinn
pabbi.
Með sorg í hjarta kveð ég Lóu
mágkonu sem jafnframt var góð
vinkona. Lóa kom kom ung
stúlka á Drangsnes reynslumik-
il, orðheppin, skemmtileg og
dugleg. Mér varð fljótlega ljóst
hversu mikil sveitastelpa ég var
þegar ég fór að umgangast hana
en hún hafði búið á Akranesi þar
sem hún hafði umgengist mun
fleiri krakka en ég var vön. Hún
tók því til við kennslu, reyndi að
kenna mér að vera skvísa og
klæða mig og reyndi að kenna
mér samskipti við fólk og hvern-
ig ég ætti að tala við stráka.
Margt gat ég lært hjá henni en
þetta með strákana varð ég aldr-
ei flink við, sama hvernig hún
reyndi að leiðbeina mér.
Við áttum margar skemmti-
legar stundir saman þar sem
mikið var hlegið og gert grín.
Lóa felldi hug til Lofts bróður
míns og ekki leið langur tími þar
til þau voru gift með tvö yndis-
leg, falleg börn. Loftur og Lóa,
eins og þau voru alltaf kölluð,
stóðu sig afburðavel sem ungir
foreldrar. Bjuggu sér fallegt
heimili sem gaman var að koma
á. Alltaf allt hreint og snyrtilegt
því Lóa var afburðagóð húsmóð-
ir. Af alúð hlúði hún að heimili og
börnum.
Þegar Lóa var 20 ára varð hún
fyrir mikilli sorg en Loftur
drukknaði aðeins 23 ára. Þetta
var erfiður tími fyrir hana en hún
vissi að hún þurfti að halda
áfram og það gerði hún. Hlúði að
börnum sínum og vann utan
heimilis, vel studd af móður sinni
og öðrum fjölskyldumeðlimum.
Þrátt fyrir sorg er hamingjan
ekki langt undan því Lóa hitti
hann Varða sinn. Varði gekk
ungu börnunum í föðurstað og
einhvern veginn varð hann alltaf
eins og einn af stórfjölskyldunni.
Þó svo Lóa væri gift aftur og
eitthvert okkar systkinanna
spyrði um Lóu var alltaf talað
um Lóu mágkonu og svo í stað-
inn fyrir að tala um Loft og Lóu
var nú talað um Lóu og Varða.
Ekki þarf að orðlengja það en
þau voru samhent og áttu gott líf
saman, tvö börn bættust við og
það sem lýsir Lóu svo vel að þau
Varði tóku að sér tvö fósturbörn.
Stór fjölskylda sem sinnt var af
alúð og hlýju. Kletturinn hún
Lóa sem hélt svo vel utan um
börnin sín og síðar barnabörnin.
Hún var alltaf í miklu sambandi
við móður sína og var einstak-
lega hlýtt þeirra á milli. Hún var
dugleg að halda sambandi við
okkur fjölskyldu Lofts og alltaf
var sama væntumþykjan og var
það á báða bóga.
Elsku Varði, börn, barnabörn,
foreldrar og systkini. Það er leitt
að Lóa skyldi fara svona
snemma en hún var búin gefa öll-
um færi á að safna minningum,
fullt, fullt af minningum, og þeg-
ar erfiðir tímar koma er gott að
ylja sér við minningar og muna
fallegu, skemmtilegu og orð-
heppnu konuna sem fór alltof
ung frá okkur.
Blessuð sé minning Lóu. Hafi
hún þökk fyrir allt og allt.
Hafdís H. Ingimundardóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Minningargreinar
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar eiginmanns míns, föður okkar,
stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR SIGURVINS
HANNIBALSSONAR
frá Hanhóli,
Bolungarvík.
Arnþrúður Margrét Jónasdóttir,
Svala Sigurvinsdóttir, Jón Hjálmar Jónsson,
Hannibal Sigurvinsson,
Arnór Sigurvinsson, Aina Iren Aarsheim,
Harpa Sif Sigurvinsdóttir, Pálmar Halldórsson,
stjúpbörn, barnabörn og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför eigin-
konu minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu, systur og mágkonu,
ODDFRÍÐAR LILJU HARÐARDÓTTUR
hjúkrunarkonu.
Sérstakar þakkir fá hollsystur Lilju fyrir alúð
og fallega vináttu.
Þórður Guðmannsson,
Hörður J. Oddfríðarson, Guðrún Björk Birgisdóttir,
Arnar Oddfríðarson, Berglind Rós Davíðsdóttir,
barnabörn, bræður og mágkonur hinnar látnu.
✝
Hjartans þakkir fyrir hlýhug og vináttu við
andlát okkar kæru frænku,
ÁSGERÐAR JÓNSDÓTTUR
frá Gautlöndum.
Systkinabörn og fjölskyldur.