Morgunblaðið - 19.03.2013, Page 44
ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 78. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Nafn stúlkunnar sem lést
2. Ódýrara að borða á Alþingi en …
3. Íslensk norðurljós á CNN
4. Ráðist á tólf ára dreng
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Samhliða því að flestar þjóðir velja
myndlistarmenn til að sýna í skálum
sínum á Feneyjatvíæringnum, sem
sagður er mikilvægasta myndlistar-
sýning sem til er, þá er valinn sýning-
arstjóri sem setur saman aðalsýn-
ingu hátíðarinnar. Massimiliano Gioni
er að þessu sinni alráður á 55. tvíær-
ingnum sem hefst 1. júní næstkom-
andi og hefur hann greint frá nöfnum
um 150 listamanna sem hann hefur
valið að sýna verk eftir. Á listanum er
nafn Ragnars Kjartanssonar, og er
hann með þeim yngstu í hópnum en
sumir listamannanna eru látnir. Með-
al annars verða á sýningunni verk
eftir heimskunna listamenn á borð
við Dieter Roth, Cindy Sherman,
Bruce Nauman, Sarah Lucas, Hilma
af Klint og Richard Serra.
Katrín Sigurðardóttir verður
fulltrúi Íslands á tvíæringnum.
Verk Ragnars valin
á Feneyjatvíæringinn
Svala Björgvinsdóttir og félagar
hennar í Steed Lord eiga heiðurinn af
nýjasta myndbandi áströlsku popp-
stjörnunnar Havana Brown,
við lagið „Big Banana“.
Fyrirtækin Universal og
AMVI Australia fengu
Steed Lord til verksins
og sá Einar Egilsson
um leikstjórn og klipp-
ingu en þau Svala skrif-
uðu handritið og sáu um
listræna stjórnun. Bróðir
Einars og einn liðsmanna
Steed Lord, Eðvarð, fer
með hlutverk í myndband-
inu.
Gerðu myndband við
lag Havana Brown
Á miðvikudag Hvöss norðaustanátt og snjókoma í fyrstu á Vest-
fjörðum. Annars talsvert hægari vindur og stöku él, en bjartviðri
SV-lands. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan og norðaustan 5-13 m/s. Léttskýjað
á S- og SV-landi en lítilsháttar él N - og A-lands. Frost 0 til 10 stig,
kaldast í innsveitum en frostlaust sunnan heiða yfir hádaginn.
VEÐUR
Eftir fimm ára dvöl í fyrstu
deildinni tryggðu Eyjamenn
sér sæti í úrvalsdeild karla í
handknattleik í gærkvöld
þegar þeir lögðu Stjörnu-
menn í næstsíðustu umferð
fyrstu deildarinnar. Mikil
gleði braust út hjá leik-
mönnum ÍBV eftir sigurinn
en þeir hafa aðeins tapað
einum leik í deildinni í vet-
ur undir stjórn Arnars Pét-
urssonar og Erlings Rich-
ardssonar. »2
Eyjamenn upp í
úrvalsdeildina
Fyrsti úrslitaleikur SA og Bjarnarins
um Íslandsmeistaratitil karla í ís-
hokkíi fer fram á Akureyri í kvöld.
Ævar Þór Björnsson, markvörður SR,
telur Akureyringa sigurstranglegri í
einvíginu þar sem þeir séu reyndari
og með heimaleikja-
réttinn. Björninn
sé þó með meiri
breidd í sínum
leikmannahópi.
»4
Telur Akureyringana
vera sigurstranglegri
Florentina Stanciu er afar ánægð
með að vera orðin Íslendingur og
kveðst vera í skýjunum eftir að hún
var valin í landslið Íslands í hand-
knattleik í gær. „Ég hef átt yndis-
legan tíma hér á Íslandi og nú vil ég
gefa landinu til baka eitthvað af því
sem það hefur gefið mér,“ segir Flor-
entina sem kom fyrst til Íslands árið
2004. »1
Florentina vill gefa
Íslandi eitthvað til baka
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Naglar af öllum stærðum og gerð-
um streyma úr vélunum sem Agn-
ar Ólafsson vélamaður hefur stýrt
í saumdeild Límtrés Vírnets í
Borgarnesi í meira en hálfa öld.
„Ég byrjaði í galvaníseringunni
en fór fljótlega yfir í naglafram-
leiðsluna,“ sagði Agnar. Hann hóf
störf hjá Vírneti í ársbyrjun 1962
og starfar enn í saumdeild Lím-
trés Vírnets. Starfsævin hjá fyr-
irtækinu er því orðin rúmlega hálf
öld. Agnar hefur ýmist starfað
einn eða með öðrum við að búa til
nagla, girðingarlykkjur og hrífu-
tinda.
„Þessi framleiðsla er svolítið
eins og barómet (loftvog) á hvern-
ig þjóðfélagið gengur hverju
sinni,“ sagði Agnar. „Í dag er ekki
eins mikið neglt og á árum áður.
Því valda meðal annars breytingar
í húsbyggingum. Áður var slegið
upp fyrir heilu húsunum úr 1 x 6
borðum en nú er það ekki lengur.“
Byggingariðnaðurinn er einnig
viðkvæmur fyrir sveiflum í þjóð-
arbúskapnum og það endurspegl-
ast í spurn eftir nöglum. En hefur
eftirspurnin breyst í áranna rás
eftir stærðum og gerðum nagla?
„Það má kannski segja að svart-
ur saumur, óhúðaður, sem var not-
aður í mótauppslátt og annað sem
smíðað var til skamms tíma, seljist
minna en áður,“ sagði Agnar. Nú-
tíminn vill því heldur húðaða eða
galvaníseraða nagla. Mest er
framleitt af þriggja tommu nögl-
um. Vélarnar ráða við að smíða
frá 3⁄4 tommu saum og upp í sex
tommu gaura. Stundum hefur
Agnar sérsmíðað saum og nagla
eftir pöntun. Það átti t.d. við um
pappasaum úr kopar sem notaður
var við að negla tjörupappa á hús
Hæstaréttar. Yfir pappann var
lögð veðurkápa úr kopar og ekki
mátti verða spennutæring á milli
efnanna.
Í annað skipti voru sérsmíðaðir
51⁄2 tommu naglar í fyrstu Skeið-
arárbrúna, eins og greint var frá í
samtali við Agnar sem birtist í
Skessuhorni í febrúar sl. Nagl-
arnir voru reknir í gegnum tré og
járn var undir. Sex tommu naglar
voru of langir og fimm tommu
þóttu of stuttir. Svo tók brúna af í
miklu hlaupi árið 1996. Dularfullt
brak rak á Snæfellsnesi nokkru
síðar og töldu bændur það geta
verið úr brúnni. Agnar hringdi
vestur og bað um að fá sendan
nagla úr brakinu. Við skoðun
þekkti hann sérsmíðuðu naglana
og gat staðfest hvaðan brakið var
ættað.
Hefur smíðað nagla í hálfa öld
Spurn eftir
nöglum er eins og
þjóðfélagsloftvog
Ljósmynd/Skessuhorn/hlh
Nagli Agnar Ólafsson, vélamaður hjá Límtré Vírneti í Borgarnesi, hefur smíðað nagla í meira en hálfa öld.
Sjö naglagerðarvélar eru hjá Límtré Vírneti
og smíða ýmsa stærðarflokka nagla.
Hráefnið kemur í tveggja tonna vírrúllum
frá Tékklandi. Vírinn er ýmist 5,5 mm eða 8
mm sver. Hann fer fyrst í vírdráttarvél sem
dregur vírinn í hæfilegan sverleika og mótar
hann ýmist ferkantaðan eða sívalan. Þaðan
fer vírinn í vélar sem klippa hann í réttar
lengdir, gera odd og þrykkja haus á naglana.
Naglarnir eru svo hreinsaðir í götóttri tromlu með trésagi. Þar síast frá
afklippur og óhreinindi. Sumir fara í galvaníseringu sem ver þá fyrir ryði.
Gróft áætlað gæti Agnar hafa framleitt alls í kringum 2,4 milljarða
nagla á 50 árum, miðað við 200 tonna framleiðslu á ári.
LÍMTRÉ VÍRNET FRAMLEIÐIR 150-200 TONN AF NÖGLUM Á ÁRI
2.400.000.000 naglar