Morgunblaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013
Fjársýsla ríkisins tekur ekki við
greiðslukortum og er það tekið
fram á skiltum á skrifstofum þar
sem opinber gjöld eru innheimt.
Innheimtukerfi ríkisins er notað
af öllum innheimtumönnum ríkis-
sjóðs, þ.e. sýslumönnum og toll-
stjóra og hefur Fjársýslan umsjón
með kerfinu og þróun þess.
Ásta Garðarsdóttir, forstöðumað-
ur tekjusviðs Fjársýslu ríkisins,
segir að ekki sé hægt að greiða
skatta með kreditkorti þar sem á
sköttunum sé venjulega gjalddagi
og eindagi. „Fyrst kemur gjalddagi
og svo er eindagi einhverjum dög-
um síðar og ríkið gefur ekki enn
meiri frest. Ríkið gefur bara þenn-
an frest, að greiðendur geti greitt á
eindaga og sleppi þá við dráttar-
vexti. Ef við færum líka að taka við
kreditkortum þá værum við að gefa
enn meiri frest.“
Ásta segir, að einu skiptin þegar
leyft sé að nota kreditkort séu þeg-
ar sektir eru greiddar á vettvangi,
t.d. vegna umferðarlagabrota.
Ástæðan sé sú, að þegar útlend-
ingar séu staðnir að verki sé betra
að þeir greiði strax því erfitt geti
reynst að ná til þeirra síðar.
Ásta segir að þetta séu reglur
ráðuneytisins og að fjármálaráðu-
neytið hafi að öðru leyti ekki sam-
þykkt notkun kreditkorta vegna
opinberra gjalda. sad5@hi.is
Ekki tekið við kreditkortum
Fjársýsla ríkisins tekur ekki við kreditkortum við greiðslu
opinberra gjalda samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisinsNýlega náði Lögmannafélag Íslands
þeim merka áfanga að fjöldi fé-
lagsmanna náði tölunni 1.000 í fyrsta
sinn. Reyndist félagsmaður númer
1.000 vera Gróa Björg Baldvins-
dóttir hdl., sem starfar hjá Lands-
lögum.
Nú eru félagarnir orðnir 1001 og
af þeim eru héraðsdómslögmenn 710
og hæstaréttarlögmenn 291. Konur
eru 292, þar af 37 hæstaréttar-
lögmenn. Karlar í lögmannafélaginu
eru 709, þar af 254 hæstarétt-
arlögmenn.
Lögmenn
yfir þúsund
Tímamót Gróa Björg Baldvinsdóttir
og Jónas Þór Guðmundsson, for-
maður Lögmannafélagsins.
„Óvissan í samgöngumálum milli
lands og Eyja er til skammar, jarð-
göng hafa haft forgang í hugum
Vestmannaeyinga. Gerð jarðganga
er klár viðskipti og ekki eftir neinu
að bíða að koma hlutunum á hreint,“
segir í lok greinargerðar með þings-
ályktunartillögu sem Árni Johnsen,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hef-
ur lagt fram á Alþingi.
Árni vill að lokið verði nú þegar
lokaþætti rannsókna á möguleikum
og áætluðum kostnaði við gerð jarð-
ganga milli Heimaeyjar og Kross í
Landeyjum.
Fram kemur í þingsályktun-
artillögunni að fyrir sex árum, þegar
tekið hafi verið af skarið um gerð
Landeyjahafnar, hafi verið rétt ólok-
ið við rannsóknir á möguleikum við
gerð slíkra jarðganga.
„Það er fyrirséð að þegar og ef
lokið verður við endurbætur á Land-
eyjahöfn og smíði nýs skips verður
búið að leggja um 20 milljarða kr. í
verkefnið, eða sömu upphæð og
hefði kostað að grafa jarðgöng milli
Eyja og Kross og áætlað var að þau
göng afskrifuðust á 25–30 árum. Ef
samgönguráðherrar hefðu ekki
brugðist væri búið að opna jarðgöng
milli lands og Eyja,“ segir m.a. í
greinargerð með tillögu Árna.
Morgunblaðið/RAX
Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn
Vill skoða
áfram göng
til Eyja
„Gerð jarðganga
klár viðskipti“
Tveir voru fluttir á slysadeild Land-
spítala eftir að eldur kom upp í eld-
húsi verkstæðisins Kvikkfix við
Vesturvör í Kópavogi í gærmorgun.
Talið er að mennirnir, sem slökktu
eldinn, hafi fengið reykeitrun.
Samkvæmt upplýsingum frá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
var eldurinn staðbundinn og tókst
starfsmönnum að slökkva hann með
handslökkvitækjum. Þeir hafi þó
andað að sér töluverðum reyk og því
hafi ekki annað verið þorandi en að
flytja þá á sjúkrahús til skoðunar.
Slökkvilið sá svo um að reykræsta
húsið. Töluverðar skemmdir urðu í
eldhúsinu af völdum eldsins. Elds-
upptök eru ókunn.
Fluttir á
slysadeild
vegna reyks