Morgunblaðið - 22.03.2013, Page 28

Morgunblaðið - 22.03.2013, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013 Ég undirritaður auðmaður í Eyjafirði fram hef undanfarið verið að lesa greinar sem virtir klerkar hafa skrifað í blöð og lang- ar mig aðeins að víkja að grein sr. Halldórs í Holti, sem nýverið sagði sig úr Sjálfstæð- isflokknum á eftirfar- andi forsendum svo ég vitni til greinarinnar: „Sjálfstæð- isflokkurinn, sem ég ungur hreifst af, er ekki lengur flokkur sam- hygðar, réttlætis, jafnræðis og frelsis á jafnréttisgrundvelli. Hann er orðinn tæki auðmanna og þeirra sem þeir velja til þjónustu, – í þágu auðvaldsins.“ Tilvitnun lýkur. Hér held ég að sr. Halldóri hafi missést örlítið. Flokkur okkar auð- manna hefur nefnilega alltaf verið tæki okkar en við höfum aldrei látið mikið á því bera. Við höfum auðvit- að minnst á frelsi, samhygð og rétt- læti á hátíðisstundum en höfum aldrei misst sjónar af markmiðum okkar. Við auðmenn höfum stjórnað þessum flokki bak við tjöldin síðan elstu menn muna.Við komum okkur fyrir í bankakerfinu, lífeyrissjóð- unum, tryggingafélögunum, Seðla- bankanum og síðustu árin höfum við haft töglin og hagldirnar í sjáv- arútvegi og stöku hjúkrunarheimili og við munum aldrei sleppa þeim tökum. Mig langar að benda sr. Halldóri vinsamlegast á að inn í þennan und- arlega en jafnframt yndislega heim okkar fæðist fólk misjafnt að gerð og hæfileikum. Sumir fæðast sósíal- istar, aðrir blámenn, sumir fátækir svo eitthvað sé nefnt en aðeins örfá- ir auðmenn. Við auðmenn erum satt að segja sérdeilis af guði útvaldir sem byggist á svokallaðri kalvínskri guðfræði sem segir að guð elski og blessi auðsæla menn, því hér gildir sannlega reglan að hinir hæfustu lifa af. Við fæðumst með þær náð- argáfur að kunna að skara eld að kökum, láta greipar sópa og raka saman fé án þess auðvitað að mikið beri á. Og hér gildir hið fornkveðna að sá sem skuldar tíu milljónir er í eigu bankans með húð og hári en sá sem skuldar einn og hálfan milljarð eða meira býr við afskriftir í tíma og ótíma eða hvað segir ekki í vísu Hjálmars: „Hafði nesti og nýja skó og nýja kennitölu.“ Að sjálfsögðu þykir okkur sumum eilítið sárt að horfa upp á allt þetta unga fólk sitja í skuldafangelsum víða um land en það getur sjálfu sér um kennt þar sem það var að vasast inn á svið sem það hafði ekkert vit á. Nú nálgast kosningar og við mun- um toga í nauðsynlega spotta svo að a.m.k. Sjálfstæðisflokkurinn fái glæsilega kosningu. En við erum auðvitað með puttana annars staðar líka. Hin nýja stjórn mun síðan færa skattakerfið til fyrra horfs sem ég skýri síðar. Ekki viljum við ganga í ESB af ýmsum ástæðum og við höfum heldur þumbast gegn hinni nýju stjórnarskrá því þar sveima óbærileg hugtök eins og þjóðareign og auðlindaákvæði sem er ekkert fyrir pöpulinn og þjóð- aratkvæðagreiðsla, sem er skelfileg tilhugsun og alltof mikið lýðræði sem gæti orðið að anarkisma ef þjóðin tæki upp á því að kjósa í tíma og ótíma. Það gæti til dæmis hið sama gerst og í Sviss um daginn að þjóðin veldi það að setja launaþak á laun okkar. Það má aldrei verða. Annars verð ég að gæta þess að tala ekki af mér. Skatta munum við færa til fyrra horfs treystandi því að hin breiðu bök sjómanna, leikskóla- kennara, verkakvenna, aldraðra og sjúklinga, svo eitthvað sé nefnt, muni sem fyrr standa und- ir súlum samfélagsins. Þá munum við snarlega afskaffa veiðileyfa- gjaldið því ekki sæmir að láta okkur borga fyrir fiskana í sjónum sem við eigum hvort eð er. Fólk verður að gera sér grein fyrir þvílík orka okk- ar auðmanna hefur farið í það að plana allar þessar miklu und- angengnar og framtíðarfjárfest- ingar. Þar falla sannlega blóð, sviti og tár í massavís. Þjóðin verður að gera sér grein fyrir því að við erum afar þarfir því hverjum öðrum get- ur dottið í huga að skaffa fé og reisa óborganlegar skýjaborgir eins og Hof og Hörpu, Landeyjahöfn, Þor- láksbúð, Orkuveituhúsið og Vaðla- heiðargöng? Aldeilis dásamlegar draumahallir sem aldrei munu borga sig. Og við munum auðvitað skaffa áfram brauð og leika til að hafa pöpulinn góðan. Og stolt okkar er Kárahnjúkavirkjun sem að vísu er að eyðileggja lífríkið í Lagarfljóti en kæru lesendur: fórnir verður að færa. Og fleiri virkjunarkostir eru í augsýn, til að mynda Dettifoss, Skjálfandafljót og Langisjór sem hæfir í þann streng sem við plönum að leggja til Evrópu með þeim af- leiðingum að rafmagn til bænda og heimila mun hækka sirka þrjátíu, fjörutíu prósent. Að auki er lífríki í kringum þessa staði harla ómerki- legt. Við hlökkum ákaflega til að taka þátt í olíuævintýrinu jafnvel þó að einhver lífríki fari í súginn í framhaldi. Við stefnum að sjálf- sögðu að því að láta reisa ofurspít- alann hvað sem það kostar og þar erum við að gæla við repúblík- anamódelið þar sem þeir fari til læknis sem hafa efni á því. Tækja- kaup og launamál verða sennilega að bíða um sinn. Það hefur nefni- lega aldrei borgað sig að vera sósí- alisti eða fátækur. En nú ætla ég að skreppa út í búð til að höndla fjög- urra milljóna króna safalapels til að punta hana Svönu mína því svo óheppilega vildi til að það hljóp möl- ur og myglusveppur í pelsana henn- ar þrjá. Hún Svana mín þarf að vera fín næst nær við sýnum okkur með hinum auðmönnunum í Hörpu. Auðmjúklegast, auðsæll. Ætla auðmenn í Eyjafirði að bjóða fram? Eftir Hannes Blandon »Nú nálgast kosn- ingar og við munum toga í nauðsynlega spotta svo að a.m.k. Sjálfstæðisflokkurinn fái glæsilega kosningu. En við erum auðvitað með puttana annars staðar líka. Hannes Blandon Höfundur er sóknarprestur. Laugavegi 29 • sími 552 4320 Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 Skógarmannsöxi Verð 18.185 kr. • www.brynja.is • brynja@brynja.is Eldiviðaröxi - Verð 19.745 kr. Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 Áratuga þekking og reynsla Útivistaröxi Verð 13.420 kr. Lítil öxi Verð 13.210 kr. FYRIR KRÖFUHARÐA Verð 32.785 kr. Breiðbíla KORTIÐ GILDIR TIL 31. maí 2013 – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR MOGGAKLÚBBURINN 33% AFSLÁTTUR Á TVEGGJA NÁTTA GISTINGU Á HÓTEL GRÍMSBORGUM MOGGAKLÚBBURINN Hótel Grímsborgir er staðsett á glæsi- legum stað við Sogið í Grímsnesi. Um 45 mín. akstur er frá Reykjavík. Tveir gistimöguleikar eru í boði: • Gisting í 56 fm íbúð með tveimur svefn- herbergjum, stofu og baðherbergi, með sturtu. Fjórir geta bókað saman og deilt íbúð ef óskað er eftir því. • Tveggja manna hótelherbergi, með hjónarúmi og baðherbergi, með sturtu. Fullt verð: 59.200 kr. Moggaklúbbsverð: 39.800 kr. fyrir tvo í tvær nætur með morgunverðarhlaðborði FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1100 Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. Hægt er að bóka tilboðið allar gisti- nætur á tímabilinu 18. mars – 1. júní. Gefa þarf upp kennitölu áskrifanda og taka fram að um Moggaklúbbstilboð sé að ræða. Bókaðu á info@grimsborgir.com eða í síma 555 7878.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.