Morgunblaðið - 22.03.2013, Síða 32

Morgunblaðið - 22.03.2013, Síða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013 ✝ Lúðvík Haf-steinn Geirsson fæddist á Bjargi á Akranesi 12. maí 1914. Hann lést á dvalarheimilinu Holtsbúð, Vífils- stöðum 16. mars 2013. Foreldrar Lúð- víks voru Geir Jónsson og Gróa Halldórsdóttir. Systkini hans voru Alexander, f. 1912, og Halldóra, f. 1916. Seinni kona Geirs hét Margrét Jónsdóttir. Þeirra börn voru Guðmundur, Sigurður, Geirlaug Gróa og Unnur Jóna. Eftirlifandi eiginkona Lúð- víks er Arnbjörg Guðný Sig- tryggsdóttir, f. 24. október 1918. Lúðvík og Arnbjörg giftu sig 21. júní 1941. Þeirra börn: 1) Geir, f. 1943, kvæntur Guðrúnu Bjarnadóttur, f. 1948. Þeirra börn: a) Björg, f. 1967, sambýlis- maður Hörður Jónasson. Dóttir Bjargar er Guðrún Edda Þórðardóttir, f. 1991, b) Svan- dís, f. 1977, Davíð Fannar, f. 1980, d. 2003, og Maríanna, f. 1985. 3) Örn, f. 1949. Dóttir hans er Elín, f. 1992. Lúðvík ólst upp á Akranesi fram að fermingu. Fluttist hann þá til Reykjavíkur og vann fyrir sér sem mjólkurpóstur í Lang- holti. Síðar lærði hann húsa- smíði og vann hann við smíðar alla sína starfsævi. Árið 1959 fluttust þau hjónin á Seltjarn- arnesið þar sem þau bjuggu æ síðan. Lúðvík sat til margra ára í byggingarnefnd fyrir Seltjarnarnesbæ og tók þar mik- inn þátt í uppbyggingu bæj- arins. 1988 flytja þau hjónin í þjónustuíbúðir aldraðra á Skólabraut 3 á Seltjarnarnesi og þar undi hann lengi við bókband og liggja eftir hann margir fal- legir handverksgripir. Þau hjónin voru mjög samrýnd og umtalað hversu mikinn svip þau settu á bæjarlífið á Nesinu. Þau voru þá fastagestir í Sundlaug Seltjarnarness í fjölda ára og eignuðust þar stóran og góðan vinahóp sem þau mátu mikils. Síðustu mánuði dvaldi Lúðvík ásamt Arnbjörgu konu sinni í Holtsbúð, Vífilsstöðum þar sem hann lést. Útför Lúðvíks fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 22. mars 2013, kl. 13. dís, f. 1971, maki Ivan Shefrin. Þeirra börn: Ísa- belle, f. 2003, og Tómas, f. 2006, c) Lúðvík Hafsteinn, f. 1972, d. 1992. Dóttir Lúðvíks er Sirrý Björt, f. 1991. 2) Sigurveig, f. 1946, giftist Ásgeiri S. Ásgeirssyni en þau slitu samvistir. Þeirra börn eru: a) Gróa, f. 1965, hennar sonur er Ólafur Ásgeir Jónsson, f. 1993, b) Ás- geir Örn, f. 1970, kvæntur Drífu Viðarsdóttur. Þeirra börn eru Snædís Birta, f. 2000, Katrín Eir, f. 2004, og Sigurveig Jana, f. 2009. Sonur úr fyrra sam- bandi er Ásgeir Aron, f. 1994, c) Lúðvík, f. 1974, sambýliskona Bjarney Rut Jensdóttir. Börn Lúðvíks eru Bjarni Geir, f. 1994, og Sara Aurora, f. 2004, d) Sig- ríður Þóra, f. 1978. Sigurveig giftist aftur og er hennar maður Magnús Gunnlaugur Frið- geirsson, f. 1950. Börn hans: Al- Tengdafaðir minn, Lúðvík Hafsteinn Geirsson, lést að Víf- ilsstöðum síðastliðinn laugardag. Þá vantaði tæpa tvo mánuði í að hann næði að fylla 99 ár í aldri. Ég kynntist Lúðvík þegar ég og dóttir hans Sigurveig hófum búskap saman rétt um öndverð síðustu aldamót. Ég sá strax að hann var ótrúlega ern miðað við aldur og lipur í hreyfingu, orði og æði. Hann var ötull við að við- halda líkamlegri heilsu sinni með mikilli ástundun í sundlaug Sel- tjarnarness. Hug og hönd þjálf- aði hann með því að binda inn bækur. Handbragð hans í bók- bandinu var hreint meistaraverk og vegna elju hans og iðjusemi urðu bækurnar sem hann batt inn ótrúlega margar. Það var ævinlega mikil ánægjustund að heimsækja þau heiðurshjón, hann og Arnbjörgu (Öddu), á Skólabrautina. Þau voru ófá skiptin sem boðið var upp á dýrindis rjómapönnukök- ur, vöfflur, kaffi og kræsingar sem brögðuðust einstaklega vel og var allt heimagert að hætti þessa myndarlega heimilis. Síðan var gjarnan sest niður og rætt saman um helstu mál dagsins og var aðdáunarvert hve þau hjón voru minnug og vel inni á öllum sviðum. Það var sama hvort rætt var um dægurmál líðandi stund- ar eða sótt í sjóði fortíðar þar sem minningar sem spönnuðu tvær heimstyrjaldir, tugi þjóð- legra merkisviðburða og gengis- fellinga voru dregnar fram með ótrúlegri nákvæmni og vottaði um vöku þeirra fyrir samfélaginu á öllum stundum. Okkur Lúðvík var vel til vina og það var alltaf fögnuður þegar við hittumst. Það kvikna hlýjar minningar þegar ég kveð vin minn og tengdaföður hinsta sinni. Blessuð sé minning hans. Ég votta Öddu og afkomend- um öllum mína dýpstu samúð. Magnús G. Friðgeirsson. Í dag kveðjum við vin minn og tengdaföður Lúðvík Geirsson en hann lést laugardaginn 16. mars 98 ára að aldri. Okkar kynni hóf- ust í desember 1966 er við Geir vorum saman til sjós og komum í land á aðfangadag. Ég fór með Geir heim og hitti þá í fyrsta sinn Lúðvík, Öddu, Sillu og Örra. Vissi ég ekki þá að Lúðvík og Adda ættu eftir að verða tengda- foreldrar mínir en við Silla kynntumst betur í framhaldi af þessu og varð úr því hjónaband. Við Lúlli, eins og hann var gjarnan kallaður, urðum fljótt góðir félagar og vinir. Hann var afburða góður smiður og þegar við byggðum fjölskyldunni heim- ili á Barðaströnd, smíðaði hann fyrir mig skápa og eldhús og setti í hurðir. Seinna hjálpaði hann okkur og stjórnaði byggingu sumarbústaðar í Borgarfirði, allt frá uppsetningu sperra fram í endanlegan frágang. Hann og Adda voru mikið með okkur í Borgarfirðinum, bæði meðan á byggingu stóð og áfram eftir að byggingu var lokið. Lúlli undi sér vel þarna og vildi alltaf vera að gera eitthvað. Hann grisjandi skóginn, fór í göngutúra, inn á fjall að fiska, við grilluðum, hann lék við krakkana og áttum við skemmtilega daga öllsömul. Lúlli og Adda komu með gamla hluti upp í bústað frá þeirra yngri ár- um og má þar nefna skíði, skíðaskó, tösku, veiðistangir og fleira sem hengt var upp í húsinu og er það þar allt enn. Tvisvar fórum við öll saman til Flórída, við Silla með alla krakk- ana ásamt Lúlla og Öddu. Voru það miklar skemmtiferðir og lék Lúlli þá á alls oddi og hafði mikið gaman að því að göslast með strákunum. Seinna þegar við byggðum í Sefgörðum sá Lúlli um allt tréverk frá a til ö og var það mikil og vönduð vinna en hann var vandvirkur með af- brigðum. Átján árum seinna er við fluttum úr húsinu var ekki los eða lát á einum einasta hlut sem hann hafði lagt hönd á. Seinna, eftir að við Silla skildum, hélst áfram góður vinskapur með okk- ur Lúlla og Öddu og reyndar fjöl- skyldunni allri. Sagði Lúlli oft við mig þegar við vorum að kveðjast: “takk fyrir komuna, þú ert og verður alltaf tengdasonur okkar þó þetta hafi farið svona hjá ykk- ur Sillu“. Hefur mér alltaf þótt vænt um að heyra þessi orð. Nú í seinni tíð, eftir að Lúlli fór að missa heyrn og tapa sjón var hann samt alltaf hress og bjartur, ótrúlega duglegur og sjálfbjarga. Adda var honum vanalega augu og eyru er þau fóru út í göngu eða í sund en ef hún gat af einhverjum ástæðum ekki farið með honum þá lét hann það ekki stoppa sig og fór samt. Var það ótrúlegt hvað hann komst áfram sjálfur og var það ósjaldan sem fólk hafði orð á því bæði hvað þau hjón væru sam- rýmd og hvað Lúlli væri með ólíkindum duglegur. Ég vil nú í lokin þakka Lúlla fyrir ánægjulega samfylgd og vinskap í nærri hálfa öld sem og Öddu en hennar missir er mikill eftir sjötíu og tveggja ára hjóna- band. Hvíl þú í friði kæri vinur. Ásgeir Elsku afi, það er skrítið að þurfa að kveðja þig í dag. Þar sem þú og amma eruð eitt í hjarta mér. Við munum hugsa vel um ömmu fyrir þig enda veistu að hún er yndislegasta kona sem er til. Ég á svo margar góðar minningar um ykkur þegar mað- ur fékk að gista um helgar. Þá vaknaði amma með manni og hit- aði heitt kakó og brauð með smjöri. Síðan klikkaði það ekki að við fórum í sund sem var ynd- islegt og þau þekktu alla í Vest- urbæjarsundlauginni því þá var ekki komin sundlaug á Nesið. Síðan kom hádegið, þá var alltaf það sama í hádegismatinn, súr- mjólk með röspuðum gulrótum, epli og appelsínur. Seinnipartinn var oft á tíðum labbað út í Gróttu og gengin fjaran og fundið prik og skrifað í sandinn. Stundum í dag fer ég út í Gróttu og labba fjöruna því að það er svo ynd- islegt og góð minning sem ég á sem barn. Elsku afi minn, það eru ekki allir sem ná að vera gift- ir í 72 ár og vera saman í 75 ár eða alveg að ná að verða 99 ára. En elsku afi minn, ég veit að nafni þinn, Lúðvík bróðir minn, tekur vel á móti þér og þið náið að ræða málin. Blessuð sé minning þín, elsku afi minn. Léttur í spori, langa stund, nú leggur aftur augun sín. Kominn er á græna grund. Aldrei gleymist minning þín. (HJ) Björg Geirsdóttir. Í dag kveð ég yndislega afa minn. Yndislega afa sem ég á eft- ir að sakna svo sárt, yndislega afa sem ég ólst upp hjá fyrstu ár- in mín og var mér svo góður og kær. Ég minnist þess þegar ég var lítil stelpa og fór í gönguferð- ir með afa á laugardagsmorgnum út í Suðurnes á Nesinu. Við geng- um í fjörunni eða í grasinu og hann fræddi mig um það sem fyr- ir augu bar. Sýndi mér fuglalífið, Seltjörnina, steinana og margt skemmtilegt. Ég man líka svo vel eftir heimili hans og ömmu á Miðbrautinni þar sem ég var mikið og man sérstaklega eftir litlu kompunni þar sem ég gleymdi mér tímunum saman. Ég man þegar hann rakaði sig, setti á sig rakkrem og sendi mig til ömmu til að spyrja hvort hún vildi þurran eða blautan koss. Ég man hvað það var gaman að heimsækja hann á verkstæðið úti í bílskúr þar sem hann undi sér svo vel. Ég man svo vel eftir bíl- túrum í fallegu bílunum hans, berjatínsluferðum, sumarbú- staðaferðum og þegar ég fékk að gista. Ótal fallegar minningar leita á hugann þegar ég minnist þessa yndislega manns sem hann afi var. Hann var einstakur mað- ur, fallegur að utan sem innan. Hann var heilbrigðin uppmáluð, fór í sund nánast á hverjum degi, borðaði hollan mat og var útivist- armaður. Þau amma ferðuðust mikið bæði innanlands og utan og nutu þess að vera saman enda afar samrýnd hjón. Þau voru gift í yfir 72 ár og báru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Afi sagði að lyk- illinn að góðu hjónabandi væri að fara aldrei ósáttur að sofa. Afi hafði sterka réttlætis- kennd og lá ekki á skoðunum sín- um. Hann var áhugasamur um aðra og við spjölluðum oft um ferðalög og um Grænland. Hann hafði áhuga á Grænlandi og hefði viljað ferðast meira þar um. Þrátt fyrir að hafa nánast misst sjónina og heyrt illa sl. ár hefti það hann ekki í að fara í sund á hverjum morgni. Hann synti sín- ar ferðir og klæddi sig í útiklef- anum alla daga þar til síðasta sumar. Amma fór yfirleitt með í sundið og hún sat þá í heita pott- inum og spjallaði á meðan afi synti og gekk sinn hring í kring- um laugina. Hann eignaðist góða vini í sundinu sem honum þótti afar vænt um. Ég er heppin og þakklát fyrir stundirnar sem ég átti með afa, sér í lagi undanfarin ár og mán- uði. Síðustu jól eru þau allra bestu en hann var hjá mér á að- fangadagskvöld þrátt fyrir að amma kæmist ekki. Hann ætlaði ekki að koma en ákvað það á síð- ustu stundu og var glaður að hafa drifið sig og fengið rjúpu sem var í uppáhaldi. Við áttum saman yndislegt aðfangadagskvöld sem ég þakka fyrir. Ég er þakklát fyrir að hafa getað farið með hon- um í æfingar, í gönguferðir, gefið honum tásunudd og snyrt á hon- um hendur og fætur. Síðustu mánuðina sem hann lifði gat hann ekki farið í sundið en í stað- inn þótti honum gott að láta dekra við sig. Takk fyrir allt, elsku besti afi minn. Nú ertu kominn í faðm nöfnu minnar og annarra ætt- ingja og þaðan muntu vaka yfir okkur eins og þú talaðir oft um. Þú verður fremstur í englahópn- um ef ég þekki þig rétt. Við pöss- um ömmu fyrir þig og hlökkum til að finna fyrir þér elsku afi. Elska þig undur, undur heitt. Þín Gróa. Þegar ég hugsa um afa minn fæ ég hlýtt í hjartað. Ég finn fyr- ir ást og hlýju, vináttu og ofboðs- legu þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa fengið að hafa þennan stór- kostlega mann í lífi mínu. Minningarnar eru svo ótal margar, allt frá því að ég var lítil stelpa og fram á síðustu stundu. Ég vil trúa að ég hafi erft ým- islegt frá afa mínum en einnig er svo margt sem ég kýs að tileinka mér. Hann var duglegur, ósér- hlífinn, vandvirkur, ástríkur, skemmtilegur húmoristi sem var annt um heilsuna og svolítill ei- lífðarunglingur. Síðastliðin ár hef ég verið svo heppin að fá að eiga margar dýr- mætar stundir með honum og ömmu og er mér algjörlega ómetanlegt hvernig samband okkar hefur þróast. Ég hef feng- ið að kynnast þeim á nýjan hátt. Fylgja þeim eftir við daglega iðju, kynnast vinum þeirra, gráta með þeim og hlæja, dansa og syngja, borða og drekka. Ég sat oft og hlustaði á þau segja mér sögur. Hélt afi þá iðulega í hönd mína og svalaði forvitni minni þar sem ég spurði um ævi hans og aðdáunarverða ástarsögu hans og ömmu. Eftir að hafa hlustað á þó nokkrar slíkar sögur þá vaknaði sú hugmynd að taka viðtal við þau og búa til litla stutt- mynd. Var frábært að finna hversu vel þau tóku í þá hug- mynd og fórum við strax af stað. Viðtölin tók ég fyrir ári síðan og er það myndefni gjörsamlega ómetanlegt og óendanlega dýr- mætt. Afi fylgdist vel með gangi mála og veit ég að hann verður með mér við vinnslu myndarinn- ar. Í haust fór ég erlendis í nám og var mér svo mikilvægt hversu mikla hvatningu ég fann frá afa mínum. Hann hafði mikinn áhuga á því sem ég var að gera og átti ég samtal við hann fyrir ekki löngu síðan í gegnum Skype þar sem hann sagði mér að hann væri svo stoltur af mér. Mig setti hljóða. Svo dýrmæt stund. Hann sagði mér líka þá að hann væri spenntur að fylgjast með mér og að hann myndi gera það líka eftir að hann væri farinn. Ég veit hann stendur við það. Ég mun aldrei gleyma hönd- unum hans afa og hvernig hann klappaði mér, bæði á hendur mínar og andlit, þar sem hann horfði framan í mig með nánast blindum augum. Hann var mér alltaf svo hlýr og góður. Takk. Takk elsku afi minn fyrir allar stundirnar okkar og öll fallegu orðin. Takk fyrir allt sem þú hef- ur kennt mér og traustið sem þú hefur sýnt mér. Takk fyrir að vera mín stærsta fyrirmynd og hetja, falleg sál og dýrmætur vin- ur. Nú ert þú sannur engill og ég veit þú verður með mér og vernd- ar. Stappar í mig stálinu þegar ég þarf á að halda, veitir mér styrk og kraft og gleðst með mér í hamingju minni og velgengni. Elsku afi minn, ég mun sakna þín svo oft og svo sárt en eins og segir í ljóðinu sem þú kenndir mér: Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Ég veit að nú ert þú á fallegum stað með fólkinu þínu. Með fulla sjón og heyrn ertu kraftmikill, líkami þinn er frjáls frá öllum hömlum og þú getur tekið þér hvað sem er fyrir hendur. Njóttu elsku afi minn. Við pössum ömmu fyrir þig. Ég elska þig afi og geymi í hjarta mínu, alltaf. Þín Þóra. Það er skrítið að hugsa til þess að nú sértu farinn elsku besti langafi, það eru ekki allir eins heppnir og ég að eiga langömmu og langafa, hvað þá svona lengi. Alltaf var jafngaman að koma til ykkar ömmu því þú hafðir alltaf jafnmikinn áhuga hvað maður hafði fyrir stafni í hvert sinn og ánægjan skein þegar mér gekk vel. Nokkrum dögum áður en þú yfirgafst okkur áttum við svo innilegt og gott spjall sem ég mun seint gleyma. Alltaf var nú stutt í brosið þitt þótt skapið hafi verið stórt, sem virðist hafa erfst í fjölskylduna. Það er mér svo minnisstætt fyrir tveimur árum þegar ég brunaði úr vinnunni til að kíkja til ykkar á laugardags- kvöldi vegna þess að ömmu fannst þú ekki eins og þú ættir að þér að vera. Þú varst nú ekki par sáttur og tilkynntir mér það að þegar þinn tími kæmi skyldir þú sko láta okkur vita. Ég með mitt skap, sem ég veit ekki hvaðan kemur, varð nú hálfsár og reið að þú skyldir segja þetta en í dag glotti ég út í annað vegna þess að þú lést okkur sko sannarlega vita að þinn tími væri að koma. Þótt minningar séu margar skilurðu líka eftir þig hluti sem ávallt halda uppi minningu þinni. Þegar þú gafst mér steinakarlinn með rauða hálsmenið varð mamma himinlifandi vegna þess að hún hafði horft á hana í langan tíma. Hún vissi að karlinn fengi að vera uppi á hillu hjá sér en vittu til ég mun sko taka hana og hafa á mínu heimili þegar það verður stofnað. Elsku langafi, takk fyrir allt, við munum passa ömmu fyrir þig og sjá til þess að henni líði sem best. Ykkar samband er eitt það yndislegasta sem til er og mun ég reyna að apa eftir þér, aldrei fara ósátt að sofa því enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Hvíldu í friði. Þín langafastelpa, Guðrún Edda Þórðardóttir. Við Lúðvík vorum sundfélagar í Sundlaug Seltjarnarness í mörg ár. Við vorum iðulega saman á braut og það fór vel á með okkur. Það var einstakt að eiga þennan öðling að vini og þau heiðurshjón hann og Öddu. Aðrir eru færari um að rekja lífshlaup Lúðvíks, en hann fór nú nokkrum sinnum yfir valda kafla í lífi sínu. Það var greinilegt að lífið hafði ekki farið um hann mjúkum höndum framan af. Móðurmissir og það sem fylgdi í kjölfarið var að vonum þungbært fyrir ungan dreng. En Lúðvík var vinnusamur og duglegur að bjarga sér og eignaðist frábæra konu, sem m.a. studdi hann til mennta. Lúðvík lærði húsasmíði og varð meistari í þeirri grein. Lúðvík og Adda voru sem eitt, þau lifðu reglusömu lífi og hugs- uðu vel um líkama og sál. Á Sel- tjarnarnesi voru þau vel þekkt, sóttu alla viðburði sem í boði voru, stunduðu sund alla daga og göngutúra á meðan heilsan leyfði. Áður hafði Lúðvík gengið Lúðvík Hafsteinn Geirsson Ofurfrænka mín hún Maja er farin. Það er svo ótrúlegt að hugsa til þess að ég sjái hana ekki aftur og ég eigi bara eftir að hugsa til hennar án þess að geta faðmað hana að mér og sagt henni fréttir af mér og mínum því hún var alltaf að fylgjast með. Ég man að þegar ég var ólétt að eldri stelpunni minni fékk ég sendan stóran pakka frá Jersey þar sem móðursystir mín tók frænkuhlut- María Eyvindsdóttir ✝ María Wilhelm-ína Heilmann Eyvindsdóttir, Maja, fæddist á Díl- um, Kópavogi, 5. september 1954. Hún lést á Sa- hlgrenska sjúkra- húsinu í Gauta- borg, Svíþjóð, 20. febrúar 2013. Útför Maju fór fram 13. mars 2013. verkið mjög alvar- lega og var búin að safna saman heil- miklu barnadóti til að senda mér. Þetta var svo lýsandi fyrir frænku mína; alltaf að hugsa um aðra. Hún var svo sterk og sjálfstæð kona sem gat gert hvað sem var. Ég heimsótti þær mæðgur þrisvar sinnum þegar þær bjuggu á Jersey og þar kynntist ég frænku minni vel, hún var alltaf á fullu og hafði svo ótrúlegan drifkraft að ég sem ung kona átti fullt í fangi með að fylgja henni eftir. En svona var hún alla tíð dugleg og drífandi. Elsku Maja, hvíldu í friði og þakka þér fyrir tímann okkar saman. Þín systurdóttir, Margrét.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.