Morgunblaðið - 22.03.2013, Side 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013
✝ Svavar Guðnifæddist á Fá-
skrúðsfirði 10. júlí
1931. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
12. mars 2013.
Hann var sonur
hjónanna Jóhanns
Finnboga Indr-
iðasonar og Bjarg-
ar Lilju Jónsdóttur,
en var seinna ætt-
leiddur af hjónunum Gunnari
Eiríkssyni og Þórhildi S. Kjer-
úlf.
Svavar Guðni kvæntist 22.
sept. 1953 Gerði Sigurðardóttur
frá Árgerði á Kleifum í Ólafs-
firði, dóttur hjónanna Sigurðar
Baldvinssonar og Kristlaugar
Kristjánsdóttur. Gerður lést 18.
ágúst 1999. Börn Svavars Guðna
og Gerðar eru: 1) Sigurður, f.
26.3. 1954, kvæntur Shok Han
Liu (Alice), barn Jóhann Már
Berry. 2) Gunnar Þór, f. 22.7.
1956, kvæntur Steinunni Ástu
Zebitz, barn Kolbrún Þórhildur
Gunnarsdóttir. 3) Kristlaug Þór-
staða til rafvélaviðgerða. Árið
1968 flutti fjölskyldan svo til
Akureyrar þar sem hann fór að
vinna við rafvirkjun, fyrst hjá
öðrum en síðan í eigin fyr-
irtæki. Síðar fór hann jafnframt
að kenna rafmagnsfræði í vél-
skóladeildinni, Iðnskólanum og
síðar Verkmenntaskólanum og
þá sem aðalstarf. Jafnframt
hafði hann lokið námi í kennslu-
réttindum. Hann starfaði við
kennslu þar til hann fór á eft-
irlaun 70 ára að aldri. Eftir það
vann hann um tíma á bílaverk-
stæði við breytingar á jeppum.
Svavar Guðni var mjög fjölhæf-
ur og eitt af því sem hann fékkst
við voru viðgerðir á skrifstofu-
vélum. Svavar Guðni var mjög
listhneigður og sótti ungur
námskeið í listmálun og stund-
aði þá listgrein öðru hvoru þeg-
ar tómstundir gáfust. Hann hélt
m.a. sýningar á verkum sínum.
Eftir að hann fór á eftirlaun
sinnti hann myndlistinni enn
frekar, m.a. stofnsetti hann
Listhús í Fjallabyggð á Ólafs-
firði. Svavar Guðni var alla tíð
virkur í félagsmálum svo sem í
Lions og Rotary þar sem hann
var virkur félagi allt til dauða-
dags.
Útför Svavars verður frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 22. mars
2013, kl. 13.30.
hildur, f. 23.1. 1960,
gift Hjörleifi
Hjálmarssyni, börn:
3a) Gerður
Tryggvadóttir Ro-
gers, gift Chri-
stopher James Ro-
gers dóttir þeirra
Maia Katrín Ro-
gers, og 3b) Katrín
Björg Andersen,
sambýlismaður
Karl Ágústsson,
barn Óðinn Andri Andersen. 4)
Ari Svavarsson, f. 22.4. 1964,
kvæntur Ágústu G. Malmquist,
börn: Birna Ósk Aradóttir, Hera
Björt Aradóttir, Svavar Axel
Malmquist Arason og María El-
ísa Malmquist Aradóttir.
Eftir hefðbundið grunn-
skólanám, nam Svavar bifvéla-
virkjun, rafvélavirkjun og raf-
virkjun og hlaut
meistararéttindi í öllum fög-
unum. Hann vann við öll þessi
fög í Reykjavík fram til 1959 að
fjölskyldan flutti til Ólafsfjarðar
og hann stofnsetti þar bílaverk-
stæði þar sem jafnframt var að-
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki
með tárum, hugsið ekki um dauðann
með harmi eða ótta.
Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykk-
ar snertir mig og kvelur, þótt látinn
mig haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með
glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót
til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem líf-
ið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt
í gleði ykkar yfir lífinu.
(Höf. óþekktur.)
Elsku pabbi minn.
Hvernig á ég að geta kvatt
þig. Þú sem varst svo stór þátt-
ur í lífi mínu. Gafst mér lífið. Ég
reyni að gráta ekki eins og þú
baðst mig um. En þegar hjartað
er þungt af sorg er ekki annað
hægt en að fella tár. En ég lofa
líka að minnast þín með gleði og
þakklæti alla tíð. Minningarnar
á ég og þær koma til með að
ylja mér um ókomna tíð. Ég
man eftir öllum stundunum sem
ég eyddi með þér á bifreiðaverk-
stæðinu þínu. Ég man eftir öll-
um útilegunum sem ég fór í með
ykkur mömmu. Ég man eftir öll-
um haustunum þegar við fórum
í berjamó. Ég man eftir tím-
anum þegar ég var aðstoðar-
maður þinn við að setja rafmagn
í nýbyggingar. Ég man svo
margt. Ég man umhyggjuna
sem þú sýndir mér fram á síð-
asta dag. Þú verður alltaf hjá
mér, pabbi minn.
Ástarkveðja.
Þín dóttir,
Kristlaug Þórhildur.
Jæja, elsku tengdapabbi, þá
er komið að kveðjustund hjá
okkur. Það er alltaf erfitt að
koma á blað öllu því góða sem
kemur upp í hugann þegar ég
hugsa um þig. Fyrstu kynni
okkar urðu fyrir 13 árum þegar
við Kristlaug hittumst og fórum
að draga okkur saman. Þú tókst
mér ákaflega vel og við urðum
strax miklir mátar.
Alltaf varstu eitthvað að
framkvæma og bralla. Vð áttum
bátinn okkar saman þótt minna
hefði orðið úr útgerð en efni
stóðu til. Þér var umhugað um
velferð okkar og spurðir alltaf
hvernig við hefðum það. Þú mál-
aðir fallegar myndir og þér var
einstaklega lagið að gera við alla
hluti. Ég á eftir að sakna þín en
ég hugga mig við það að þú ert
á góðum stað í góðum fé-
lagsskap. Takk fyrir allt elsku
tengdapabbi.
Hjörleifur.
Ég var rúmlega þriggja ára
gamall þegar ég kynntist ömmu
og afa á Akureyri, þau tóku mér
strax opnum örmum og ég þeim.
Það eru komin rúmlega 14 ár
síðan amma fór frá okkur og nú
er afi farinn líka. Þegar ég
hugsa um afa, sé ég hann alltaf
fyrir mér á bíl með kerru fulla
af dóti. Afi var iðinn maður og
alltaf að bardúsa eitthvað, hann
hafði alltaf eitthvað fyrir stafni.
Þau voru nokkur skiptin sem
ég hjálpaði honum við að fylla
kerruna af dóti úr bílskúrnum á
Mýrarveginum og tæma hana
svo aftur, sjálfsagt hef ég borið
sama dótið út úr bílskúrnum og
inn í hann aftur, alltaf var hann
á ferðinni.
Afi var mikill græjukarl og
man ég eftir því að fyrstu árin
sem ég átti GSM síma varð til
hefð fyrir því að fá afmælis-sms
frá afa. Afi sýndi öllu því sem ég
tók mér fyrir stafni einlægan
áhuga og það var alltaf gaman
að segja honum frá því sem
maður var að bralla.
Afi var einstaklega góður og
hjartahlýr maður, alltaf var
hann rólegur og yfirvegaður og
manni leið vel í návist hans. Ég
vildi óska þess að stundirnar
sem við spjölluðum saman hefðu
verið fleiri, en eftir sitja ljúfar
minningar sem munu varðveit-
ast allt mitt líf.
Ég kveð þig með söknuði, afi
minn, en fyrst og fremst þakk-
læti fyrir að hafa fengið að eiga
þig að afa.
Jóhann Már Berry.
Elsku afi minn.
Að missa þig núna var eitt-
hvað sem kom mér ekki á óvart
en ég var ekki tilbúin að missa
þig strax. Ég hugga mig við að
þú ert á góðum stað núna þar
sem veikindi ná ekki til þín og
kominn til ömmu.
Þær eru endalausar minning-
arnar sem ég á um þig enda
varst þú mér alltaf meira sem
faðir heldur en afi. Þú kenndir
mér ótal margt í lífinu og
kenndir mér meðal annars að
keyra bíl. Ég gleymi því aldrei
þegar þú lést mig keyra í hálf-
um metra af snjó til að ég lærði
að keyra að vetri til.
Ég mun endalaust hlýja mér
við minningar af þér og ömmu
eins og þegar ég gisti hjá ykkur
sem barn í Mýraveginum. Þú og
amma höfðuð metnað fyrir öllu
sem þið tókuð ykkur fyrir hend-
ur og þið leyfðuð mér aldrei að
gefast upp á hlutum eins og
námi, sama hversu mikið mig
langaði að gefast upp. Ég gat
alltaf leitað til þín og ömmu ef
ég þurfti aðstoð.
Ég er mjög þakklát fyrir að
dóttir mín, Maia Katrín, fékk að
kynnast langafa sínum. Þó að
við búum langt frá fengum við
að halda upp á áttræðisafmælið
þitt með þér og fengum að gista
hjá þér núna í nóvember og
eyða dýrmætum tíma með þér.
Með þakklæti í huga og sorg í
hjarta kveð ég þig, elsku besti
afi minn.
Vertu ekki grátinn við gröfina mína
góði, ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindum,
ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustsins regn sem fellur á fold
og fræið í hlýrri mold.
Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt,
ég er vængjatak fuglanna hljótt og
stillt.
Ég er árblik dags um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til.
Gráttu ekki við gröfina hér –
gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér.
(Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir.)
Gerður.
Elsku afi.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Þakklæti er mér efst í huga
þegar ég hugsa um þig, elsku
afi. Ég er þakklát fyrir allar
minningarnar og allar stundirn-
ar sem við áttum saman. Ég er
þakklát fyrir að hann Óðinn
Andri fékk tækifæri til að kynn-
ast þér. Ég er þakklát fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig og
mína. Ég ætla að halda áfram að
gera þig stoltan af mér og ég
veit að þú verður með mér
áfram og hjálpar til. Takk fyrir
allt, elsku afi.
Katrín Björg Andersen.
Svavar Guðni Gunnarsson,
kær vinur okkar lést aðfaranótt
12. mars sl. Hann og kona hans
Gerður Sigurðardóttir frá Kleif-
um í Ólafsfirði voru frumkvöðlar
að því að stofna ferðaklúbb árið
1988 með okkur þrennum öðrum
hjónum. Klúbburinn hlaut nafn-
ið Morgunfrúr. Forsagan var sú
að við áttum öll heima í Ólafs-
firði á sínum tíma. Þar kynnt-
umst við og áttum einstaklega
notaleg samskipti og samstarf.
Konurnar í hópnum hittust end-
ur fyrir löngu á morgunfundum.
Af því er nafn klúbbsins dregið.
Við búum nú á Akureyri og í
Reykjavík. Þessi félagsskapur
gegnir miklu hlutverki í lífi okk-
ar allra. Markmið hans er að
fara á hverju sumri í nokkurra
daga ferð, dveljast saman, skoða
landið okkar, fara einnig í svo-
nefndar menningarferðir, en
ekki síður að glæða og rækta
hlýja vináttu sem við höfum
eignast og viljum fyrir hvern
mun ekki missa.
Gerður lést í ágúst 1999,
nokkrum dögum eftir að við
höfðum hist á Akureyri. Hún
var hrókur alls fagnaðar í okkar
hópi sem annars staðar, leiftr-
andi kát og glöð, með útgeislun
sem allar prímadonnur hefðu
verið meira en fullsæmdar af.
Hún var okkur mikill harm-
dauði. Andlát hennar var Svav-
ari mikið áfall en hann hélt
tryggð við klúbbinn okkar þar
til yfir lauk og tók virkan þátt í
því sem við tókum okkur fyrir
hendur. Í sumar hittumst við í
Dölunum, skoðuðum sögusvið
Laxdælu og nutum samvistar-
innar. Í slíkar sumarferðir hefur
klúbburinn farið í tuttugu og
fjögur ár. Í vetur fórum við
menningarferð eins og oft áður.
Þá heimsóttum við leikhús og
óperu. Svavar treysti sér þá
ekki til að fara með okkur vegna
vanheilsu sem hann átti við að
stríða síðustu ár. Við höfum oft
orðið undrandi á því hvað hann
var viljasterkur og áhugasamur
að takast á við hin ýmsu verk-
efni þrátt fyrir veikindin.
Við viljum þakka Svavari alla
vináttuna og tryggð hans sem
við nutum svo vel í klúbbnum
okkar. Við sendum börnum hans
og öðrum aðstandendum innileg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum
Guð að blessa okkur öllum
minningu Svavars Guðna Gunn-
arssonar.
Guðrún og Lárus,
Rósa og Hörður,
Guðbjörg og Kristinn.
Í dag kveðjum við fyrrverandi
vinnufélaga okkar, Svavar
Guðna Gunnarsson, rafvirkja-
meistara og framhaldsskóla-
kennara. Hann hafði reyndar
ekki einungis öðlast meistara-
réttindi sem rafvirki heldur
einnig sem rafvélavirki og bif-
vélavirki. Hann kenndi um ára-
bil rafvirkjun við fyrrverandi
Iðnskóla Akureyrar en var síðan
á meðal þeirra kennara sem
fluttu sig um set þegar Verk-
menntaskólinn á Akureyri var
stofnaður árið 1984. Honum var
falið sem deildarstjóra að
byggja upp nám í rafvirkjun og
rafeindavirkjun í nýbyggingu
skólans á Eyrarlandsholtinu
ásamt hinum mætu samkennur-
um sínum. Deildinni veitti hann
forstöðu þar til hann fór á eft-
irlaun árið 2001. Svavar Guðni
var einkar dagfarsprúður og
vann verk sín í hljóði. Hann var
engu að síður fylginn sér og
kom málum í kring án þess að
menn yrðu þess sérstaklega var-
ir. Fagmaður var hann fram í
fingurgóma, hugmyndaríkur,
gætti af kostgæfni hagsmuna
deildar sinnar og átti farsælt
samstarf við nemendur og
starfsfólk skólans. Hann var
duglegur að rækta tengslin við
skólann eftir að hann lét af
störfum og var ævinlega aufúsu-
gestur. Blessuð sé minning
hans.
Fyrir hönd samstarfsfólks í
VMA,
Hjalti Jón Sveinsson
skólameistari.
Svavar Guðni
Gunnarsson
✝ Lára Dag-bjartsdóttir
fæddist að Neðri-
Hvestu í Ket-
ildölum í Arn-
arfirði 24. júlí 1917.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Vesturlands 7.
mars 2013.
Foreldrar Láru
voru Þórunn Gísla
Bogadóttir frá
Hringsdal í Arnarfirði, f. 27.
febrúar 1893, d. 5. mars 1944 og
Dagbjartur Elíasson frá Upp-
sölum í Arnarfirði, f. 27. júlí
1890, d. 31. ágúst 1978. Lára var
elst tólf alsystkina. Þau eru, Bo-
gey Kristín f. 1. okt. 1918, Halla
f. 20. jan. 1920, d. 16. júlí 1990,
eldrar Bergþórs voru Magnús
Rögnvaldsson f. 19. nóv. 1861, d.
16. janúar 1913 og Sigríður
Halldórsdóttir f. 11. sept. 1873,
d. 25. nóv. 1953. Bergþór var
fimmti í röð sjö alsystkina. Þau
eru Halldóra f. 9. okt. 1898, d.
20. júlí 1976, Þorvaldur f. 22.
nóv. 1900, d. 24. sept. 1985, Þor-
gerður f. 3. júní 1903, d. 22. júlí
1980, Jón Bjarni f. 9. mars 1905,
d. 2. feb. 1976, María f. 8. des
1909, d. 3. des. 1960 og Guðrún
f. 18. júní 1911, d. 29. nóv. 1972.
Hálfbræður Bergþórs voru
Daníel f. 24. jan. 1915, d. 16. okt.
2005 og Ásmundur f. 28. okt.
1919, d. 4. okt. 1963. Lára og
Bergþór eignuðust fimm börn,
Sigurð f. 5. janúar 1942, Dag-
bjart f. 18. júní 1946, Eystein f.
23. ágúst 1951, Þórunni f. 11.
febrúar 1954 og Ingibjörgu f.
12. maí 957, sambýlismaður
hennar er Ásgeir Pálsson, f. 23.
okt. 1951.
Að ósk Láru fór útförin fram í
kyrrþey.
Guðrún Jóna f. 8.
júlí 1921, d. 23.
ágúst 2005, Guð-
munda Jóhanna f.
8. okt. 1922, Kristín
f. 12. júlí 1924, Elí-
as f. 12. des. 1925,
d. 22. feb. 1995,
María f. 18. ágúst
1927, Ragnhildur
Hólmfríður f. 14.
nóv. 1928, d. 13.
sept. 1986, Þóra
Rún f. 2. des. 1931, d. 13. nóv.
1976, Oddur Kristinn f. 7. mars
1933 og Gísli f. 26. júlí 1936.
Hálfsystir Láru var Laufey f. 20.
okt. 1920, d. 6. júní 2005. 13.
september 1941 giftist Lára
Bergþóri Magnússyni f. 5. apríl
1907, d. 24. sept. 1989. For-
Mig langar að minnast elsku-
legrar móðursystur minnar
Láru Dagbjartsdóttur. Hún var
fyrsta barn foreldra sinna, fædd
í Neðri-Hvestu í Ketildölum í
Arnarfirði 24. júlí 1917, elst 12
alsystkina. Hún er komin af
sterkum stofnum. Í móðurætt af
Einari presti Gíslasyni presti
Einarssyni, en þeir feðgar voru
prestar í Selárdal í Arnarfirði í
samtals 80 ár. Séra Gísli var
sonur Einars Jónssonar, rektors
í Skálholti. Í föðurætt er hún af-
komandi Eggerts Ólafssonar úr
Hergilsey. Á heimili hennar voru
húslestrar, Íslendingasögur
sagðar og lesnar.
Lára var minnug með afbrigð-
um og hafði frá mörgu að segja.
Minnist ég skemmtilegra frá-
sagna hennar af mönnum og líf-
inu á Vestfjörðum og Vestur-
landi áður fyrr og hugur hennar
var skýr fram í andlátið. Mikið
var sungið á heimilinu því for-
eldrarnir höfðu góða rödd, sér-
staklega móðir hennar. Á heim-
ilinu var mikið teflt og spilað
þegar tími gafst frá amstri dags-
ins.
Fyrsta minning mín af
frænku minni Láru og Bergþóri,
manninum hennar, var í ferð
upp á Höfða með foreldrum og
bróður. Liðin eru rúmlega 60 ár,
óbrúaðar ár og holóttir vegir.
Þverána þurfti að fara á vaði, en
bíllinn stóð fastur í miðri á. Það
stóð ekki á Bergþóri og bræðr-
um hans á Högnastöðum, þeim
Ásmundi fjallkóngi og Daníel, að
koma bílnum á land og á Höfða
tók Lára okkur fagnandi. Þar
þótti sjálfsagt að skyldfólk gisti
og man ég eftir að vakna í drif-
hvítri sæng, með sólina skínandi
inn um gluggann og notalegar
húsflugur og önnur dýrahljóð
fyrir utan hús. Ferðirnar hafa
verið margar upp á Höfða og
stendur ein þeirra upp úr, þ.e.
ferðin með Betu afasystur. Í
minningunni var það ævintýra-
ferð. Gott var að vera hjá þeim
hjónum, gaman var að kynnast
leikjum frændsystkina, búleikn-
um, vaða í læknum, reka kýrnar,
gefa hænsnum o.fl. og ekkert
jafnaðist á við lambasteikina og
sósuna hennar Láru.
Lára var gædd góðum gáfum
og mörgum góðum kostum, hlúði
hún vel að sínu, látlaus í fram-
komu, dugnaðarforkur, gestris-
in, vandvirk og listfeng með af-
brigðum, sem sjá má af
handavinnu hennar. Hún átti
ekki langt að sækja þá kunnáttu.
Móðir hennar, Þórunn Bogadótt-
ir frá Hringsdal, hafði lært þjóð-
búningasaum og karlmannafata-
saum af föðursystur sinni
Ragnhildi Gísladóttur einnig frá
Hringsdal í Arnarfirði, en hún
styrkti hana til náms í Kvenna-
skólanum. Ragnhildur hafði það
að atvinnu að sauma skautbún-
inga og karlmannaföt í Reykja-
vík og fyrir vestan. Þessa iðn
lærði Lára af móður sinni. Tveir
af afabræðrum Láru voru lærðir
gullsmiðir, Jón Steinhólm Gísla-
son og Einar Gíslason bóndi í
Hringsdal.
Lára hafði ákveðnar og sterk-
ar skoðanir á mönnum og mál-
efnum, orðvör var hún og trúuð.
Hún stóð fyrir sínu fram á síð-
asta dag, var frekar gefandi en
þiggjandi. Fimm mannvænlegir
afkomendur Láru og Bergþórs
lifa foreldra sína og endurspegla
þau réttsýni og dugnað þeirra.
Þeim Sigurði, Dagbjarti, Ey-
steini, Þórunni og Ingibjörgu
votta ég samúð mína. Blessuð sé
minning frænku minnar Láru
Dagbjartsdóttur.
Jóhanna Sigríður
Pétursdóttir.
Lára
Dagbjartsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Minningargreinar