Morgunblaðið - 22.03.2013, Síða 39

Morgunblaðið - 22.03.2013, Síða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013 ✝ Sigrún Bjarna-dóttir fæddist á Skeiðflöt, Sand- gerði, 20. júní 1924. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Sel- fossi, 9. mars 2013. Foreldrar voru Bjarni Jónsson, f. 24.12. 1886, d. 3.10. 1963, og Jón- ína Guðmunds- dóttir, f. 20.2. 1886, d. 18.2. 1959, þau bjuggu á Skeiðflöt í Sandgerði. Systkini Sigrúnar: Þóra Sigríður, f. 17.1. 1921, Guðlaug Guðmunda, f. 3.2. 1922, d. 15.9. 1976, Helga Guð- ríður, f. 21.4. 1927, d. 9.8. 1991, Guðný Ingibjörg, f. 21.4. 1927, d. 17.3. 2008, og Sigursveinn Guðmann, f. 21.10. 1928, d. 22.7. 2010. Systir sammæðra var Þórunn Benediktsdóttir, f. 24.6. 1912 d. 28.5. 1964. Sigrún giftist 6.10. 1951 Sveini Tómassyni, f. 8.10. 1913 í Bolafæti, Hrunamannahreppi, d. 4.9. 2011. Börn Sigrúnar og Sveins eru: 1) Bjarni, f. 9.4. 1952. Börn hans a) Helgi Örn, f. 22.7. 1971, maki Ingunn Mar- grét Hallgrímsdóttir, f. 3.4. 1973. Börn þeirra Jökull Þorri, f. 4.11. 1999, Urður Birta, f. 18.9. 2003, og Breki Hrafn, f. Sigrún ólst upp hjá for- eldrum sínum á Skeiðflöt og stundaði nám við Barnaskólann í Sandgerði og Kvennaskólann á Blönduósi. Sem ung stúlka vann hún á veturna við fisk- vinnslu í Sandgerði og önnur störf á sumrin, m.a. sem barnapía í Keflavík og kaupa- kona í sveitum á Suðurlandi, í efnalauginni Lindinni í Reyka- vík og síðar á Prjónastofu Sel- foss. Það átti mjög vel við hana að starfa við hefðbundin sveita- störf. Á Grafarbakka í Hruna- mannahreppi kynntist hún Sveini manni sínum en þar var hún kaupakona hjá foreldrum hans. Þau byggðu lítið hús á Laxárbakka í Hrunamanna- hreppi og bjuggu þar í tvö ár. Þá byggðu þau íbúðarhúsið á Víðivöllum 5 Selfossi 1954-55. Heimilið var ávallt fallegt sem og garðurinn. Þau ferðuðust mikið um landið sitt ásamt börnunum og skyldfólki. 1992- 95 byggðu þau hjónin lítið sum- arhús í nálægð heimahaga Sveins í Hrunamannahreppi og dvöldu þar oft á sumrin við gróðursetningu trjáa, enda sameiginlegt áhugamál. Þar er nú myndarlegasti skógur sem afkomendur njóta. Eftir að þau fluttu á Selfoss starfaði hún ut- an heimilis, m.a. á Saumastofu Selfoss í nokkur ár og við sauma og frágang á þvotti á Sjúkrahúsi Selfoss. Hún lét af störfum sjötug að aldri. Útför Sigrúnar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 22. mars 2013, kl. 13.30. 21.8. 2007. b) Sig- rún, f. 29.10. 1988, unnusti Andri Har- aldsson, f. 8.3. 1986. c) Andri Már, f. 9.8. 1996. 2) Júl- íus Þór, f. 28.1. 1954, maki Elín Gísladóttir, f. 6.6. 1956. Börn þeirra a) Sveinn Rúnar, 31.5. 1979, sam- býliskona Guðlaug Jóna Sigurjónsdóttir, f. 15.3. 1982. Börn þeirra Elísabet El- ín, f. 17.12. 2005, og Eyvör Daníela, f. 16.6. 2011. Fyrir á Guðlaug Elvu Rós Hann- esdóttur, f. 7.3. 2002. b) Val- gerður, f. 24.9. 1980, maki Jón Örvar Bjarnason, f. 16.1. 1973. Börn þeirra Júlía Birna, f. 12.4. 2004, Viktor Kári, f. 29.3. 2010, d. 13.7. 2010, og óskírð, f. 13.1. 2013. 3) Elsa Jóna, f. 15.5. 1958, maki Guðmundur K. Krist- insson, f. 11.11. 1960. Börn þeirra: a) Anna Kristín, f. 16.11. 1991, og b) Hrafnhildur, f. 6.11. 1996. Fyrir á Elsa c) Sigrúnu Bergsdóttur Sandholt, f. 5.1. 1982, maki Sigurður Sig- urðarson, f. 25.7. 1970. Börn þeirra Sara Líf, f. 14.10. 2007, og Sindri Lúðvík, f. 28.11. 2008. Fyrir á Sigrún Skúla Möller, f. 4.3. 2001. Elskuleg móðir mín er fallin frá. Ég var alltaf mikil mömmu- stelpa, enda eina dóttirin og hún ákaflega hlý og góð mamma. Hún og pabbi voru alltaf til staðar og það var alveg ein- staklega vel hugsað um okkur systkinin. Mamma saumaði og prjónaði nánast öll föt á okkur og matargerð og heimilishald lék í höndum hennar. Það kom sér vel námið við Kvennaskól- ann á Blönduósi. Þar lærði hún fatasaum, matreiðslu, vefnað o.fl. Ég var mjög ung þegar hún kenndi mér að prjóna og sauma, enda var hún snillingur í hönd- unum. Þegar ég var flutt til Reykja- víkur var hún alltaf boðin og bú- in að hjálpa mér að sauma hvað sem mér datt í hug. Aldrei kvartað, enda var hún frá blautu barnsbeini vön vinnu, þannig var það hjá mörgum af hennar kynslóð. Mikill gestagangur var á Víðivöllum 5, frændfólk frá Grafarbakka, Hverabakka og Reykjabakka kom iðulega. Þá Þóra systir hennar og Hörður frá Reykjadal og systkini og makar frá Sandgerði; Imba, Ási, Helga, Doddi, Sveini, Bergþóra og börn. Stundum fórum við í heimsóknir til þeirra í sveitina eða Sandgerði. Guðlaug systir mömmu bjó í Reykjavík, hún var einnig í góðu sambandi við okkur. Í þá daga gisti fólk gjarnan enda um langan veg að fara. Heimilishaldið var í föstum skorðum, eldað tvisvar á dag og bakað minnst vikulega. Við systkinin áttum vini í götunni og lékum mikið úti jafnt sumar sem vetur. Þetta voru skemmtilegir tímar sem koma því miður ekki aftur. Foreldrar mínir voru alltaf boðnir og búnir að passa dætur mínar. Gættu Sigrúnar einu sinni í mánuði og var Anna Kristín stundum vikulangt hjá þeim. Hrafnhildur, sú yngsta, kynntist þeim líka vel, enda ein- staklega dugleg að koma með í bústaðinn síðustu árin með við- komu hjá ömmu og afa á Sel- fossi í báðum leiðum. Barna- börnin mín þrjú, Skúli, Sara Líf og Sindri Lúðvík, ásamt Sif og Kristni Kára, börnum tengda- sonar míns, kynntust einnig langömmu og langafa. Þegar ég missti heilsuna fyrir mörgum árum, aðallega af völd- um snyrtivöruofnæmis, gat ég alltaf vænst stuðnings frá mömmu, hún vissi vel að ég var ekki að gera mér þetta upp, enda þekkti hún manna best hvaða persónu ég hef að geyma. Því miður var það oft á þann veg að fáfróðar eða illa innrætt- ar manneskjur létu í það skína að maður væri bara að gera sér þetta upp til að fá athygli. Svona geta sumir verið ósann- gjarnir, það situr alltaf í mér. Eftir að faðir minn lést í sept- ember 2011 var söknuðurinn mikill hjá mömmu og okkur hin- um, en hún bar sig samt alltaf vel og var sjálfbjarga með alla hluti, þrátt fyrir að þurfa að fara ferða sinna fótgangandi eða með leigubíl. Hún hafði gaman af lestri bóka, sérstaklega eftir að hún hætti að geta prjónað. Í haust fór heilsu hennar hrak- andi og svo fór að nú í byrjun janúar var hún lögð inn á sjúkrahús. Í febrúar greindist hún með krabbamein, sem fór alveg með heilsuna og líkamlegt þrek, það var sorglegt. Andlegu þreki hélt hún að mestu til hinstu stundar. Ég sakna þín sárt, elsku mamma mín, og vona að nú líði þér vel hjá pabba og öllum hinum ástvinunum þínum. Hvíl í friði. Þín dóttir, Elsa Jóna. Nú kveð ég tengdamóður og vin í hinsta sinn. Það verður undarlegt að keyra austur án þess að koma við hjá þér því það var orðinn svo fastur og reglu- legur viðkomustaður, fyrst á Víðivellina og síðan í Græn- umörkina, á leið til og frá sum- arbústað sem þið Sveinn byggð- uð upp og ræktuðuð landið í kring, sem nú er vaxið miklum trjágróðri. Okkur var alltaf tekið fagn- andi, mikið spjallað og mikið gaman. Þá eru samverustund- irnar upp í bústað ógleyman- legar. Fyrstu kynni fyrir rúmum tveimur áratugum voru óviðjafn- anleg og mér tekið eins og ein- um í fjölskyldunni alveg frá byrjun. Þeim var ekki í kot vís- að sem til þín komu enda kynnt- ist ég mörgum samferðamönn- um ykkar Sveins á Víðivöllunum og allir báru það með sér að una vel við ykkar kynni. Barnabörn- unum reyndistu frábærlega vel og marga göngutúrana fórstu með dæturnar okkar Elsu út að andapolli og þær tala um það ennþá hvað það var mikið gam- an. Þið mæðgurnar voruð mjög samrýmdar og áttuð iðulega löng dagleg samtöl í síma á milli heimsókna þar sem þið rædduð allt á milli himins og jarðar. Þú varst vinnusöm með eindæmum og handlagin og prjónaðir heil ósköp af peysum, sokkum og vettlingum sem ylja ættingjum og öðrum um langan aldur. Þú varst stoð og stytta Sveins og leiddir hann allt til enda með miklum sóma. Þú hafðir gaman af því að segja frá því sem gerð- ist á þínum yngri árum. Fisk- vinnslunni í Sandgerði, ferðum með systrum þínum í kaupstað með köldum kassabílum sem þræddu strandirnar og bæina á Reykjanesinu og að stundum styttuð þið ykkur leið og tíma með því að ganga yfir Miðnes- heiðina því bílferðin var ekki þægileg. Þú varst með staðhætti á svo mörgum stöðum á Íslandi á hreinu fram á það síðasta, enda ferðuðust þið Sveinn mikið um landið með börnin ykkar. Síðustu mánuði áttum við svo með þér ljúfsárar stundir, allt fram í þitt síðasta augnablik. Þín verður sárt saknað en góðar minningar munu auðvelda okkur leið um tómarúm og sorgarferl- ið. Ég vil þakka þér, Sigrún mín, kærlega fyrir samfylgdina og trúi því að þið Sveinn séuð núna saman í sumarlandinu þar sem allt er fallegt og gott. Þinn tengdasonur, Guðmundur. Elsku besta amma mín, nú ertu farin frá okkur og til afa. Mikið á ég eftir að sakna þín mikið, finnst svo sorglegt að þið afi séuð farin en núna fáið þið að vera saman aftur. Ég á svo mik- ið af minningum sem ég geymi í hjarta mínu og hugsa til í hvert skipti sem ég sakna ykkar. Allar góðu stundirnar með ykkur á Víðivöllunum, þú og afi tókuð alltaf svo vel á móti manni. Man þegar ég var lítil og var með þér í garðinum að hjálpa til, þú hugsaðir alltaf svo vel um garðinn þar sem þú varst með fallegu blómin, gulræturnar og allt hitt grænmetið. Þú bakaðir alltaf pönnukökur og það voru sko bestu pönnukökurnar, eng- inn sem toppar þær. Þú varst líka besta prjónakonan, svo dug- leg að prjóna alltaf og ef mig vantaði aðstoð með eitthvað þá varstu svo þolinmóð og sýndir mér hvernig átti að fara að. Það var eins og að koma í ævintýri að koma til ykkar, maður gat allt og það var hægt að gera allt. Brosi þú færðir í marga Hlýju í hjarta allra. Góðhjarta við allt og alla. Nú á góðan stað þú fórst og alltaf á báðum fótum stóðst. Minning þín mun alltaf verða í mínu hjarta, elsku amma, góða ferð til þíns heima, guð og englar munu þig geyma. (Davíð.) Hvíldu í friði, elsku amma mín. Sigrún Bergsdóttir Sandholt Elsku amma okkar. Minningarnar sem við eigum með þér eru yndislegar. Þegar við vorum litlar og fórum með þér að gefa öndunum brauð og þegar við hjálpuðum þér að vökva öll blómin í fallega garð- inum þínum. Þegar við urðum eldri og sátum með þér að spjalla um daginn og veginn. Þú hafðir skemmtilega sýn á lífið og varst einstaklega fyndin, með smitandi hlátur. Gleði, um- hyggja og góðmennska ein- kenndu þig. Við munum alltaf finna fyrir hlýju þegar við hugsum um þig. Þú varst sterk kona og fyrir- mynd okkar í lífinu. Megir þú hvíla í friði sameinuð með afa á ný. Þínar, Anna Kristín og Hrafnhildur. Gengin er á vit feðra sinna og eiginmanns Sigrún Bjarnadóttir fædd 20. júní 1924 móðursystir mín og fóstra, til langs tíma, það var aðeins tæpt eitt og hálft ár á milli dánardaga þeirra hjóna enda var sambúð þeirra alla tíð góð. Það er óhætt að segja að hún var mikil kona allt það hvað atorku, stjórnsemi og hjarta- hlýju varðaði. Mér er sérlega minnisstætt þegar við kærustuparið og nú- verandi hjón lágum í mislingum á hennar heimili, með óráð af hitasótt, mjög veik og hún hjúkraði okkur eins og um eigin börn væri að ræða en þau voru fárveik líka. Þau áttu heima á Víðivöllum 5, húsi sem þau byggðu næstum með berum höndunum. Þess fengum við öll að njóta, ættmenn og fleiri, alltaf góðvild og gæska. Annar yngri bræðra minna er fæddur í stofunni á Víðivöllum 5, væntanlega var það gert til að vera nær læknisþjónustu og einnig hjá móður minni að vera nærri systur sinni sem hún treysti vel enda hafði hún fætt Elsu Jónu tveimur mánuðum fyrr. Vert er að geta þess að ýmsir hreppamenn áttu fastan sama- stað á Víðivöllum 5 þegar þeir áttu ferð á Selfoss og var þeim alltaf tekið eins og um heima- menn væri að ræða, að vísu hafði frænka mín tilfinningu fyr- ir því að von væri á gestum og setti þá meira í pottinn, ótrú- legt! Við hjónin fórum margar eft- irminnilegar fjallaferðir með þeim Sigrúnu og Svenna ásamt börnum þeirra, oft m.a. Sprengi- sand og Kjöl því þau áttu alltaf góða bíla til þannig ferða, Svenni sá um það, á þeim tíma var farið yfir Tungnaá á kláfi, náttað í tjöldum og vaknað við gaggið í tófunni. Kæra frænka, takk fyrir allar stundirnar sem þú gafst okkur, skarðið sem kemur í fjölskyld- una við fráhvarf þitt hefur þú fyllt með góðum minningum sem tengjast þér. Ég held að þú getir kvatt sátt, nú veit ég líka að þú ert komin til Svenna þar sem þú vilt vera. Eftir lifir minningin um gott fólk sem lifði hér á jörðu. Bjarni, Júlíus Þór, Elsa Jóna og fjölskyldur, innilegar samúð- arkveðjur. Úlfar Harðarson. Sigrún Bjarnadóttir var traust, kraftmikil og gegnheil sómakona. Hún fæddist og ólst upp í Sandgerði. Eftir að hafa stundað fjölbreytt störf frá ung- lingsaldri og nám í kvennaskól- anum á Blönduósi réðst hún til starfa sem kaupakona hjá afa mínum og ömmu á Grafarbakka í Hrunamannahreppi. Þar var henni tekið opnum örmum. Ekki leið á löngu þar til hún ruglaði saman reytum við Svein Tóm- asson, elsta soninn á bænum, og hófu þau búskap á Laxárbakka árið 1951. Þar eignuðust þau synina Bjarna 1952 og Júlíus Þór árið 1954 en fluttu síðan á Selfoss þar sem þau byggðu sér hús á Víðivöllum 5 nánast hjálp- arlaust. Sigrún tjáði mér núna í febrúar að hún hefði ekki viljað flytja úr Hreppunum; það hefði verið Svenni sem vildi flytja á Selfoss til að vinna sem bílstjóri. Á Selfossi fæddist þeim dóttirin Elsa Jóna 1958. Eftir að börnin voru komin á skólaaldur hóf Sigrún störf hjá þvottahúsi sjúkrahússins á Selfossi auk þess sem hún annaðist alls kyns saumaskap fyrir sjúkrahúsið. Þau Sigrún og Sveinn áttu bæði stóran frændgarð í Hreppunum og heimili þeirra á Selfossi, ört stækkandi þjónustumiðstöð fyrir sunnlesku sveitirnar, gegndi lykihlutverki fyrir okkur sveita- fólkið. Víðivellir 5 voru allt í senn áningarstaður í kaupstað- arferðum, þar sem veittur var dýrindis matur á öllum tímum sólarhrings, félagsmiðstöð með líflegum samræðum um stjórn- mál, sæluhús í vondum veðrum, heimavist fyrir skólakrakka úr sveitinni og síðast en ekki síst fæðingarheimili því bæði Þóra í Reykjadal, systir Sigrúnar, og Sigrún, systir Sveins, dvöldu hjá Sigrúnu þegar leið að fæðingu, fæddu börn sín í stofunni hjá Sigrúnu með dyggri aðstoð hennar og ljósmóður og lágu þar á sæng. Sigrún lét jafnan líta svo út að öll þessi þjónusta væri sjálfsögð og eðlileg en hún var það að sjálfsögðu ekki. Þótt það kunni að hljóma klisjukennt að hrósa konum af hennar kynslóð fyrir snyrti- mennsku verður ekki hjá því komist að minnast á þann eig- inleika Sigrúnar. Þótt Sigrún ynni fulla vinnu utan heimilis fór aldrei neitt úr skorðum á Víði- völlunum, innan dyra jafnt sem utan. Fallegi garðurinn á Víði- völlum 5 var sérstakt stolt henn- ar sem hún nostraði við frá því snemma vors. Þar ræktaði hún bæði tré og matjurtir og ól upp öll sumarblómin sjálf, mest- megnis af fræjum eða smá- plöntum frá haustinu áður. Sumarleyfin nýttu þau Sveinn vel til ferðalaga innanlands ein eða með fleirum svo sem Ás- mundi og Ingibjörgu systur hennar. Eftir að þau Sveinn komust á eftirlaun girtu þau af spildu í Grafarbakkalandi í vesturhlíðum Galtafells og hófu þar skógrækt. Öll trén sem þar fóru í jörð hafði Sigrún alið upp frá fræjum eða græðlingum. Skógurinn dafnaði vel og kringum 1990 byggðu þau sér sumarbústað á þessum sælureit og undu hag sínum þar vel á sumrin með börnum og barnabörnum. Sig- rún var alla tíð hreinskiptin og þoldi ekki sýndarmennsku og snobb. Hún ræktaði alla tíð sambandið við frændgarðinn í Hreppunum og í Sandgerði og fylgdist vel með öllu sínu fólki til síðasta dags. Blessuð sé minning hennar. Sigurður Tómas Magnússon. Það er með söknuði sem ég kveð móðursystur mína Sigrúnu Bjarnadóttur. Sigrún fór ung að heiman að vinna. Ekki hafa vinnuveitend- urnir verið sviknir af hennar störfum. Einn vetur var hún í húsmæðraskólanum á Blöndu- ósi. Hún réð sig sem kaupakonu í Hrunamannahreppinn og kynntist þá eiginmanni sínum Sveini Tómassyni. Þau byggðu sér lítið hús í landi Grafarbakka. Húsið sitt nefndu þau Laxár- bakka. Þetta hús var sérstak- lega hlýlegt og fallegt. Mynd- arskapurinn og hagsýnin sem einkenndi þau alltaf kom strax í ljós. Allt í röð og reglu, hver hlutur á sínum stað. Þegar ég var átta ára fór ég í sveit til þeirra. Það má segja að ferðalagið í sveitina hafi verið nokkuð sögulegt. Sigrún hafði verið í erindagjörðum fyrir sunnan, og var ákveðið að ég yrði henni samferða í sveitina. Þegar við vorum kominn lang- leiðina fór að finnast brunalykt í rútunni, farþegarnir urðu að fara út og á svipstundu varð rútan alelda. Þarna brann allur okkar farangur. En það var tregablandið að yfirgefa sveitina að hausti, þótt tilhlökkunin væri mikil að koma heim í Sandgerði. Dvölin í sveit- inni skapaði mér minningar sem ljúft er að rifja upp. Þau hjónin sýndu mér það traust að gæta barnanna sinna á meðan Sigrún vann við garðyrkjuna. Ég var líka stolt yfir að fá það starf að sækja kýrnar eða Bleik gamla austur í Krók. Ég man að það runnu tár nið- ur vangann þegar ég beið við brúsapallinn eftir rútunni suður. Þau hjónin fluttu á Selfoss 1955 þar sem þau höfðu byggt sér reisulegt hús á Víðivöllum 5. Þau voru höfðingjar heim að sækja og mjög gestkvæmt var á þeirra heimili. Bæði þessi hús þeirra voru hallir í mínum augum. Það var virðulegur stíll yfir heimilinu. Innbúið var valið af smekkvísi. Það var ekki verið að skipta út að óþörfu og kaupa nýtt. Eld- húsborðið vandaða, sem Svenni smíðaði á fyrstu búskaparárun- um þeirra, notuðu þau alla sína búskapartíð. Þau ferðuðust mikið um Ís- land, voru víðlesin og fróð um landið. Náin tengsl voru milli þeirra og systkina Sigrúnar, sem fóru oft samferða þeim í þessi ferðalög. Sigrún og Svenni voru trygg- ir vinir sem gott var að eiga að. Heimsóknir þeirra voru alltaf tilhlökkunarefni. Þau sýndu bú- skapnum hér ávallt mikinn áhuga og fylgdust með úr fjar- lægð. Stundum sendi Svenni okkur blaðaúrklippur ef honum þótti eitthvað sérlega eftirtekt- arvert í „málgagninu“ eins og t.d. þegar fjallað var um vænt- anlega vegalagningu yfir Öxar- fjarðarheiði. Okkur þótti alltaf jafnvænt um að fá þessar póst- sendingar og finna áhuga þeirra fyrir okkar aðstæðum. Sigrún var mikil hannyrða- og saumakona, einstaklega vandvirk. Þegar ég var átta ára saumaði hún á mig íslenska þjóðbúninginn. Við heimsóttum Sigrúnu fyrir rúmum mánuði á sjúkrahúsið, þá rifjuðum við upp gamla daga. Sagði hún mér þá að tildrög þess að hún saumaði á mig þjóðbúninginn hefðu verið að hún vildi bæta mér skaðann þegar farangurinn minn brann. Blessuð sé minning Sigrúnar Bjarnadóttur. Við Skúli sendum Bjarna, Júlíusi, Elsu Jónu og fjölskyld- um þeirra innilegar samúðar- kveðjur á sorgarstundu. Bjarnveig Skaftfeld. Sigrún Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.