Morgunblaðið - 25.03.2013, Page 12

Morgunblaðið - 25.03.2013, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 Heyrðu betur Alltaf - Allsstaðar Nýju Alta heyrnartækin frá Oticon eru þau fullkomnustu fram til þessa. Hljóðvinnslan í tækjunum er afar öflug og með Alta verður auðveldara fyrir þig að heyra skýrt í krefjandi aðstæðum. Alta heyrnartækin eru vatnsheld! G l æ s i b æ | Á l f h e i m um 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | www . h e y r n a r t æ k n i . i s Stundum er talað um efnahagslega flótta- menn, fólk sem flýr bágt efnahagsástand í heimalandi sínu en fellur ekki undir alþjóðlega skilgreiningu á flóttamönnum. Stundum er líka rætt um fólk sem sækir um hæli eftir hentugleika, þ.e. fara á milli margra landa og reyna fyrir sér. Bojana Bijelica, serbneskur Króati frá Vukovar-héraði, sem sótti um hæli hér ásamt Aleksic Slavoljub, unnusta sínum, í febrúar 2010, tekur það greinilega nærri sér þegar hún er spurð hvort þau gætu fallið undir þessar skilgreiningar. Hún segist ekki skilja hvernig fólk geti hugsað svona. „Árin líða, ég er þrítug, við eigum ekki börn,“ segir hún. Þau geti hvergi komið sér fyrir og stofnað fjöl- skyldu. „Ef ástandið á Íslandi væri eins og við þurfum að þola í Króatíu, myndir þú halda áfram að búa hér?“ segir hún. Í viðtali við Morgunblaðið lýsa þau marg- víslegri mismunun, fordómum, ógnunum og árás sem Aleksic varð fyrir og rekur til þess að hann er af serbneskum uppruna. Þau dvöldu í Bretlandi í um 10 ár, frá 1999-2009, og reyndu að fá hæli þar og dvöldu þar ólöglega um tíma. Þegar hælisbeiðni var hafnað fóru þau aftur til Króatíu en segja að eftir sex mánaða dvöl þar hafi þeim orðið fullljóst að þar væri þeim ekki vært. Þau hafi enga möguleika á vinnu eða fé- lagslegri aðstoð og verði fyrir aðkasti um leið og Króatar átti sig á að þau séu serbnesk að uppruna. „Ég vil ekki lifa í ótta,“ segir Bojana. Hælisumsókn þeirra hér á landi var synjað en það tók kerfið þrjú ár að kveða upp endan- legan úrskurð. Mestallan tímann hafa Aleksic og Bojana unnið fyrir sér og greitt leigu. Um fimm mánuðum eftir komuna réðu þau sig í vinnu hjá fiskvinnslufyrirtæki í Sandgerði en hafa unnið hjá Eskju í Hafnarfirði í um tvö ár. Þar hafa þau staðið sig með miklum sóma og fengið aukna ábyrgð í starfi, að því er kem- ur fram í yfirlýsingu frá yfirmanni þeirra. Hann mælir með því að þau fái dvalarleyfi enda geti nýtt starfsfólk ekki gengið inn í þeirra hlutverk strax. Nú standa þau frammi fyrir því að verða gert að yfirgefa landið fljót- leg en þegar Króatía gengur í Evrópusam- bandið 1. júlí 2013 fá þau væntanlega sömu at- vinnuréttindi hér eins og aðrir EES-borgarar. runarp@mbl.is Árin líða og ekkert öryggi í augsýn  Króatískt par sem sótti um hæli í febrúar 2010 fékk synjun innanríkisráðuneytis þrem árum síðar  Fengu fljótlega vinnu við fiskvinnslu og hafa staðið sig vel  „Ég er þrítug, við eigum ekki börn“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Synjað Serbnesku Króötunum Bojana Bijelica og Aleksic Slavoljub hefur verið synjað um hæli. FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Heldur hefur hægt á straumi hælis- leitenda sem byrjaði með krafti um áramót. Í mars hafa 13 hælisleitendur bæst við. Heildarfjöldi á þessu ári er nú 66, þar af 40 frá Króatíu en þær nýjustu voru lagðar fram í liðinni viku. Þótt króatíska frávikið sé ekki talið með eru hælisleitendur samt sem áð- ur fleiri en á sama tíma undanfarin ár. Innan stjórnsýslunnar er allt eins gert ráð fyrir að hælisleitendum haldi áfram að fjölga, m.a. í ljósi þess að flóttamönnum hefur fjölgað í Evrópu og áhrif þess mun gæta hér, í sumar eða fyrr. Þá verður í sumar aftur flog- ið beint til Kanada en flóttamenn og hælisleitendur leita mikið þangað. Millilendi þeir hér og framvísi fölsuð- um skilríkjum endar ferðalagið jafn- skjótt og oft sækja þeir um hæli hér í staðinn. Atli Viðar Thorstensen, verkefnis- stjóri hjá Rauða krossinum, segir að skýringin á fjölgun sé líklega marg- þætt. Hugsanlega hafi stefna stjórn- valda í hælismálum og ástandið í málaflokknum einhver áhrif, s.s. hversu líklegt fólki þyki að því verði veitt hæli og hversu langan tíma taki að afgreiða umsóknir. Fólk á auðveld- ara með að afla upplýsinga á netinu og svo má gera ráð fyrir því að upp- lýsingar berist á milli fólks. Það skipti þó líklega meira máli að hingað er nú flogið mun oftar, frá fleiri stöðum og flugferðir séu ódýrari en áður. Starfsemi miðlara hælisleitenda er vel þekkt. Þeir taka að sér að skipu- leggja ferðalög hælisleitenda á staði þar sem þeir segja að hægt sé að fá hæli. Miðlararnir fylgjast vel með ástandinu á markaðnum. Fái dvalarleyfi eftir 18 mánuði Langur afgreiðslutími hælisum- sókna hefur verið gagnrýndur en í frumvarpi til nýrra útlendingalaga sem liggur fyrir Alþingi, og mun lík- lega daga þar uppi, eru úrræði sem er ætlað að stytta tímann. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmað- ur innanríkisráðherra, var formaður starfshóps sem gerði tillögur um breytingarnar sem liggja til grund- vallar frumvarpinu. Hún segir að með nýju lögunum og aðgerðum sem ráð- ist væri í á grundvelli þeirra, s.s. með því að setja á fót móttökumiðstöð fyr- ir hælisleitendur og sjálfstæða úr- skurðarnefnd, væri hægt að stytta málsmeðferðartímann. Frumvarpið geri ráð fyrir að mál taki að jafnaði ekki lengri tíma en sex mánuði á báð- um stjórnsýslustigum. Tækist stjórn- völdum ekki að úrskurða endanlega í málum á 18 mánuðum hefði viðkom- andi umsækjandi möguleika á dval- arleyfi af mannúðarástæðum óháð niðurstöðu máls síns, að því gefnu að hann hefði unnið samviskusamlega með stjórnvöldum að úrlausn málsins. Þetta ákvæði væri að norskri fyrir- mynd; bæði væri í því hvati fyrir hæl- isleitandann um að vinna með stjórn- völdum og fyrir stjórnvöld að ljúka málunum á 18 mánuðum. Þetta ákvæði ætti þó ekki að taka gildi fyrr en unnið hefði verið eftir nýju útlend- ingalögunum í eitt ár. Halla segir að það hefði verið mjög æskilegt að koma málinu í gegn á þessu þingi; brýnt sé að breyta ýms- um ákvæðum laganna, ekki eingöngu þeim sem snúa að hælisleitendum. Því miður sé pólitískur áhugi á mál- efnum útlendinga takmarkaður og málaflokkurinn fái tiltölulega litla umfjöllun yfirleitt, nema þá í einstaka tilvikum þegar mál einstaklinga vek- ur athygli fjölmiðla eða stjórnmála- manna. Búist við meiri fjölgun hælisleitenda AFP Öfgar Félagar í öfgahægriflokknum NPD á útifundi í Þýskalands á laug- ardag. Á borðanum stendur m.a. heimili fyrir hælisleitendur - nei takk.  Dregið hefur úr straumi hælisleitenda, að minnsta kosti í bili  Pólitískur áhugi sagður takmarkaður nema þá helst í einstaka tilfellum þegar mál einstaklinga vekur athygli  Miðlarar fylgjast með Fleiri biðja um hæli » Í nýrri skýrslu Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóðanna kemur fram að 355.500 óskuðu hælis í Evrópu árið 2012, 8,5% fleiri en 2011. » Flestir óskuðu hælis í Þýskalandi eða 64.500 (41% aukning), 54.900 sóttu um hæli í Frakklandi (5% aukning) og 43.900 í Svíþjóð (48% aukning). Skannaðu kóðann til að lesa ítarlegri umfjöllun um parið frá Króatíu. Hælisleitendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.