Morgunblaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Einstæðri kosningabaráttu er að
ljúka. Upp úr stendur að aldrei hafa
fleiri framboð boðið fram til þings hér
á landi, 15 alls, og þar af bjóða 11
fram í öllum kjördæmum. Fjármál
heimilanna hafa
verið það kosn-
ingamál sem yfir-
skyggir nær öll
önnur mál í kosn-
ingaumræðunni.
Stóru átakamálin
sem einkenndu
liðið kjörtímabil,
deilur um aðild-
arumsóknina að
ESB, sjávarútegs-
mál, stjórnar-
skrármálið og Icesave, hafa öll fallið í
skuggann af skuldavanda heimilanna.
Fylgissveiflur hafa verið miklar
skv. könnunum. Fráfarandi stjórn-
arflokkar virðast ætla að bíða meira
fylgistap en dæmi eru um í sögu
flokkakerfisins. Mikill uppgangur
Framsóknarflokksins, að stórum
hluta á kostnað Sjálfstæðisflokks,
sker sig úr á seinustu mánuðum.
Staðan hefur breyst verulega á
skömmum tíma. Í desember mældist
Framsóknarflokkurinn með um 13% í
könnunum, sem var með því minnsta
sem Framsókn hefur mælst með á
kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn
var þá nálægt 36%.
Fylgishrun stjórnarflokkanna var
hafið löngu fyrr í könnunum en Björt
framtíð fór á mikla siglingu í upphafi
kosningabaráttunnar; virtist í könn-
unum geta sópað til sín allt að sjötta
hluta kjósenda, og sækja það einkum
til stuðningsmanna Samfylking-
arinnar. Hefur svo látið verulega
undan síga og var með 7,3% í sein-
ustu könnun Félagsvísindastofn-
unar.
„Þetta hefur verið mjög óvenjuleg
kosningabarátta. Það er einn við-
burður sem snýr henni eiginlega á
hvolf en það er Icesave-dómurinn í
lok janúar,“ segir Gunnar Helgi
Kristinsson, prófessor í stjórnmála-
fræði við Háskóla Íslands.
„Ég kann vart önnur dæmi um svo
mikil áhrif eins viðburðar í íslensk-
um stjórnmálum,“ bætir hann við. Þá
röskuðust hlutföllin á milli Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Framsókn tók afgerandi forystu
fram yfir Sjálfstæðisflokkinn. Þegar
rúmar tvær vikur voru til kjördags
virðist sjálfstæðismönnum hafa tek-
ist að stöðva minnkandi fylgi, ekki
síst í kjölfar umtalaðs viðtals við
Bjarna Benediktsson, formann
flokksins, í Ríkissjónvarpinu.
Í könnun Capacent, sem greint
var frá í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi,
hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú tekið
forystuna og mælist með 27,9% fylgi,
Framsókn 24,7%, Samfylkingin
14,6%, Vinstri græn með 10%, Björt
framtíð 6,6% og Píratar 6,1%.Önnur
framboð eru undir 5% fylgi sam-
kvæmt könnuninni.
Á vinstri kantinum hefur límið sem
hélt stjórnarflokkunum saman verið
að gefa sig, að mati Gunnars Helga.
Ástæðan sé sennilega sú að stjórnar-
flokkarnir lofuðu of miklu í upphafi
kjörtímabilsins, sem ekki hefur verið
staðið við. Margir kjósendur séu
óánægðir vegna þessa og hafa margir
þeirra snúið sér að nýju framboð-
unum, sem mælast samtals með um
fjórðung allra atkvæða.
Stórt pólitískt glappaskot
Þótt fylgi Bjartrar framtíðar hafi
dalað mikið hefur fylgi Samfylkingar
ekki aukist að sama skapi. „Ég hugsa
að Samfylkingin hafi gleymt að und-
irbúa sig fyrir kosningabaráttuna.
Hún veðjaði miklu á stjórnarskrár-
málið og lofaði í raun og veru stuðn-
ingsmönnum sínum mjög miklu í því
máli, sem hún stóð svo ekki við. Það
er eins og hún hafi verið þess fullviss
að hún þyrfti ekkert annað [mál] í
kosningum. Það held ég að hafi verið
mikil mistök. Fylgi Lýðræðisvakt-
arinnar sýnir að kjósendur eru mun
uppteknari af öðrum málum núna og
stjórnarskrármálið var alls ekki jafn-
langt komið og ýmsir af for-
ystumönnum Samfylkingarinnar
vildu vera láta,“ segir Gunnar Helgi.
Að mati hans lýsir það dómgreind-
arbresti í aðdraganda kosningabar-
áttunnar að halda að á tímum mikillar
kreppu myndu kjósendur leggja
megináherslu á stjórnarskrármálið.
„Það held ég að hafi verið eitt stærsta
glappaskot sem ég man eftir í póli-
tík,“ segir hann.
Vatnaskil við Icesave-dóminn
Kosningabaráttan hefur verið mjög óvenjuleg að mati prófessors í stjórnmálafræði
Sjálfstæðisflokkur hefur náð forystunni aftur af Framsókn í nýrri fylgiskönnun Capacent
Fylgi flokka sem mælast yfir 5% í könnunum Félagsvísindastofnunar og Þjóðarpúlsi Capacent
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Vinstri grænir Frjálslyndi flokkurinn Borgarahreyfingin Björt framtíð Píratar
29,8%
23,7%
21,7%
14,8%
19,1%
15,4% 14,6%
16,1%
12,8% 12,6% 12,2%
13,6%
14,6%
14,2%
9,1%
36,3%
15,6%
18,6%
35,5%
7,9%
2,1%2,5%
7,4%
16,2%
22,1%
29,7%
27,3%
24%
12,9%
8,6%
4,1%
2,3% 1,8%
9,9%
12%
22,4%
29,4%
28,5%
26,1%
11,4%
8%
3,3%
5,6%
10,9%
18,9%
30,9%
28,1%
24,4%
9,3%
7,4%
6,3% 6,4%
7,3%
10,8% 10%
6,6%
6,1%
24,4%
24,8% 24,7%
27,9%
40%
35%
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
13,1%
12,3%
8,8%
Desember 2012
Þjóðarpúls
Capacent
Janúar 2013
Þjóðarpúls
Capacent
Febrúar 2013
Þjóðarpúls
Capacent
Mars 2013
Þjóðarpúls
Capacent
19. feb.-4. mars
2013
Félagsv.st. HÍ
18.-26. mars
2013
Félagsv.st. HÍ
2.-8. apríl
2013
Félagsv.st. HÍ
14.-17. apríl
2013
Félagsv.st. HÍ
17.-23. apríl
2013
Félagsv.st. HÍ
26. apríl 2013
Capacent
Gallup
Alþingis-
kosningar
2009
Gunnar Helgi
Kristinsson
Stór hluti kjósenda gerir ekki upp
við sig hvaða framboðslista þeir
kjósa fyrr en komið er inn í kjör-
klefann.
Að sögn Gunnars Helga
Kristinssonar, prófessors í stjórn-
málafræði, sögðust um 29% kjós-
enda í seinustu alþingiskosningum
hafa ákveðið sig endanlega á
kjördag. Ekki sé ástæða til að
ætla annað en að þessi hópur
verði álíka stór í kosningunum í
dag.
Að mati Gunnars Helga er mjög
líklegt að seinustu fylgiskannanir
sýni í stórum dráttum hvernig
fylgið skiptist á milli flokkanna,
þótt umtalsverður hópur kjósenda
hafi ekki endanlega gert upp við
sig hvað hann kýs þegar kjör-
dagur rennur upp. Þeir skiptast
sennilega mjög líkt á milli fram-
boðanna og aðrir kjósendur, að
mati hans.
Að sögn Gunnars Helga hefur
það verið skýr regla að því nær
sem dregur kosningum, því nær
fara niðurstöður skoðanakannana
úrslitum kosninganna. „Við erum
að sjá þetta taka á sig mynd, þó
að það geti munað örfáum pró-
sentustigum á einstökum flokk-
um,“ segir hann um stöðuna.
Í gærkvöldi fóru fram seinustu
umræður forystumanna flokkanna
fyrir kosningarnar í Ríkissjón-
varpinu en óvíst er hvort leiðtoga-
kappræður á lokasprettinum
breyta stöðunni að neinu ráði.
„Þá sem eru í pólitík dreymir
um að það verði mjög afgerandi
niðurstöður í leiðtogaumræðunum
í sjónvarpi, kvöldið fyrir kjördag,
en það gerist eiginlega aldrei,“
segir Gunnar Helgi. „Ég man ekki
eftir neinum dæmum um sláandi
sigur einhvers stjórnmálaleiðtoga
í þeim umræðum.“
Morgunblaðið/Heiddi
Atkvæði greidd Kosningaþátttaka í
seinustu kosningum var 85,1%.
29% ákváðu sig end-
anlega á kjördag 2009
Á ellefta þúsund Íslendinga geta
kosið í fyrsta skipti í alþingiskosn-
ingum í dag. Á kjörskrá vegna kosn-
inganna eru 237.957 kjósendur, sem
er um 4,4% fjölgun frá þingkosning-
unum 2009 þegar 227.843 kjósendur
voru á kjörskrá. Kjósendum hefur
því fjölgað um 10.114 eða 4,4% frá
síðustu kosningum.
Valmöguleikar kjósenda hafa
aldrei verið fleiri en að þessu sinni en
alls eru fimmtán framboð á kjörseðl-
unum víðs vegar um landið, þar af
bjóða ellefu þeirra fram á landinu
öllu. Af þeim bjóða tíu fram í fyrsta
skipti í þessum kosningum. Flest
voru framboðin áður fyrir kosning-
arnar árið 1991 þegar þau voru ell-
efu.
Stærstu kjörstaðirnir verða opn-
aðir klukkan níu en samkvæmt lög-
um skal slíta kjörfundi ekki síðar en
klukkan tíu að kvöldi.
Nú þegar hafa rúmlega þrjátíu
þúsund manns neytt kosningaréttar
síns utan kjörfundar. Það eru um
13% af öllum þeim sem eru á kjör-
skrá. kjartan@mbl.is
Fjöldi nýrra kjósenda og valmöguleika
Um þrettán prósent kjósenda hafa
þegar greitt atkvæði utan kjörfundar
Morgunblaðið/Kristinn
Flokkarnir Forsvarsmenn framboðanna ellefu á landsvísu í kappræðum í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi.