Morgunblaðið - 27.04.2013, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013
Ríkisstjórnin náði miklum ár-angri í sjálfsmati sem hún
birti í gær. Stjórnin útskrifar sig af
kjörtímabilinu með ágætiseinkunn,
hefur að eigin sögn lokið 204 verk-
efnum af þeim 222 sem hún hafi
áformað í upphafi.
Þessi mikli sjálfsmatsárangur erekki síst magnaður í ljósi þess
hve illa hefur gengið hjá rík-
isstjórninni að mati þeirra sem utan
við hana standa, en þá ber þess að
geta að slíkir hafa ekki sömu inn-
sýn í störf ríkisstjórnarinnar og
ráðherrarnir sjálfir.
Þess vegna eru það vitaskuldráðherrarnir sem eiga að meta
störf ráðherranna, ella væri hætta
á að það sem ríkisstjórnin segir
„AFGREITT“ eða „AFGREITT AÐ
MESTU“ væri talið alveg óafgreitt.
Sem dæmi má telja mjög óvíst aðaðilar vinnumarkaðarins
mundu stimpla „AFGREITT“ við þá
fullyrðingu að haft hefði verið sam-
starf við þá um stöðugleikasátt-
mála, enda hafa báðir algerlega
gefist upp á samstarfi við rík-
isstjórnina vegna sviksemi. Eins er
óvíst að nokkur utan ríkisstjórn-
arflokkanna mundi segja „AF-
GREITT AÐ MESTU“ um að rík-
isstjórnin hefði stuðlað að beinum
erlendum fjárfestingum eða að hún
hefði örvað innlendar fjárfestingar
í atvinnulífinu.
En þessi dæmi, sem plássinsvegna eru aðeins 3 af um 200,
sýna glöggt hvers vegna nauðsyn-
legt var að ríkisstjórnin sæi sjálf
um einkunnagjöfina í stað þess að
fela hana þeim sem síðri skilning
hafa á afrekum hennar.
Árangursríkt
sjálfsmat
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 26.4., kl. 18.00
Reykjavík 3 skýjað
Bolungarvík 2 skýjað
Akureyri 2 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 4 skýjað
Vestmannaeyjar 3 skýjað
Nuuk -2 snjókoma
Þórshöfn 5 skýjað
Ósló 8 skýjað
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Stokkhólmur 11 heiðskírt
Helsinki 2 súld
Lúxemborg 12 skúrir
Brussel 6 skúrir
Dublin 8 skýjað
Glasgow 11 léttskýjað
London 12 léttskýjað
París 8 skýjað
Amsterdam 7 skúrir
Hamborg 7 skúrir
Berlín 23 heiðskírt
Vín 27 léttskýjað
Moskva 11 heiðskírt
Algarve 21 heiðskírt
Madríd 17 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 16 skúrir
Róm 18 súld
Aþena 26 heiðskírt
Winnipeg 7 skýjað
Montreal 7 alskýjað
New York 15 heiðskírt
Chicago 12 skýjað
Orlando 26 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
27. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:13 21:39
ÍSAFJÖRÐUR 5:03 21:58
SIGLUFJÖRÐUR 4:46 21:42
DJÚPIVOGUR 4:39 21:12
B ó k a ð u n ú n a á w w w . b a e n d a f e r d i r . i s
Sumar 11
Íslendingaslóðir íKanada
Skoðaðu ferðirnar á bændaferðir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
31. júlí - 10. ágúst
Við fetum í fótspor Íslendinga sem fluttu forðum daga
vestur til Ameríku í von um betra líf í nýjum heimi. Í ferðinni
gefast ótal tækifæri til að hitta fólk af íslenskum ættum.
Verð: 259.200 kr. á mann í tvíbýli.
Allar skoðunarferðir, flug, gisting og fararstjórn innifalið
Pantaðu núna í síma 570 2790
eða bókaðu á baendaferdir.is
Fararstjórar:
Margrét Björgvinsdóttir & Ragnheiður Kjærnested
Meðalverð á minkaskinnum á loð-
skinnauppboði danska uppboðshúss-
ins í síðustu viku reyndist vera 589
krónur á skinn. Það samsvarar um
3% lækkun frá síðasta uppboði. Það
gera 12 þúsund krónur íslenskar.
Hæst fór skinnaverðið í vetur í um
14 þúsund en verðlækkunin nú og þó
sérstaklega styrking krónunnar að
undanförnu lækkar verðið í íslensk-
um krónum um 2 þúsund krónur.
5,6 milljónir skinna seldust á upp-
boðinu hjá Kopenhagen Fur. Ís-
lenskir loðdýrabændur áttu þar af
40 til 50 þúsund skinn. Bændur eru
ekki óánægðir með skinnaverðið,
þrátt fyrir örlitla verðlækkun, en
telja að krónan sé óeðlilega há miðað
við þá dönsku.
Eftirspurn var góð enda buðu 650
viðskiptavinir í skinnin, þar af 450
frá Kína og Hong Kong. Framleiðsla
minkaskinna eykst víða. Einna
mesta aukningin um þessar mundir
er í Póllandi en búist er við fjórð-
ungs aukningu þaðan í ár.
Minna fæst fyrir skinnið
Meðalverð minkaskinna 12 þúsund kr.
Hreggviður Jónsson,
fyrrverandi alþingis-
maður, er látinn, 69 ára
að aldri. Hann lést á
sumardaginn fyrsta á
Mayo Clinic-sjúkrahús-
inu í Jacksonville í
Flórída í Bandaríkj-
unum.
Hann fæddist í
Reykjavík 26. desem-
ber 1943. Foreldrar
hans voru þau Jón Guð-
jónsson vélstjóri og
Kristín Pálsdóttir hús-
móðir.
Hreggviður lauk stúdentsprófi við
Verslunarskóla Íslands árið 1965.
Hann hóf nám í lögfræði við Háskóla
Íslands en hvarf frá því.
Frá 1965 stundaði hann ýmis störf
og var framkvæmdastjóri félaga-
samtaka. Hann vann nokkur ár hjá
Reykjavíkurborg og við skipamiðlun
og útgerð. Þá var hann fram-
kvæmdastjóri Skálatúnsheimilisins
frá 1981 til 1988.
Hreggviður var kjörinn á þing ár-
ið 1987 fyrir Borgaraflokkinn og var
alþingismaður eitt kjörtímabil, eða
til 1991. Hann gekk úr flokknum ár-
ið 1989 og myndaði Frjálslynda
hægrimenn sem runnu síðan inn í
Sjálfstæðisflokkinn árið 1990.
Eftir þingsetuna
starfaði Hreggviður
hjá heildsölunni Sat-
úrnus sem hann síðar
eignaðist hlut í og rak
til ársins 2008.
Hreggviður átti sæti
í stjórnum ýmissa
íþróttafélaga og fé-
lagasamtaka. Hann sat
í stjórn Körfuknatt-
leikssambands Íslands
árin 1970-72, Íþrótta-
dómstól ÍSÍ 1971-95, í
stjórn Skíðasambands
Íslands 1977-88 og var formaður
þess frá 1980 og var í fram-
kvæmdastjórn ólympíunefndar Ís-
lands 1981-93.
Hreggviður varð þekktur sem
framkvæmdastjóri undirskriftasöfn-
unarinnar Varins lands árið 1974 til
að sýna stuðning við veru herliðs
Bandaríkjamanna hér á landi.
Þá sat hann í áfengisvarnarnefnd
Reykjavíkur 1970-86, í heilbrigð-
isráði Reykjaneshéraðs 1981-87 og
sat þing Evrópuráðsins sem vara-
fulltrúi 1987-90 og í Norðurlanda-
ráði 1989-91. Einnig sat hann sem
varafulltrúi þing vestnorræna þing-
mannaráðsins í Færeyjum árið 1990.
Hreggviður var ógiftur og barn-
laus.
Andlát
Hreggviður Jónsson
Landhelgisgæslan hefur aðeins
yfir einni björgunarþyrlu að ráða
eftir að TF-GNA bilaði í útkalli á
fimmtudag. Skipstjóri danska
herskipsins Tritons sem liggur í
höfn í Reykjavík hefur fallist á að
hafa björgunarþyrlu skipsins í
viðbragðsstöðu þar til á morgun
þegar það lætur úr höfn en þá
verður þyrla annars dansks her-
skips, sem verður þá komið hing-
að, til taks.
TF-LIF er í reglubundinni
skoðun og er stefnt á að hún
komi til baka eftir viku en upp-
haflega stóð til að hún kæmi ekki
fyrr en eftir hálfan mánuð.
Með bíl til Reykjavíkur
Gæslan hefur tekið ákvörðun
um að Gná verði á Kvískerjum,
þar sem hún þurfti að lenda á
fimmtudag, fram yfir helgi.
Flytja þarf þyrluna með bíl til
Reykjavíkur en ekki er hægt að
gera við hana þar á staðnum.
Samkvæmt tilkynningu frá Land-
helgisgæslunni voru blöð þyrl-
unnar tekin í gær og flutt til
borgarinnar.
Þyrlan ekki sótt fyrr
en eftir helgina