Morgunblaðið - 27.04.2013, Síða 12

Morgunblaðið - 27.04.2013, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013 við elskum skó VELKOMINN Í BATA SMÁRALIND Skoðið úrvalið á bata.is Vertu vinur á Skór 21.490,- þrír litir Skór 13.490,- þrír litir Töskur 7.990,- stk. Skór 7.990,- þrír litir Skór 15.990,- tveir litir Skór 10.990,- Um tugur íslenskra skipa var í gær að kolmunnaveiðum suður af Fær- eyjum, ásamt færeyskum og rúss- neskum skipum. Ágætur afli hefur fengist eftir bræluna sem gerði á miðunum fyrr í vikunni, gjarnan 200 og upp í 500 tonn í hali. Íslensku skipin mega alls veiða rúmlega 100 þúsund tonn af kol- munna í ár og er það veruleg aukn- ing frá síðasta ári. aij@mbl.is Ágætur kolmunna- afli við Færeyjar Kolmunni Beitir var meðal skipa á mið- unum suður af Færeyjum í gær. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Humarvertíðin hefur farið ágæt- lega af stað, en veiðar máttu byrja 15. mars. Verð fyrir heilan humar hefur hins vegar lækkað talsvert frá því í fyrra eða um 15-20%, að sögn Jóns Páls Kristóferssonar, rekstrarstjóra Ramma í Þorláks- höfn. „Vonandi er þetta einhver botn, sem okkur tekst að byggja ofan á þegar líður á sumarið,“ segir Jón Páll. Rammi er með Jón á Hofi ÁR og Fróða ÁR á humarveiðum og hefur afli verið ágætur í aprílmán- uði, en skipin byrjuðu eftir páska. Jón Páll segir að til þessa hafi vertíðin verið í ágætu meðallagi og oft fáist góður afli fyrstu vik- urnar, en veður hafi þó aðeins sett strik í reikninginn. Fólki fjölgað á humarvertíð Fastur kjarni í fiskvinnslunni hjá Ramma í Þorlákshöfn er um 35 manns, en með humarvertíð- inni fór fjöldinn yfir 40. Enn verð- ur fjölgað í sumar um rúmlega tíu manns þegar framhaldsskólunum lýkur. „Áherslan í vinnslunni er á heila humarinn og hann hefur mest verið fluttur til Spánar,“ segir Jón Páll. „Efnhagasástandið þar hefur ekki komið mikið við okkur þar til nú í ár að verðið hef- ur farið talsvert niður. Það er reyndar oft þannig í upphafi ver- tíðar að það tekur tíma að finna rétta verðið og vonandi á það eftir að hækka. Það flækir líka stöðuna að stóri humarinn er mest seldur fyrir jólin og erlendu fyrirtækin hafa ekki tök á því lengur að kaupa inn í maí og selja síðan seint á haustin.“ Rammi hefur leitað fyrir sér með sölu á heilum humri víðar og hafa þær tilraunir gengið ágæt- lega. Meðal annars hefur heill humar verið sendur ferskur með flugi til Frakklands, Hollands og Belgíu. Aukin eftirspurn eftir humarhölum Meðan heili humarinn hefur gef- ið eftir hefur eftirspurn aukist eft- ir humarhölum eða slitnum humri á öllum mörkuðum og segist Jón Páll gera sér vonir um verðhækk- anir. Rammi selur humarhala einkum til Kanada og á heima- markað, en einnig í nokkrum mæli inn á Evrópumarkað. Góð byrjun á humarvertíð en 15-20% verðlækkun  Efnahagsástandið á Spáni hefur áhrif á verðið  Markaða leitað víðar Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Mörg handtök í humrinum Fólki í vinnslunni hjá Ramma í Þorlákshöfn er fjölgað þegar humarvertíðin hefst og verða yfir 50 manns þar í vinnu í sumar við vinnslu á bolfiski, humri og makríl. Veturinn er orðinn langur að mati margra og miðað við veðurspár virðist ekkert lát á þó komið sé sumar á almanakinu. Sigurður Guðjónsson veðursagnfræðingur benti þó á í bloggi sínu á þriðjudag að aprílhitinn í Reykjavík væri að- eins 0,5 stig undir meðallagi og frá 1949 hafi tuttugu sinnum verið kaldara í apríl í Reykjavík fyrstu 23 dagana, síðast árið 2006. Á Akureyri er meðalahitinn nú -0,2 stig eða 1,3 stig undir með- allagi. „Það er samt ekkert óskap- legt miðað við það sem alloft ger- ist,“ skrifar Sigurður. Og ennfremur: „Eins og menn ættu að vita var veturinn af- skaplega mildur, einkum þó sunn- anlands en hann var líka mildur annars staðar. Líka fyrir norðan. Hins vegar hefur sú öfugþróun orð- ið að kaldara hefur verið í mars og það sem af er apríl en í janúar og febrúar en þeir mánuðir voru sjald- gæflega hlýir.“ Sigurður bendir á að sums staðar fyrir norðan hafi snjór komið snemma og hafi ekki náð að leysa, en bætt hafi í hann. „Ekki geri ég lítið úr erfiðleikum bænda á þeim svæðum þar sem snjóþyngsli eru mest. En það er varla hægt að segja almennt að harðindi ríki eða hafi ríkt á landinu eða að vorið sé eitt- hvað verulega afbrigðilega á eftir tímanum,“ skrifar Sigurður. aij@mbl.is Morgunblaðið/Rósa Braga Snjór Aðeins tveir dagar í apríl hafa verið alhvítir í Reykjavík. Vorið ekki afbrigði- lega á eftir tímanum Eftirlitsmenn Fiskistofu hafa fylgst með grásleppuveiðum frá því vertíðin hófst og róið með bát- um víðsvegar á landinu. Nokkuð var um að hlutfall meðafla væri hærra í þeim veiðiferðum þar sem eftirlitsmaður var með í för en í veiðiferðum án eftirlitsmanns, segir á vef Fiskistofu. Hjá nokkrum bátum gætti mik- ils misræmis þar sem óverulegum eða jafnvel engum meðafla var landað úr fjölda veiðiferða áður en eftirlitsmaður fór með í róður. Meðafli reyndist nema hundr- uðum kílóa þegar eftirlitsmaður var um borð. Einkum munaði þar miklu um þorsk. Hjá einum bát var engum meðafla landað í alls fjórtán veiðiferðum sem farnar voru án eftirlitsmanns en tæpu einu og hálfu tonni af meðafla landað, mest þorski, úr þremur veiðiferðum þar sem eftirlits- maður var með í för. Fiskistofa minnir skipstjóra á að koma með allan afla að landi og ítrekar að alvarleg viðurlög og refsingar eru við brottkasti. aij@mbl.is Meiri meðafli á grá- sleppu þegar eftir- litsmaður var með Þrjú fyrirtæki eru með mestan kvóta í humrinum; Skinney- Þinganes á Hornafirði, Rammi og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. Veiðitímabilið hefur lengst á síð- ustu árum og í stað þess að veiða humar aðeins yfir hásumarið, eða frá 15. maí til ágústloka, má nú veiða humar frá miðjum marz og út nóvember. Lónsdýpi er austasta veiðisvæðið og Jökuldýpi það vest- asta, en nefna má að síðustu ár hefur frést af stöku humri í Ísa- fjarðardjúpi. Þrjú fyrirtæki stærst VEIÐITÍMABILIÐ HEFUR LENGST Á SÍÐUSTU ÁRUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.