Morgunblaðið - 27.04.2013, Síða 24

Morgunblaðið - 27.04.2013, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013 LAGERSALA 40-80% afsláttur Laugardag & sunnudag Opið 11-16 Aðeins þessa 2 daga Laugavegi 178 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Ég er mjög svartsýnn, mér skilst að veðrið skelli á um miðnætti. Ég hef verið í sambandi við Vegagerð- ina, sem reiknar ekki með að geta haldið fjallvegum færum ef spáin gengur eftir,“ segir Ríkharður Másson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Í gær var unnið að því að skipa umdæmiskjörstjórn sem yrði falið að telja atkvæðin, ef ófært yrði á Vestfjörðum. Fyrstu tölur koma um ellefuleyt- ið, síðustu tölur um fimm ef það verður fært til Vestfjarða, að sögn Ríkharðs. Hins vegar benti hann á að ef ófært yrði gætu tölur frá Vestfjörðum komið fyrir fimm. Talið verður fyrir Norðvestur- kjördæmi á Hótel Borgarnesi. Ólíklegt að Herjólfur sigli „Veðrið gæti sett strik í reikn- inginn, þetta er spurning um sjó- lag. Spáð er mikilli ölduhæð við suðurströndina. Við erum að kanna hvernig við förum að þessu,“ segir Karl Gauti Hjaltason, formaður yf- irkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. Ekki var búið að taka ákvörðun um hvort skipuð yrði umdæmis- kjörstjórn í gær en slíkt var til skoðunar. „Herjólfur siglir líklega ekki í Landeyjahöfn. Við erum að athuga hvort við gætum fengið aðstoð frá Landhelgisgæslunni en þyrlan er biluð núna. Við erum með ýmsar leiðir sem við erum að vinna að,“ segir Karl Gauti. Hann telur að fyrstu tölur myndu í fyrsta lagi liggja fyrir um tuttugu mínútur yfir tíu. Atkvæðin fyrir Suðurkjördæmi verða talin í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel- fossi. „Við ætlum að ná þessu og reiknum ekki með því að þurfa að skipa umdæmiskjörstjórn, þrátt fyrir slæma veðurspá,“ segir Páll Hlöðvesson, formaður yfirkjör- stjórnar í Norðausturkjördæmi. Hann benti á að samkvæmt veð- urspánni væri ekki tilgreint ná- kvæmlega klukkan hvað veðrið myndi bresta á. „Við eigum eftir að finna leiðir, ef veðrið verður mjög slæmt gæti vel verið að við þyrft- um að bíða eftir atkvæðunum,“ segir Páll. Að öllu jöfnu reiknar hann með að fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um hálfellefu. Um kvöldmatarleyt- ið er byrjað að flokka atkvæðin í búnt, um tvö hundruð atkvæði saman. Formleg talning hefst klukkan tíu. Í Norðausturkjördæmi eru atkvæðin talin í Brekkuskóla á Akureyri. Öll atkvæðin, sunnan Smjörfjalla, berast með flugi frá Egilsstöðum en atkvæðin frá Vopnafirði og vestur með strönd- inni koma með bílum. „Fyrstu tölur ættu að liggja fyr- ir ekki síðar en hálfellefu en byrjað verður að flokka atkvæðin hálfsjö fyrir luktum dyrum,“ segir Jónas Þór Guðmundsson, formaður yfir- kjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi. Atkvæðin fyrir Suðversturkjör- dæmi verða talin í Kaplakrika. „Við vonumst til að tölur komi rétt fyrir ellefu eða á því bili. Það er stefnan en erfitt að segja ná- kvæmlega fyrir um tímasetn- inguna,“ segir Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. At- kvæði fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður verða talin í Hagaskóla. „Við reiknum með að ná því um ellefu, eins og hefur verið síðustu ár,“ segir Katrín Theodórsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, at- kvæðin verða talin í Ráðhúsi Reykjavíkur. ÖSE-nefnd fylgist með Þrír fulltrúar ÖSE-nefndar, Ör- yggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu, eru staddir hér á landi til að fylgjast með undirbúningi og fram- kvæmd kosninganna. „Þetta er minnsti hópur sem þeir senda til að fylgjast með. Þessir einstaklingar hafa farið víða um land og hitt m.a. formenn yfirkjörstjórna,“ segir Stefanía Traustadóttir, sérfræðing- ur hjá innanríkisráðuneytinu. Veðrið gæti sett strik í reikninginn  Búið að skipa umdæmiskjörstjórn á Vestfjörðum í NV-kjördæmi vegna slæmrar veðurspár  Skoðað hvort Landhelgisgæslan verði kölluð til aðstoðar við að koma kjörseðlum frá Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Golli Kosningar Kjörstaður undirbúinn í Hagaskóla en veðrið getur víða haft áhrif. „Ég hef verið í sambandi við Vega- gerðina, sem reiknar ekki með að geta haldið fjallvegum færum ef spáin gengur eftir,“ segir Ríkharður Másson. Talning » Reiknað er með að fyrstu tölur í Suðurkjördæmi liggi fyr- ir um tuttugu mínútur yfir tíu. » Tölur úr Suðvesturkjördæmi munu berast ekki síðar en hálf- ellefu og tölur úr Norðaustur- kjördæmi á svipuðum tíma. » Fyrstu tölur í Reykjavíkur- kjördæmunum ættu að liggja fyrir um ellefu, á sama tíma og Norðvesturkjördæmi. Kjósendur í Flóahreppi í Árnes- sýslu geta látið í ljós skoðanir sínar um framtíðarstaðsetningu leik- skólans Krakkaborgar í skoð- annakönnun, sem fram fer sam- hliða alþingiskosningum í dag. Leikskólinn er í húsnæði gamla skólahúsnæðisins á Þingborg en spurt er um vilja til að halda starf- seminni þar áfram eða færa hana í húsnæði Flóaskóla í Villingaholti. „Staðan er þannig að húsnæðið er of lítið. Við höfum haft til skoð- unar hvort við ættum að breyta nú- verandi húsnæði, með tilheyrandi kostnaði, eða flytja leikskólann í Flóaskóla. Um tíu kílómetrar eru á milli þessara tveggja staða. Þetta yrði ráðgefandi skoðanakönnun fyr- ir sveitarstjórnina,“ segir Að- alsteinn Sveinsson, oddviti Flóa- hrepps. Þetta eru einu kosningar sam- hliða alþingiskosningunum, sam- kvæmt upplýsingum frá innanrík- isráðuneytinu. Kosið um Krakkakot í Flóanum EIN KOSNING SAMHLIÐA ALÞINGISKOSNINGUM Ríkisendurskoðun hvetur stjórnvöld í nýrri skýrslu til að kanna mögu- legan ávinning þess að flytja undir sama þak nokkrar stofnanir sem þjóna fólki með skerta færni. „Nokkrar ríkisstofnanir sinna rannsóknum, greiningu og margvís- legri þjónustu við fólk sem hefur skerta færni af einhverju tagi. Meðal þeirra eru Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins, Þjónustu- og þekking- armiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra,“ segir á heimasíðu embættisins. Í skýrslunni segir að margir fatl- aðir þurfi á þjónustu fleiri en einnar þessara stofnana að halda. Með því að flytja þær allar undir sama þak megi bæta aðgengi að þjónustu þeirra og auka hagkvæmni í rekstri þeirra en þær séu nú dreifðar um höfuðborgarsvæðið, að því er kemur fram í frétt á mbl.is. Morgunblaðið/Golli Undir eitt þak Ríkisendurskoðun telur hag í að setja ýmsar stofnanir fyrir fatlaða á sama stað. Frá opnum degi Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Þjónusta fyrir fatl- aða undir sama þak  Snýst um aðgengi og hagkvæmni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.