Morgunblaðið - 27.04.2013, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013
Tilboðsvörur á frábæru verði
70%afsláttur
allt að
af völdum vörum og
sýningareintökum Borðstofustólar frá 7.900 kr Heilsukoddar 2.900 kr
Borðstofuborð frá 40.000
Höfðagaflar frá 5.000
Sjónvarpsskápar frá 25.000
Rúm 153cm frá 157.000
Speglar frá 5.000
Fjarstýringavasar frá 2.500
Hægindastólar frá 99.000
Tungusófar frá75.400
Hornsófar frá 139.900
Sófasett frá 99.900
AquaClean áklæði
kynningarafslátturAquaClean áklæði er sérstaklegaauðvelt að hreinsa
aðeins með vatni!
H Ú S G Ö G N
Hornsófar - Tungusófar - Sófasett
Sófasett - Hornsófar - Tungusófar
Tungusófar - Sófasett - Hornsófar
Tungusófar - Sófasett - Hornsófar
Verslun okkar er opin:
Virka daga kl.9-18
Laugardaga kl.11-16
Sunnudaga lokað
Patti verslun I Dugguvogi 2 I Sími: 557 9510 I vefsíðawww.patti.is
Nýtt
Torino
Mósel
Milano
Basel
Paris
ÚR BÆJARLÍFINU
Guðrún Vala Elísdóttir
Borgarnes
Sumardagurinn fyrsti rann
upp, hvorki bjartur né fagur en síð-
degis fór sólin að skína. Við sem er-
um aðdáendur Hafnarfjallsins bíð-
um eftir því að snjórinn þar bráðni
svo hægt verði að feta upp hlíðar
þess án þess að eiga á hættu að
renna til í krapi og slabbi. Fjallið
fagra er ennþá hvítt niður í miðjar
hlíðar en hækkandi sól lofar góðu.
Vorsýning Dansskóla Evu
Karenar var haldin um liðna helgi
í Hjálmakletti fyrir fullu húsi. Þar
sýndu nemendur á öllum aldri ým-
iss konar dansa og var gaman að
sjá allt þetta hæfileikafólk. Dans-
inn er farinn að festa sig í sessi sem
ein af ímyndum héraðsins og marg-
ir nemendur hafa náð góðum ár-
angri á mótum hér heima sem er-
lendis. Sem dæmi voru tvö pör út
skólanum valin til að keppa í lands-
liðakeppi í Blackpool sem fór fram
um páskana.
Því miður er það svo að núver-
andi rekstur skólans nær ekki að
standa undir sér og ræður þar mestu
um há húsaleiga fyrir aðstöðuna í
Hjálmakletti til Borgarbyggðar.
Eva Karen hefur því ákveðið að
leggja niður dansskólann frá og með
1. júlí n.k. en þar sem skólinn hefur
verið rekinn sem einkafyrirtæki þá
nýtur hann ekki sömu aðstöðu og
önnur íþróttafélög í Borgarfirði, t.d.
eins og þau sem nýta sér aðstöðuna í
íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.
Við vonum það besta og
kannski skapast grundvöllur til að
halda áfram dansstarfi innan vé-
banda Dansíþróttafélags Borg-
arfjarðar í framtíðinni. Það yrði alla
vega þungbært ef dansinn legðist af,
enda góð viðbót við hið blómlega
íþróttalíf hér en eins og lands-
mönnnum mun kunnugt vera er
Borgarnes fyrirmyndin að Latabæ.
Rekstur Borgarbyggðar gekk
betur á síðasta ári en gert hafði ver-
ið ráð fyrir. Skatttekjur voru meiri
og fjármagnskostnaður minni en þar
mun skipta mestu endurútreikn-
ingar á vöxtum á láni í kjölfar dóms
Hæstaréttar í máli Borgarbyggðar
gegn Arionbanka. Samantekin
rekstrarniðurstaða á árinu 2012 var
jákvæð um 94 milljónir sem er tæp-
lega 59 milljónum króna betri út-
koma en endurskoðuð fjárhags-
áætlun gerði ráð fyrir.
Það er margt fleira að gerast í
Borgarbyggð og nýlega voru tvö ný
fyrirtæki opnuð. Annars vegar „Ship
o hoj“ sem er verslun og hádeg-
isverðarstaður við Brúartorg en þar
er boðið upp á fisk- og kjötborð og
mikið úrval af spennandi réttum á
pönnuna, í ofninn eða á grillið. Hins
vegar „Edduveröld“ sem er veit-
ingastaður í Englendingavík þar
sem áður voru Brúðuheimar. Þar er
sýning um „níu heima goðafræð-
innar“, gallerý og opnar vinnustofur.
Á veitingastaðnum er leitast við að
hafa heimagerðan mat og nýta hrá-
efni úr héraði.
Það er því full ástæða til að
heimsækja Borgarnes, og þeir sem
hafa saknað Hyrnunnar geta glaðst
því nú fer endurbótum að ljúka og
stefnan sett á að opna þar N1 stöð
um mánaðamótin.
Dansinn er góð viðbót
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Flottir dansarar Dansinn er farinn að festa sig í sessi sem ein af ímyndum Borgarfjarðarhéraðs.
Sæluvika Skagfirðinga, ein elsta
lista- og menningarhátíð landsins,
verður sett á morgun, sunnudag, kl.
14 í Safnahúsi Skagfirðinga og
stendur hún til 5. maí nk.
Dagskráin er bæði metnaðarfull
og glæsileg, segir í tilkynningu frá
Sveitarfélaginu Skagafirði. Meðal
þeirra viðburða sem fara fram á
Sæluviku eru ljósmyndasýningar,
myndlistarsýningar, leiksýningar,
kvikmyndasýningar, dansleikir og
að sjálfsögðu mun söngurinn skipa
veglegan sess.
Leikfélag Sauðárkróks sýnir að
þessu sinni „Tifar tímans hjól“ sem
er nýtt leikverk eftir Guðbrand Ægi
Ásbjörnsson og Árna Gunnarsson
og byggist á lögum eftir Geirmund
Valtýsson sveiflukóng. Sönglög í
Sæluviku, stórtónleikar með fjölda
skagfirskra listamanna, voru flutt í
Miðgarði í gærkvöldi en þar fer
einnig fram árlegt kóramót Rökkur-
kórsins og Karlakórsins Heimis
laugardagskvöldið 4. maí. Að þessu
sinni verða með þeim Skólakór Ár-
skóla og Sellóhljómsveit St. Péturs-
borgar frá Rússlandi. Kirkjukvöldið
verður á sínum stað í Sauðárkróks-
kirkju nk. mánudagskvöld.
Af öðrum viðburðum má nefna
frumsýningu nýrrar sjónvarps-
myndar eftir Árna Gunnarsson,
stuttmyndasýningu og lifandi tónlist
í Aðalgötu 26, stórsýninguna Tekið
til kostanna í reiðhöllinni Svaðastöð-
um um helgina og opið hús í Madd-
ömukoti. Þá verður í Safnahúsinu
yfirlit ljósmynda Kristjáns C. Magn-
ússonar verslunarmanns af mannlíf-
inu á Sauðárkróki frá um 1930-1965.
Nánari uppl. á www.skagafjordur.is.
Vegleg dagskrá á Sæluvikunni
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Skagafjörður Mikið verður um
dýrðir á Sæluviku framundan.
...alveg með’etta
Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga