Morgunblaðið - 27.04.2013, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Að baki erurúmlegafjögur ár
glataðra tækifæra.
Mörgum leist illa á
þegar vinstri
stjórn Samfylk-
ingar og Vinstri
grænna tók við völdum í kjöl-
far falls bankanna og aðfar-
arinnar að Alþingi og töldu að
þessir flokkar hefðu hvorki
þann skilning á stöðunni né
burði að öðru leyti til að takast
á við vandann. Þeir veldu ekki
þær leiðir sem nauðsynlegar
væru til að sameina þjóðina
um að lyfta sér upp úr erf-
iðleikunum og snúa vörn í
sókn.
Því miður reyndust allar
þessar efasemdir eiga rétt á
sér og gott betur. Enginn
spáði því að svo illa tækist til
sem raun ber vitni og að í lok
kjörtímabilsins yrði jafn dökkt
yfir efnahagsmálum þjóð-
arinnar og nú blasir við. For-
ystumenn ríkisstjórnarinnar
og frambjóðendur ríkisstjórn-
arflokkanna halda því enn að
þjóðinni að allt sé á uppleið í
efnahagsmálum og treysta því
að landsmenn taki ekki eftir
því þegar birtar eru nýjar og
neikvæðar tölur um einka-
neyslu, fjárfestingu og hag-
vöxt.
Þessar neikvæðu tölur eru
bein afleiðing af stjórnar-
stefnu síðustu ára sem studd
hefur verið beint
og óbeint af rík-
isstjórnarflokk-
unum tveimur og
flokkum og flokks-
brotum á þingi
sem nú hafa komið
sér fyrir í ýmsum
öðrum framboðum í þeirri við-
leitni að villa um fyrir kjós-
endum og fela tengsl og
ábyrgð.
Þingmenn ríkisstjórnar-
flokkanna, með fyrrnefndri
aðstoð á þingi, hafa sóað kröft-
um í misheppnaða atlögu að
forverum sínum, í umsókn um
aðild að Evrópusambandinu
og í árásir á heimili og at-
vinnulíf sem lengi verða í
minnum hafðar.
Ekkert af þessu hefði þurft
að eiga sér stað. Ríkisstjórn-
inni var í lófa lagið á vordögum
2009 að sameina landsmenn á
bak við sig við úrlausn efna-
hagsvandans og einbeita sér
að þeim aðgerðum sem sam-
einuðu en sundruðu ekki; að-
gerðum sem yrðu til að byggja
upp atvinnulífið í stað þess að
brjóta það niður; aðgerðum í
þágu heimilanna í stað þess að
þrengja kost þeirra og draga
erfiðleikana á langinn.
Tækifærin voru hvarvetna
allt þetta kjörtímabil, en
vinstri stjórnin kaus að fylgja
frekar eigin kreddum og for-
dómum en að horfa til hags-
muna almennings.
Sundurlyndi, kredd-
ur og fordómar voru
ráðandi í gjörðum
ríkisstjórnarinnar á
kjörtímabilinu}
Tímabil hinna
glötuðu tækifæra
Í dag er ástæðatil bjartsýni.
Kjördagur runn-
inn upp, sem er í
sjálfu sér ánægju-
efni. Þingkosn-
ingum er sjálfsagt að fagna
enda fjarri því að jarðarbúar
geti almennt gengið að því
vísu að fá að kjósa sér leiðtoga
og jafnframt að geta losað sig
við þá nokkrum árum síðar
hafi þeim mistekist leiðtoga-
hlutverkið.
Íslendingar eru nú í þessum
sporum og mikilvægt að sem
flestir nýti sér þessi réttindi
og leggi þannig lóð sín á vog-
arskálarnar.
Að baki eru nokkur ár glat-
aðra tækifæra. Landsmenn
hafa í dag tækifæri til að
hafna því að þeirri stefnu
verði fylgt áfram og geta þess
í stað kosið framfarir og upp-
byggingu.
Framundan eru mörg og
viðamikil verkefni fyrir þá
sem taka við keflinu í lands-
stjórninni. Vinda þarf ofan af
verkum vinstristjórnarinnar á
sviði efnahags- og
atvinnumála.
Lækka þarf
skatta, örva at-
vinnulíf, losa höft-
in, koma á stöð-
ugleika og bæta með því kjör
alls almennings. Enginn vafi
er á því að þótt ekkert hafi
gengið undanfarin fjögur ár
getur verið allt öðru vísi um-
horfs hér á landi að fjórum ár-
um liðnum ef rétt er á spil-
unum haldið.
Ísland hefur alla möguleika
á að tryggja mikinn hagvöxt
til langs tíma og með lækk-
andi sköttum geta ráðstöf-
unartekjur heimilanna aukist
verulega. Íslendingar þurfa
hvorki að búa áfram við at-
vinnuleysi, opinbert og dulið,
né fólksflótta. Þvert á móti
eru tækifæri til að skapa
fjölda starfa og laða fólk aftur
til landsins.
Ólíklegt er að Íslendingum
bjóðist þetta tækifæri aftur
næstu fjögur árin. Þess vegna
er mikilvægt að grípa tæki-
færið í dag.
Í dag hafa Íslend-
ingar tækifæri til að
breyta til batnaðar}
Betri tíð
Í
dag verða haldnar 21. kosningarnar til
Alþingis frá lýðveldisstofnun og það
sannkallaðar merkiskosningar; aldrei
hafa fleiri flokkar boðið fram í alþing-
iskosningum, fimmtán flokkar alls, ell-
efu þeirra í öllum kjördæmum. Að sama skapi
hafa loforðin aldrei verið fleiri og aldrei hafa
stefnumálin verið mikilfenglegri.
Öllum áhugasömum um stjórnmál er fagn-
aðarefni hve margir hyggjast bjóða sig fram í
komandi alþingiskosningum, ekki síst í því sam-
hengi sem birtist í Morgunblaðinu um daginn:
Samanlagður fjöldi frambjóðenda samsvarar
íbúafjölda Hveragerðis. Í því ljósi spyrð þú ef-
laust, kæri lesandi: Hvað með þig, frómi mað-
ur?
Þó ég sé lítillátur, hógvær og hlédrægur
gengst ég fúslega við því að mig prýða ýmsir
kostir og þar á meðal þeir sem helst nýtast þingmönnum:
Ég veit ekki neitt um nokkurn skapaðan hlut og mér er
sama um allan andskotann. Þegar við bætist að „ég er svo
fokking ferskur að Smint gerir mig andfúlan“, eins og
skáldið sagði, er varla von að tryggir lesendur hissi sig á
því að ég skuli ekki hafa slegist í för með íbúum Hvera-
gerðis og tilkynnt framboð.
Nú vil ég hvorki játa því né neita að ég hafi verið beðinn
að taka sæti á framboðslista, en ég þekki það vel að vera í
sviðsljósinu frá fyrri tíð, því þó ég sé enn fullur af æsku-
þrótti og -þreki er ég þó svo gamall að ég kom eitt sitt fram
í svart/hvítu sjónvarpi. Þar öðlaðist ég reynslu
af því hvernig það er að vera frægur, að vera
eltur hvarvetna sem ég fer, að ungar stúlkur
og eldri konur hnígi í ómegin er þær rekast á
mig í strætó eða sjá mig álengdar – og trúðu
mér, það var ekkert grín; ég varð svo frægur
að í mörg ár þurfti ég að fara huldu höfði og
búa mig sem sjá má á meðfylgjandi mynd.
Frægðin freistar mín því ekki og ekki er það
fé; ég var eitt sinn á launaskrá Alþingis og eng-
inn verður feitur af því. (Svo er það hitt, að
annað hvort á maður nóg með það sem maður á
eða maður á aldrei nóg – sjá til að mynda
snjalla lýsingu Bjarna Harðarsonar á lífshlaupi
Mensalders Rabens Mensalderssonar í skáld-
sögunni Mensalder: „Hann var lukkunnar
pamfíll ... einn ríkasti maður sveitarinnar af því
einu að hann átti ekki neitt.“)
Í bókinni Treason of the Intellectuals varpar Julian
Benda fram þeirri kenningu að tvennskonar gildi glími í
heiminum; frami og fé annars vegar og hinsvegar sann-
leikur og réttlæti. Því meiri áherslu sem maður leggur á
sannleika og réttlæti því minna fær maður af frama og fé
og þar er einmitt komin höfuðástæða þess að ég forðast að
verða of vinsæll og of auðugur: Ég vil ekki svíkja sannleik-
ann og réttlætið. Hafðu það í huga þegar þú sest niður í
kjörklefanum til að lesa framboðslistana í dag, en af eðli-
legum orsökum get ég hvorki játað því né neitað hvort mitt
nafn sé þar að finna. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Kjósum sannleika og réttlæti
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Fyrir örfáum misserumhefði fáum dottið í hug al-þýskur úrslitaleikur íMeistaradeild Evrópu.
Fyrri leikir undanúrslitanna sem
leiknir voru í vikunni hafa nær aldrei
í sögunni spilast á jafnafgerandi
hátt. Þjóðverjar skoruðu átta mörk
gegn einu marki Spánverja. Bæverj-
ar gengu frá Börsungum, 4-0, og
Madrídingar fengu svipaða útreið í
Dortmund. Afhroð spænsku liðanna
vekur mikla athygli, ekki síst í tilfelli
Barcelona sem með Lionel Messi
innanborðs hefur undanfarin ár sett
hinn fagra leik í nýtt samhengi.
Þótt úrslitin hafi komið á óvart
dylst engum að þýsk knattspyrna
hefur verið í mikilli sókn undanfarin
ár. Þýska landsliðið, sem tók miklum
breytingum í lok síðasta áratugar,
þykir einkar öflugt en hefur þó ekki
átt erindi í það spænska sem hefur
einokað alla titla frá 2008. En er
komið að valdaskiptum, eru Þjóð-
verjar að taka við krúnunni? Eflaust
er of snemmt að spá um slíkt en þó
er áhugavert að líta á endurskoðun
Þjóðverja á sinni hugmyndafræði.
500 milljónir evra í ungviðið
Í kjölfar þess að þýska lands-
liðið beið afhroð á EM 2000 tóku
knattspyrnuyfirvöld þar í landi til
sinna ráða. Öll efstudeildarlið voru
skikkuð til að fjárfesta í unglinga-
starfi og koma sér upp knattspyrnu-
akademíum, hugmyndafræðin var
öll tekin til endurskoðunar. Yfir 500
milljónum evra hefur verið varið í
unglingastarf félaganna frá alda-
mótum. Árangurinn hefur ekki látið
á sér standa, fyrir breytingarnar
voru 60% leikmanna í Bundesligunni
erlend en í dag eru 60% leikmanna
þýsk. Þjóðverjum tókst það sem
Englendingum hefur mistekist
hrapallega; að hlúa að ungviðinu.
Atli Eðvaldsson, fyrrverandi
landsliðsmaður í knattspyrnu, fylg-
ist vel með þýska boltanum en hann
lék um tíma í þýsku deildinni við
góðan orðstír. Hann segir að við þró-
un á unglingastarfi sínu hafi Þjóð-
verjar litið til landa þar sem vel hafi
gengið, t.d. hins fræga hollenska
Ajax-skóla og þess franska. „Þjóð-
verjar hafa lagt áherslu á að fjár-
festa ekki um of í erlendum stjörn-
um, þeir hafa lagt áherslu á að
byggja upp góð landslið, þýsku vell-
irnir eru þeir stærstu, áhorfendur
flestir og stemningin er gífurleg á
leikjum. Þýski boltinn er stærri en
við gerum okkur grein fyrir,“ segir
Atli.
Árin 2008-9 unnu Þjóðverjar
Evrópumótin í U-17, U-19 og U-21.
Atla er minnisstæður 4-0-sigur
U-21-liðsins í úrslitaleiknum gegn
Englendingum, en þá var hann við
nám í knattspyrnufræðum í Þýska-
landi. Atli nefnir að sú staðreynd að
nokkrir úr því liði hafi leikið lykil-
hlutverk í A-landsliðinu á HM í
S-Afríku 2010 sé dæmi um vel
heppnaða hugmyndafræði Þjóð-
verja. Á meðan hafi leikmenn úr
U-21-liði Englendinga verið nær
ósýnilegir á sama móti.
Þýska landsliðið í dag er frekar
ungt að árum og segir Atli að það
muni aðeins styrkjast á næstu árum.
En munu þeir eiga möguleika í þá
spænsku á HM 21014?
„Þjóðverjana hungrar í að
spila við Spánverja. Ég
held að þeir muni hafa
mikið í þá að segja á HM á
næsta ári,“ segir Atli.
„Þeir eru líka komnir með
hugmyndafræðina um
hvernig á að stoppa Spán-
verjana,“ segir Atli fullur til-
hlökkunar fyrir seinni hluta
þýsk-spænsku einvígjanna í
Meistaradeildinni í næstu viku.
Þýskur iðnaður ofar
spænskri fótafimi?
AFP
Þýska stálið Holdgervingur hins þýska nútímalega sparkspilara, Sebast-
ian Schweinsteiger, var með Lionel Messi í rassvasanum á þriðjudaginn var.
Atli nefnir að vinnusemi leik-
manna þýsku liðanna Bayern og
Dortmund án bolta eigi stóran
þátt í velgengninni. „Það er þetta
sem allt snýst um í dag, „gegen-
pressing,“ gagnpressa ef maður
ætti að þýða það,“ segir Atli og
bætir við að árangur Dortmund
undanfarin ár megi rekja til þess-
arar útgáfu af spilamennsku. Atli
segir að Bæjarar hafi tileinkað
sér þessa hugmyndafræði í
spilamennsku sinni á þessu
tímabili. „Allt snýst um þennan
stíl í Þýskalandi í dag. Hann er
ekki tilviljanakenndur eins og hjá
mörgum liðum, t.d. Man.
Utd., Arsenal og fleir-
um. Þetta er alveg
planað og þeir vita ná-
kvæmlega hvað þeir
eru að gera,“ segir
Atli sem í dag
þjálfar Reyni í 2.
deildinni ásamt
því að starfa að
þróunarmálum fyr-
ir KSÍ.
Skipulögð
vinnusemi
ÞÝSK „GAGNPRESSA“
Atli
Eðvaldsson