Morgunblaðið - 27.04.2013, Side 34

Morgunblaðið - 27.04.2013, Side 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013 Kristján Helgi Björnsson og Flemming Jessen unnu Súgfirðingaskálina Sjöunda og síðasta lota í Súgfirð- ingaskálinni, tvímenningsmóti Súgfirðingafélagsins lauk á Degi jarðar. Kristján Helgi Björnsson og Flemming Jessen voru með mjög vænlega stöðu og héldu sjó og fögnuðu sumrinu með öruggum sigri. En risaskor hjá Gróu Guðna- dóttur og Guðrúnu K. Jóhannes- dóttur dugði þeim ekki alla leið- .Karl Bjarnason og Ólafur Ólafsson náðu að skjóta sér í þriðja sæti í lokaspilunum. Úrslit úr 7. lotu, meðalskor 110 Gróa Guðnad. - Guðrún K. Jóhannesd. 146 Þorsteinn Þorsteinss. - Rafn Haraldss. 125 Kristján H. Björnss. - Flemming Jessen 119 Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 118 Gyða Thorsteinss. - Friðg. Friðgeirsd. 117 Lokastaðan, þegar slakasta kvöldi er sleppt. Kristján H. Björnss. - Flemming Jessen 624 Gróa Guðnad. - Guðrún K. Jóhannesd. 606 Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 581 Ásgeir Sölvason - Sölvi Ásgeirsson 576 Þorsteinn Þorsteinss. - Rafn Haraldss. 575 Sveinbjörn Jónsson - Sigurður Ólafss. 518 Kristján Pálss. - Ólafur Karvel Pálss. 513 Alls spiluðu 13 pör í mótinu. Nýr formaður Súgfirðingafélags- ins, Eyþór Eðvarðsson, afhenti skálina í mótslok og þremur efstu pörum verðlaun til minningar um góðan árangur í skemmtilegu móti. Spilastj. Sigurpáll Ingibergsson. Sigurvegarar frá upphafi: 2013 - Kristján Helgi Björnsson - Flemm- ing Jessen. 2012 - Hlynur Antonsson - Auðunn Guðmundsson. 2011 - Þorsteinn Þorsteinsson – Rafn Haraldsson. 2010 - Einar Ólafsson - Þorsteinn Þorsteinsson. 2009 - Gróa Guðnadóttir - Guðrún K. Jó- hannesdóttir. 2008 - Arnar Barðason - Hlynur Antonsson. 2007 - Arnar Barðason - Hlynur Antonsson. 2006 - Karl Bjarna- son - Valdimar Ólafsson. 2005 - Ásgeir Sölvason - Guðni Ólafsson. 2004 - Gróa Guðnadóttir - Guðrún K. Jóhannesdóttir. 2003 - Guðbjörn Björnsson - Steinþór Benediktsson. 2002 - Guðbjörn Björnsson - Steinþór Benediktsson. Nýtt mót með nýjum áskorunum hefst í september. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Í dag er lánaleið- réttlæti hæst á baugi enda eru þúsundir heimila gjaldþrota eða nær gjaldþrota og munu að óbreyttu tapa aleigunni. Fögur fyrirheit frambjóð- enda til alþingis um lánaleiðréttingar sem óska eftir umboði frá þúsundum gjaldþrota fjölskyldna eru fullkomlega hlægi- legar. Glæpinn gegn heimilunum má rekja til tvennskonar tegunda lána- samninga, annars vegar lán með gengisviðmið og hin með verð- tryggingu. Fjármála- og banka- hrunið 2008 er ekki skaðvaldurinn í þessu máli heldur flýtti fyrir því sem var óhjákvæmilegt og inn- byggt í skilmála ofangreindra samninga, að umrædd lán mundu setja fólk á hausinn að lokum. Þessir lánasamningar voru því ígildi afsals á eignum fólksins. Í sinni einföldustu mynd þá eru það þrír aðilar sem hafa vélað um þessi lánamál. Í fyrsta lagi setti ríkið lög um að lánastofnunum væri heimilt að veita svona lán. Í öðru lagi fjármögnuðu lífeyrissjóðir þessar lánveitingar og í þriðja lagi voru lánastofnanir, með lögin og peningana frá lífeyrissjóðunum á bak við sig, sem buðu fjölskyldum og fyrirtækjum þessi lán og gera enn þann dag í dag, enda af mörg- um talið vera hagstæðasta lána- formið. Ofangreindir aðilar búa yfir öfl- ugum tölvukerfum og hafa í sinni þjónustu sérfræðinga og doktora á allskonar sérsviðum þannig að fólk sem kemur inn í lánastofnun af götunni og biður um lán telur að það sé búið að rannsaka það alger- lega í þaula hvað sé hagstæðast í boði fyrir lántakandann. Eftir að svindlið hafði gengið í mörg ár og fjármálahrunið 2008 hafði auk þess valdið stökkbreyt- ingum á svindlinu þá allt í einu birtist kona frá Spáni, dr. Elvira Mendez Pinedo, sem starfar nú sem prófessor við Háskólann í Reykjavík og fer að hræra í þess- um svindlgrautarpotti ríkisins, líf- eyrissjóðanna og bankanna sem voru og eru komnir með kruml- urnar langt ofan í vasa fjölskyldna og fyrirtækja í gegnum lánasamn- inga. Dr. Elvira segir meðal annars á bloggsíðu sinni: „Icelandic current practice of verðtrygging goes against respon- sible borrowing and lending as it encourages overindebtness seduc- ing consumers by initial low pay- ments and by hiding the real cost of credit over the life-spam of the loan.“ – sem er í grófum dráttum það að fólk byrji að greiða lágar greiðslur og þannig feli lánastofn- unin raunverulegan kostnað við lánið sem fellur á neytandann yfir lánstímann. Þannig samþykki fólk að taka á sig allt of há lán í hreinni blekkingu – lauslega þýtt. Afleiðingarnar hafa verið að koma fram í þeim hremmingum sem hafa gengið yfir samfélagið og þús- undir heimila þurfa nú að horfast í augu við að missa heimili sín. Ef sett er inn 25 milljóna króna lán til 40 ára með 4,15% vöxtum og 5% verð- bólgu í reiknivélar bankanna þá endar lánið samtals með end- urgreiðslu í kr. 160 milljónum, eða ca. 6,4 sinnum upphaflega lánið. Ef laun fólksins væru verð- tryggð þá hefðu 500 þúsund kr. mánaðarlaunin hækkað a.m.k. sjö- falt á tímabilinu og stæðu þá í um 3,5 milljónum. Þá væri hugsanlegt að borga af svona láni. En launin eru ekki verðtryggð og eftir um fimm ár sem er algeng- ur tími fyrir fólk núna að komast í vandræði með þessi lán þá hafa af- borganir hækkað um 30% og launin lækkað að raungildi um 20% og því er orðin tæplega 60% raun hækkun á greiðslubyrði lánanna. Eftir um 10 ár er þetta orðið óviðráðanlegt, afborgunin hefur hækkað um 60% – kaupmáttur fallið um 40% og fjárhagur fólksins sprunginn. Þetta er fyrir utan afleiðingar hrunsins, atvinnuleysis, verðfalls á fast- eignum og allra utanaðkomandi þátta. Eftir 40 ár miðað við að launin falli um 5% á ári þá er raungildi launa aðeins um 10% sem þau voru þegar lánið var tekið, lánið orðið sexfalt upphaflega upphæðin og heildarskuldin í raungildi miðað við verðfallin laun er um 1,6 milljarðar. Þetta er það sem dr. Elvira kall- ar að lánin endi í óendanlega hárri tölu. Öll hin miklu og flóknu tölvu- kerfi bankanna, ríkisins og lífeyr- issjóðanna sem hafa örugglega sýnt þessa niðurstöðu – allir þessir að- ilar hafa verið sammála um að ganga nú rækilega í skrokk á fjöl- skyldum og fyrirtækjum í landinu í eitt skipti fyrir öll. Með verðtrygg- ingu skal landinu eyða. Þetta eru ríkisstjórnir og lífeyrissjóðir fólksins. Hverskonar hjálparaðgerðir í þessu umhverfi eru algerlega óþarfar þar sem það þarf ekki að hjálpa fólki að greiða 1,6 milljarða króna endurgreiðslu á hvert heimili fyrir 25 milljóna króna lán. Öll loforð frambjóðenda til næstu kosninga um „leiðréttingar“ eru svo langt frá raunveruleikanum að það nær engu tali. Þeir alþingismenn sem hafa und- anfarna áratugi verið að velta sér í huggulegheitunum á Alþingi og eru að labba þar út núna með um eða yfir 100 milljónir í verðtryggðum lífeyrissjóði handa sjálfum sér er algerlega skítsama um fjölskyld- urnar í landinu. Allt þeirra „puð“ á Alþingi snérist bara um þá sjálfa og að geta að lokum fengið ríflegan lífeyrissjóð ofaná allt bruðlið á Al- þingi sem þar hefur þrifist og er eitt skýrasta dæmið um sukkið í landinu. Alla þessa verðtryggðu lána- samninga þarf að taka úr umferð án tafar meðan málið er í rann- sókn. Verðtryggð glæpa- lánamál heimila og fyrirtækja Eftir Sigurð Sigurðsson » Allir þessir aðilar hafa greinilega verið sammála um að ganga nú rækilega í skrokk á fjölskyldum og fyrir- tækjum í landinu í eitt skipti fyrir öll. Sigurður Sigurðsson Höfundur er cand. phil. bygg- ingaverkfræðingur. - með morgunkaffinu www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 07 53 HVERT SEM TILEFNIÐ ER

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.