Morgunblaðið - 27.04.2013, Page 40
40 UMRÆÐANKosningar 2013
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013
Fyrir síðustu kosn-
ingar lagði Framsókn
fram þá tillögu að leið-
rétta skuldir af húsnæð-
islánum um 20%. Há-
værar raddir og
efasemdir kváðu við úr
öllum áttum og drógu
kjarkinn úr kjósendum.
En ekki lengur!
Það er ljóst að þjóðin
hefur vaknað og krefst réttlætis. Rík-
isstjórnin hefur horft fram hjá þessu
brýna málefni og ekki svarað kalli
þjóðarinnar.
Það sem er brýnast fyrir fjölskyld-
urnar í landinu er að leiðrétta skulda-
vanda heimilanna, afnema verðtrygg-
inguna, auka kaupmátt almennings og
koma atvinnulífinu af stað. Þetta er
það sem Framsókn setur í forgang.
Við eigum jafnframt að stuðla að
því að fjármálafyrirtæki framfylgi
þeim dómum sem fallið hafa eins og
t.d gengisdómunum. Það er ekki líð-
andi að bankarnir komist upp með að
draga lappirnar varðandi end-
urútreikning lána. Það er ekki líðandi
að horfa upp á bankana sjúga merg-
inn úr almenningi. Hagnaðurinn er
þeirra. Ég spyr hvar er fram-
kvæmdavaldið, fjármálaeftirlitið og
aðrar þær stofnanir sem eiga að gæta
hagsmuna heimilanna?
Við þurfum að fá fólkið heim
Hafa ber í huga að þó svo að at-
vinnuleysið hafi minnkað eitthvað
skv. nýjustu fréttum hafa mörg þús-
und manns flust af landi brott frá
hruni. Íslenskt launafólk hefur mátt
þola erfiðan samdrátt í atvinnu og
tekjum. Hvað getum við gert? Við
þurfum að auka verðmætasköpun og
framleiðslu. Án aukinnar verðmæta-
sköpunar og fjölgunar starfa getum
við ekki staðið vörð um velferð-
arkerfið. Tækifærin eru ekki langt
undan, við þurfum að finna þau og
standa saman í að framkvæma.
Hvað varðar framleiðslu innan-
lands og útflutning þá eru mjög
spennandi tímar framundan á Dreka-
svæðinu og þarf því að
huga að uppbyggingu í
sambandi við olíuiðnaðinn.
Ísland er eitt auðugasta
land í heimi er kemur að
náttúruauðlindum, s.s.
vatni og orku sem er uppi-
staða framleiðslu. Á næstu
áratugum verður mat-
arskortur eitt stærsta
vandamálið í heiminum.
Þess vegna þurfum við að
byrgja brunninn áður og
stuðla að aukinni fram-
leiðslu. Það þarf að ýta undir nýsköp-
unar- og sprotafyrirtæki og stuðla að
aukinni samvinnu og hagræðingu.
Væri ekki t.d. hægt að auka innlenda
framleiðslu á sementi, áburði og salti?
Sjávarútvegur og önnur mat-
vælaframleiðsla eru meðal grunnstoða
íslensks atvinnulífs. Tækifærin til að
auka þar verðmætasköpun eru mikl-
ar. Nú er gengið hagsætt hvað varðar
útflutning og því erum við mun sam-
keppnishæfari til að sækja á erlenda
markaði en áður. Það má segja að við
séum eingöngu í frumvinnslu eins og
t.d á fiski. Við seljum mikið heilan fisk
í gámum til útlanda án þess að vinna
hann. Í fréttum nýlega kom fram að
fiskeldisfyrirtæki væri að hefja starf-
semi á sunnanverðum Vestfjörðum.
Fyrirtækið ætlar að hefja fiskeldi á
laxi og fullvinna afurðir sínar hér á
landi. Rækta upp fiskinn, slátra og
fullvinna hann í 150 g neytendapakkn-
ingar þannig að varan er tilbúin til
matreiðslu. Verðmætasköpunin er
fyrir vikið margfalt meiri en ef fisk-
urinn væri fluttur óunninn úr landi.
Það hefur einkennt framleiðslu okkar
Íslendinga að flytja vöruna óunna og
má í þessu samhengi nefna álið. Þessu
getum við breytt og skapað þannig
meiri verðmæti úr hráefnunum.
Þegar allt kemur til alls þá eru
samvinnan, framkvæmdin og vonin
undirstaða öflugs samfélags. Allir
eiga að geta lifað mannsæmandi lífi.
Nýtum tækifærið! Kjósum Fram-
sókn!
Það er enn von
Eftir Jóhönnu Krist-
ínu Björnsdóttur
Jóhanna Kristín
Björnsdóttir
Höfundur er viðskiptalögfræðingur
og skipar 4. sæti á lista Framsókn-
arflokksins í Reykjavíkurkjördæmi
suður.
Færir þér
fréttirnar
mbl.is
Ríkisstjórnin hefur á
síðustu fjórum árum gert
vel yfir eitthundrað breyt-
ingar á skattalögum og
allar til hækkunar auk
þess sem nýir skattar hafa
verið lagðir á. Tilgang-
urinn er sagður vera að
standa undir velferð. Við
vitum öll hvernig velferð
þeirra hefur virkað. Sjúk-
ir, aldraðir og öryrkjar hafa ekki í
langa tíð haft það eins skítt og nú, en
það eru einmitt þeir hópar sem mest
þurfa á velferðarþjónustu að halda.
Það versta við þessar skattabreyt-
ingar er þó sú lömun sem leggst á allt
samfélagið í kjölfarið, því án öflugs
athafnalífs getur engin velferð þrif-
ist. Það er því brýnt að setja loka-
punkt við þessa svokölluðu „vinstri
velferð“ sem riðið hefur hér húsum
síðastliðin 4 ár.
En það hafa ekki allir farið var-
hluta af velferð vinstrimanna. Hvort
sem litið er til ríkisstjórnar eða
Reykjavíkurborgar má sjá hvert vel-
ferðarflaumurinn liggur. Listamenn
og listtengdur iðnaður hefur forgang
fram yfir fatlaða og fátæka. Ég tek
aðeins smá dæmi til að sýna hverjir
njóta náðarinnar. Fyrir páska var ég
að íhuga að sjá kvikmynd um heim-
spekinginn Hönnu Arendt í Bíó
Paradís. Af ýmsum ástæðum og
vegna brottfarar af landinu vannst
mér ekki tími til að sjá myndina. Ég
afskrifaði því málið og ákvað að ná í
hana seinna á Amazon. Eftir heim-
komu sá ég í slúðurdálki dv.is að
Björn Bjarnason fyrrverandi ráð-
herra hefði séð myndina og haft orð á
að hann hefði verið eini áhorfandinn í
kvikmyndasalnum. Á
miði.is komst ég að því að
myndin er enn til sýn-
ingar og skellti mér því í bíó á mið-
vikudagskvöld. Samtals skröltu 5
hræður í salnum á þessari sýningu.
Reykjavíkurborg hefur styrkt þetta
kvikmyndahús um 5,5 milljónir á ári
og áætlar að styrkja það um 15 millj-
ónir til á þessu ári og fram til 2015.
Þegar litið er til þess að myndin er
sýnd fyrir nánast tómu húsi í meira
en mánuð hlýtur maður að spyrja,
hvers vegna Reykjavíkurborg telji
meiri þörf á að taka skattpening al-
mennings til að styðja þetta framtak,
sem 99% borgarbúa hunsa, en að
leggja til fé í matarúthlutanir til fá-
tæks fólks. En auk þeirra peninga
sem borgin leggur til, er Bíó Paradís
styrkt af ýmsum sjóðum og sendiráð-
um, þ. á m. Evrópustofu.
Nú er ég ekki að taka þetta dæmi
vegna óvildar í garð kvikmyndahúss-
ins. Ég er fastagestur þar sem og í
öðrum kvikmyndahúsum. Myndin
um Hönnu Arendt á erindi til miklu
fleiri en þeirra sem þarna láta sjá sig,
en það réttlætir ekki að skattfé al-
mennings sé spreðað í rekstur kvik-
myndahúss sem aðeins er rekið fyrir
frumsýningargesti. Tjarnarbíó dugði
í gamla daga og Háskólabíó hin síðari
ár svo ekki sé minnst á gímaldið
Sambíó sem gæti hýst slíkar ham-
ingjusamkomur án þess að snýta sér.
En þessi slúðurfrétt á dv.is fékk mig
til að kynna mér betur notkun skatt-
peninga til málefna lifandi mynda.
Og þá er næst að spyrja hvað legg-
ur velferðarstjórnin til kvikmynda-
geirans fyrst Borgin hefur ekkert
taumhald á örlæti sínu? Ég kíkti á
framlög menntamálaráðuneytisins til
kvikmyndaiðnaðarins annars vegar
og til rannsóknasjóðs og rannsókn-
anáms hins vegar. Miðað er við árin
2011-2013, en árið 2011 var botninum
náð eftir áfallið 2008. Þá kemur í ljós
að menntamálin eru kúnstug kýr. Á
meðfylgjandi töflu má sjá að aðeins
hefur verið hægt að auka útgjöld til
rannsókna um 522 milljónir á þessu
tímabili og þá erum við að tala um all-
an heilbrigðisgeirann, hugvísindi, fé-
lagsvísindi, verkfræði og náttúruvís-
indi auk menntavísinda. Samdráttur
er hjá tækjakaupasjóði og rannsókn-
anámssjóði sem er eina uppspretta
launa fyrir nemendur í rannsókna-
námi. Kvikmyndaiðnaðurinn, einn og
sér, er hins vegar að auka við sig um
663 milljónir. Þegar ofan á þetta bæt-
ist að uppvíst verður um áhugaleysi
almennings um kvikmyndir getur
maður ekki ýtt frá sér þeirri hugsun
að hér sé verið að hyggla elítumenn-
ingu á kostnað almennings.
Skattabruðl „vinstri velferðar“
Eftir Ragnhildi Kolka
Ragnhildur Kolka
Höfundur er lífeindafræðingur.
Menntamálaráðuneytið: útgjöld í milljónum
Ár 2013 2012 2011 Aukning
Heildar útgjöld ráðuneytis 69.636,2 63.103,7 57.134,3 12.501,9
Rannsóknasjóður 1.305 782,5 782,5 522,5
Tækjasjóður 106 107 110,5 -4,5
Rannsóknanámssjóður 95 96 96 -1
1.506,0 985,5 989 517
Kvikmyndasafn 51,9 48,4 41,5 10,4
Kvikmyndamiðstöð 137,2 97,8 68,8 68,4
Kvikmyndasjóður 1.147,0 515,0 452,0 584,7
1.336,1 661,2 562,3 663,5
Esjubrauð
Hollustubrauð sem inniheldur
m.a. íslenska repjuolíu, repjuhrat
sem og íslenskt bygg - enginn sykur
Ríkt af Omega 3
Góð brauð – betri heilsa
Opið: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00
laugardaga frá 6:00 til 17:00
sunnudaga frá 7:00 til 17:00
Lengri opnunartími á Dalveginum
Dalvegi 4 - 201 Kópavogur
Hamraborg 14 - 200 Kópavogur