Morgunblaðið - 27.04.2013, Side 42
42 MINNINGARKosningar 2013
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013
Eftir bankahrunið
haustið 2008 var ástand-
ið á Íslandi ískyggilegt.
Það var raunveruleg
hætta á þjóðargjald-
þroti. Erfitt var að fá af-
greiddar ýmsar brýnar
vörur til landsins svo
sem olíu; gjaldeyrisyf-
irfærslur voru í lama-
sessi og mikil hætta á að
landið einangraðist. All-
ar erlendar bankastofnanir lokuðu á
okkur. Ríkisstjórn Samfylkingar og
VG tókst að afstýra þjóðargjald-
þroti. Með samstarfi við AGS tókst
að jafna 216 milljarða fjárlagahalla
að mestu leyti. Til þess þurfti hækk-
un skatta og niðurskurð í ríkisút-
gjöldum. En AGS setti það að skil-
yrði að samið yrði um Icesave.
Ríkisstjórnin átti því engra kosta völ
í því efni. Án samninga hefði hún
ekki fengið lán hjá AGS eða Norð-
urlöndunum. Eftir viðreisnarstarfið
opnuðust erlendar bankastofnanir
okkur á ný. Í kjölfar bankahrunsins
fór verðbólgan upp í tæp 20% og at-
vinnuleysið í tæp 10%. Ríkisstjórn-
inni hefur tekist að koma verðbólg-
unni niður í 3% og atvinnuleysinu í
5%. Mikill halli var á vöruskiptajöfn-
uðinum við upphaf kreppunnar en
nú og undanfarin ár hafa vöruskiptin
verið hagstæð. Þjóðarframleiðslan
varð mjög neikvæð í kjölfar banka-
hrunsins en árið 2011 varð mynd-
arlegur hagvöxtur eða 2,9%. Og hag-
vöxtur hefur verið síðan. Árið 2012
var hagvöxtur 1,6% og í ár
verður hann 2%. Þetta er
mun meiri hagvöxtur en
úti í Evrópu. Hjá ESB er
hagvöxtur aðeins 0,1% og
á öllum hinum löndum
Norðurlandanna er hag-
vöxtur minni en hér að
Noregi undanskildum. Al-
þjóðasamfélagið hefur
hrósað Íslandi fyrir góðar
ráðstafanir gegn krepp-
unni og er Ísland nefnt
sem gott dæmi um það
hvernig bregðast eigi við
gegn kreppu. Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn telur að Íslandi hafi gengið vel
viðureignin við kreppuna.
Það sem hefur hjálpað Íslandi
mest í kreppunni er mikil verðmæta-
aukning útflutnings og öflug aukn-
ing ferðaiðnaðarins. Íslenska krónan
hrundi um 50% í kjölfar hrunsins.
Það var mikill skellur fyrir almenn-
ing í landinu. Kaupmáttur hrapaði
en gengislækkun krónunnar hjálp-
aði útflutningsatvinnuvegunum og
ferðaiðnaðinum. Kaupmáttur er nú
byrjaður að smáaukast á ný en það
gengur hægt. Almenningur er
óþreyjufullur og vill fá meiri kjara-
bætur. Ég tel að Ísland sé nú komið
yfir það versta í kreppunni og að nú
getum við farið að sækja fram á ný.
Kreppuárin hafa verið erfið. Rík-
isstjórnin hefur staðið sig vel í end-
urreisnarstarfinu. Það hefur verið
lagður góður grundvöllur sem unnt
er að byggja á í framtíðinni.
Eftir Björgvin
Guðmundsson
Björgvin
Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Þjóðargjaldþroti
var afstýrt
Við hljótum öll að vera
sammála um að heil-
brigðiskerfið stendur
höllum fæti en ég er hins
vegar með aðra sýn á
þær ástæður sem liggja
þar að baki. Það er ekki
hægt að horfa framhjá
því að vandamálið felst
fyrst og fremst í fjár-
skorti. Fjárskorturinn
hins vegar stafar ekki af
of háum launum eða of lágum fjár-
veitingum heldur stafar hann af illa
reknu kerfi. Að lagfæra heilbrigð-
iskerfið felst ekki síður í end-
urskipulagningu en auknu fjármagni.
Á ferð minni um landið hef ég rætt
við heilbrigðisstarfsmenn á öllum
sviðum. Það sem ég hef rekið mig á
síendurtekið er að með litlum breyt-
ingum, án niðurskurðar, er hægt að
spara umtalsverðar upphæðir. Þess-
ar upplýsingar hef ég frá starfs-
mönnum stofnananna sjálfra og hafa
þeir bent mér á mörg atriði þar sem
hægt væri að spara.
Með auknu gegnsæi og
upplýsingum frá starfsfólk-
inu sjálfu er hægt að bæta
heilbrigðisþjónustuna til
muna. Það er til dæmis
ekki ástæða til að byggja
nýjan tæknispítala á lánum
þegar við stöndum frammi
fyrir lokuðum deildum sök-
um fjárskorts. Lagerstaða
stofnana er jafnframt
áhyggjumál og allir sem
staðið hafa í rekstri vita að
þar liggja miklir fjármunir
sem ekki er hægt að nýta við almenn-
an rekstur. Það er í mörg horn að líta
og frekari niðurskurður virðist óþarf-
ur. Ég tel því að við þurfum að beita
okkar kröftum, sem og velferð-
arráðuneytisins, til að endurskoða
heildarskipulag frá stjórnsýslu niður
á einstaka stofnanir. Með þessu móti
getum við bætt þjónustu heilbrigð-
iskerfisins og starfsaðstöðu starfs-
manna án frekari tilkostnaðar.
Betur sjá augu en auga
Eftir Hildi Sif
Thorarensen
Hildur Sif
Thorarensen
Höfundur er oddviti Pírata í Norð-
vesturkjördæmi.
Þegar Samfylkingin var stofnuð
skildist mér að tilgangurinn væri að
sameina vinstrimenn í einn flokk.
Valdagræðgi forystumanna og öfgar
þeirra, sem ekki geta hreinsað hug
sinn af hugsjónum kommúnista,
kom í veg fyrir það og því urðu
flokkarnir tveir með ólík sjónarmið
og ólík loforð til kjósenda.
Forsætisráðherra núverandi er
alin upp af jafnaðarmönnum af eldri
skólanum en þeir vissu að samvinna
við kommúnista var vonlaus og
reyndar hættuleg. Hún komst til
valda með stuðningi þeirra sem
köstuðu grjóti og eggjum að Alþingi
og lögreglu og sagði sinn tíma vera
kominn. Síðan hófst hún handa við
að sundra þjóðinni með ýmsum mál-
um sem áttu að gera hana að póli-
tískum dýrlingi og mistókst það
herfilega. Henni hefur tekist að
jarða flest gömul baráttumál sín og
henni hefur tekist með fádæma
frekju og óbilgirni að eyðileggja
stóru málin sín.
Nú er eitt eftir sem heldur nafni
hennar á lofti. Henni hefur tekist að
sundra jafnaðarmönnum svo ræki-
lega að allt bendir til að fylgi þeirra
sé hrunið.
Jafnaðarmenn hljóta að minnast
þessa lengi og fagna því að hún
hverfur nú í skuggann af mis-
gjörðum sínum.
Í minningu
jafnaðarmanna
Frá Axel Kristjánssyni
Höfundur er lögmaður
Að skila auðu í alþing-
iskosningum er ákveðin
afstaða, rétt eins og það
að kjósa stjórnmálaflokk
eða hreyfingu. Sem getur
sagt til um það að kjós-
anda hugnist ekki neitt af
þeim framboðum sem í
boði eru. Ástæðan getur
líka verið sú sem er
veigameiri, að það fyr-
irkomulag sem nú er við lýði í landinu
eigi ekki lengur tilverurétt. Það hafi
einfaldlega brugðist kjósendum og
þjóðinni. Stóra spurningin er þá sú,
hvernig hægt sé að breyta stjórnkerf-
inu og Alþingi sem rúið er öllu trausti
þjóðarinnar? Ef það eru alþingismenn
sem eiga að gera lagabreytingar sem
beinast gegn þeim sjálfum?
Meginatriðið er að fólkið í landinu
átti sig á því að hin ráðandi öfl fjór-
flokkanna, eru ekki neyðarbrauð sem
verði að sætta sig við. Kostirnir eru
að mínu mati þeir að skila auðum at-
kvæðaseðli, eða gefa nýjum fram-
boðum tækifæri hafi fólk sannfær-
ingu fyrir því að þau séu ekki
fylgifiskar fjórflokkanna.
En samkvæmt skoðanakönnunum
nýtur Alþingi aðeins um 10% trausts
landsmanna, sem þýðir að
90% þjóðarinnar treysta
því ekki, sem er óásætt-
anlegt. Má því ætla að hinn
stóri hópur óánægðra kjós-
enda muni haga kosningu
sinni í samræmi við það. En
hvernig á fólk að koma
þeirri miklu óánægju til
skila? Svar mitt er þetta:
Við skilum auðu í alþing-
iskosningunum 27. apríl nk.
Vægi auðra seðla
Tillaga mín er sú að ákveðið vald
verði fært þjóðinni í gegnum auða
seðla. Þannig að hver auður seðill hafi
sama vægi og atkvæði greitt stjórn-
málaflokki eða samtökum. Ef t.d. 5%
atkvæða þarf til að ná þremur mönn-
um á þing, þá mun sama gilda um
auða seðla sem þýðir að þjóðin hefur
fengið þrjá menn. Ef auðir seðlar eru
10% þá hefur þjóðin fengið sex þing-
menn og svo framvegis.
Með þessu yrði að nokkru horfið
frá því fyrirkomulagi sem nú er við
lýði, þ.e. að öll völd og áhrif fari í
gegnum stjórnmálaflokka, þar sem
hin miklu hagsmunatengsl og áhrif
kunna að liggja. Valdið yrði þannig
fært þjóðinni sjálfri, sem gæti haft
frelsi til að velja fólk sem það treystir
inn á þing. Án þess að binda sig við
ákveðna stjórnmálaflokka og ólíkar
skoðanir innan þeirra vébanda.
Nú kunna einhverjir að spyrja,
hvort ekki sé verið að kasta atkvæð-
unum á glæ með því að skila auðu, og
enn aðrir hvort nokkuð þýði að gefa
nýjum framboðum tækifæri, því þau
muni ekki ná tilsettu lágmarki?
Næsta spurning hlýtur þá að vera sú
hvort eina rétta svar þjóðarinnar sé
að kjósa áfram fjórflokkana, þrátt
fyrir allt sem á undan er gengið? Þeg-
ar í hlut eiga stjórnmálaflokkar sem
vilja síst af öllu auka áhrif fólksins í
landinu og lítilsvirða skoðanir þess
hvað eftir annað. Eins og fram hefur
komið í afstöðu Alþingis til brýnustu
hagsmunamála þjóðarinnar, svo sem
um nýja stjórnarskrá þar sem nið-
urstaða stjórnlagaráðs og afstaða
þjóðarinnar var vanvirt.
Auðir seðlar eru skýr skilaboð
fólksins gegn ráðandi öflum sam-
félagsins. Skilaboðin eru þau að launa
hin sviknu loforð, tryggðina við fjár-
magnseigendur, flokkssystkini, ætt-
ingja og innvígða bræður. Ef þjóðin
ætlar að halda tryggð við óbreytt
ástand og kjósa fjórflokkana, þá er
stóra spurningin sú hvernig hægt sé
að bjarga slíkri þjóð?
Að skila auðu er ákveðin afstaða
Eftir Björn
Erlingsson
Björn Erlingsson
Höfundur er rithöfundur og ljós-
myndari.
STOFNAÐ1987
M
ál
ve
rk
:
Si
g
rí
ð
u
r
A
n
n
a
einstakt
eitthvað alveg
Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Sk i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s
LifunHeimili og hönnun
Morgunblaðið
gefur út
glæsilegt
sérblað um
Heimili og
hönnun
föstudaginn
10. maí
Í blaðinu verða kynntir geysimargir möguleikar
og sniðugar lausnir fyrir heimilin.
Skoðuð verða húsgögn í stofu, hjónaherbergi,
barnaherbergi og innréttingar bæði í eldhús og bað.
SÉRBLAÐ
Heimili & hönnun
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16mánudaginn 6. maí.