Morgunblaðið - 27.04.2013, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 27.04.2013, Qupperneq 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013 ✝ Ósk Guðjóns-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 5. janúar 1931. Hún lést á Hjallatúni í Vík í Mýrdal 17. apríl 2013. Foreldrar Óskar voru Guðjón Pétur Valdason, f. 4.10. 1893, d. 17.8. 1989 og Guðbjörg Þor- steinsdóttir, f. 29.7. 1895, d. 8.1. 1991. Systkini Ósk- ar voru Þorsteinn, f. 17.7. 1922, d. 7.10. 1922, Marteinn, f. 7.5. 1924 d. 30.5. 2005, Þorsteina Bergrós, f. 24.7. 1927, d. 4.12. 1928. Hálfsystkini samfeðra: þeirra eru Hlynur, f. 1977, Ingi- björg Ósk, f. 1978, Oddgeir, f. 1981, Hörður, f. 1983 og Vil- hjálmur, f. 1994. 3) Guðbjörg Klara, f. 22.6. 1960, sambýlis- maður hennar Hlynur Björns- son, börn þeirra eru Ívar Örn, f. 1985 og Jóhanna Margrét, f. 1989, d. 2004. 4) Sigurlaug Linda, f. 14.12. 1962, sambýlis- maður hennar er Gunnar Vign- ir Sveinsson. 5) Steina Guðrún, f. 9.5. 1965, sambýlismaður hennar er Jóhannes Giss- urarson, f. 1962, barn þeirra Harpa Ósk, f. 1992, barn Steinu Guðrúnar og Kolbeins Inga Birgissonar, Örvar Egill, f. 1986. Langömmubörnin eru tólf þar af eitt látið. Ósk verður jarðsungin frá Skeiðflatarkirkju í dag, 27. apr- íl 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Bergur Elías, f. 10.6. 1913 d. 7.6. 2003, Ragnhildur Sigríður, f. 28.5. 1915 d. 5.6. 1990, Klara, f. 30.7. 1916, d. 17.12. 1935. Ósk var gift Herði Þorsteins- syni, f. 8.10. 1921. Börn þeirra eru: 1) Guðjón, f. 30.10. 1958, kvæntur Jó- hönnu Sólrúnu Jónsdóttur, börn þeirra eru Kolbrún Ósk, f. 1979, Jóhann Fannar, f. 1982 og Atli Már, f. 1984. 2) Jóhanna Þór- unn, f. 13.8. 1959, gift Guð- mundi Oddgeirssyni, börn Elsku mamma mín. Ég kveð þig með söknuð í hjarta en gleðst yfir öllum góðu minningunum. Þú varst alltaf svo hlý og góð, gerðir aldrei nokkuð á hlut annarra, hvort sem það voru menn eða dýr. Þú hugsaðir alltaf fyrst um pabba og okkur systkinin. Einnig hugsaðir þú alltaf svo vel um Örvar minn á meðan við bjugg- um hjá ykkur í Nykhól. Eins þegar þú komst fyrst á Hjalla- tún, elsku mamma mín, þá hugsaðir þú fyrst og fremst um pabba og hvort hann hefði það nógu gott. Mikið hvað þú varst ánægð þegar hann gat komið og verið hjá þér. Ég man aðeins einu sinni eft- ir því að þú skiptir skapi, elsku mamma mín, en það var þegar þú varst einhverju sinni að gefa hrossunum brauð. Hryssan Brúsa var mikið frek og var næstum búin að bíta þig í öllum hamaganginum. Þá sagðir þú: „Ég skal aldrei gefa þér aftur brauð!“ Ekki veit ég hvort þú stóðst við þau orð en þú varst jafnan fljót að fyrirgefa og finnst mér líklegt að Brúsa hafi einhverntímann aftur fengið brauð, svona þegar enginn sá til. Þið pabbi hugsuðuð alltaf vel um dýrin og gættuð þess að lömbin fengju næga mjólk. Það er mörgum minnisstætt þegar þið færðuð lambi pela upp í Holt, þar var það með móður sinni en hafði ekki nóg. Því þótti svo vænt um ykkur að það var farið að þekkja bílinn ykkar. Í hvert skipti sem bíllinn nálg- aðist kom lambið hlaupandi á móti ykkur og þáði sopann sinn. Eins er mér minnisstætt að þú gast aldrei farið í háttinn fyrr en bæði kötturinn og hundurinn voru komnir inn. Ég man eftir ferðunum að Kaldrananesi til Rögnu systur þinnar. Við Linda systir höfðum svo gaman af því að fara með þér að slíta upp rabbarbara. Eins ferðunum að Rauðhálsi til Bjargar móðursystur þinnar og til Vestmannaeyja með ykkur pabba að heimsækja afa og ömmu. Þessar ferðir verða mér alltaf minnisstæðar. Þú varst aldrei iðjulaus, mamma mín, mörg falleg fötin saumaðir þú á okkur og barna- börnin þín. Einnig saumaðir þú dúkkuföt, öskupoka og fleira sem þú gafst börnum og barna- börnunum. Þú gast alltaf dund- að þér við saumavélina og um leið hlustað á fallega tónlist. Þá áttirðu mörg handtökin í garð- inum sem þú komst þér upp við húsið heima í Nykhól, þar rækt- aðir þú kartöflur, sólber, rifs- og fallegu rósarunnana þína. Einnig gróðursettir þú tré og runna sem með árunum uxu og döfnuðu svo ótrúlega vel. Ásamt því að prýða umhverfið veittu þau þeim fjölmörgu smáfuglum góðan griðastað, þar sem þú varst svo óþreytandi að gefa þeim jafnt vetur sem sumar. Elsku mamma, nóttina sem þú kvaddir mættu fuglarnir þín- ir fyrir utan gluggann hjá þér og sungu hástöfum. Þar kom greinilega í ljós hversu þakk- látir þeir voru fyrir vinsemd þína og hlýju. Elsku pabbi, ég veit að þú hefur misst mikið, en ég þakka þér hvað þú varst alltaf hlýr og góður við mömmu. Þú veittir henni ómetanlegan stuðning. Elsku mamma mín, minning þín mun alltaf lifa með okkur. Steina og fjölskylda, Herjólfsstöðum. Tengdamóðir mín Ósk Guð- jónsdóttir er í minningu minni alltaf að flýta sér, hvort sem það var við heimilisstörfin eða búverkin. Þegar við Þórunn komum í heimsókn með krakk- ana okkar var Ósk stöðugt að hlaupa út og kalla á eftir þeim að fara ekki of hátt upp í brekk- una fyrir ofan bæinn. Já, hún bar mikla umhyggju bæði fyrir mönnum og dýrum. Börnin okk- ar báru mikla virðingu fyrir ömmu sinni og hlýddu henni í einu og öllu, „amma er alvöru kona“ sögðu þau. Það fór ekki milli mála að tengdamóðir mín var Vest- mannaeyingur í húð og hár. Ef maður hallaði á hlut Vest- mannaeyinga í viðræðum þá var hún fljót að taka málstað eyj- arskeggja. Þegar svo kom í ljós að góður vinur minn, sem kom eitt sinn með mér að Nykhól á gæsaskyttirí, reyndist eiga móð- ur frá Vestmannaeyjum og að ég tali nú ekki um að hún hafi verið æskuvinkona Óskar komst ég upp á annan stall í virðing- arstiganum. Ósk var dóttir mik- ils útgerðarmanns, Guðjóns Valdasonar, og var svo lánsöm að geta sem ung kona ferðast víða um lönd með vinkonu sinni en svona ferðalög voru almennt ekki algeng á hennar unglings- árum. Hún átti mikið af mynd- um úr þessum ferðum og þegar við vorum að fletta albúmunum sá maður ævintýraglampa í augum hennar. Fljótlega eftir að Ósk veiktist fluttu tengdaforeldrar mínir að hjúkrunarheimilnu Hjallatúni í Vík í Mýrdal. Í veikindum henn- ar varð manni ljóst þvílíkur öð- lingur og umhyggjusamur mað- ur tengdafaðir minn, Hörður Þorsteinsson, er. Dag og nótt hugsaði hann um Ósk sína fram á síðustu stundu. Margt fleira væri hægt að skrifa um Ósk en ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast henni sem og öllum í stórfjölskyldunni frá Nykhóli í Mýrdal. Guðmundur Oddgeirsson. Elsku amma. Á stundu sem þessari rifjast um fjölmargar góðar minningar um þá tíma sem við áttum sam- an, allar heimsóknirnar til ykk- ar afa, hvort sem það var að Nykhól eða Hjallatúni. Mér eru minnisstæðar ferðirnar með ykkur afa upp að Holti þar sem afi tók upp kíkinn, að gá til kinda. Einnig rifjast upp hrossarekstrarnir upp að Holti þar sem mér tókst í eitt skipti að sníkja af ykkur móskjótta hryssu undan Pöddu. Andlitið ljómaði þegar ég sagði foreldr- um mínum hvað afi og amma gáfu mér og ég efast ekki um að þú hafir glaðst líka enda Padda gamla alltaf í dálitlu uppáhaldi þó að þú hafir reyndar aldrei gert upp á milli nokkurra dýra. Þar voru allir jafnir. Ég held að ég muni aldrei kynnast jafn hjartahlýrri mann- eskju og þér, elsku amma mín, en ég heyrði þig aldrei tala illa um nokkurn mann, jafnvel þeg- ar fréttir bárust af ódæðisverk- um mannanna varst þú vön að hrista höfuðið og segja að þú tryðir ekki að mannskepnan gæti verið svona grimm. Þú varst líka alveg einstök þegar kom að dýrunum sem þú ann- aðist af alúð. Öll dýr voru spök við þig og hændust að þér. Mamma hefur sagt mér sög- ur af þér síðan hún var barn, þá voru til um hundrað hross í Nykhól sem hægt var að ganga að hvar sem var, þökk sé þér en þú hafðir spekt þau öll. Folöldin gerðir þú spök yfir hesthússtall- inn, þú þurftir ekki að fara inn í stíuna til þeirra heldur komu þau til þín og þáðu strokur og brauð. Þér þótti ekki aðeins vænt um dýrin, þeim þótti einnig ein- staklega vænt um þig. Sem dæmi má nefna þegar þú þurftir eitt sinn að ganga í niðamyrkri suður í fjárhús til að loka dyr- um sem stóðu opnar. Á leiðinni heyrðir þú alltaf í einhverjum á eftir þér. Þegar betur var að gáð var það hryssan Toppa sem fylgdi þér út að fjárhúsi, beið á meðan þú lokaðir og fylgdi þér svo aftur heim. Svo vænt þótti henni um þig að hún vildi ekki að þú værir ein á ferð í myrkr- inu. Ég minnist þess einnig að þú hjúkraðir hryssu sem stóðhest- ur hafði leikið grátt. Sú hafði aldrei áður verið snert en leyfði þér að nálgast sig og hreinsa sárin. Hún fann að þú vildir að- eins hjálpa henni. Þau voru mörg góðverkin sem þú vannst og þegar litið er til baka er ljóst að listinn er ótæmandi. Mikið þótti okkur fjölskyld- unni á Herjólfsstöðum vænt um allar heimsóknirnar ykkar afa til okkar í gegnum tíðina. Það var svo gaman að fara með þér í göngutúra og sýna þér hrossin sem eins og við var að búast hópuðust að þér. Kettinum fannst einnig afar vænt um þig en hann er ekki allra. Þegar þið afi voruð hjá okkur um jólin kúrði hann uppi í rúmi hjá þér og vildi hvergi annars staðar vera. Honum þótti ekki síður vænt um heimsóknirnar en okk- ur. Elsku afi, þú hefur verið okk- ar stoð og stytta í gegnum þessa erfiðu tíma, með þínu ein- staka hugarfari og trúfestu. Þú hugsaðir svo vel um ömmu og það var svo fallegt að sjá ykkur tvö saman, alltaf hélst þú í hönd hennar og veittir henni styrk. Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín sárt en vitum þó að þú munt alltaf vaka yfir okk- ur. Minning þín er ljós í hjört- um okkar. Harpa Ósk Jóhannesdóttir. Elsku amma mín. Hlýr faðmur, bjarta brosið, fallegu augun og elskuleg lund- in, það ert alltaf þú. Þú hafðir einstaklega gott lag á börnum, það sé ég svo sannarlega á son- um mínum. Alltaf gafstu þér tíma til að útskýra, leiðbeina og hvetja í öllu sem þú kenndir okkur. Það sama er hægt að segja um dýrin og garðinn þinn. Nostrið, natnin og viljinn til að gera alltaf gott og vel, mikið ofsalega er ég heppin að hafa alist upp við þetta og lært svo góða siði. Það sitja mjög svo margar minningar eftir um okk- ur saman. Ég naut þeirra forréttinda að alast upp í sveit og hafa ömmu og afa alltaf á næsta bæ. Aðeins örstutt á milli bæja svo litlir fætur gátu trítlað á milli. Þú kenndir mér svo ótal margt. Ég var stutt í annan endann þegar þú kenndir mér að skríða í gegnum möskvana á girðingun- um. Ráðagóða amman mín kenndi mér þá að læra af dýr- unum. Þú sagðir: „Sjáðu hvern- ig hundurinn gerir þegar hann fer í gegn, þetta er alveg eins og þegar lömbin fæðast“ og saman skriðum við í gegnum möskvana á girðingunni, fyrst hendurnar og höfuðið svo búk- urinn og fæturnir á eftir og við komnar í gegn. Já, þú varst lið- ug eins og kötturinn, eftir þetta héldu mér engar girðingar. Þökk sé þér. Garðurinn þinn í Nykhól er glæsilegur og verður áfram. Þarna eyddirðu mörgum stund- um og naust þess að hafa allt í fullum skrúða. Trén, blómin, grasflötin allt svo vel snyrt, klippt og fínt, hvergi arfatítlu að sjá og nægur áburður og gróandi. Á snúrustaurana sett- irðu upp rólur og þar róluðum við og ýttum hvor annarri. Þú kenndir mér að róla, þú sýndir mér, sagðir mér til, lést mig prófa og ég lærði. Að taka í spil gerðum við oft. Þú kenndir mér að vinna og að tapa. Við áttum margar góðar spilastundir. Við fórum vel með spilin og notuðum alltaf sama stokkinn. Tíguldrottningin var fallegasta spilið í bunkanum. Við létum hvor aðra alltaf vita ef við fengum tíguldrottn- inguna. Stundum skiptum við á spilum en oftast fylgdum við þó reglunum. Að fá morgunmat í rúmið var eitt af því sem ég gat gefið ömmu minni í nokkurn tíma. Amma datt af hestbaki. Á hverjum degi skottaðist ég fimm ára gömul til ömmu og færði henni súrmjólk með púð- ursykri í rúmið. Enginn fór svangur frá ömmu. Í heyskap var alltaf best að komast í kaffi- tíma til ömmu og afa. Kökurnar hennar ömmu voru þær allra bestu. Amma var með töfra í fingrunum hvort sem það var gróðurinn, dýrin, kökugerð eða saumaskapur. Ófáar flíkurnar hefur þú saumað á okkur fólkið þitt. Íslenski hátíðarbúningur- inn sem þú saumaðir á Þröst Bjarna sýnir glöggt hve vel saumavélin lék í höndunum á þér. Þín er sárt saknað, amma mín, gönguferðirnar okkar um Vík á meðan þú bjóst á Hallat- úni voru yndislegur tími og spjallið okkar á þeim ferðum geymi ég með mér. Takk fyrir yndislegan tíma og góðar stund- ir, ég er svo óendanlega heppin að hafa fengið allar þessar stundir með þér, elsku amma mín. Ég veit að í dag hefurðu endurnýjað krafta þína og ert eflaust farin að snudda við blóm, dýr og fataflíkur. Við sjáumst seinna, góður Guð geymi þig, elsku amma mín. Kolbrún Ósk Guðjónsdóttir. Elsku langamma mín hefur nú kvatt þennan heim. Ég átti margar góðar stundir með henni alla okkar samtíð. Alltaf þegar ég var í sveitinni í Nyk- hól skrapp ég að minsta kosti einu sinni á dag og stundum oft- ar yfir til þeirra langömmu og langafa. Við amma spiluðum mikið, sérstaklega þjóf, og reyndi ég oft að svindla á henni ef ég hélt að hún væri að vinna mig. Þegar ég var yngri safnaði ég úrklippum um landbúnaðartæki og dráttarvélar. Langamma mín passaði vel uppá fyrir mig að geyma blöð með þessum mynd- um, svo hjálpaði hún mér að klippa þetta út og líma fallega inn í úrklippubók sem hún varð- veitti svo fyrir mig. Við áttum margar skemmtilegar stundir við þetta verk. Eitt verð ég að minnast á, hún amma mín bakaði heimsins bestu sítrónuköku og átti hana oftast til í búrinu hjá sér og allt- af var mér boðin sítrónukaka og ísköld mjólk þegar ég kom til hennar. Margt annað brölluðum við saman og geymi ég þær góðu minningar um ömmu. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þröstur Bjarni Eyþórsson. Ósk Guðjónsdóttir Jóhann mágur minn var einstakur maður og mér er ljúft að minnast hans. Hann var alinn upp í Stykkis- hólmi og var alla tíð mikill Hólm- ari. Þegar ég kynntist honum fyr- ir rúmum fjörutíu árum kom hann mér fyrir sjónir sem frekar feiminn ungur maður sem vildi halda sig til hlés. Við nánari kynni kom í ljós að hann var skemmtilegur, hlýr og nærgæt- inn og stutt í húmorinn. Hann var afburða greindur og þekking hans á öllu milli himins og jarðar var hreint út sagt ótrúleg. Eftir hefðbundna skólagöngu og stúd- entspróf frá MA, lauk hann prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Ís- lands. Fljótlega eftir útskrift fór hann til starfa á Skattstofunni í Reykjavík og starfaði þar af mik- illi trúmennsku allan sinn starfs- aldur. Hjá Skattinum voru hon- um falin mörg afar vandasöm verkefni til úrlausnar. Það vafðist nefnilega ekki fyrir Jóhanni að greina aðalatriði frá aukaatrið- um. Ef hann var spurður eða beð- Jóhann Víkingsson ✝ Jóhann Vík-ingsson fædd- ist í Stykkishólmi 30. júní 1946. Hann lést á bráðadeild Landspítalans 8. apríl 2013. Útför Jóhanns fór fram frá Foss- vogskirkju 19. apríl 2013. inn um aðstoð í sam- bandi við skattamál þá brást hann við af ljúfmennsku og mátti alveg bóka að maður fékk stutt og rökföst svör. Minni hans var nær óbrigðult og hann mundi hina og þessa úrskurði skattayfir- valda orðrétt ásamt dagsetningum. Eitt sinn spurði ég hann hvernig í ósköpunum hann færi að því að muna þetta. Ekki stóð á svari, „ég man allt sem ég les“. Þannig var Jóhann og eftir að hann hætti að vinna fór hann m.a. að geta sinnt ljósmyndun meira og skráningu gamalla mynda, sér- staklega frá Stykkishólmi þar sem hans meðfæddu eiginleikar nutu sín í ríkum mæli. Jóhann talaði ávallt við börnin í fjölskyld- unni sem jafninga og sýndi áhugamálum og starfi þeirra mikinn áhuga og drógust þau að honum. Eftir að Jóhann kynntist Guð- nýju sinni voru þau yfirleitt nefnd bæði í sömu andrá. Þau áttu hvort annað að í blíðu og stríðu og eftir að heilsu Jóhanns hrakaði var aðdáunarvert að sjá umhyggju Guðnýjar fyrir Jóa sínum. Blessuð sé minning Jóhanns Víkingssonar, hann var drengur góður. Viðar Vésteinsson. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Okkar ástkæri ÁRNI ST. HERMANNSSON, áður til heimilis að Gullsmára 9, lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 25. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Jóhanna Lára Árnadóttir, Ólafur Lárus Baldursson, Magnea Ásdís Árnadóttir, Ólafur Árnason, Sigurlaug Árnadóttir, Árni Jón Eyþórsson, Hermann Valur Árnason, Jón Ingi Árnason, Þórunn Árnadóttir, Sveinbjörn Guðmundsson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.