Morgunblaðið - 27.04.2013, Qupperneq 51
um trúnaðarstörfum á vegum hans.
Hann var sæmdur nafnbótinni
Melvin Jones-félagi 1991. Baldvin
var ritstjóri 40 ára afmælisblaðs
Lionsklúbbs Hafnarfjarðar. Hann
var söluhæstur í söfnunarátakinu
Rauða fjöðrin 1988-1989, hefur tek-
ið þátt í félagsmálastörfum Kaup-
félags Hafnfirðinga og Kaupfélags
Árnesinga, var hann formaður
Framsóknarfélags Hafnarfjarðar
um skeið og sat í fulltrúaráði
flokksins.
Baldvin hefur ætíð notið sín í
verslunar- og sölustörfum. Hann
var vel metinn verslunarstjóri á
sínum yngri árum og hefur þótt
meira en liðtækur með framlagi
sínu til söfnunarstarfa klúbbsins.
Þessi áhugi hans hefur nýst vel í
verslunarrekstri þeirra hjónanna,
ekki síst í fjölmörgum söluferðum
þeirra um landið. Á þeim ferðum
hafa þau eignast fjölda vina og
kunningja.
Baldvin er félagslyndur, fljóttek-
inn og hispurslaus og hefur gaman
af að spjalla við samferðamenn
sína um daginn og veginn. Þá hef-
ur hann haft mikla ánægju af því
að blanda geði við gamla fólkið á
Hrafnistu með sinni léttu lund.
Fjölskylda
Kona Baldvins frá 1983 er Elna
Þórarinsdóttir, f. 8.9. 1943, versl-
unarstjóri í verslun Hrafnistu í
Hafnarfirði. Hún er dóttir Þórarins
Helga Jónssonar, f. 8.1. 1913, d.
23.4. 1986, verkamanns í Reykja-
vík, og Jennyjar L.S. Olsen Jóns-
son, f. 16.10. 1910, d. 2.7. 2006,
húsfreyju.
Sonur Baldvins er Baldvin Al-
bert (Baldvinsson Aalen), f. 6.6.
1974, tónlistarmaður og hljóð-
upptökumaður en dætur hans eru
Hrafnhildur Birta, f. 13.7. 2005, og
Birgitta Björk, f. 17.4. 2009.
Stjúpbörn Baldvins, börn Elnu,
eru Matthías Sigurður, f. 31.7.
1960, útgefandi í Reykjavík og á
fjögur börn; Sólveig, f. 10.11. 1963,
snyrtifræðingur og sjúkraliði í
Hafnarfirði og á hún þrjú börn;
Sigríður Elín, f. 18.7. 1968, búfræð-
ingur í Hafnarfirði og á eitt barn;
Bjarklind Þór, f. 17.6. 1971, ferða-
málafræðingur í Reykjanesbæ og á
tvö börn; og Inga Elínborg, f.
10.11. 1979, sálfræðingur í Hafn-
arfirði og á tvö börn.
Alsystir Baldvins er Elísabet Aa-
len Albertsdóttir, f. 4.10. 1945, hús-
freyja í Bandaríkjunum.
Hálfsystkini Baldvins eru Óskar
Jörundur Þorsteinsson, f. 13.3.
1924, d. 15.4. 2001; Esther S. Þor-
steinsdóttir, f. 15.4. 1926, d. 26.10.
1993; Steinunn Þorsteinsdóttir, f.
18.6. 1928, d. 13.8. 1979; Laufey
Símonardóttir, f. 20.1. 1939, d. 30.1.
2006; og Ingvi Rafn Albertsson, f.
13.8. 1939, d. 9.11. 1994.
Foreldrar Baldvins: Albert Bald-
vin Jóhannesson Aalen, f. á Eski-
firði 18.4. 1910, d. 5.6. 1981, sjó-
maður, verkamaður og vélstjóri í
Reykjavík, og María Hrómunds-
dóttir Aalen, f. að Hliði á Álftanesi
14.11. 1902, d. 8.12. 1974, húsfreyja
í Reykjavík.
Frændgarður Baldvins Elíasar Aalen Albertssonar
Baldvin Elías
Aalen Albertsson
Guðríður Runólfsdóttir
húsfr. í Hvammi undir
Eyjafjöllum
Bjarni Jónsson
vinnumaður víða
Þóra Guðrún Bjarnadóttir
verkakona í Njarðvík
Hrómundur Sigurðsson
skósmiður og vélstj. á
Bíldudal
María Hrómundsdóttir
húsfr. í Rvík
Guðrún Hrómundsdóttir
húsfr.
Sigurður Sigurðsson
vinnum. á Spjör í
Eyrarsveit
Þórdís Þórarinsdóttir
húsfr. í Fögruhlíð á Eskifirði, bróðurdóttir
Maríu Richardsdóttur Beck, langömmu Eyste-
ins Jónssonar ráðherra, og Jakobs Jónssonar,
sóknarprests í Hallgrímskirkju, föður Svövu
rithöfundar og Jökuls leikritaskálds, en María
var einnig langamma Eiríks Beck stýrimanns,
föður Þórólfs Beck knattspyrnukappa.
Jón Guðmundsson
verkam. og sjóm. í
Fögruhlíð á Eskifirði
Elísabet Jónsdóttir
verkak. á Eskifirði
Jóhannes Aalen
símalagningarm. á Eski-
firði, af norskumættum
Albert Jóhannsson Aalen
vélgæslum. í Rvík
Jón Þórarinsson,
smiður á Strýtu við
Hamarsfjörð
Finnur Jónsson
listmálari
Karl Jónsson
læknir
Ríkharður Jónsson
myndskeri
Georg Jónsson
b. á Reynisstað
Afmælisbarnið Baldvin í Amst-
erdam 1989.
ÍSLENDINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2013
Davíð O. Arnar, yfirlæknir áHjartagátt Landspítala,hlaut verðlaun úr Verð-
launasjóði í læknisfræði og skyldum
greinum sem afhent voru á ársfundi
Landspítala í Salnum í Kópavogi
23.4. 2013. Verðlaunin nema þremur
og hálfri milljón króna og eru þar
með einhver stærstu verðlaun sem
veitast íslenskum vísindamönnum.
Davíð lauk sérfræðinámi í lyf-
lækningum og hjartalækningum við
University of Iowa, doktorsprófi við
HÍ 2002 og meistaraprófi í stjórnun
heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu árið
2010. Hann varð klínískur prófessor
við HÍ 2006.
Eftir heimkomuna til Íslands 1999
varð Davíð sérfræðingur við hjarta-
deild Landspítala - háskólasjúkra-
húss. Hann var ráðinn yfirlæknir á
bráðamóttöku Landspítala Hring-
braut 2001 og yfirlæknir Hjartagátt-
ar frá 2010. Rannsóknarferill Davíðs
hófst með vísindagreinum sem hann
birti sem unglæknir á Landspít-
alanum. Þegar á þeim tíma beindist
athygli hans að leiðslukerfi hjartans
og hjarsláttartruflunum. Hann vann
að doktorsverkefni sínu í Iowa og
snerist það um Purkinje-frumur
hjartans og tengsl þeirra við lífs-
hættulegan hraðatakt. Þetta var
mjög metnaðarfullt verkefni sem
Davíð lauk samtímis kröfuhörðu sér-
námi. Eftir heimkomuna hafa rann-
sóknir Davíðs enn snúist um hjart-
sláttartruflanir, einkum gáttatif. Sú
tegund hjartsláttartruflana hrjáir
þúsundir Íslendinga og á eftir að
krefjast mikilla útgjalda fyrir heil-
brigðisþjónustuna á komandi árum.
Davíð hefur nálgast viðfangsefnið
frá ýmsum hliðum; klínískum með-
ferðarleiðum, faraldsfræði og erfða-
fræði. Tvær síðari leiðirnar hafa
skilað glæsilegum árangri, sem er
markverður á heimsvísu. Vísinda-
greinar Davíðs og félaga hans hafa
birst í mörgum virtustu tímaritum
nútímans.
Verðlaunasjóður í læknisfræði og
skyldum greinum var stofnaður af
Árna Kristinssyni og Þórði Harð-
arsyni sem báðir áttu langan feril
sem yfirlæknar og prófessorar.
Viðurkenningar
Davíð O.
Arnar
Laugardagur
90 ára
Valgerður Ágústsdóttir
80 ára
Helga Jóna Guðjónsdóttir
Vilhjálmur Gíslason
75 ára
Sóley Sigurjónsdóttir
70 ára
Einar Þorbjörnsson
Eiríkur Þormóðsson
Kristinn J. Sölvason
Yngvi Björgvin
Ögmundsson
Þórður Jóhannesson
60 ára
Anna Gerður Richter
Anna Kristín Kristinsdóttir
Björgvin Þorsteinsson
Drífa Björgvinsdóttir
Dýrunn Hannesdóttir
Einar Sveinn Guðjónsson
Guðrún Þórunn
Ingimundardóttir
Gunnar Bill Björnsson
Jóhanna Njálsdóttir
Jóna Lilja Pétursdóttir
Jón Þór Tryggvason
Kjartan Bjarnason
Kristín Siemsen
Mikkalína B. Mikaelsdóttir
Mjöll Björgvinsdóttir
Oddgerður Oddgeirsdóttir
Ólafur Ásgeirsson
Ólöf Oddgeirsdóttir
50 ára
Björg Marta Ólafsdóttir
Haraldur Baldursson
Lárus Ingi Guðmundsson
Sigtryggur Árni Ólafsson
Stefán Jóhannesson
Unnur Steinsson
Vicenta Villela Adlawan
Þorkell Ásgeir Jóhannsson
40 ára
Ásgerður Hrönn Hafstein
Bjarmi Guðlaugsson
Einar Geir Rúnarsson
Fjóla Ósk Stefánsdóttir
Guðmunda Valdís
Kristjánsdóttir
Gunnar Pétursson
Helgi Hólm Magnússon
Kristinn Hannes
Guðmundsson
Kristín Martha
Hákonardóttir
Ragnheiður S
Sigurvinsdóttir
Steinar Berg Sævarsson
Vala Karen
Guðmundsdóttir
Þóranna Hildur
Kjartansdóttir
Þórarinn Jónas Þór
30 ára
Birgir Haraldsson
Bjarki Þór Pálmason
Dorota Pryzmont
Guðbjörg Marta
Pétursdóttir
Halldóra Friðgerður
Víðisdóttir
Hólmfríður A.
Aðalsteinsdóttir
Jóhanna Valdís Torfadóttir
Karl Fannar Gunnarsson
Pétur Bergmann Árnason
Sigríður Fanney
Guðjónsdóttir
Skæringur Birgir
Skæringsson
Snær Seljan Þóroddsson
Svafar Helgason
Unnur Ósk Gísladóttir
Victor Pétur Ólafsson
Sunnudagur
80 ára
Guðbjörg Hannesdóttir
Margrét Björnsdóttir
75 ára
Angantýr Einarsson
Auður Hildur Hákonardóttir
Bryndís Eðvarðsdóttir
Guðmundur Jóhannesson
Guðný Hulda I. Waage
Jóhanna Guðný Möller
María Theódóra Jónsdóttir
Sesselja Ásta Jónsdóttir
Sigurbjörg
Sigurbjörnsdóttir
Sævar Sigurðsson
70 ára
Guðríður Kristjánsdóttir
Ingólfur Guðmundsson
Margrét Jónsdóttir
Sigfús Jónasson
Sigurbjörn Samúelsson
Steingrímur Leifsson
Svanfríður Kjartansdóttir
60 ára
Anna María
Guðmundsdóttir
Árni Aðalbjarnarson
Bergljót Björk Brand
Björn F.I. Sigurbjörnsson
Einar Ottó Högnason
Guðmundur Ólafsson
Hjálmar Björgólfsson
Hrafnhildur Eyþórsdóttir
Ingi Gunnar Þórðarson
Sjöfn Ólafsdóttir
Þorkell Jóhannsson
Þórunn M. Garðarsdóttir
50 ára
Alma Guðrún
Frímannsdóttir
Anna Maggý Óskarsdóttir
Arnar Eyþórsson
Gunnar Georg Smith
Gunnar Níelsson
Haukur Víðisson
Hilmar Þór Hilmarsson
Hjörleifur Sigurðsson
Ingvar Birnir Grétarsson
Kolbrún Ólafsdóttir
Lára Sigþrúður
Sigurðardóttir
Ragna Sólveig Eyjólfsdóttir
Sigurður Guðmundsson
Sæmundur Þór Jónsson
Örn Engilbertsson
40 ára
Brandur Skafti Brandsson
Einar Sigríksson
Guðmundur Kristján
Jakobsson
Guðrún Jóna
Sæmundsdóttir
Gunnhildur M.
Björgvinsdóttir
Hákon Pétursson
Kristinn Már Þorkelsson
30 ára
Anna Linda Ágústsdóttir
Árni Grétar Jóhannsson
Ástríður Kristín
Bjarnadóttir
Berglind Ása Pedersen
Berglind Inga
Guðmundsdóttir
Bjarnveig Birgisdóttir
Eva Björg Sigurðardóttir
Fanney Þóra Vilhjálmsdóttir
Guðbjörg Sigríður Petersen
Haukur Viðar Jónsson
Hulda Harðardóttir
Jón Pétur Hansson
Kristjana Margrét
Svansdóttir
Margrét Ingólfsdóttir
Myrra Rós Þrastardóttir
Sveinbjörn Hrafn
Kristjánsson
Sævar Eðvarðsson
Til hamingju með daginn
VIÐ ERUM
SÉRFRÆÐINGAR
Í GASI
Þú getur verið afslappaður og öruggur
við grillið með AGA gas. Öruggur um
að þú ert að nota gæðavöru og að
þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft
áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú
nýtir þér heimsendingarþjónustu á
höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú
heimsækir söluaðila AGA.
Farðu á www.gas.is og finndu
nálægan sölustað eða sæktu
öryggisleiðbeiningar og fáðu
upplýsingar um AGA gas.
www.GAS.is