Morgunblaðið - 11.05.2013, Side 1
L A U G A R D A G U R 1 1. M A Í 2 0 1 3
Stofnað 1913 109. tölublað 101. árgangur
FJÖLMENNINGU
Í REYKJAVÍK
FAGNAÐ
SKIPTIR MÁLI
HVER HLEYP-
UR HRAÐAST?
ÖRYGGI OG ÆÐRU-
LEYSI LEIKUR UM
PLÖTU BUBBA
SUNNUDAGUR FIMM STJÖRNU STORMUR 56MARGBROTIN MENNING 10
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Slitastjórn gamla Landsbankans (LBI) hefur
farið þess á leit við Seðlabanka Íslands að bank-
inn veiti LBI undanþágu frá lögum um gjaldeyr-
ismál svo hægt yrði að greiða út til forgangs-
kröfuhafa yfir 200 milljarða í erlendum gjaldeyri
sem féll til eftir 12. mars 2012. Samkvæmt áreið-
anlegum heimildum Morgunblaðsins hefur Seðla-
bankinn hins vegar ekki viljað ljá máls á því að
slík undanþága verði veitt á þessari stundu.
LBI hefur í þrígang greitt út samtals 677
milljarða króna til forgangskröfuhafa. Síðast
greiddi LBI út 82 milljarða til kröfuhafa í októ-
ber 2012. Hingað til hefur slitastjórnin getað
greitt út til kröfuhafa, án samþykkis Seðlabank-
ans, með gjaldeyri sem var til í reiðufé fyrir
breytingu sem var gerð á gjaldeyrislögunum 12.
mars 2012.
Slitastjórn LBI taldi ekki tímabært að tjá sig
um málið þegar eftir því var leitað.
Heimildir blaðsins herma að óvíst sé hvort
Seðlabankinn muni veita heimild fyrir slíkum út-
greiðslum meðan ekki hefur tekist að semja um
endurfjármögnun eða lengingu á 310 milljarða
erlendum skuldabréfum milli gamla og nýja
Landsbankans. Að sögn kunnugra er sú afstaða
talin nauðsynleg svo hægt verði að setja þrýsting
á kröfuhafa Landsbankans – Breta og Hollend-
inga – um að setjast að samningaborðinu og end-
ursemja um skilmála skuldabréfanna. Þreifingar
hafa átt sér stað milli Seðlabankans og fulltrúa
kröfuhafa um þau mál á síðustu vikum.
Fékk ekki undanþágu
Slitastjórn Landsbankans vildi greiða forgangskröfuhöfum yfir 200 milljarða
Fékk ekki heimild frá SÍ þar sem um var að ræða gjaldeyri eftir 12. mars 2012
MFær ekki heimild til að hraða » 26
Þegar ferðast er um ókunnar slóðir er jafnan
ómissandi að hafa kort við höndina, jafnvel þótt
verið sé að skoða ekki stærri borg en Reykjavík.
Stoppa þarf af og til, sama þótt regnið falli, og
kanna hvort haldið sé í rétta átt enda enginn
verri þótt hann vökni, eins og máltækið segir.
Gott er fyrir landsmenn alla að hafa það í huga
næstu daga enda rigning í veðurkortunum og
sums staðar von á snjókomu.
Morgunblaðið/Ómar
Blaut og áttavillt í höfuðborginni
Kortið kemur að góðum notum á ferðalögum
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
David Moyes, nýráðinn fram-
kvæmdastjóri Manchester United,
hefur oft komið til Íslands með fjöl-
skyldu sinni. Faðir hans og alnafni er
mikill Íslandsvinur og hefur haft
milligöngu um íþróttaferðir til Skot-
lands, auk þess að greiða götuna fyrir
þjálfara og leikmenn á milli landanna.
Smám saman tók sonurinn Kenny
við þessum samskiptum, en tengslin
héldust áfram góð við fjölskylduna,
samstarf sem varð að vináttu í ára-
tugi. „Ég man að í einni af heimsókn-
um Davids eldri til Íslands höfðum
við samband við KSÍ vegna miða á
bikarúrslitaleik,“ segir Hörður Hilm-
arsson. „Ég hélt að ég þekkti flesta í
fótboltahreyfingunni á Íslandi, en
David gamli heilsaði öllum í heið-
ursstúkunni, bæði þeim sem ég
þekkti og hinum líka!“
Þegar Moyes yngri var 15 ára 1978
bjó hann í Vestmannaeyjum í nokkr-
ar vikur, æfði og spilaði fótbolta með
Tý og sinnti þjálfun í fyrsta skipti.
„Hann bjó hérna þrjár, fjórar vikur,
ætlaði að vera allt sumarið, en þá
fékk hann tilboð um að komast á
samning hjá Celtic,“ segir Ólafur
Jónsson sem hýsti unglinginn. „Það
var ekkert vandamál að hafa ungling
á heimilinu. Þetta var ósköp venju-
legur og geðugur strákur, dálítið
grimmur við sjálfan sig, metnaðar-
gjarn og stífur á mataræðinu. Hann
ætlaði sér greinilega að ná langt í fót-
bolta.“
Nánar í Sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins og á íþróttasíðum.
Moyes hóf ferilinn hjá Tý í Eyjum
Moyes-fjölskyldan er vinmörg á Íslandi eftir áratuga samstarf við ófá íþróttalið
AFP
Á hliðarlínunni David Moyes dvaldi
nokkrar vikur í Eyjum og hefur
þjálfað íslenska knattspyrnumenn.
Landhelgis-
gæslan fór um
borð í fjórðungi
færri skip árið
2012 en árið
2010. Árið 2010
var farið um borð
í 325 skip en 185
skip í fyrra.
Ásgrímur L.
Ásgrímsson, framkvæmdastjóri að-
gerðasviðs Landhelgisgæslunnar,
segir að stór hluti skýringarinnar sé
sá að í fyrra hafi varðskipið Þór ver-
ið tekið í notkun og mikill tími farið í
að þjálfa áhöfnina í notkun skipsins
og búnaðar þess. Í ár eigi að fara um
borð í fleiri skip en í fyrra.
Tveir norskir loðnuskipstjórar
hafa verið ákærðir fyrir að hafa í
janúar veitt rangar upplýsingar um
heildarveiði. Skeikaði samtals 245
tonnum. »6
Fóru um borð í mun
færri skip en 2010
Aðeins 7,5 lítrar af bensíni voru
eftir á tanki flugvélar, sem flogið
var frá Grænlandi, þegar hún lenti
á Keflavíkurflugvelli, 27. sept-
ember 2010.
Í miðju flugi varð ljóst að vindar
voru mun meiri en reiknað hafði
verið með í upphafi. Flugmennirnir
óskuðu eftir að fá forgang til lend-
ingar. Rannsóknarnefnd flugslysa
hefur lokið rannsókn og skilað
skýrslu.
Lentu á síðustu
bensíndropunum
Refir sem lifa á
búsvæðum við
sjávarsíðuna
hafa safnað
miklu magni af
kvikasilfri í líf-
færum sínum.
Aftur á móti er
lítil kvikasilfurs-
mengun í refum
sem nýta fæðu inn til landsins.
Þetta kemur fram í grein sem vís-
indamenn frá Leibniz í Þýskalandi,
Háskólanum í Moskvu í Rússlandi
og Háskóla Íslands og Melrakka-
setri hafa birt. »21
Mikið kvikasilfur í
melrakka við sjóinn
Fjöldi skipa er nú á
karfamiðum á
Reykjaneshrygg.
Úthafskarfaveiðar
íslenskra skipa
máttu hefjast á mið-
nætti í fyrrinótt og
þegar stundin rann
upp voru tólf íslenskir frystitog-
arar komnir á miðin og var ágætur
afli fyrsta sólarhringinn.
Á heimasíðu HB Granda er haft
eftir Heimi Guðbjörnssyni, skip-
stjóra á Helgu Maríu AK, að um 15
rússneskir togarar, fjórir til fimm
Spánverjar og svipaður fjöldi fær-
eyskra og norskra togara hafi verið
á veiðisvæðinu við lögsögumörkin.
Fjöldi skipa á karfa
á Reykjaneshrygg