Morgunblaðið - 11.05.2013, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.05.2013, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013 Björn Jóhann Björnsson Skúli Hansen Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsókn- arflokksins, héldu áfram stjórnar- myndunarviðræðum sínum í gær. Í samtölum við blaðamann sögðu Bjarni og Sigmundur Davíð. að við- ræðurnar gengju vel og að þeir hefðu m.a. rætt skuldamál heimilanna. „Þessar viðræður mínar og for- manns Sjálfstæðisflokksins hafa ver- ið góðar að því leytinu til að menn eru að leita lausna í staðinn fyrir að leita að hindrunum,“ sagði Sigmundur Davíð. Taka saman handbók Á meðan stjórnarmyndunarvið- ræður standa yfir búa ráðuneytin sig undir ríkisstjórnarskipti. Miðað við gang viðræðna er talið stutt í að lyklaskipti fari fram í ráðuneytunum og nýir ráðherrar taki við. Kristján Skarphéðinsson, ráðu- neytisstjóri í atvinnu- og nýsköpun- arráðuneytinu, segir starfsemina þessa daga vera hefðbundna við upp- haf nýs kjörtímabils. „Við förum í gegnum okkar verk- efni, tökum saman lista um þau mál sem er verið að vinna í og útbúum handbók fyrir starfsemina í ráðu- neytinu. Þar er verkefnum lýst og hver staða þeirra er. Þetta er fyrst og fremst gert ef kemur nýr ráðherra og einnig til hægðarauka fyrir okkur í ráðuneytinu. Að öðru leyti eru starfs- menn bara að sinna sinni vinnu eins og venjulega,“ segir Kristján. Eitt af verkefnunum er að taka saman upplýsingar um stöðu starfs- hópa og nefnda sem skipaðar hafa verið síðasta kjörtímabil. Kristján segir að sé vinnu einhverra slíkra starfshópa ólokið þá haldi þeir störf- um sínum áfram á meðan ekkert ann- að sé ákveðið, enda hafi þeir sumir hverjir ákveðinn starfs- og skipunar- tíma. Það sé þá verkefni nýs ráðherra að ákveða hvort vinnu þessara nefnda verði hætt. Þó að ráðherraskipti fari fram halda allir starfsmenn ráðuneytanna sínum störfum, að aðstoðarmönnum ráðherra undanskildum, þeir eru pólitískt ráðnir af viðkomandi ráð- herra. Heimilt er að hafa tvo aðstoð- armenn og í sumum tilvikum hefur annar þeirra gegnt stöðu upplýsinga- fulltrúa ráðuneytis. Kristján segir það ekki gilda um sitt ráðuneyti, þar haldi upplýsingafulltrúi áfram eins og ekkert hafi í skorist. Ráðuneytin undir- búa nýtt tímabil  Góður gangur sagður í stjórnarmyndunarviðræðum Morgunblaðið/Kristinn Stjórnarmyndunarviðræður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson í Alþingishúsinu í gær, þar sem viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar héldu áfram. Að sögn Bjarna fengu þeir sér soðbrauð með kaffinu. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Regluleg krabbameinsleit með rönt- genmyndatöku í brjóstum skilar ár- angri. Krabbamein er greint á fyrri stigum og dánartíðni er marktækt lægri, niðurstaða rannsóknarinnar sýnir fram á það,“ segir Kristján Sig- urðsson, krabbameinslæknir og fyrrv. yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Niðurstaða rannsókna um árangur reglulegrar krabbabeinsleitar á Íslandi, frá nóv- ember árið 1987 til 2010, birtist í gær í læknatímaritinu Breast Cancer, Targets and Therapy. Krabbamein í brjóstum er algeng- asta krabbamein sem greinist í kon- um um allan heim. Allar konur á Ís- landi á aldrinum 40 til 69 ára eru boðaðar í krabbameinsleit með brjóstamyndatöku. Kristján segir ástæðuna fyrir því að nú var farið ofan í kjölinn á þessu rannsóknarefni, þ.e.a.s. að kanna hvort regluleg krabbameinsleit skili raunverulegum árangri, sé auk hefð- bundinnar úttektar tilkomin vegna þeirra háværu radda sem heyrst hafa m.a. innan læknastéttarinnar um að slíkar rannsóknir séu gagnslitlar og leiði til ofgreininga og ofmeðhöndlun- ar. Fleiri greinast 50 til 69 ára Rannsóknin hefur ekki leitt í ljós að óeðlilegur fjöldi nýgreindra tilfella krabbameina greinist. Aukning er á krabbameinum á aldrinum 50 til 69 ára en fækkun hjá konum 40 til 49 ára og konum 70 til 79 ára. Krabbamein greinist á fyrri stigum hjá öllum kon- um sem mæta í leit og dánartíðni er því í heildina marktækt lægri. „Þessi mein sem við finnum í leitinni eru miklu minni og greinast áður en þau fara að dreifa sér og leiða til dauða,“ segir Kristján. Dánartíðni þeirra kvenna sem mæta reglulega í leit er mun lægri en þeirra sem mæta ekki. „Fjöldi þeirra kvenna sem boðaðar eru aftur í skoð- un, eftir að eitthvað hefur sést á myndinni, er ekki óeðlilega mikill, líkt og þeir sem mótfallnir eru þessum rannsóknum halda fram,“ segir Krist- ján. „Mæting kvenna í skoðun á tveggja ára fresti er ekki nógu góð miðað við hin Norðurlöndin. Aftur á móti mæta konur frekar óreglulega,“ segir Krist- ján. Meðal þeirra kvenna sem mæta í skoðun reglulega, á tveggja ára fresti, eru 62% kvenna á aldrinum 40 til 69 ára. Af konum sem mæta óreglulega til leitar, þ.e.a.s. á fjögurra ára fresti, nálgast mætingin 70%. 14 til 15% kvenna á aldrinum 40 til 69 ára hafa aldrei komið til skoðunar. Kristján bendir á að þar sem leit sé aldrei hundrað prósent örugg sé nauðsynlegt að konur þreifi brjóstin reglulega milli skoðana og hafi sam- band við Leitarstöð ef þær eru ósátt- ar við þá þreifingu. „Niðurstöðurnar sýna að regluleg leit skilar árangri og að árangur leitar er jafnvel mun betri en gert var ráð fyrir í upphafi þegar krabbameinsleit hófst,“ segir Krist- ján. Krabbameins- leit í brjóstum skilar árangri  Konur mæta ekki nógu vel í skoðun Morgunblaðið/Ómar Krabbameinsleit Kristján Sigurðs- son krabbameinslæknir. Krabbameinsleit » Krabbamein greinist á fyrri stigum og áður en þau ná að dreifa sér, hjá öllum konum sem mæta reglulega í krabba- meinsleit. » Konur mæta ekki reglulega til leitar. Tvenn hjón voru nýlega gefin saman í tónlistarhúsinu Hörpu í Reykjavík. Þar hefur einnig farið fram útför. Að sögn Halldórs Guðmundssonar, for- stjóra Hörpu, færist það sífellt í aukana að athafnir sem þessar séu haldnar í húsinu. „Ég lít svo á að Harpa sé félags- heimili allra landsmanna,“ segir Halldór um þetta. „Það er ekki nema eðlilegt að fólk vilji hafa þar sem fjölbreyttastar athafnir.“ Síðan húsið var opnað í maí árið 2011 hefur tónlistin ómað þar, fyr- irtæki haldið ráðstefnur og hópar komið saman af ýmsu tilefni. „Þetta er orðið nokkuð fjölbreytt,“ segir Halldór. Ljóst er að atburðirnir eru af ýmsum toga og því gætu margir velt fyrir sér hvort háværir tónleikar fari saman við brúðkaup eða jafnvel út- farir. Halldór segir það vissulega fara eftir eðli athafnanna hversu vel þær fara saman við aðra dagskrá. „Það er ekki hljóðleki á milli salanna þannig að það fer ekkert hljóð á milli,“ segir hann. Halldór nefnir sem dæmi raf- tónlistarhátíðina Sónar sem haldin var á sama tíma og sent var út frá Edduverðlaunahátíðinni í húsinu og segir það hafa gengið að óskum. Hann segir að öllum sé tekið fagn- andi sem vilja leigja húsið undir at- burði. „Ef við komum því við, þá reynum við okkar besta,“ segir Hall- dór. larahalla@mbl.is Hjónavígslur og útför í tónlistarhúsinu Hörpu Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Margt í gangi Tónlistarhúsið Harpa hýsir marga viðburði.  Félagsheimili allra segir forstjóri Fjölbreytt starfsemi » Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa var opnað í maí 2011. » Á þessu ári hafa tvö pör ver- ið gefin saman í húsinu. » Í húsinu eru fimm salir, Eld- borg, Norðurljós, Silfurberg, Kaldalón og Björtuloft. living withstyle ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is lau. 10-18, sun. 12-18, mán. - fös. 11-18:30 Sumarið er komið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.