Morgunblaðið - 11.05.2013, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Lögreglustjórinn á Eskifirði hefur
ákært skipstjóra tveggja norskra
loðnuveiðiskipa, Manon og Gambler,
fyrir að gefa upp minni heildarafla á
loðnu en raunin var svo munaði sam-
tals um 245 tonnum. Ef loðnan hefur
öll farið í bræðslu nemur verðmæti
þess afla sem reynt var að koma
undan um 30 milljónum en um 40
milljónum ef loðnan hefur verið
fryst.
Meiru skeikaði hjá skipstjóranum
á Manon. Hann sendi 22. janúar sl.
tilkynningu til sameiginlegrar eftir-
litsstöðvar Fiskistofu og Landhelg-
isgæslunnar um að hann hefði veitt
600 tonn af loðnu. Síðan sigldi hann
skipinu að fyrirfram ákveðnum eftir-
litsstað fyrir austan land þar sem
skipverjar á varðskipinu Tý fóru um
borð til eftirlits. Mælingar þeirra
leiddu í ljós að aflinn um borð var
talsvert meiri en hin uppgefnu 600
tonn og var Manon umsvifalaust vís-
að til Eskifjarðar til löndunar. Þar
fékkst grunur Gæslunnar stað-
festur; um borð voru 785 tonn af
loðnu en ekki 600 og skeikaði því um
30%.
Skipstjóri norska nótaskipsins
Gambler var ekki alveg eins skáld-
legur. Hann sendi tilkynningu
31. janúar um að heildarafli
skipsins væri 320 tonn af
loðnu. Við
löndun á
Fáskrúðs-
firði daginn
eftir kom
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úr-
skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um
að ríkissaksóknara beri að afhenda
verjanda áhugaljósmyndara sem
ákærður er fyrir fjölda kynferð-
isbrota greinargerðir lögreglu-
stjórans á höfuðborgarsvæðinu
vegna málanna.
Hæstiréttur segir að hvorki sé um
að ræða málsóknarskjal í sakamáli
né sönnunargagn um atvik máls. Því
sé ákæruvaldinu ekki skylt að af-
henda gögnin við meðferð málsins.
Málið var höfðað með ákæru
ríkissaksóknara 8. mars á hendur
ungum manni sem gaf sig út fyrir að
vera áhugaljósmyndari á
samskiptavefnum Facebook. Mað-
urinn er ákærður fyrir fjölmörg
kynferðisbrot og fyrir brot gegn
barnaverndarlögum. Þá var gefin út
önnur ákæra 4. apríl fyrir
kynferðisbrot og fyrir brot gegn
barnaverndarlögum. Málin voru
sameinuð í eitt.
Verjandi mannsins krafðist þess
að ríkissaksóknari afhenti greinar-
gerðir lögfræðings hjá lögreglu-
stjóranum á höfuðborgarsvæðinu,
eða annars lögfræðings embættisins
sem fylgdu með rannsóknargögnum
síðara málsins til ríkissaksóknara.
Bar hann við að samskonar grein-
argerðir hefðu fylgt rann-
sóknargögnum vegna fyrri
ákærunnar.
Ákæruvaldið hafnaði kröfunni og
sagði greinargerðirnar hafa fylgt
með fyrir mistök. Um sé að ræða
vinnugögn ákæruvaldsins sem ekki
séu hluti rannsóknargagna. Þau
hafi ekki þýðingu fyrir dóms-
meðferð málsins.
Héraðsdómari kvað upp þann úr-
skurð að ákæruvaldinu bæri að af-
henda greinargerðirnar til að sam-
ræmis væri gætt við meðferð beggja
ákæra málsins.
Þessu hafnaði Hæstiréttur og tók
undir málatilbúnað ákæruvaldsins.
Áhugaljósmynd-
arinn fær ekki
gögn frá lögreglu
Hæstiréttur sneri héraðsdómi við
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
„Úrræðið hefur aðstoðað marga en
frysting lána er ekki lausn sem
hjálpar öllum. Hún lækkar tíma-
bundið greiðslubyrðina en heildar-
kostnaðurinn eykst. Því miður eru
margir ennþá þannig staddir að þeir
geta ekki greitt,“ segir Ásta Helga-
dóttir, umboðsmaður skuldara.
Forstjóri Íbúðalánasjóðs sagði við
mbl.is á miðvikudag að frysting lána
hefði ekki gagnast neinum í sjálfu
sér og aðeins gert málin verri. Marg-
ir þeirra sem nú missi íbúðir á nauð-
ungaruppboðum hafi verið með fryst
lán sem nýverið runnu út.
Ásta segir að markmið þessa úr-
ræðis sé að veita fólki svigrúm til að
taka til í fjármálum sínum og greiða
til dæmis niður yfirdráttarlán vegna
tímabundinna erfiðleika eins og at-
vinnuleysis eða veikinda.
Eftir hrun hafi reglur varðandi
lánafrystingu verið rýmkaðar. Hag-
ur margra einstaklinga hafi hins
vegar ekki vænkast. Þannig séu
sumir enn atvinnulausir sem misstu
vinnu í hruninu.
„Því miður eru margir það illa
staddir að þeir geta ekki greitt af
fasteignalánum sínum. Ég hef sjálf
vakið athygli á því að það þarf að
horfa til húsnæðisúrræða almennt
fyrir þá einstaklinga sem hafa hvorki
ráð á því að greiða af fasteignalánum
né að borga á leigumarkaðinum. Við
sjáum hjá okkur fólk sem er undir
okkar framfærsluviðmiðum og það
er verulegt áhyggjuefni. Þetta er
nokkuð stór hópur,“ segir Ásta.
Frysting hjálpar ekki öllum
Nokkuð stór hópur einstaklinga sem getur ekki greitt af fasteignalánum eða
greitt á leigumarkaði Þörf á að skoða almenn húsnæðisúrræði fyrir þann hóp
Úrræði
» Skv. reglugerð um úrræði til
að bregðast við greiðsluvanda
vegna lána Íbúðalánasjóðs er
hægt að sækja um frystingu
láns í allt að þrjú ár.
» Skilyrði fyrir því eru tíma-
bundnir erfiðleikar á borð við
atvinnumissi, minni atvinnu,
veikindi eða slys.
Landhelgisgæslan fór um borð í um fjórðungi færri skip árið 2012 en árið
2010. Árið 2010 var farið um borð í 325 skip, 239 skip árið 2011 og 185
árið 2012. Árið 2012 veiddu 60 erlend skip innan efnahagslögsögu
Íslands; 35 norsk, 24 færeysk og eitt grænlenskt.
Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður aðgerðasviðs Landhelgisgæsl-
unnar, segir að samdráttur í rekstri hafi eitthvað að segja í þessu. Þá hafi
það haft mikil áhrif að í fyrra hafi varðskipið Þór verið tekið í notkun og
miklum tíma þurft að verja í að þjálfa áhöfn þess, m.a. með þátttöku í
umfangsmikilli björgunaræfingu við Grænland. Af þessum sérstöku
ástæðum hafi verið farið minna um borð í skip en áður. „En við stefnum
að því að ná þessari tölu aftur upp,“ segir hann.
Ásgrímur tekur fram að á meðan loðnuvertíðin standi yfir sé lögð
áhersla á að varðskip sé á veiðislóð, m.a. svo tækifæri gefist til að fara
um borð í erlend fiskiskip. Þá megi ekki gleyma því að eftirlit fari fram
með ýmsum hætti, s.s. með samanburði á aflaskýrslum og lönd-
unarskýrslum og gott samstarf sé við Fiskistofu í þeim
efnum.
Um borð í fjórðungi færri skip
ÁRIÐ 2012 VEIDDU 60 ERLEND SKIP Á ÍSLANDSMIÐUM
Varðskipið Þór
hins vegar í ljós að aflinn var 379,4
tonn, 59,4 tonnum meiri en tilkynnt
hafði verið. Misræmið nam um
18,5%.
Í þetta sinn var það misræmi í
aflaskýrslu og löndunarskýrslu sem
kom upp um skipstjórann. Fiski-
stofa tilkynnti Landhelgisgæslunni
um málið. Þá var Gambler lagður af
stað úr höfn en sneri við eftir að
Gæslan hafði samband. Varðskip var
reyndar statt úti af Austfjörðum og
hefði getað skorist í leikinn.
Vilja andvirði umframafla
Skipstjórarnir eru ákærðir fyrir
að hafa brotið gegn lögum og reglu-
gerð um veiðar erlendra skipa í fisk-
veiðilandhelgi Íslands. Brot gegn
lögunum varða sektum að lágmarki
400.000 en að hámarki 4 milljónum.
Sé um stórfellt eða ítrekað ásetn-
ingsbrot að ræða gilda þessi sektar-
hámörk ekki. Þá er heimilt í slíkum
tilvikum að gera allan afla skipsins
og öll veiðarfæri um borð í skipinu
upptæk.
Í þessum máli krefst lögreglu-
stjórinn á Eskifirði þess að skip-
stjórarnir verði dæmdir til refsinga
og að sektirnar renni í Landhelgis-
sjóð Íslands. Í tilfelli skipstjórans á
Manon er þess krafist að verðmæti
umframaflans verði gert upptækt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Floti Skipstjórar tveggja norskra loðnuveiðiskipa hafa verið ákærðir. Skipin á myndinni tengjast ekki fréttinni.
Reyndu að koma 245
tonnum af loðnu undan
Verðmæti 30-40 milljónir Ætla um borð í fleiri skip
Þegar lán eru fryst heldur höf-
uðstóll þeirra áfram að hækka.
„Þegar þessu tímabili lýkur er
skuldastaðan orðin verri, nettó-
eignastaðan orðin mun verri og
greiðslubyrðin orðin mun
þyngri. Aðstæður þeirra sem
fara í frystingu hefðu þurft að
batna umtalsvert mikið til að
menn geti ráðið við lánin eftir
frystingu. Það hefur yfirleitt
ekki gerst, sagði forstjóri ÍLS
við mbl.is í vikunni.
Höfuðstóllinn
hækkar áfram
FRYST LÁN
Suðurheimskautsævintýri
19. janúar - 2. febrúar 2014
Fararstjóri: Ari Trausti Guðmundsson
Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 20:00
í húsakynnum Bændaferða, Síðumúla 2. Allir velkomnir!
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Við kynnum ævintýraferð til Suðurheimskautsins í ársbyrjun 2014.
Flogið verður frá Íslandi til Usuhaia í Argentínu. Þaðan munum við sigla til
Suðurskautslandsins (Antarktíkuskagans) og njóta kyngimagnaðrar náttúru
og umhverfis.Antarktíka er um 14 milljón ferkílómetrar að flatarmáli og
þriðja minnsta heimsálfan. Í þessari íseyðimörk þrífast einungis kuldaþolnustu
dýr og plöntur s.s. keisaramörgæsir, loðselir og mosti. Eftir stórkostlegt
Suðurheimskautsævintýri verður flogið til baka til Suður-Ameríku og heim.
Þetta er fyrsta íslenska hópferðin til hvítu heimsálfunnar