Morgunblaðið - 11.05.2013, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.05.2013, Qupperneq 22
SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Í mars síðastliðnum voru 100 ár liðin frá fæðingu dr. Björns Sigurðssonar, forstöðumanns á Keldum og frum- kvöðuls á sviði smitsjúkdómafræði. Rannsóknir Björns á ýmsum búfjár- sjúkdómum, þ. á m. garnaveiki, voru ómetanlegar íslenskum landbúnaði en innan læknavísindanna er hans einna helst minnst fyrir kenningu sína um hæggenga veirusjúkdóma, en til þeirra teljast m.a. visna og mæði í sauðfé og alnæmi. Björn á Keldum, eins og hann var iðulega kallaður, var fæddur 3. mars 1913 á Veðramóti í Gönguskörðum skammt frá Sauðárkróki. Hann var elstur fimm barna Sigurðar Árna Björnssonar hreppstjóra og Sigur- bjargar Guðmundsdóttur. Björn lauk stúdentsprófi 1932 og hóf þá nám við læknadeild Háskóla Íslands og sýndi snemma hvað í hann var spunnið. „Björn var fljótur með læknis- fræði, lauk henni vorið 1937. Sum- arið áður, 1936, sendi þáverandi landlæknir, Vilmundur Jónsson, Björn í Flatey á Skjálfanda, en Björn skyldi rannsaka þar taugaveiki, sem herjaði með hléum í nokkra áratugi, hafði valdið umtalsverðum veikind- um og m.a. lagt fólk að velli,“ segir Jóhannes Björnsson, læknir og meinafræðingur, yngsta barn Björns og konu hans, Unu Jóhannesdóttur. „Þegar læknir nútímans hugleiðir þessa ákvörðun Vilmundar, að senda læknanema einan síns liðs til þess að leysa jafn alvarlegt verkefni, þá þættu það líklega embættisglöp. Vil- mundur gerði það engu að síður og Björn leysti málið, fann sjúkdóms- berann, beitti hugviti, rökvísi og upprætti sjúkdóminn, sem þarna hafði verið landlægur í þrjátíu ár,“ segir hann. Tryggði styrk til uppbyggingar starfsemi á Keldum Vilmundur landlæknir og Niels Dungal, forstöðumaður Rannsókna- stofu Háskólans í meinafræði, studdu Björn til framhaldsnáms að loknu embættisprófi, sem hann stundaði um tveggja ára skeið við líf- fræðistofnun Carlsberg-sjóðsins í Kaupmannahöfn en eftir stutta við- komu á Íslandi hélt hann til Banda- ríkjanna og nam og starfaði á rann- sóknarstofnun í Princeton í New Jersey, á styrk frá Rockefeller- sjóðnum. „Þessari erlendu dvöl hans lauk 1943, líklega fyrr en ella hefði verið vegna stríðsins, og til að gera langa sögu stutta þá ákveður Rockefeller- stofnunin að veita umtalsverðum peningum, um 200 þúsund Banda- ríkjadölum, einhverjum milljónum dala á núvirði, til að byggja þessa stofnun á Keldum, með því skilyrði að Björn yrði forstöðumaður henn- ar,“ segir Jóhannes. Það var ríkisstjórn Íslands sem ákvað að sækja um styrk til stofn- unarinnar árið 1944, í þeim tilgangi að koma á fót rannsóknarstöð fyrir búfjársjúkdóma, en það mun hafa verið Björn sem vann greinargerð- ina sem fylgdi umsókninni. Hann vann og ötullega að uppbyggingu starfseminnar og hafði m.a. umsjón með framkvæmdum og tækjakaup- um en fyrstu árin var starfslið ekki margt; forstöðumaðurinn, tveir sér- fræðingar, fjórir aðstoðarmenn og bústjóri. Búfjárrannsóknir gríðarlegt hagsmunamál Íslendinga „Þegar Björn byrjaði hér á Keld- um þá var hann að rannsaka bæði bráða og alvarlega sjúkdóma í sauðfé, sérstaklega garnaveiki, og búa til bóluefni við þeim. Það voru undir umtalsverðir hagsmunir, því bændur misstu fé úr garnaveikinni og öðrum búfjársjúkdómum sem hann lýsti, en það eina sem hafði ver- ið hægt að gera var að skera, þ.e.a.s. að slátra fénu. Þannig að auðvelt er að ímynda sér hver áhrif það hafði fyrir afkomu þjóðarinnar að hér væri vísindamaður með bóluefni við þess- um sjúkdómum,“ segir Jóhannes. Samtíðarmenn Björns virðast hafa verið á einu máli um að þar færi sér- stakur vísindamaður en Jóhannes segir að fleira hafi spilað þar inn í en meðfæddar gáfur og lærdómsþekk- ing. „Þekkingin ein og greindin ein duga ekki til, það þarf hugmyndaflug og frumkvæði til,“ segir Jóhannes. Þessir eiginleikar nýttust Birni vel þegar hann vann að rannsóknum á svokölluðum Karakúl-pestum, en út frá þeim smíðaði hann kenningu sem hann varð þekktur fyrir innan lækn- isfræðinnar og er enn. „Forsagan er sú að á fjórða ára- tugnum var flutt inn frá Þýskalandi Karakúlfé, sem átti að verða íslensk- um landbúnaði til mikilla hagsbóta, en með því komu a.m.k. þrír alvar- legir sjúkdómar sem ekki höfðu fundist hér áður. Einn af þeim lagð- ist bæði á lungu og fyrst og fremst á miðtaugakerfi kindanna og hegðaði sér um margt óvenjulega,“ segir Jó- hannes. Um var að ræða veirusýk- ingu sem Björn kallaði visnu í heila en mæði í lungum, en á ensku gengur hún ýmist undir heitinu visna/maedi eða maedi/visna. Byltingarkennd kenning um nýjan flokk smitsjúkdóma „Þegar við tölum um smitsjúk- dóma á borð við mislinga eða lungna- bólgu þá eru þetta oftast það sem við myndum kalla bráða sjúkdóma. Sjúklingurinn sýkist og meðgöngu- tíminn er talinn í dögum, vikum í hæsta lagi, og síðan gengur sjúk- dómurinn yfir ýmist með bata eða sjúklingurinn deyr,“ segir Jóhannes. Björn tók hins vegar eftir því, og lýsti í fyrirlestrum við Lundúnahá- skóla árið 1954, að skepnurnar voru einkennalausar árum saman, áður en einkenni tóku að koma hægt fram, en sjúkdómurinn dró þær undantekn- ingalaust til dauða. Þarna hélt hann fram að um væri að ræða nýja teg- und smitsjúkdóma, sem hann kallaði annarlega hæggenga smitsjúkdóma. Vísindamaður á heimsmælikvarða Morgunblaðið/Eggert Arfleifð Jóhannes, sem stendur hér við brjóstmynd af Birni á bókasafninu á Keldum, segist muna vel eftir því þegar hann sat við smásjá í sérfræðinámi sínu vestanhafs og heyrði mann rausa um að unga fólkið þekkti ekki Sigurdsson.  Aldarafmæli Björns Sigurðssonar á Keldum  Kenning um hæggenga veirusjúkdóma markaði tímamót Frumkvöðull Björn Sigurðsson lést úr nýrnakrabbameini aðeins 46 ára. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.