Morgunblaðið - 11.05.2013, Qupperneq 26
FRÉTTASKÝRING
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Slitastjórn gamla Landsbankans
(LBI) hefur farið þess á leit við
Seðlabanka Íslands að hann veiti
LBI undanþáguheimild frá lögum
um gjaldeyrismál svo hægt sé að
greiða út til forgangskröfuhafa yfir
200 milljarða í erlendum gjaldeyri
sem féll til eftir 12. mars 2012. Sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
Morgunblaðsins þá hefur Seðlabank-
inn hins vegar ekki viljað ljá máls á
því að slík undanþága verði veitt á
þessari stundu.
Slitastjórn gamla Landsbankans
taldi ekki tímabært að tjá sig um
málið þegar eftir því var leitað.
Kröfuhöfum verður gerð grein fyrir
stöðu mála á kröfuhafafundi sem
verður haldinn þann 30. maí næst-
komandi.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að óvíst sé hvort Seðlabankinn muni
veita þrotabúinu undanþáguheimild
fyrir slíkum útgreiðslum til for-
gangskröfuhafa, sem eru einkum
tryggingasjóðir innistæðueigenda í
Bretlandi og Hollandi, meðan ekki
hefur tekist að semja um endurfjár-
mögnun eða lengingu á erlendum
skuldabréfum milli gamla og nýja
Landsbankans. Að sögn kunnugra er
sú afstaða talin nauðsynleg svo hægt
verði að setja þrýsting á kröfuhafa
Landsbankans um að setjast að
samningaborðinu og endursemja um
skilmála skuldabréfanna. Þreifingar
hafa átt sér stað milli Seðlabankans
og fulltrúa kröfuhafa Landsbankans
í tengslum við þau mál á undanförn-
um vikum.
Már Guðmundsson seðlabanka-
stjóri hefur ítrekað sagt að það sé
nauðsynlegt að lengja í skuldabréf-
unum milli nýja og gamla Lands-
bankans í því augnamiði að létta á ár-
legri endurgreiðslubyrði bankans í
gjaldeyri. Fram kemur í nýju riti
Seðlabankans um fjármálastöðug-
leika að miðað við spár um undir-
liggjandi viðskiptaafgang þá er „af-
borgunarferill skuldabréfa
Landsbankans of þungur fyrir hag-
kerfið í heild“. Áætlaðar afborganir
af skuldabréfum Landsbankans eru
yfir 300 milljarðar króna á árunum
2015 til 2018, eða sem nemur 3-3,5%
af landsframleiðslu á tímabilinu. Þær
endurgreiðslur einar og sér eru sam-
bærilegar að stærð og spár um und-
irliggjandi viðskiptaaafgang gera ráð
fyrir á þeim árum.
Þarf að halda varasjóð
Fram til þessa hefur slitastjórnin
aðeins greitt út til forgangskröfuhafa
með gjaldeyri sem þrotabúið átti til í
reiðufé fyrir þá breytingu sem var
gerð á gjaldeyrislögunum 12. mars
árið 2012. Með þeirri lagabreytingu
voru almennar undanþágur fjár-
málafyrirtækja í slitameðferð frá
fjármagnshöftum felldar úr gildi
þannig að ekki væri hægt að greiða
út gjaldeyri til kröfuhafa nema með
samþykki Seðlabankans. Sá gjald-
eyrir sem búin áttu í reiðufé við setn-
ingu laganna fellur þó ekki undir
þessa lagabreytingu. Því hefur LBI
getað greitt út til forgangskröfuhafa
án þess að óska eftir sérstakri und-
anþágu frá Seðlabankanum.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins á LBI enn nokkuð af lausafé
í gjaldeyri sem féll til fyrir 12. mars
2012. Hins vegar álítur slitastjórn
Landsbankans nauðsynlegt að halda
eftir stórum hluta þess gjaldeyris svo
hægt verði að standa undir mögu-
legum útgreiðslum sem gæti komið
til vegna óútkljáðra dómsmála.
Miðað við síðasta ársuppgjör LBI
þá átti búið um 170 milljarða í gjald-
eyri í reiðufé og jafnframt um 70
milljarða í erlendum skuldabréfum
og hlutabréfum. Eftir því sem Morg-
unblaðið kemst næst er stærstur
hluti þessarar fjárhæðar erlendur
gjaldeyrir sem féll til eftir lagasetn-
inguna í marsmánuði 2012.
Hefur greitt 677 milljarða
LBI greiddi síðast út hluta-
greiðslur til forgangskröfuhafa í
október 2012 að andvirði 82 milljarða
króna. Aðrar greiðslur voru inntar af
hendi í maí sama ár (162 milljarðar)
og í desember 2011 (432 milljarðar)
en samtals hefur slitastjórnin greitt
út að jafnvirði nálægt 677 milljörðum
króna. Enn á eftir að greiða for-
gangskröfuhöfum um 650 milljarða
króna, eða rétt tæpan helming.
Alls námu eignir þrotabús Lands-
bankans 1.543 milljörðum króna um
síðustu áramót. Áætlað er að um
1.318 milljarðar verði greiddir út til
forgangskröfuhafa. Almennir kröfu-
hafar gætu því átt von á því að fá um
225 milljarða í sinn hlut. Á síðasta ári
jukust áætlaðar heimtur búsins um
170 milljarða og skýrðist sú aukning
að mestu vegna sölunnar á bresku
verslunarkeðjunni Iceland Foods.
Fær ekki heimild til að hraða
útgreiðslum til kröfuhafa
LBI vildi greiða yfir 200 milljarða til kröfuhafa SÍ veitti ekki undanþágu
Seðlabankinn LBI þarf undanþágu frá gjaldeyrislögum til að greiða út til
forgangskröfuhafa með gjaldeyri sem féll til eftir 12. mars 2012.
Morgunblaðið/Eggert
Þrýst á kröfuhafa
» Slitastjórn gamla Lands-
bankans hefur áhuga á að
greiða út yfir 200 milljarða til
forgangskröfuhafa með er-
lendum gjaldeyri sem féll til
eftir 12. mars 2012.
» Þarf undanþágu frá lögum
um gjaldeyrismál. Seðlabank-
inn ekki reiðubúinn að veita
slíka heimild á þessari stundu.
» Talið mikilvægt að þrýsta
fyrst á kröfuhafa Landsbank-
ans að setjast að samnings-
borðinu og endursemja um
310 milljarða erlendar skuldir
nýja Landsbankans.
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013
STUTTAR FRÉTTIR
● Tap japanska raftækjaframleiðand-
ans Panasonic nam 7,5 milljörðum
Bandaríkjadala, eða rúmum 750 millj-
örðum jena, sem jafngildir rúmlega eitt
þúsund milljörðum íslenskra króna, á
síðasta rekstrarári en því lauk í lok
mars.
Árið á undan nam tapið 772,17 millj-
örðum jena. Er þetta eitt mesta tap
sem japanskt fyrirtæki hefur skilað í
gegnum tíðina.
Aftur á móti nam rekstrarhagnaður
Panasonic 160,94 milljörðum jena á
síðasta rekstrarári en mikil end-
urskipulagning hefur átt sér stað í
rekstri þess að undanförnu.
Salan hjá Panasonic dróst aftur á
móti saman um 6,9% á milli ára.
Mikið tap Panasonic
● Afkoma Seltjarnarnesbæjar var já-
kvæð um 229 milljónir á síðastliðnu ári.
Þetta kemur fram í ársreikningi Sel-
tjarnarness fyrir árið 2012, sem var
samþykktur á fundi bæjarstjórnar 8.
maí.
Seltjarnarnesbær lækkaði útsvar 1.
janúar 2013 og er nú álagningar-
prósentan 13,66%.
Í ársreikningum kemur m.a. fram að
langtímaskuldir bæjarins eru 263 millj-
ónir króna, samkvæmt fréttatilkynn-
ingu sem sveitarfélagið hefur sent á
fjölmiðla.
Afkoman í fyrra jákvæð
um 229 milljónir króna
!"# $% " &'( )* '$*
++,-.+
+,/-01
++1-.2
/3-.,,
/3-41.
+,-35.
+/4-3.
+-+.25
+11-,1
+04-/0
++,-,2
+,5-3+
++,-35
/3-142
/3-05.
+,-3,2
+/4-4+
+-+1/1
+1,-4
+04-.,
/+-14.+
++2-+1
+,5-40
++,-51
/3-,+
/3-02.
+,-+4/
+/4-1.
+-+1.+
+1,-25
+00-++
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Bæjarlind 16 Kópavogur Sími 553 7100 www.linan.is
Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 laugardaga 11 - 16
Hönnun: Jahn Aamodt
Stóll kr. 267.500
Stóll + skemill kr. 334.900
Tímalaus skandinavísk hönnun þar sem hreinar línur, gæði og þægindi haldast í hendur. Stillanlegt bak og
hnakkapúði sem tryggja hámarks þægindi. Fáanlegur í hnotu, eik eða svartbæsaður. Frábært úrval af leðri
og áklæðum í boði.
TIMEOUT
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 14 þriðjudaginn 21. maí.
Garðar og grill
Blaðið verður með góðum upplýsingum um
garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumar-
húsgögn og grill ásamt girnilegum uppskriftum
SÉRBLAÐMorgunblaðið
gefur út glæsilegt
sérblað um
garða og grill
föstudaginn 24. maí