Morgunblaðið - 11.05.2013, Page 29
FRÉTTIR 29Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013
Geimfarar í Alþjóðageimstöðinni
urðu í gær varir við ammoníakleka.
Vegna þessa undirbúa þeir „geim-
göngu“ sem áætluð er í dag, en geim-
farar þurfa að fara utan á sjálfa stöð-
ina til að laga lekann.
Geimferðastofnun Bandaríkjanna
(NASA) leggur áherslu á að hin fjöl-
þjóðlega áhöfn, sem er bæði frá Rúss-
landi og Bandaríkjunum, sé ekki í
hættu vegna lekans sem þó er sagður
mjög alvarlegur. Sex geimfarar eru
um borð í Alþjóðageimstöðinni. Chris
Hadfield, yfirmaður áhafnar sagði við
stjórnstöð að áhöfnin horfði á „jafnt
og þétt útstreymi ammoníaks“ út í
geiminn. Hadfield „tísti“ seinna úr
geimstöðinni og sagði að böndum
hefði verið komið á lekann og ástand-
ið væri stöðugt.
„Stöðin mun halda áfram að virka
og áhöfnin er ekki í neinni hættu,“
segir í yfirlýsingu frá NASA. Amm-
oníakið sem lekur er notað til að kæla
orkukerfi geimstöðvarinnar. Þess má
geta að í nóvember síðastliðnum lak
ammoníak úr þessum sama hluta
stöðvarinnar.
Sex tíma „geimganga“
„Mikil breyting á áætlun, geim-
ganga á morgun [í dag]. Chris og Tom
eru að gera geimbúningana tilbúna.
Allt gengur eins og í sögu og und-
irbúningur áhafnarinnar fyrir göng-
una er á áætlun. Ég er stoltur stjórn-
andi svo hæfileikaríkrar og
skemmtilegrar áhafnar,“ sagði Had-
field í „tísti“ sínu utan úr geimnum í
gær.
Interfax fréttastofan segir að tveir
geimfarar muni halda í sex tíma
„geimgöngu“ um hádegisbilið í dag og
gera við lekann utan á stöðinni.
AFP
Leki Sex rússneskir og bandarískir geimfarar eru um borð í stöðinni.
Alvarlegur leki í
Alþjóðageimstöðinni
Áhafnarmeðlimir ekki í hættu
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla þriðjudaga
GÆÐI - ENDING - ÁNÆGJA
WWW.WEBER.IS
Spirit S-310
Premium
NÝTT
2013