Morgunblaðið - 11.05.2013, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013
✝ Kristjana El-ísabet
Sigurðardóttir
fæddist á Hof-
stöðum í Mikla-
holtshreppi 27.
mars 1924. Hún lést
á Sjúkrahúsinu í
Stykkishólmi 29.
apríl 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Kristjánsson, f. 5.
okt. 1888, d. 19. sept. 1969, og
Margrét Oddný Hjörleifsdóttir,
f. 26. sept. 1899, d. 9. ágúst 1985.
Systkini Kristjönu eru: Hjörleif-
ur, f. 1919, d. 1989, Kristján Er-
lendur, f. 1920, d. 1987, Sigfús, f.
1922, d. 1999, Áslaug, f. 1926, d.
1997, Valdimar, f. 1928, d. 1995,
Elín Guðrún, f. 1930, Olga, f.
1932, Magdalena Margrét, f.
1934, Anna, f. 1938, d. 2009, og
Ásdís, f. 1941.
Kristjana giftist hinn 9. júní
Lovísa Birna Björnsdóttir, börn
þeirra eru Þráinn Freyr og Mar-
grét Guðný.
Kristjana ólst upp hjá for-
eldrum sínum í Hrísdal í Mikla-
holtshreppi við almenn sveita-
störf og aðstoð á barnmörgu
heimili. Hún gekk í húsmæðra-
skólann á Staðarfelli í Dölum
veturinn 1945-46 áður en hún
stofnaði sitt eigið heimili, fyrst í
Böðvarsholti í sambýli við
tengdaforeldra sína og síðan í
Hlíðarholti í Staðarsveit ásamt
manni sínum. Þau hjón bjuggu
þar alla sína tíð rausnarbúi
ásamt því að vera virk í fé-
lagsmálum sveitar sinnar. Krist-
jana var formaður og í stjórn
Kvenfélagsins Sigurvonar um
árabil og tók virkan þátt ásamt
manni sínum og öðrum sveit-
ungum í uppbyggingu Félags-
heimilisins á Lýsuhóli. Þá komu
þau Kristjana og Þráinn að end-
urbyggingu og umsjón með
Búðakirkju, sem var henni mjög
hjartfólgin. Kristjana dvaldi hin
síðari ár á dvalarheimilinu Jaðri
í Ólafsvík.
Útför Kristjönu fer fram frá
Búðakirkju í dag, 11. maí 2013,
og hefst athöfnin kl. 14.
1946 Vigfúsi Þráni
Bjarnasyni frá
Böðvarsholti, f.
26.2. 1921, d. 4.12.
1995. Foreldrar
hans voru Bjarni
Nikulásson og
Bjarnveig Krist-
ólína Vigfúsdóttir.
Börn þeirra eru: 1)
Bjarni, f. 1947.
Maki Sigrún Hafdís
Guðmundsdóttir,
börn þeirra eru Solveig Björk,
Vigfús Þráinn, Guðmundur
Grétar og Elísabet Ýr. Barna-
börnin eru fimm. 2) Margrét, f.
1949. Maki Jón Eggertsson,
börn þeirra eru Kristjana El-
ísabet, Vilborg og Jón Þór.
Barnabörnin eru níu. 3) Sig-
urður, f. 1953. Maki Sigríður
Gísladóttir, börn þeirra eru
Gísli, Einar, Kristjana Elísabet
og Jón Rúnar. Barnabörnin eru
fjögur. 4) Vigfús, f. 1959. Maki
Ég var ung að árum þegar ég
kom í fjölskylduna í Hlíðarholti.
Kristjana, tengdamóðir mín, var
ákveðin kona og hafði skoðun á
flestum hlutum. Hún var dugnað-
arforkur og mikil húsmóðir. Krist-
jana hafði lifað tímana tvenna og
kunni ýmislegt fyrir sér. Á æsku-
heimilinu varð hún ómissandi
hjálparhella strax barn að aldri,
og lærði að breyta mjólk í mat og
ull í fat, ásamt öðrum verkum sem
til féllu á stóru heimili. Auðvitað
hafa uppvaxtarárin markað djúp
spor í hennar líf. Börn á þessum
tíma, sérstaklega til sveita, lærðu
að vinna og taka ábyrgð frá unga
aldri. Kristjana passaði alla tíð vel
uppá fjölskyldu sína og fylgdist
grannt með afkomendunum.
Ég eignaðist mitt heimili á
næsta bæ við tengdamömmu,
þannig að mikill samgangur var
alltaf á milli. Þar af leiðandi naut
ég bæði leiðsagnar og aðstoðar
tengdaforeldra minna. Reyndar
þótti mér tengdamamma stund-
um full stjórnsöm, en með aukn-
um þroska og meiri víðsýni hef ég
séð hversu mikið ég lærði af henni
og alltaf voru okkar samskipti
góð.
Í Hlíðarholt var notalegt að
koma, Kristjana var gestrisin og
tók vel á móti fólki. Hún passaði
sérstaklega uppá að búrið væri
ávallt fullt af bakkelsi og öðru góð-
gæti. Það varð alltaf að vera til
nóg, ef gest bæri að garði. Oft
bakaði hún stóran stafla af vöffl-
um eða pönnukökum, ef einhver
skyldi nú líta við. Já, það var ekki í
kot vísað hjá þeim Kristjönu og
Þráni. Kristjana var alla tíð mynd-
arleg í höndunum en í seinni tíð
fylgdu prjónarnir henni oftast.
Það eru ekki ófáir vettlingarnir og
sokkapörin sem hún gerði.
Kristjana hafði mikinn áhuga á
kirkjum og var dugleg að skoða
þær þegar hún ferðaðist um, bæði
erlendis og hérlendis. Einu sinni
átti ég pláss í sumarbústað í
Grímsnesinu, en minn ektamaki
komst ekki með þegar til átti að
taka. Ég fór með krakkana og við
ákváðum að bjóða Kristjönu og
Einari að koma þegar leið á vik-
una. Veðrið var ofboðslega gott og
mikill hiti, nær ólíft að sitja í bíl.
En Kristjönu fannst það í lagi og
hafði í gegn að við keyrðum vítt og
breitt um Suðurlandið og skoðuð-
um kirkjur hátt og lágt, við mis-
mikinn fögnuð krakkana. Það
þurfti engan að undra að Krist-
jana tæki ástfóstri við Búðakirkju
enda voru þau Þráinn ötul í upp-
byggingu hennar. Meðan Krist-
jana hafði heilsu til varði hún
drjúgum tíma á sumrin í að sinna
kirkjunni og leyfa ferðafólki að
kíkja inn, aðstoðaði við brúðkaup
og aðrar athafnir og passaði vel
uppá kirkjuna.
Ég veit að henni þótti vænt um
þennan merka stað og að hún er
ánægð með að vera komin aftur.
Ég veit líka að nú mun hún
passa uppá kirkjuna sem aldrei
fyrr.
Góð kona er gengin.
Elsku Kristjana, hvíldu í friði.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Sigrún.
Nú hefur hún Kristjana,
tengdamóðir mín, kvatt þetta líf á
90. aldursári. Hún hafði á langri
ævi lagt sinn skerf til samfélags
sinnar sveitar og héraðs. Krist-
jana var þeirrar gerðar að eftir
henni var tekið og hlustað þegar
hún talaði. Hún hafði sterkar
skoðanir, drift til að koma hlutum
í verk og vildi hafa góða reglu á
hlutunum.
Ég var tvítug þegar ég kom
fyrst í Hlíðarholt, alls óvön sveita-
störfum, kaupstaðarstúlka norðan
úr Skagafirði. Þá nýttust kraftar
mínir best í eldhúsinu við hlið hús-
móðurinnar. Það var nóg að gera á
stóru heimili og gestagangur mik-
ill. Þá var gott að vinna með Krist-
jönu, skipulögð var hún og mynd-
arleg til allra verka. Velferð
fjölskyldunnar var henni og Þráni
alltaf efst í huga og vildu þau allt á
sig leggja til þess að svo mætti
vera. Fengu barnabörnin öll að
njóta samvista við þau um lengri
eða skemmri tíma, þeim til mikils
þroska og gleði. Auk þess var alla
tíð „í sveit“ í Hlíðarholti stór hóp-
ur barna og unglinga sem kynntist
þar sveitalífinu, náttúrunni og bú-
störfum undir handleiðslu þeirra
hjóna.
Kristjana og Þráinn voru mjög
samhent hjón og gagnkvæm virð-
ing ríkti þeirra á milli. Á heimilinu
var virk umræða um landsins
gagn og nauðsynjar þar sem lífs-
sýn þeirra beggja um sjálfstæði
og frelsi var undirstaðan. Missir
Kristjönu var mikill þegar Þráinn
dó og veit ég að hann tekur vel á
móti henni núna.
Síðustu misseri fór heilsu henn-
ar nokkuð að hraka. Þá var gott
fyrir okkur fjölskylduna að vita af
henni í öruggri umsjá starfsfólks
dvalarheimilisins Jaðars í Ólafs-
vík. Þar leið henni vel og enduðu
mörg símtöl á því að á Jaðri væri
gott að vera.
Með þessum orðum vil ég
kveðja tengdamóður mína.
Margs er að minnast
Margs er hér að þakka.
Guð sé lof fyrir liðna tíð
Margs er að minnast
Margs er að sakna
Guði þerri tregatárin stríð.
(Vald.Briem)
Blessuð sé minning hennar.
Lovísa Birna Björnsdóttir.
Við systkinin vorum lánsöm að
eiga ömmu og afa á næsta bæ. Það
var mikill samgangur á milli bæj-
anna og heimsóknir næstum dag-
lega. Margt var brallað í Hlíðar-
holti og oft á meðan amma hlóð
kræsingum á matarborðið lagðist
afi á gólfið og lék við okkur. Við
fengum oft að laumast í kexskúff-
una sem var í uppáhaldi hjá okkur
krökkunum, hún var alltaf full af
alls konar spennandi góðgæti.
Amma passaði alltaf upp á að við
borðuðum nóg og bætti óspart á
diskana okkar. Amma átti gamlan
plötuspilara og við spurðum oft
hvort við mættum fá að hlusta á
Halla og Ladda af gamalli vínil-
plötu og þá var dansað og sungið
hástöfum með, alltaf sama lagið.
Við fórum oft með ömmu í Búða-
kirkju, þar var hennar annað
heimili á sumrin. Hún hafði svo
gaman af að sýna fólki kirkjuna,
enda var hún svo stolt af henni og
þótti svo vænt um hana. Það var
alltaf skemmtilegt þegar fór að
vora og afi og amma komu til að
setja kartöflur niður í garðinn sem
var í Skaflakoti. Í sauðburðinum
fórum við líka oft að hjálpa þeim
að marka og sleppa út lömbunum.
Við áttum margar góðar stundir
saman. Amma var dugnaðarkona
og iðin við að prjóna og sá til þess
að okkur vantaði aldrei sokka,
vettlinga og húfur. Við barnabörn-
in munum örugglega öll eftir kluk-
kuprjónuðu lambhúshettunum og
engar tvær eins á litinn. Þær voru
óslítandi en bæði vinsælar og mik-
ið notaðar. En núna eru prjónarn-
ir hennar ömmu þagnaðir. Við
vorum heppin að eiga svona frá-
bæra ömmu sem við umgengumst
mikið og getum yljað okkur við
góðar og skemmtilegar minning-
ar. Hvíldu í friði, elsku amma.
Solveig Björk, Vigfús Þrá-
inn, Guðmundur Grétar og
Elísabet Ýr.
Nú þegar amma okkar hefur
kvatt í hinsta sinn eru þær margar
minningarnar sem leita á hugann.
Við systkinin vorum þeirrar gæfu
aðnjótandi að vera mikið hjá
ömmu og afa í Hlíðarholti. Já, það
er vart hægt annað en að nefna
þau bæði svo samstíga voru þau í
öllu sem þau tóku sér fyrir hendur
á lífsleiðinni. Amma í sveitinni,
eins og við köllum hana alltaf, var
elsta systirin í stórum systkina-
hópi frá Hrísdal.
Þar þurfti hún ung að taka
ábyrgð og aðstoða á heimilinu og
segja má að henni hafi verið í blóð
borin sú röggsemi sem alltaf hefur
einkennt hana. Þau amma og afi
voru mikið dugnaðarfólk og sinntu
búinu sínu vel en voru jafnframt
mjög virk í félagsmálum og voru
því allar stundir vel nýttar. Oft
dvöldum við vikum saman hjá
ömmu og afa og fékk maður verk-
efni við hæfi, oft á tíðum það sama
og fullorðna fólkið. Lærðum við að
vinna hvort sem það var að sinna
búfénu, heyskap, matargerð eða
þrifum. Alltaf var gestkvæmt í
Hlíðarholti og allir voru velkomn-
ir, amma stóð vaktina og ávallt
svignuðu borðin undan veitingum.
Sem dæmi um það má nefna rétt-
ardagsveislurnar hennar sem
stóðu frá hádegi fram á nótt og
sviðakjammar voru soðnir í
stórum þvottapotti svo nóg væri
til fyrir alla sem ráku inn nefið.
Þær eru líka minnisstæðar versl-
unarferðirnar í Stykkishólm þar
sem maður hossaðist á milli þeirra
ömmu og afa í framsætinu á Land
Rovernum. Þá fór afi til að hitta
frændur sína sem stýrðu slátur-
húsinu en amma fór til að versla í
Hólmkjör út í reikning og Land
Roverinn gjörsamlega fylltur af
mat og öðrum nauðsynjum. Oft
græddum við á þessum stórkaup-
um hennar ömmu og fengum sæl-
gæti í poka frá þeim frændum
okkar í Hólmkjör.
Amma var virk í félagsmálum
og lét hún heimilið og búskapinn
ekki aftra sér frá þátttöku og var
því dugleg að vinna sér í haginn.
Hún var einnig mikil hannyrða-
kona og var hún alltaf með eitt-
hvað á prjónunum, það var ætíð
nóg til í prjónakistunni hennar og
ósjaldan var maður leystur út með
sokka eða vettlingapari eftir
heimsókn til ömmu. Já, það er
margs að minnast en upp úr
stendur að hjá þeim ömmu og afa
var ekkert kynslóðabil hvort sem
var í leik eða starfi. Hin síðari ár
eftir að amma varð ein og afkom-
endurnir fluttust sumir í burtu
hefur stórfjölskyldan verið dugleg
að hittast í „sveitinni“ og eiga
saman góðar stundir, þessar ferð-
ir eru gullkorn sem börnin okkar
munu geyma alla tíð. Þessar
stundir voru ömmu líka mjög
ánægjulegar því henni þótti alltaf
best að hafa hópinn sinn hjá sér.
En nú er komið að kveðjustund og
þegar maður eldist og þroskast
skilst betur hversu dýrmætt það
var að hafa fengið að vera hjá
þeim ömmu og afa og munum við
búa alla tíð að því sem þau kenndu
okkur. Við kveðjum því elsku
ömmu okkar með þessum orðum
og biðjum góðan guð að gæta
hennar.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðarströnd
leiði sjálfur Drottinn þig um hönd
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Kristjana Elísabet, Vilborg,
Jón Þór og fjölskyldur.
Þá er hún Kristjana amma okk-
ar fallin frá, eða amma í sveitinni
eins og við kölluðum hana alltaf.
Við systkinin nutum þess að
heimsækja ömmu í sveitina. Alltaf
var hægt að finna sér eitthvað
skemmtilegt að gera, jafnvel æv-
intýralegt, og frábrugðið því sem
við kaupstaðarbörnin vorum vön.
Sérstaklega hlakkaði Þráinn til að
fá nýbakaða skúffuköku og mjólk
sem amma passaði upp á að væri
alltaf á boðstólum þegar við kom-
um í heimsókn. Einnig var til-
hlökkunin mikil þegar amma og
afi komu í heimsókn til Sauðár-
króks.
Þegar ég hugsa um hana ömmu
kemur oft upp minningin þegar
ég, tíu ára stelpuskott, heimsótti
hana í sveitina, ein í nokkra sum-
ardaga. Ég er ekki frá því að hafa
fullorðnast um nokkur ár þennan
stutta tíma.
Ein af mörgum minningum er
þegar við fórum út að borða á Hót-
el Búðum, amma á nýja græna
Subarunum, þar sem ég, eins og
fín frú, pantaði mér snigla í fyrsta
skiptið. Við eyddum heilum degi
niðri í Búðakirkju þar sem amma
var að taka á móti ferðamönnum
og sýna kirkjuna. Eins og vana-
lega talaði hún íslensku við ferða-
mennina og þeir útlensku við hana
á móti og allir voru glaðir.
Elsku amma, veikindin stóðu
stutt yfir. Við erum þakklát fyrir
stundina sem við áttum saman í
Hlíðarholti um páskana síðustu.
Ekki síst erum við þakklát fyrir að
hafa fengið að hitta þig á Land-
spítalanum þegar þú veiktist og
þó að þú værir mjög veik, og ættir
erfitt með að tjá þig, gastu alla-
vega sagt okkur systkinunum
skýrt hvað við ættum að kjósa og
hvað ekki.
Elsku amma okkar, takk fyrir
allt sem þú hefur gefið okkur í
gegnum tíðina. Afi tekur vel á
móti þér. Hvíldu í friði.
Þráinn Freyr og
Margrét Guðný.
Látin er elskuleg systir mín,
Kristjana Elísabet Sigurðardótt-
ir. Hún var fjórða í röðinni af okk-
ur systkinunum í Hrísdal en alls
vorum við ellefu talsins börn
hjónanna í Hrísdal, þeirra Mar-
grétar og Sigurðar.
Ég var tíu árum yngri en Krist-
jana og þegar ég man fyrst eftir
mér þá var hún þegar orðin hjálp-
arhella á heimilinu, eins og hún
var reyndar alla tíð. Heimilið var
mannmargt og því oft þröngt á
þingi í gamla bænum í Hrísdal þar
sem fæði og skæði voru að stórum
hluta unnin heimavið að hætti
þess tíma.
Það er svo ótal margt sem rifj-
ast upp úr djúpi minninganna á
svona stundum sem ekki er hægt
að koma öllu á blað. Til dæmis
minnist ég þess þegar þið Þráinn
byrjuðuð að búa og eignuðust
ykkar fyrsta barn, Þá var ég hjá
ykkur um sumarið sem einskonar
liðléttingur. Það sumar var mér
lærdómsríkt og góð reynsla þar
sem ég hafði aldrei verið svona
lengi að heiman. Þá var gott að
eiga góða að.
Þegar ég þurfti að fara á
sjúkrahús voru þau hjónin svo
elskuleg að hlaupa undir bagga
með því að taka Hauk til sín í
sveitina í nokkrar vikur, en það
varð upphafið að nokkurra sumra
sveitadvöl. Hann var ekki einn
systkinanna til að njóta góðs af
dvöl í Hlíðarholti. Ólöfu langaði til
að upplifa ævintýrið að vera í sveit
og var hún part af sumri hjá þeim í
sveitinni. Þetta var þeim báðum
góð reynsla í leik og starfi.
Á sama hátt var öll fjölskylda
okkar ætíð velkomin hjá frænd-
fólkinu í Hlíðarholti sem við erum
bundin ævarandi tryggð og vin-
áttu.
Hún Kristjana var afburða
verkmanneskja, samviskusöm og
raunsæ. Hún var félagslynd og
fylgdist vel með og lagði ætíð góð-
um málum lið. Jafnframt því
minnumst við þess hvað hún var
glaðvær og hláturmild og sá
spaugilegu hliðina á amstri dag-
anna.
Þú ert því kært kvödd af fjöl-
skyldu okkar með hjartans þökk
fyrir allt sem þú varst í lífi þínu.
Blessuð sé minning Kristjönu
Sigurðardóttur.
Lena og Oddur.
Elsta móðursystir mín er látin;
nýorðin 89 ára. Móðir mín Áslaug
og Kristjana giftu sig saman 9.
júní 1946 og við þá athöfn var ég
skírð. Haldið var mikið brúkaup
að Hofstöðum þar sem veislan
stóð lengi. Makar þeirra Svein-
björn og Þráinn Vigfús voru báðir
úr Staðarsveit. Mikil átthaga-
tengsl til beggja sveitanna voru
þessu fólki í blóð borin. Kristjana
og Þráinn hófu búskap í Böðvars-
holti en foreldrar mínir fluttu suð-
ur. Það breytti engu um sterk
tengsl þessara fjölskyldna því
móðir mín kom að vinna á Vega-
mótum nokkur sumur og faðir
minn kom í sínum fríum til að
heyja bæði hjá tengdaföður sínum
og einnig út í Staðarsveit hjá móð-
ur sinni og víðar ef þurfti. Sam-
gangur milli heimilanna var því í
því horfi sem samgöngur leyfðu á
þessum árum. Að því kom að ég
fékk að fara í sveit til móðursystur
minnar í tvö sumur, þá 11 og 12
ára. Þessi tími er í minningunni
mjög merkilegur og margs að
minnst. Þau Kristjana og Þráinn
höfðu þá myndað nýbýli sem fékk
nafnið Hlíðarholt. Þau reistu sér
hús og var þar ávallt gestkvæmt
enda þau bæði samhent um að
taka vel á móti vinum og ættingj-
um. Þarna voru þau með kúabú og
töluvert af fé auk hænsna sem
voru óþekkar og vildu liggja á
eggjum. Þá tíndust þær í hlöðunni
og földu sig vel. Þetta var eitt æv-
intýranna okkar krakkanna að
leita að þessum prökkurum. Svo
var nú stuð þegar Þórður á Dag-
verðará kom með tófuskottin og
sagði okkur tröllasögur af fjöllum
en var svo líka með yrðlinga í poka
sem hann gaf okkur krökkunum.
Smíðaðir voru kofar fyrir þá og
þess gætt að þeir slyppu ekki en
það kom þó fyrir. Mér fundust
þeir fallegir. Kristjana mín mjólk-
aði kýrnar sínar og var það þessi
helgistund sem hefur fylgt mínu
fólki að gott sé að eiga sér góða
kú! Þau hjónin voru mjög ákveðin
á pólitískum vettvangi og hefur
þingmaður Snæfellinga Gunnar
Thoroddsen örugglega haft þar
mikil áhrif í anda ungmenna-
félagshreyfinga þess tíma. Krist-
jana var afar virk í félagsmálum í
Staðarsveit og lauk því með að
hafa umsjón með Búðakirkju allt
til 80 ára aldurs. Ég naut þess að
koma með hóp til hennar í kirkj-
una þar sem hún sagði okkur sögu
hennar. Það sem er mér og minni
fjölskyldu minnisstæðast og okk-
ur kært er það góða og farsæla
samband sem foreldrar mínir og
þau höfðingshjón Kristjana og
Þráinn áttu út lífið. Mér eru marg-
ar ferðir þeirra vestur minnis-
stæðar og hversu þau komu glöð
til baka, kannski búin að fara á sjó
með Rikka út í Ólafsvík og gera að
aflanum hjá Kristjönu. Það átti nú
vel við hann föður minn. Þær syst-
ur voru miklir mátar og fór t.d.
móðir mín í Borgarnes á móti
systur sinni þegar hún átti von á
honum Fúsa sínum. Báðar svo
gjafmildar á sína gestrisni og
hjálpsemi. Að lokum komst faðir
minn vestur til að kveðja sveitina
sína og Kristjönu viku fyrir andlát
sitt en að því hafði hann stefnt svo
hann gæti farið sáttur. Við hjónin
komum til móðursystur minnar
með hópinn okkar árið 2007 en þá
vorum við í skoðunarferð um ræt-
ur mínar og foreldra minna og því
var það partur af okkar ferð að
koma til Kristjönu. Hafðu þökk
fyrir alla samveru.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að dvelja sem drengur nokk-
ur sumur hjá þeim Kristjönu,
móðursystur minni, og Þráni
manni hennar í Hlíðarholti. Þetta
voru sumrin þegar Kristján Eld-
járn varð forseti, fyrsti maðurinn
fór til tunglsins og félagsheimilið á
Lýsuhóli var „klárað“.
Það verkaðist þannig að ég var
sendur í sveit alla leið frá Ísafirði
til frænku minnar á Snæfellsnesi,
þar sem bjó allt öðruvísi fólk en
heima. Það var góðæri í sveitinni.
Mikil uppbygging, nýrækt,
glænýir traktorar, endalaus
skurðgröftur og nýjar girðingar
upp um allar hlíðar. Krakkaskari
á öllum bæjum. Hlíðarholt og
Böðvarsholt voru þar engin und-
antekning. Fjórir strákar í Böðv-
arsholti og þrír strákar í Hlíðar-
holti auk mín. Þannig var
stemmingin þegar ég dvaldi í
Hlíðarholti hjá Kristjönu frænku.
Þetta var góður tími og minnis-
stæður.
Það skorti ekkert á agann á
börnunum. Kristjana var ströng
og hélt hlutunum í röð og reglu en
um leið var hún ljúf og fyrirgaf
flestar yfirsjónir. Mér er það sér-
staklega minnisstætt þegar við
strákarnir vorum við einhverjar
tilraunir í bílskúr þeirra bræðra
Þráins og Gunnars á meðan hjón-
in brugðu sér til Ólafsvíkur. Eitt-
hvað fipaðist okkur svo að neisti
hljóp í bensínbrúsa og skipti eng-
um togum að skúrarnir og allt sem
í þeim var brann til ösku. Máttum
við þakka fyrir að ekki fór verr.
Við hlökkuðum ekki mikið til
þeirrar stundar að þau hjónin
snéru heim og sátum hnípnir und-
ir vegg, reyttum gras og bjugg-
umst við hinu versta. Ég get ekki
Kristjana Elísabet
Sigurðardóttir