Morgunblaðið - 11.05.2013, Síða 37

Morgunblaðið - 11.05.2013, Síða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013 sagt að Kristjana hafi flaðrað upp um okkur en skammirnar voru uppbyggilegar. Við vorum betri menn á eftir. Kristjana var nokkuð stjórn- söm og ekkert hér um bil. Þráinn var oddviti á þessum árum og voru sveitarstjórnarfundir haldnir í Hlíðarholti. Á meðan á fundum stóð var Kristjana í eldhúsinu að undirbúa viðurgjörning handa fundarmönnum og við Fúsi frændi þar að snapa góðgæti. Í barns- minninu og án þess að skýra það frekar finnst mér eins og hún hafi haft veruleg áhrif á framgang mála þarna úr eldhúsinu – menn úr öllum flokkum fóru fram í eld- hús og ræddu málin utan dagskrár. Sumrin í Hlíðarholti eru sveip- uð ljóma, félagsskapur bræðranna í Hlíðarholti og Böðvarsholti, vinnugleðin og leiðsögn Kristjönu hefur reynst mér gott veganesti. Kristjana var einstök manneskja – skarpgreind, harðdugleg og húmoristi. Hjónin í Hlíðarholti voru vandað heiðursfólk sem ég minnist með mikilli virðingu. Haukur Oddsson. Sæmdarkonan Kristjana í Hlíð- arholti lést á spítalanum í Stykk- ishólmi eftir skamma sjúkrahús- vist. Það er með þakklæti í huga sem ég minnist hennar eftir ánægjulega samfylgd og góð kynni. Vigfús Þráinn Bjarnason frá Böðvarsholti, eiginmaður Kristjönu, var föðurbróðir minn. Ég kynntist Kristjönu því ungur að árum og á góðar minningar frá þeim dögum er ég var gestur á heimili hennar í Hlíðarholti en það var ekki í kot vísað að koma á heimilið hjá Kristjönu sem var einstaklega myndarleg húsfreyja. Kristjana var félagslynd, fram- takssöm og vel til forystu fallin eins og hún átti kyn til. Fram- ganga þeirra Kristjönu og Þráins í þágu framfaramála sveitarinnar var umfangsmikil og margvísleg og má sérstaklega nefna upp- byggingu félagsheimilis og skóla á Lýsuhóli og endurgerð kirkjunn- ar á Búðum þar sem framlag þeirra var einstakt og þakkarvert og er í minnum haft. Þau hjónin Kristjana og Þráinn voru einstak- lega samhent og naut sveitin jafnt sem fjölskyldan þess. Samband systkinanna frá Böðvarsholti var alla tíð náið og því átti fjölskylda mín margvísleg samskipti við fjölskylduna í Hlíð- arholti, en lögbýlið Hlíðarholt var byggt sem nýbýli úr landi Böðv- arsholts þar sem föðurforeldrar mínir bjuggu í næsta nágrenni og höfðu stuðning af því nábýli. Síð- ustu æviár Bjarna afa míns var hann í Hlíðarholti og naut ein- staks atlætis og hjúkrunar Krist- jönu og var fjölskyldan ævinlega þakklát henni fyrir það skjól og þá hlýju sem hann naut á heimilinu í Hlíðarholti. Hún var vissulega vakandi yfir velferð fjölskyldunn- ar. Kristjana hafði einlægan áhuga á stjórnmálum bæði þau er varð- aði sveitina og ekki síður lands- málin. Hún sat Landsfundi Sjálf- stæðisflokksins, fundi kjördæmisráðs flokksins í Vestur- landskjördæmi og beitti sér af ein- urð í þágu þess málsstaðar sem hafði hagsmuni landbúnaðar og hinna dreifðu byggða að leiðar- ljósi. Hún var víðsýn og taldi flokkinn eiga að ganga erinda þeirra hugsjóna að landið ætti allt að byggjast og flokkurinn hennar ætti að leggja rækt við hugsjónina um stétt með stétt. Þingmenn og frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins áttu vísan stuðning Kristjönu í Hlíðarholti og var ekki ónýtt að njóta hollráða hennar þegar kom að kosningum og ekki síður að eiga hana að við að vinna fylgi þeirra sem voru villuráfandi á hin- um pólitíska akri. Og það munaði um hana þegar og þar sem hún beitti sér og hún gerði ráð fyrir því að þeir stjórnmálamenn sem hún veitti stuðning létu að sér kveða í þágu héraðs og landsins alls. Á kveðjustundu viljum við Hallgerð- ur kona mín og frænka Kristjönu minnast merkrar konu og þakka fyrir ánægjuleg kynni og farsæla samfylgd. Við sendum börnum hennar og afkomendum samúðar- kveðjur. Megi minning hennar lifa. Sturla Böðvarsson. Þegar þessi kveðjuorð eru rituð horfi ég á kvöldsólina setjast við hlið Snæfellsjökuls. Þetta er falleg sjón og hugurinn reikar um sveit- irnar þar vestra. Breiðuvík, Stað- arsveit og Miklaholtshreppur hafa spilað stórt hlutverk í okkar lífi. Staðarsveitin kveður nú kjarna- konu sem alla tíð setti sterkan svip á mannlífið þar. Þegar ég kom fyrst til dvalar í Hlíðarholt til Kristjönu og Þráins var ég ekki nema fimm ára. Henni þótti strák- urinn heldur fölur og horaður eftir vetrarsetu í Reykjavík og lagði mikið kapp á að fóðra mig á mikl- um og kjarngóðum sveitamat. Sumrin í Hlíðarholti voru yndisleg og þroskandi fyrir líkama og sál. Þau hjónin og strákarnir þeirra hugsuðu vel um piltinn og mörg skemmtileg ævintýr lifa í minn- ingunni. Lækirnir, vélaskemman og útihúsin voru endalaus upp- spretta leikja og „mannvirkja- gerðar“. Heimsóknir til Kristjönu og hennar fólks urðu síðan aftur tíðari eftir að við eignuðumst Hamraenda fyrir aldarfjórðungi síðan og fórum að leggja leið okk- ar æ oftar vestur. Þegar við Ing- unn vorum búin að eignast hann Sigmund okkar gekk sagan að nokkru leyti í hring. Hann kallaði Kristjönu alltaf Kristjönu ömmu. Hið sama gerðu frændsystkin hans þótt þau séu henni alls óskyld. Það lýsir vel hversu vel börnum leið hjá henni. Þegar við litum inn hjá henni í Hlíðarholti eða Ólafs- vík var aldrei annað tekið í mál en að setjast að borði, gæða sér á veitingum og ræða málin. Síðan voru allir leystir út með ullarsokk- um eða húfum. Ósjaldan hittum við á hana í Búðakirkju þar sem hún sagði útlendingum frá kirkj- unni á kjarngóðri íslensku og benti þeim síðan ákveðið á söfn- unarbaukinn. Við fjölskyldan þökkum Kristjönu samfylgdina og vottum aðstandendum hennar, systrum og afkomendum, samúð. Nú leggst Kristjana amma til hinstu hvílu hjá Þráni sínum á fal- legasta stað landsins. Yfir henni vaka fjöllin í Staðarsveit og Breiðuvík, krýnd af djásninu Snæfellsjökli. Fyrir utan garð- vegginn sem Þráinn hlóð, gjálfrar aldan við gylltan sandinn. Sólin er nú sest að baki Jöklinum og him- inroðinn er töfrum líkastur. Sigurgeir Ómar Sigmunds- son og fjölskylda. ✝ Ólafur Frí-mannsson fæddist í Reykjavík 15. desember 1929. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 3. maí 2013. Foreldrar hans voru Frímann Ein- arsson og Kristín Ólafsdóttir. Systk- ini Ólafs voru: Jó- hannes Frímanns- son, f. 14. febrúar 1919, d. 20. október 1997, Guðbjörn Frí- mannsson, f. 20. okt. 1921, d. 15. nóvember 2005, Guðrún Dag- björt Frímannsdóttir, f. 16. júlí 1923, d. 24. ágúst 2002, Ingi- björg Frímannsdóttir, f. 5. des. 1924, d. 7. nóvember 1994, Bára Frímannsdóttir, f. 1926, d. 1929, Marvin Frímannsson, f. 4. nóv- ember 1928, d. 2. febr. 1991, Helga Frímannsdóttir, f. 20. janúar 1931, Einar Flekkdal Frímannsson, f. 10. nóvember 1932, María Bára Frímanns- dóttir, f. 14. nóvember 1933, d. 3. október 1982, Elín Frímanns- dóttir, f. 26. nóvember 1935, d. 29. júní 2002, Kristín Frímanns- dóttir, f. 15. mars 1941. Ólafur kvæntist Sigríði Rósu Björgvinsdóttur, f. 30. júní Helga Guðmundsdóttir. Þeirra börn: Harpa Bryndís Kvaran Brynjarsdóttir, maki Sigurjón Guðmundsson, þau eiga eitt barn saman, hún á þrjú börn frá fyrra sambandi. Guðmundur Þórir Þórisson, sambýliskona Kolbrún Sigurðardóttir, hann á eina dóttur frá fyrri sambúð. Kristel Björk Þórisdóttir, maki Hörður Hálfdánarson, þau eiga eitt barn. 5) Ólafur Jökull Ólafs- son, f. 14.8. 1959, maki Astrid Bleeker. 6) Guðný Ólafsdóttir, f. 17.1. 1962, fyrrverandi maki Snorri Þór Snorrason. Þeirra barn: Sigríður Rósa Snorradótt- ir. 7) Þengill Ólafsson, f. 26.4. 1975, sambýliskona Margrét Ýr Flygenring. Þeirra barn: Garð- ar Flygenring. Ólafur lærði rafvirkjun hjá Kaupfélagi Árnesinga á sjötta áratugnum. Eftir það vann hann við iðn sína á ýmsum stöð- um á höfuðborgarsvæðinu. Á árunum 1969-1976 vann hann við Búrfellsstöð, fyrst við steypueftirlit meðan á byggingu virkjunarinnar stóð og síðar sem vaktmaður í stöðvarhúsi og bjó þá fjölskyldan þar. Ólafur kom að framkvæmdum við byggingar fleiri virkjana, svo sem, Ljósafoss, Hrauneyjafoss og Sigöldu. Árið 1976 flutti fjöl- skyldan á Selfoss og hefur búið þar síðan. Ólafur Frímannson verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, 11. maí 2013, og hefst at- höfnin kl. 15. 1932, þann 28. des- ember 1952, for- eldrar hennar eru Björgvin Magn- ússon og Guðný Friðbjörnsdóttir. Ólafur og Sigríður eiga sjö börn og þau eru: 1) Kristín Ólafsdóttir, f. 6.9. 1952, maki Helgi Garðarsson. Þeirra börn: Ólafur Helga- son, maki Sólveig Gísladóttir og eiga þau tvö börn, Ólafur á tvö börn af fyrra hjónabandi og eitt barnabarn. Móeiður Helgadótt- ir, sambýlismaður Egill Ingi- bergsson, Móeiður á einn son frá fyrra hjónabandi og Egill tvo syni frá fyrra hjónabandi. Jón Garðar Helgason, maki Nína Heiðrún Óskarsdóttir, þau eiga þrjú börn og Jón Garðar á eitt barn frá fyrra sambandi. 2) Björgvin Ólafsson, f. 26.2. 1954, fyrrverandi sambýliskona Sig- rún Kristjánsdóttir. Börn þeirra eru: Katrín Björgvinsdóttir og Andri Björgvinsson. 3) Magnús Frímann Ólafsson, f. 13.7. 1957, maki Rut Bjarnadóttir, hún á þrjú börn frá fyrra hjónabandi og fjögur barnabörn. 4) Þórir Ólafsson, f. 15.1. 1959, maki Elsku afi minn. Það er ótrú- legt að hugsa til þess að þú sért farinn og komir ekki aftur, mikið verður skrítið að koma til ömmu og hitta þig ekki þar Það var alltaf svo gott að koma til ykkar. Ég var mikið hjá ykkur þegar ég var lítil enda bjugguð þið alltaf á Selfossi og svo var Þengill, yngsta barnið ykkar, bara ári eldri en ég og við vorum góðir vinir. Þið amma voruð alltaf svo samrýnd. Ég minnist skemtilegra ferðalaga með ykkur sem barn og þið héld- uð áfram að ferðast eftir að þið urðuð eldri. Heima við bruggaðir þú rauðvín, bakaðir rúgbrauð og fékkst mikinn tölvuáhuga. Þú hélst úti virkri facebook-síðu, ég þekki engan annan á þínum aldri sem gerir það. Elsku afi, ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér og átt þig að í gegnum tíðina. Elsku amma, missir þinn er mikill og sorgin stór, hugur minn er hjá þér. Móeiður Helgadóttir. Þá hefur hann Óli kvatt þetta líf. Hann er maðurinn hennar Siggu móðursystur minnar, þau hafa alltaf reynst mér svo óskap- lega vel, alveg frá því ég var lítil stelpa. Fyrstu æviárin bjuggum við öll í sama húsinu, þá varð ég bara hluti af þeirra börnum og var það nú ekki ónýtt þar sem ég var bara ein með mömmu minni. Þegar þau fluttu svo austur í Búrfell vorum við þar iðulega í löngum fríum. Þegar Óli var ungur maður stundaði hann fimleika og var alltaf mjög fimur og flottur. Ég man í gamla daga, þá vorum við krakkarnir að fá hann til að labba á höndum, og það gerði hann alveg fram á fimmtugsald- ur enda var hann alltaf hraustur allt sitt líf. Það fór ekki vel í hann að þurfa að vera á sjúkra- húsi síðustu vikurnar og geta ekki hreyft sig, hann var því örugglega hvíldinni feginn þegar kallið kom. Þegar við hjónin keyptum okkur íbúð tilbúna undir tréverk fyrir 25 árum var auðsótt að fá Óla til að sjá um rafmagnið þar sem það var hans fag, en þegar kom að skuldadögum tók hann það ekki í mál, sagðist vinna frítt fyrir mig eins og sín börn og vor- um við honum mjög þakklát fyrir það. Eins var hann alltaf boðinn og búinn að dytta að rafmagni og öðru í sumarbústaðnum hjá mömmu sem er í fjölskylduland- inu okkar í Grímsnesinu. Þar voru þau með hjólhýsi sem þau voru í allar helgar yfir sumar- tímann og fóru þangað í kaffi og kex yfir veturinn þegar veður leyfði, enda ekki langt að fara. Það góða við sumó var að þá hitti maður fjölskylduna mun oftar og vorum við svo heppin að við vor- um mikið saman þar. Óli var mikill barnakall og var ekki lengi að hæna að sér dótturdóttur okkar sem elskaði Óla sinn og var hún vön að dobla hann út í bíl því hún vissi að hann átti allt- af Tópas á milli sætanna. Óli gat verið ansi þrjóskur og var hann ekki mikið fyrir að prófa nýja hluti og sérstaklega ekki í sambandi við mat. Iðulega borðuðum við saman í sumó og þá fékkst hann ekki til að smakka það sem við vorum að búa til, alveg sama hversu girni- legt það var. Hann sagði alltaf: „Nei, nei, þetta er ágætt sem ég er með“ og þar við sat. Nýjungar í tölvum tileinkaði hann sér á áttræðisaldri, lærði á heima- banka, Facebook og hvaðeina sem fólk á hans aldri notar al- mennt ekki. Það er mikill missir fyrir frænku mína að missa elskuleg- an Óla sinn, en þau voru gift í 60 ár og nú verðum við sem eftir er- um að vera henni styrkur. Kæra Sigga Rósa, Kiddý, Björgvin, Magnús, Þórir, Óli Jökull, Guðný, Þengill og fjöl- skyldur ykkar, við sendum ykk- ur innilegar samúðarkveðjur. Elsku Óli, takk fyrir sam- veruna. Rósa og Ellert (Elli). Hann Óli hennar Siggu Rósu er látinn – okkur setur hljóðar. Óli sem alltaf var boðinn og bú- inn að leggja okkur lið. Honum óx ekki í augum þótt eitthvað væri í veginum – vandamálin voru til að leysa þau. Sigga Rósa er dygg og dugleg félagskona í kvenfélaginu okkar og hefur komið þar víða við. Hún var for- maður, varaformaður og formað- ur fjáröflunarnefndar félagsins til fjölda ára og í öllum þessum störfum stóð Óli sem klettur við hlið konu sinnar og vann ófá handtök í þágu félagsins. Óli studdi Siggu Rósu einnig við skipulagningu og vinnu við Kvennahlaup ÍSÍ á Selfossi í mörg ár, hvort sem það var að festa upp markborðann í hús- vegginn á Tryggvaskála, koma leiðarspjöldum fyrir út um allan bæ eða mæta með stóla og sölu- borðið góða, sem voru útilegu- húsgögn þeirra hjóna. Hann var í mörg ár hluti af kvennahlaupsnefndinni og litum við á hann „sem einn af stelp- unum“. Yfirleitt var Óli nálægur á bílnum – skrapp þetta, skrapp hitt og reddaði hlutum sem vant- aði, hvort sem það var innan- bæjar á Selfossi eða að skjótast yfir heiðina. Við kvenfélagskonur höfðum stundum á orði að hann væri einn af okkar félagsmönnum og ætti orðu skilið fyrir störf sín í þágu Kvenfélags Selfoss. Það varð nú aldrei úr þeirri orðuveit- ingu en við viljum þakka Óla allt það sem hann gaf af sér – fyrir félagið og fyrir góðan málstað. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til Siggu Rósu, barna, tengdabarna og annarra ætt- ingja. Blessuð sé minning Ólafs Frí- mannssonar. Fyrir hönd Kvenfélags Sel- foss, Aðalheiður, Guðrún Þór- anna og Alda. Ólafur Frímannsson ✝ Fjóla Aradóttirfæddist 25. mars 1919. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu í Austur-Skaftafells- sýslu 2. maí 2013. Fjóla ólst upp á Borg á Mýrum í Austur-Skaftafells- sýslu og voru for- eldrar hennar Sig- ríður Gísladóttir, f. 26.3. 1891 í Þórisdal í Lóni, d. 20.3. 1992 og Ari Sigurðsson, f. 13.5. 1891 á Borg á Mýrum, d. 3.6. 1957. Systkini Fjólu :1) Vig- fús, sammæðra, f. 1911, d. 1975, faðir hans Vigfús Sigurðsson, f. 1880, d. 1911, 2) Sigurður, f. 1916, d. 1943, 3) Gísli Ólafur, f. 1917, 4) Guðjón Sigurður, f. 1921, 5) Lilja, f. 1922, 6) Ást- valdur Hólm, f. 2. september 1924, d. 20. nóvember 2009, 7) Steinunn, f. 1926, 8) Ragnar Guðmundur, f. 1928, 9) Jón, f. 1953, maki Ingibjörg Þormar, f. 21.7. 1950. Börn þeirra eru Jó- hann, Atli, Halla og Snorri. Barnabarnabörn Fjólu eru 23. Fjóla ólst upp í föðurhúsum á Borg á Mýrum með ástríkum foreldrum og stórum og mynd- arlegum hópi systkina. Þar kynnist hún hefðbundnum sveitastörfum en einnig lærði hún vefnað hjá frænku sinni, Rögnu í Hoffelli í Nesjum, enda hafði hún yndi af hannyrðum og léku þær í höndum hennar. Fjóla fór vestur á Foss á Síðu til að læra fatasaum og þar kynn- ist hún sínum eiginmanni, Jóni Eiríkssyni frá Fossi á Síðu. Fjóla bjó á Fossi þar til í júlí ár- ið 2003 þegar Sigurður sonur hennar lést. Þá flutti hún til sonar síns Kjartans og konu hans Lovísu í Hjarðarnesi í Nesjum og dvaldist þar fram í maí 2010 en þá fór hún á Hjúkr- unarheimilið í Austur- Skaftalfellssýslu þar sem hún dvaldi til dánardags. Útför Fjólu fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu í dag, 11. maí 2013, kl. 14. 1929, 10) Hólm- fríður, f. 1933. Fjóla giftist Jóni Eiríkssyni frá Fossi á Síðu vorið 1941. Jón var fæddur 6. október 1907 og lést 20. september 1998. Þau eign- uðust fimm syni. Þeir eru: 1) Kjart- an, f. 18.12. 1940, maki Lovísa Ey- mundsdóttir, f. 15.12. 1944. Þau eiga fjögur börn, Eymund, Fjólu Ingu, Jón og Helga Grét- ar. 2) Sigurður, f. 3.12. 1943, d. 9. júlí 2003, ókvæntur og barn- laus 3) Eiríkur, f. 12.8. 1946. Maki Birna Aðalsteinsdóttir, f. 13.8. 1949. Þau eiga fimm börn, Aðalstein, Evu Ósk, Herdísi Fjólu, Jón og Hrafn. 4) Ari, f. 3.1. 1948, maki Ólafía Ingibjörg Gísladóttir, f. 29.8. 1948. Börn þeirra eru Jón Ósmann, Helga Dís og Óskar. 5) Ómar, f. 19.8. Elsku amma. Þegar ég frétti af því að þú hefðir skilið við, myndaðist kökkur í hálsinum á mér og yfir mig helltust minningar frá því ég var hjá ykkur í sveitinni á Fossi. Ég kom mjög ungur fyrst til ykkar og þú tókst á móti mér með opnum örmum eins og ég hefði alltaf átt þarna stað. Hvenær sem færi gafst, ef það var frí í skóla, þá var ég kominn upp í rútu á leiðinni vestur á Síðu. Alltaf varstu tilbúin að leyfa mér að koma hvort sem það var í jóla-, páska- eða sumarfríi. Einu sinni kom ég milli jóla og nýárs og var fram yfir áramót. Ég man hversu svekktur ég var þegar rútan kom og ég átti að fara heim aftur því ég var búinn að óska þess heitast að það væri ófært. Það var sama á hverju gekk, hvort sem ég þurfti að skipta um öll föt einu sinni til tvisvar á dag, aldrei fékk maður tiltal frá þér eða að þú skiptir skapi. Ég held að við sem upp- lifðum það að vera í sveit á Fossi hjá þér, afa og Sigga bú- um að þeirri reynslu alla ævi, góð gildi sem voru og eru okkar veganesti út í lífið, það er að bera virðingu fyrir náunganum, dýrum og náttúrunni. Það gleður mig að börnin mín hafi fengið að kynnast þér, því alltaf var föst stoppistöð á Fagra-Fossi meðan þú bjóst þar. Gott að fá einn kaffisopa, strákarnir að teygja úr sér og kíkja jafnvel í fjárhúsin áður en lengra var haldið. Magndís Lóa var mjög sorgmædd er hún fékk fréttirnar af andláti þínu og saknar mest að eiga þá eng- an að á hjúkrunarheimilinu þeg- ar hún kemur í heimsókn þang- að. Ég ætlaði svo sannarlega að hitta þig, amma mín, en var staddur úti á sjó þegar fréttin kom um að það drægi af þér. Það gleður mig að nú eruð þið sameinuð á ný, þú, afi og Siggi, komin heim eins og þú óskaðir heitast. Þú ert alltaf í hjarta mínu elskulegi foss þú hefur gefið mér góða strauma þegar ég sé þig þá líður mér vel þegar ég heyri í þér mala ég eins og köttur þú ert fossinn minn tignarlegastur allra fossa þessa lands og í hjarta mínu verður þú alltaf uns myrkrið kemur. (Stefán B. Heiðarsson) Elsku amma, farðu í friði, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér. Kveðja, Aðalsteinn. Fjóla Aradóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.