Morgunblaðið - 11.05.2013, Qupperneq 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013
✝ Hjalti Ein-arsson fæddist í
Bolungarvík 14.
janúar 1926. Hann
lést á Landakots-
spítala 1. maí 2013.
Foreldrar Hjalta
voru hjónin Einar
Kristinn Guðfinns-
son, f. 1898, d. 1985,
útgerðarmaður og
forstjóri í Bolung-
arvík, og Elísabet
Hjaltadóttir, f. 1900, d. 1981.
Systkin Hjalta eru Guðfinna, f.
1920, d. 1920, Guðfinnur, f. 1922,
d. 2000, Halldóra, f. 1924, d.
2007, Hildur, f. 1927, Jónatan, f.
1928, Guðmundur Páll, f. 1929,
Jón Friðgeir, f. 1931 og Pétur, f.
1937, d. 2000.
Hjalti kvæntist 17. október
1952 Guðrúnu Halldóru Jóns-
dóttur, f. 4. júní 1928 í Bolung-
arvík. Foreldrar hennar voru
Jón Guðni Jónsson, f. 1899, d.
1958 og Elísabet Bjarnadóttir, f.
1895, d. 1980. Hjalti og Halldóra
bjuggu lengst af í Garðabæ.
Börn Hjalta og Halldóru eru: 1)
Halldór Jón, f. 1953, maki Guð-
rún Jónína Jónsdóttir, börn
þeirra: a) Jón Valgeir, sambýlis-
kona Hulda Sif Hermannsdóttir,
barn hennar er Bergþóra Lísa
Björnsdóttir, b) Guðrún Hall-
dóra, sambýlismaður Rúnar Geir
Guðmundsson, dóttir þeirra er
Hjalti útskrifaðist með stúd-
entspróf frá MA árið 1946. Hann
lauk B.Sc. prófi í efnaverkfræði
frá University of Illinois árið
1951 og M.Sc. prófi í mat-
vælaiðnaði frá Oregon State
University árið 1953. Hjalti var
verkfræðingur hjá Rannsókn-
arstofnun Fiskifélags Íslands
1954-1957. Árið 1957 hóf hann
störf hjá Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna, fyrst sem fram-
kvæmdastjóri dótturfélagsins
Frozen Fresh Fillets Ltd. í Bret-
landi. Frá árinu 1963 starfaði
Hjalti sem verkfræðingur hjá SH
í Reykjavík og sem fram-
kvæmdastjóri, frá 1974-1991.
Hjalti sat í fjölmörgum stjórnum
og nefndum tengdum sjávar-
útvegs- og menntamálum. Hann
sat í ráðgjafarnefnd Rannsókn-
arstofnunar fiskiðnaðarins í rúm
20 ár. Var formaður Sambands
fiskvinnslustöðva frá 1975-1983.
Í stjórn, framkvæmdastjórn og
samningaráði Vinnuveitenda-
sambands Íslands árin 1978-1984
og varaformaður á sama tíma.
Formaður nefndar til stofnunar
Fiskvinnsluskólans og í skóla-
nefnd frá stofnun skólans. Í
skólanefnd Garðaskólahverfis
1970-1982 og formaður frá 1974.
Í fræðsluráði Reykjanes-
umdæmis 1976-1984, formaður
frá 1980. Hjalti var virkur í fé-
lagsmálum Garðabæjar.
Kveðjuathöfn fór fram í Vída-
línskirkju 8. maí 2013. Jarðsett
verður frá Hólskirkju í Bolung-
arvík í dag, 11. maí 2013, kl. 11.
Katrín Lind, c)
Gunnar Hildimar.
2) Einar Garðar, f.
1955, maki Kristín
Hagalín Sigurð-
ardóttir, börn
þeirra: a) Viktor
Máni, b) Hrafnhild-
ur Eva. Börn Einars
af fyrra hjónabandi
með Bergljótu Hall-
dórsdóttur: c) Hjalti
Einarsson, sam-
býliskona Vilborg Guðrún Sig-
urðardóttir, börn þeirra: Ragn-
heiður Elísabet, Hildur Katrín
og Vigdís Margrét, d) Edda
Katrín, sambýlismaður Helgi
Karl Guðmundsson, e) Kolbeinn,
sambýliskona Íris Birgisdóttir.
3) Gísli Jón, f. 1956, maki Anna
Kristín Ásgeirsdóttir, börn
þeirra: a) Dóra Hlín, maki Hálf-
dán Bjarki Hálfdánsson, börn
þeirra eru: Hálfdán Ingólfur og
Anna Ásgerður, b) Ásthildur
Margrét, sambýlismaður Guð-
mundur Björn Þorbjörnsson, c)
Ásgeir Guðmundur, unnusta
Katrín Björk Guðjónsdóttir, d)
Hjalti Hermann. 4) Elísabet, f.
1964. 5) Hilmar Garðar, f. 1968,
maki Elísabet Austmann Ingi-
mundardóttir, börn þeirra: a)
Máni Austmann, b) Dagur Aust-
mann. Barn Hilmars af fyrra
sambandi: c) Anna Björk, móðir
Jóhanna Vilhjálmsdóttir.
Látinn er ástkær tengdafaðir
minn Hjalti Einarsson.
Lokið er langri og farsælli ævi.
Ég hef þekkt Hjalta í hartnær 37
ár og aldrei kynnst öðru en ljúf-
mennsku frá honum, man ekki
eftir að hafa séð hann reiðan.
Hann hafði mikið og gott skop-
skyn sem jafnvel veikindi síðustu
ára náðu ekki að yfirskyggja.
Hjalti var góður afi barna
minna og ekki þótti honum leitt
að eitt langafabarnið hans, Hálf-
dán Ingólfur, skyldi fæðast á af-
mælisdaginn hans. Fáum sem
kynntust Hjalta auðnaðist að
víkjast undan því að taka slag
með honum í æskuspili hans úr
Bolungarvík, rakka, og fjölskyld-
an hafði svo sannarlega gaman af
því að spila við meistarann.
Ég minnist með gleði og ríku
þakklæti í huga Englandsfarar
sem við hjónin fórum með honum
og Dóru síðastliðið haust, í tilefni
60 ára brúðkaupsafmælis þeirra.
Hjalti naut ferðarinnar á allan
hátt og hafði einkar gaman af
leiðsögn staðsetningartækisins
sem var í bílnum og gekk undir
nafninu Daisy.
Um leið og ég kveð Hjalta í
hinsta sinn þakka ég þau forrétt-
indi að hafa átt með honum sam-
fylgd í þessu jarðneska lífi.
Gættu þess vin, yfir moldunum mínum,
að maðurinn ræður ei næturstað
sínum.
Og þegar þú hryggur úr garðinum
gengur
ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei leng-
ur.
En þegar þú strýkur burt tregafull tárin
þá teldu í huganum yndisleg árin
sem kallinu gegndi ég kátur og glaður,
það kæti þig líka, minn sam-
ferðamaður.
(James McNulty)
Anna Kristín Ásgeirsdóttir.
Þá er hann Hjalti afi okkar dá-
inn; heimsmeistari í rakka, vann
okkur alltaf í backgammon og
svindlaði í lönguvitleysu. Það var
afi uppvaxtaráranna. Hann var
líka afinn sem fór með okkur í
göngutúra, sagði okkur sögur,
deildi með okkur minningum frá
sinni víðförlu ævi og kenndi okk-
ur spil og leiki. Í hvert sinn sem
við heimsóttum Garðabæinn tók
afi spenntur á móti okkur i dyr-
unum, ávallt léttur í lund og tilbú-
inn að spjalla um heima og geima.
Með tímanum fór afi að kenna
okkur fræðilegri hluti, tala við
okkur um efnafræði og Íslend-
ingasögur, þá þótti honum sér-
staklega skemmtilegt að spjalla
um skólagöngu okkar og framtíð-
arplön. Eitt af aðalsmerkjum afa
okkar var leikni hans í rakka. Það
var því við hæfi að hann kvaddi
karllegg fölskyldunnar með því
að vinna heimsmeistaramótið í
rakka, haldið heima hjá þeim
ömmu fyrr á þessu ári.
Við erum ríkari af því að hafa
átt hann fyrir afa, áttum alltaf
skjól og skemmtun vísa á heimili
þeirra ömmu, jafnt á Strandveg-
inum sem í stóra húsinu (við vor-
um jú lítil þá) með stóra garðin-
um og stóru trjánum. Við
kveðjum nú þennan rólega mann,
sem kenndi okkur svo margt og
var alltaf til staðar. Við munum
sakna þess að spjalla við hann í
síma og sakna þess að hann opni
fyrir okkur er við bönkum upp á
en þökkum þó fyrir allar góðu
minningarnar.
Dóra Hlín, Ásthildur
Margrét, Ásgeir Guð-
mundur og Hjalti Hermann.
Okkur systkinunum finnst
ennþá skrítið að hugsa til þess að
fara í heimsókn til ömmu og afa
þar sem enginn afi verður til þess
að taka á móti okkur og enginn
sem verður alltaf jafn hissa á því
hvað Dagur og Máni eru líkir.
„Hvar er hinn tvíburinn?“ spurði
hann í hvert einasta skipti ef
hann sá annaðhvort Dag eða
Mána. Elskulegur afi Hjalti hefur
nú kvatt þessa jörð en við erum
viss um að hann verði ávallt með-
al okkar. Það eru þó ótal minn-
ingar sem hafa streymt upp í
huga okkar á síðustu dögum og
margar frá þeim stundum sem
við fengum að njóta saman fyrir
vestan á Bolungarvík.
Við tvíburarnir minnumst
helst, á þeim tíma sem við vorum
fyrir vestan, að þá fórum við iðu-
lega í sjoppuna Tröð. Í sakleysi
okkar sóttum okkur nammi þrátt
fyrir að vera ekki með neinn pen-
ing á okkur og komum í Litlabæ
glaðir í bragði. Starfsfólkið hjá
Tröð var orðið vant heimsóknum
okkar og vissu að afi kæmi seinna
um daginn til þess að borga
skuldir okkar. Það er fyndið að
hugsa til þess í dag að aldrei varð
hann pirraður og hafði bara gam-
an af. Hann lét okkur halda að
það væri eðlilegasti hlutur í heimi
að labba inn í Tröð og taka það
sem hugurinn girnist án þess að
borga. Hann nýtti líka tækifærin
þegar amma ætlaði að senda
hann út í Bjarnabúð að kaupa
mjólk fyrir pönnukökurnar. Þá
kallaði hann á okkur tvíburana og
sendi okkur í búðina.
Það sem mig, Önnu, varðar þá
var ég nú ekki jafn frökk og
bræður mínir. Ég minnist helst
allra þeirra skipta sem við afi fór-
um í okkar vikulegu „fjallgöngu“.
Hún fór þannig fram að amma
bjó til nesti handa okkur sem yf-
irleitt innihélt djús fyrir mig og
kaffi í hitabrúsa handa afa ásamt
einhverju gotteríi. Síðan héldum
við afi af stað að Traðarhyrnu og
gengum upp lítinn hól sem er við
hliðina á fjallinu. Á þeim tíma
fannst mér þessi hóll vera jafn
stór ef ekki stærri en fjallið, í
hvert einasta skipti sem við kom-
umst upp á topp leið mér eins og
ég hefði klifið Esjuna. Ferðin upp
hólinn var iðulega eins, afi var
alltaf um það bil 10 metrum á
undan mér þar sem mér fannst
einstaklega erfitt að ganga upp
þetta risastóra „fjall“ og þurfti ég
að hvíla mig heldur oft á leiðinni.
Þegar á toppinn var komið borð-
uðum við nestið okkar og rædd-
um hina og þessa hluti. Frá þess-
um hól sá maður yfir allan bæinn
svo samræðurnar enduðu yfir-
leitt með spurningaflóði frá mér
um hver ætti hvaða hús eða hvaða
bátur væri þarna að sigla í land.
Hann afi var frábær maður og
er svo mikið sem við höfum lært
af honum sem við tökum með
okkur út í lífið. Þá helst brilliant
tækni í spilinu rakka. Þó að miss-
irinn sé mikill og söknuðurinn
enn meiri þá eru það allar minn-
ingarnar sem gera kveðjustund-
ina léttbærari.
Elsku afi, við vitum að þú ert
kominn á stað þar sem þú hefur
fundið frið og þér líður vel á og
vitum að þú munt taka vel á móti
okkur þegar þar að kemur og við
getum á ný keppst um heims-
meistaratitilinn í rakka. Við
kveðjum þig með þakklæti fyrir
allan þann tíma sem við eyddum
saman og munum við ávallt
geyma minninguna um þig í
hjarta okkar. Hvíldu í friði.
Anna Björk Hilmarsdóttir,
Dagur Austmann Hilm-
arsson og Máni Austmann
Hilmarsson.
Háttvísi, hógværð og velvilji
einkenndu framkomu Hjalta
móðurbróður. Hjalti var einkar
farsæll í starfi og naut mikils
trausts þeirra sem hann átti sam-
starf við. Hann var og mikill
frumkvöðull á sínu sviði. Mestan
hluta starfsævinnar starfaði
Hjalti hjá Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna og lengst af sem
framkvæmdastjóri tækni- og
gæðamála. Hygg ég að á engan sé
hallað, þótt fullyrt sé að líklega
hafi enginn maður lagt eins mikið
á vogarskálarnar við uppbygg-
ingu á vinnsluaðferðum og auk-
inni gæðavitund í vinnslu og
frystingu á fiski hérlendis, á
seinni hluta síðustu aldar. Ekki
eingöngu var hann vel menntaður
til starfsins, með mastersgráðu í
matvælaverkfræði frá bandarísk-
um háskóla, heldur hafði hann
brennandi áhuga fyrir viðfangs-
efninu. Hjalti var mjög ritfær og
því kom ekki á óvart að í lok hans
starfsferils var honum falið að
skrifa stóran hluta sögu Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna í 50
ár.
Á uppeldisárum mínum í Bol-
ungarvík bjuggu Hjalti og Dóra
lengst af við nám og störf í út-
löndum og síðar sunnan heiða og
því kynntist ég þeim sómahjón-
um ekki náið fyrr en ég kom ung-
lingur til náms til Reykjavíkur.
Frá þeim tíma hef ég og síðar mín
fjölskylda átt náinn frændskap
við þau hjón. Á námsárum mínum
naut ég oft þeirra alkunna vel-
vilja og hjálpsemi, sem ég er æv-
inlega þakklátur fyrir.
Eins og oft vill verða með
frumkvöðla og hugsjónamenn gat
Hjalti verið mikill „prófessor“ og
með hugann fastan í sínum áhug-
málum. Margar skemmtilegar
sögur eru til af Hjalta. Eftir
nokkurra ára samfellda fjarveru
við nám í Bandaríkjunum heim-
sótti Hjalti heimahagana í Bol-
ungarvík. Hann fékk það hlut-
verk að aðstoða við afgreiðslu í
verslun föður síns. Í hádegis-
hléinu lét hann þau orð falla, að
þetta hafi verið erilsamur morg-
unn því hann hafi ekki gert neitt
annað en afgreiða einseyrings-
kúlur – en þær kostuðu þá tíu
aura! Þegar afi var kominn á full-
orðinsár tók Hjalti eitt sinn að
sér að sækja fyrir hann nýjan bíl.
Hjalti sótti bílinn að morgni og
lagði honum í göngufæri frá Sölu-
miðstöðinni. Þegar hann kom út
af skrifstofunni að loknum vinnu-
degi, mundi hann ekkert hvar
hann hafði lagt bílnum, ekki teg-
und hans né lit, bara að hann væri
með númerinu Í 3.
Hjalti hafði einkar góðan húm-
or, tók sjálfan sig ekki hátíðlega
og gerði oft grín að „prófessorn-
um“ í sér. Hann sagði skemmti-
lega frá, með sínum titrandi
hlátri og glettna brosi. Hann var
einnig mikill áhugmaður um
hljómlist og spilaði bæði á orgel
og píanó. Síðast spilaði hann fyrir
mig á ferðaorgel í litla fallega og
gamla húsinu þeirra hjóna í Bol-
ungarvík. Húsið kalla þau Litla
bæ, eftir fæðingarbæ afa í Skötu-
firði. Þar hafa þau hjón dvalið
sumarlangt um margra ára skeið,
enda bæði miklir Bolvíkingar í
sér og hafa ákveðið að hvíla þar
bein sín eftir farsæla ævi, þótt
þau hafi ekki haft heilsársbúsetu
í Víkinni kæru frá því á uppeldis-
árum.
Við Maja, börn okkar og fjöl-
skyldur vottum Dóru og stórfjöl-
skyldu þeirra Hjalta okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Hvíldu í
friði, kæri frændi.
Einar Benediktsson.
Ár hvert bárust myndirnar af
þremur frændum okkar í Eng-
landi, gjarnan öllum í eins peys-
um. Þetta voru fyrstu jólakortin
sem við munum eftir með per-
sónulegum myndum og eru nú
meira en 50 ára. Þetta voru elstu
börn Gunnu Dóru og Hjalta föð-
urbróður okkar, og kortin voru
einhvern veginn tákn og tenging
við hinn stóra heim.
Kær frændi okkar, vandaður
heiðursmaður, hefur nú kvatt.
Hjalti frændi átti ávallt virðingu
okkar, hann var vel menntaður,
víðsigldur, víðsýnn og barngóður.
Hjalti var alla tíð áhugasamur
Hjalti Einarsson
✝
Kær frændi okkar,
HREGGVIÐUR JÓNSSON
fyrrverandi alþingismaður,
Starengi 26,
Reykjavík,
lést á Mayo Clinic sjúkrahúsinu í Jackson-
ville fimmtudaginn 25. apríl.
Útförin fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, mánudaginn
13. maí kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Símon Páll Steinsson,
Sigurlína Steinsdóttir.
✝
Okkar ástkæra
LILJA EYJÓLFSDÓTTIR
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
mánudaginn 6. maí.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Valgeir Þórisson, Aelita Sheina,
Jón Helgi Þórisson, Savina Sabeva,
Birgir Þórisson, Árný Eggertsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR GUNNAR GÍSLASON
skipstjóri,
Lóulandi 12,
Garði,
varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtu-
daginn 2. maí.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn
17. maí kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Styrktarsjóð Barnahjálpar SÁÁ.
Sigurbjörg Þorleifsdóttir,
Arnar Berg Ólafsson, Marie Andersson,
Linda Björk Ólafsdóttir, Davíð Eysteinn Sölvason,
Bryndís Ólafsdóttir, Jacky Pellerin,
Gísli Guðjón Ólafsson, Verna Kr. Friðfinnsdóttir,
Sigurbjörg Ólafsdóttir, Óskar G. Bragason,
Sigurleif Ólafsdóttir, Luke A. Bird
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HULDA INGVARSDÓTTIR,
Bræðratungu 22,
Kópavogi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
miðvikudaginn 8. maí.
Bálför verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristbjörg Sigurnýasdóttir, Jóhannes R. Jóhannesson,
Frímann Sigurnýasson,
Hrefna S. Sigurnýasdóttir, Ásgeir Torfason,
Birgir Páll Hjartarson, Sylwia Lichy.
✝
Bróðir minn,
ÓLAFUR TORFASON
frá Eysteinseyri,
Tálknafirði,
lést á Heilbrigðisstofnuninni Patreksfirði mánudaginn 6. maí.
Útförin fer fram frá Tálknafjarðarkirkju miðvikudaginn 15. maí
kl. 14.00.
Ásta Torfadóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, dóttir, tengdamóðir,
systir og amma,
INGIBJÖRG ÓLÖF ANDRÉSDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi,
fimmtudaginn 9. maí.
Útförin verður auglýst síðar.
Kristín Logadóttir, Hallgrímur Þór Sigurðsson,
Andrés Már Logason,
Kristín Magnúsdóttir,
Örn Andrésson,
Guðbjörg Erla Andrésdóttir,
Magnús Andrésson,
Hrafn, Lóa og Már Hallgrímsbörn.