Morgunblaðið - 11.05.2013, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 11.05.2013, Qupperneq 43
Amma hafði alltaf tíma til að spjalla og maður var aldrei fyrir, ég fékk t.d. alltaf að „hjálpa“ til við baksturinn en sú hjálp fólst í því að sleikja sleifina. Ég fékk líka alltaf langbesta nestið í skólann hjá ömmu, sam- loka með skinkusalati, við amma vorum sko ekkert að passa lín- urnar á þeim dögum. Stundum vorum við með víd- eókvöld, þá horfðum við á Sound of Music og Mary Poppins eða einhverjar fallegar myndir, amma var lítið fyrir að horfa á sjónvarp og alls ekki ljótar myndir. Við fórum oft í sumarbústað- inn fyrir austan, þar var gott að vera og mikið sem þurfti að taka til hendinni, mér þótti ekkert svakalega skemmtilegt að reyta arfann en með ömmu flaug tím- inn, við spjölluðum tímunum saman um allt og ekkert. Amma kenndi mér að trúa á Guð, fara með faðirvorið og treysta Guði sem er eitthvað það dýrmætasta sem einhver hefur gefið mér, ég var oft hrædd en ég þurfti þess ekki, ég fór bara með bænina mína og þá var allt í lagi. Amma mín var algjörlega til fyrirmyndar, talaði aldrei illa um fólk, var handlagin, snillingur í eldhúsinu og hafði svo dásam- lega nærveru, það var alltaf svo gott að koma til ömmu. Seinna fluttu amma og afi á Hvolsvöll, þá varð oft langt á milli heimsókna en við töluðumst við í síma og amma var alltaf í bænum mínum. Ég fékk stund- um samviskubit yfir að koma svona sjaldan í heimsókn en amma var ekkert að erfa það við mig. 1. mars 2004 eignast ég stelp- una mína, hún var skírð á 70 ára afmælisdaginn hennar sem var í senn skírn og leyniafmæli. Stelp- an fékk nafnið Emiliana Unnur í höfuðið á ömmu, ég veit að ömmu þótti vænt um það og mér líka. Ég er einstaklega þakklát að hafa komið tvisvar með stuttu millibili í heimsókn á elliheimilið, fyrsta skipti var mjög erfitt, þá sá ég í hvað stefndi og þurfti að sætta mig við að amma var farin. Seinna skiptið var yndislegt, ég notaði tímann til að halda í hönd- ina hennar, kyssti hana, sagði henni að ég elskaði hana og las fyrir hana biblíusögur sem hún hafði svo oft lesið fyrir mig, það var yndisleg stund. Ég veit að amma hefur það gott í sumarlandinu eftir erfið síðustu ár hér á jörðu. Það ættu allir að eiga svona hjartahlýja og frábæra ömmu. Hún var hrein- lega mögnuð kona og ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Takk fyrir mig, elsku amma, þú lifir í hjarta mínu. Þín ömmustelpa, Sandra Dögg Jónsdóttir. Elsku amma, þau voru stór- brotin og yndisleg kvöldin með þér í bústaðnum, það sem skemmtilegast var fannst mér að hlusta á þig og afa spila og syngja þar til ég var farinn að spila með. Þú varst allra besti áheyrand- inn þegar ég var að að byrja að læra á gítarinn en flottast fannst mér að sjá þig með rafmagnsgít- arinn minn í hendi. Man hvað mér fannst það frábært að eiga svona rokkaða ömmu. Við skemmtum okkur alltaf vel saman við svo ótal marga hluti og þú kenndir mér svo ótal margt sem gott er að búa að en stundum slóstu mig alveg út af laginu; af hverju mátti ekki stríða Sigga og ekki Kidda kisu en það var í góðu lagi að stríða afa? Nú kveð ég þig að sinni amma mín og þakka þér fyrir allt það litla og stóra sem þú gerðir fyrir mig, sögurnar þínar og visku, mat og meira til. Og svo dönsum við dátt þá er gaman meðan dagur í austrinu rís. Og svo leiðumst við syngjandi saman út í sumarsins paradís. (Magnús Kr. Gíslason) Þín verður sárt saknað, amma mín, en njóttu vel í nýjum heim- kynnum. Elvar Páll Torfason. Elsku amma mín, ég á eftir að muna og sakna þín alltaf. Þú varst eitt af akkerunum í mínu lífi því ég vissi alltaf að þar sem þú varst átti ég líka heima. Ég vaknaði alltaf á eftir þér og þú varst þá byrjuð að sýsla eitthvað og hlusta á útvarpið inni í eld- húsi. Þú varst svo kát að sjá að ég var kominn á fætur, því þá var hægt að bjóða morgunmat, en oft lét heimilisfólkið sig vanta – var statt í draumaheimi. En þetta var sportið, að vera með þér áður en allir vöknuðu. Þú hafðir sérstaka tengingu við börn og ávallt geislaði góð- mennskan frá þér. Þú talaðir aldrei illa um aðra og ef fólk átti það skilið kaustu frekar að segja ekkert, og minna mig á að það gæti eitthvað verið að angra þá manneskju sem við vissum ekk- ert um. Þú kenndir okkur um- burðarlyndi og ekki að pirra sig yfir leiðinlegum verkum, frekar að flýta sér að klára þau svo að það væri hægt að gera eitthvað skemmtilegra. Amma, góð- mennska þín var óþrjótandi til fjölskyldunnar þinnar og jafnvel annars fólks, sem var fyrir utan fjölskylduna. Einn daginn varstu búin að ættleiða son um fimmtugt, eins og þú sagðir, en hann var í vandræðum og þú bauðst honum heimili með ykkur afa um stundarsakir, sem stóð í ár! Það sem var skrítið við þetta var að okkur fjölskyldu þinni fannst þetta ekkert óeðlilegt; í gegnum tíðina var heimili þitt ávallt opið okkur í fjölskyldunni, náskyldum sem fjarskyldum og jafnvel alveg óskyldum. Elsku amma mín, ég kveð þig núna með trega í hjarta, þú náðir ekki að hitta dóttur mína en ég veit að þú horfir yfir okkur núna. Ég vona að ég geti miðlað því sem ég lærði af þér til barnanna minna. Takk fyrir tímann sem þú gafst mér, það er allt gull í minn- ingunni. Þinn dóttursonur, Unnþór Torfason. Amma. Dásamlega, duglega, fallega amma mín. Alsæla bernskunnar var að koma til þín, næla sér í gult epli og Tinnabók og koma sér vel fyr- ir í mjúka sófanum. Sofna áhyggjulaus. Rumska þegar mjúkar hendur breiddu varlega yfir mig hlýtt teppi og vakna við matarilminn úr eldhúsinu. Öryggi, hlýja og ást. Þetta eru orðin sem koma fyrst upp í hug- ann þegar ég hugsa til þín. Þú kenndir mér margt. Þú kenndir mér að bera virðingu fyrir öllu lífi. Þú talaðir aldrei illa um nokkurn mann. Allir voru vel- komnir inn á þitt heimili og margir áttu hjá þér skjól. Þú ert fyrirmyndin mín, amma. Það er huggun að vita að þú ert ekki horfin. Ég sé þig í hvert sinn sem ég horfi í augu móður minnar, finn fyrir þér þegar ég faðma Gullu frænku, heyri hlát- urinn þinn þegar Markús frændi hlær, finn styrkinn þinn í Hrafn- hildi frænku og mun ávallt sjá þig við hlið elsku afa. Ég sakna þín, en við sjáumst í Sumarlandinu amma mín. Nú ætla ég að gera eins og þú sagðir mér að gera í hvert skipti sem ég verð hrædd, kvíðin eða sorgmædd. Ég ætla að biðja bænirnar mínar og þá mun mér líða betur. Þín Tinna Ingvarsdóttir. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku amma, við söknum þín, en nú líður þér vel. Takk fyrir allt. Við elskum þig. Haukur og Hjalti Unnar Hjaltasynir. Nú hefur kær vinkona mín, Unnur Júlíusdóttir, kvatt þenn- an heim. Við þessi tímamót hef ég margs að minnast. Það er mikill missir að Unni. Hún var alltaf svo létt í skapi, hafði góðan húmor og var afar raungóð. Vorið 1975 kynntumst við er hún hafði frétt að ég, ný- flutt í hverfið, hefði áhuga á að syngja í kór. Hún var ekkert að tvínóna við það heldur bankaði hjá mér og spurði hvort ég vildi ekki syngja með Breiðholts- kirkjukórnum. Ég þurfti nú ekki að hugsa mig tvisvar um. Þarna strax smullum við saman eins og flís við rass. Það var margt og margvíslegt sem við gerðum saman og minnist ég þeirra stunda með söknuði því alltaf gátum við skemmt okkur. Við áttum sameiginlegt, ásamt öðrum kórfélögum, það áhugamál að byggja kirkju. Svo að Breiðholtskirkja mætti rísa þurfti að afla fjár. Safnaðar- nefnd Breiðholtssóknar lagði línurnar og við kórfélagar tókum þátt í fjáröfluninni. Okkur Unni þótti báðum erfitt að leita á náðir fólks en þegar á hólminn var komið reyndist það létt og jafn- vel skemmtilegt því Unnur sá alltaf jákvæðar hliðar á hlutun- um. Kirkjan komst upp og er eitt aðalkennileiti Neðra-Breiðholts. Fljótt reyndist þörf fyrir meira fjármagn því nú vantaði orgel í okkar fallegu kirkju. Nú var aft- ur komið að því að bretta upp ermar og leituðum við að þessu sinni á önnur mið. Við Unnur ásamt fleiri konum í kórnum bökuðum og síðan var arkað með bakkelsið niður á Lækjartorg. Unnur sá um að fá leyfi fyrir því og þar seldum við afurðirnar. Bakkelsið var æði fjölbreytt og einnig áskotnaðist okkur fatnað- ur til sölu. Ekki man ég eftir nema góðu veðri öll skiptin á torginu en allra best var það þegar við tókum okkur til og vor- um með sölutjald 17. júní. Þar renndum við blint í sjóinn og höfðum viðað að okkur allskyns góðgæti til sölu. Ekkert seldist eins og við höfðum vonað, en ís- inn rokseldist vegna einstakrar veðurblíðu okkur til mikillar ánægju. Við Unnur störfuðum einnig saman í safnaðarnefnd Breið- holtskirkju. Það kom til af því að Unnur sagði mér að þar vantaði fólk og auðvitað sló ég til því Unni gat ég ekki neitað. Það var líka farsælt starf að mér fannst. Þegar Unnur og hennar maður Sigurður fluttu úr Breiðholtinu fækkaði samvistum okkar en alltaf þegar við hittumst var sem við hefðum sést í gær. Já, margs er að minnast en hér læt ég stað- ar numið. Nú að leiðarlokum sendi ég Sigurði og fjölskyldunni allri mínar innilegustu samúðar- kveðjur og bið þeim Guðs bless- unar. Elsku Unnur, Guð blessi þig og minningu þína. Valgerður Jónsdóttir. MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013 ✝ Guðjón Bene-diktsson fædd- ist á Hömrum í Haukadalshreppi, Dalasýslu, 3. júní 1921. Hann and- aðist á Dval- arheimilinu Silf- urtúni í Búðardal, Dalabyggð, 30. apríl 2013. Foreldrar Guð- jóns voru Benedikt Jónasson, f. 18. febrúar 1888, d. 14. september 1948, bóndi á Hömrum, og kona hans Guðrún Guðjónsdóttir, f. 28. janúar 1894, d. 4. október 1976, hús- freyja. Guðjón var fimmti í röð fjór- tán systkina, en þau eru: Þur- íður, f. 4. maí 1915, d. 31. ágúst 2011, Kristín, f. 14. febrúar 1917, d. 1. desember 1998, Fanney, f. 15. september 1918, d. 28. maí 2008, Jónas Kristinn, f. 26. mars 1920, d. 25. nóv- ember 1971, Jón, f. 26. janúar Hinrikssyni. 2. Ólafur Sig- urvin, f. 16. september 1952, var kvæntur Nönnu Hjaltadótt- ur sem lést árið 2008, börn þeirra eru: a) Kristín Guðrún, hún á eina dóttur og b) Viðar Þór, hann á þrjú börn. 3. Jónas, f. 6. mars 1959, kvæntur Ás- laugu Finnsdóttur, dóttir þeirra er Ingibjörg, hún á einn son. 4. Sigrún, f. 26. maí 1964, gift Birni Hlíðkvist Skúlasyni, synir þeirra eru: a) Skúli, hann á þrjú börn og b) Guðjón. 5. Kristinn, f. 26. mars 1966. Guðjón ólst upp á Hömrum hjá foreldrum sínum. Hann var starfsmaður Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar 1944- 1945, vann við bryggjusmíði við Reykjavíkurhöfn og starf- aði hjá Hraðfrystistöð Reykja- víkur. Hann varð ráðsmaður hjá móður sinni á Hömrum eft- ir andlát föður síns árið 1948 og bóndi þar frá árinu 1950 til ársins 1993. Eftir það dvaldi hann á Hömrum, í Reykjavík og síðast á Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal. Útför Guðjóns fer fram frá Stóra-Vatnshornskirkju í Haukadal, Dalabyggð, í dag,11. maí 2013, og hefst athöfnin kl. 14. 1923, Ragnheiður, f. 2. júlí 1924, Guð- mundur Sigurvin, f. 3. september 1925, d. 3. sept- ember 2003, Elísa- bet, f. 31. janúar 1927, d. 19. apríl 2002, Ólafur Árni, f. 25. september 1933, Svavar Reynir, f. 18. mars 1935, Elsa, f. 30. júlí 1936, Hreinn, f. 9. desem- ber 1937, og Fjóla, f. 24. júlí 1939. Hinn 29. maí 1950 gekk Guð- jón að eiga Kristínu Guðrúnu Ólafsdóttur, f. 16. ágúst 1927, á Skarði í Haukadal. Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson, f. 3. júlí 1885, d. 9. maí 1946, og kona hans Sigurfljóð Jón- asdóttir, 24. nóvember 1886, d. 23. febrúar 1971. Börn Guðjóns og Kristínar eru: 1. Guðrún Benedikta, f. 29. nóvember 1949, gift Gunnari Elsku afi minn. Það er erfitt til þess að hugsa að þú sért bú- inn að kveðja þennan heim. Ég hafði þau forréttindi að alast upp í faðmi þér á Hömrum fram til sex ára aldurs. Ég taldi mig eiga afa ein og enginn ann- ar. Þau yndislegu ár sem ég fékk með þér og ömmu heima á Hömrum eru mér afar kær. Oft kom ég til þín og bað þig um að segja mér sögur og sögurnar sem þú sagðir mér voru um prinsa og prinsessur, tröll- skessur og álfa en uppáhalds- sagan var um hana Búkollu. Vísurnar og heilræðin sem þú kenndir mér mun ég varðveita vel og koma þeim áfram til minna afkomenda. Hlátur þinn var svo sniðugur og skemmtilegur að þegar þú byrjaðir að hlæja þá var ekki hægt annað en að hlæja með þér því hláturinn þinn var svo smitandi. Eftir að þið fluttuð í bæinn saknaði ég ykkar mikið og stundum fékk ég að koma í heimsókn til ykkar. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom í heimsókn til ykkar var að ná í naglasnyrtisettið og settist hjá þér og byrjaði á að snyrta á þér neglurnar. Þetta var okkar tími sem enginn mátti trufla. Oft sat ég á gólfinu og taldi peninga úr boxinu ykkar og þú sagðir mér að einhvern tímann yrði ég sennilega bankastjóri. Það var alltaf til nammi í skál þegar ég kom til ykkar ömmu. Kandís og nóg til af sykurmolum sem voru þitt uppáhald og með þessu fékkstu þér englate, eins og þú kallaðir það, heitt vatn með smá mjólk útí. Það var svo gott að koma til þín og ömmu því að andrúmsloftið var alltaf svo afslappað. Það var mikil ró og friður hjá ykkur og ég veit um marga sem lögðust upp í sófann hjá ykkur og sofnuðu vært. Ég mun aldrei gleyma því þegar við komum til ykkar á Silfurtún með Jónas nýfæddan og þú hélst á honum og andlit þitt skein af gleði. Og um jólin 2010 þegar við vorum búin að borða og Jónas sat hjá þér þá var svo gaman að fylgjast með hvað þú varst ánægður. Ég trúi því, elsku afi, að þú sitjir nú á bjallanum og horfir yfir dalinn og landið þitt sem var þinn hugur og hjarta. Ég elska þig, elsku afi minn. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Þín Ingibjörg. Guðjón, föðurbróðir minn, er látinn á 92. aldursári. Segja má að hann hafi verið hvíldinni feg- inn því hann hefur átt við heilsubrest að stríða undanfar- in ár. Guðjón var fimmti í röð fjór- tán systkina sem öll voru fædd að Hömrum í Haukadal, Dala- sýslu, og átti þar sín æsku- og ungdómsár í glöðum og sam- heldnum systkinahópi. Rúm- lega tvítugur hleypti hann heimdraganum og hélt þá til Reykjavíkur þar sem hann vann ýmis störf. Haustið 1948 lést Benedikt, faðir hans, svip- lega og hélt Guðjón þá vestur og gerðist ráðsmaður hjá móð- ur sinni. Hann tók svo við búi á Hömrum 1950 og var bóndi þar til 1993. Þann 29. maí 1950 kvæntist Guðjón Kristínu Guðrúnu Ólafsdóttur, frænku sinni, og saman stóðu þau fyrir mynd- arlegu búi og réðust í miklar framkvæmdir á jörðinni. Húsa- kostur var bættur verulega og einnig var ráðist í miklar rækt- unarframkvæmdir. Þess má geta að þegar Guðjón tók við búi á Hömrum var vélvæðing ekki hafin og tún öll slegin með hestasláttuvél. Í búskapartíð þeirra hjóna var alla tíð mjög gestkvæmt þar en systkini Guðjóns og afkomendur þeirra voru þar oft langdvölum, eink- um á sumrum. Sjálfur dvaldi ég þar oft, bæði sumar og vetur, og naut einstakrar gestrisni sem seint verður fullþökkuð. Guðjón, frændi minn, var dagfarsprúður maður og barst ekki mikið á en sinnti verkum sínum af kostgæfni og natni. Hann hugsaði vel um skepnur sínar og var umhugað um þær. Hann var kappsamur við vinnu og handlaginn eins og systkini hans og það var gaman að grípa í verk með honum og hafði hann þá oft frá ýmsu fróðlegu að segja frá fyrri tíð. Börnum sínum og barnabörn- um var hann góður faðir og afi. Að leiðarlokum þakka ég frænda mínum góða og ánægju- lega samfylgd og bið honum Guðs blessunar. Innilegar sam- úðarkveðjur sendum við Gulla og foreldrar mínir til Stínu og barnanna og allra þeirra sem þótti vænt um hann. Ólafur H. Jónsson. Guðjón Benediktsson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA RUNÓLFSDÓTTIR, er látin á vistheimilinu Skjóli. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra SIGRID VALTINGOJER lést í Berlín miðvikudaginn 8. maí. Minningarathöfn hennar á Íslandi verður tilkynnt síðar. Fyrir hönd vina og vandamanna, Birgit Guðjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.