Morgunblaðið - 11.05.2013, Side 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013
✝ Gísli SölviJónsson fædd-
ist á Sléttu í Sléttu-
hreppi 8. janúar
1937. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Ísafirði 28.
apríl 2013.
Foreldrar Gísla
voru Jón Guðnason,
f. 18. desember
1889, d. 29. júní
1968, og María Em-
ilía Albertsdóttir, f. 16. febrúar
1911, d. 23. febrúar 1989.
Systkini Gísla eru Guðni f.
1931, látinn, Hulda, f. 1933,
Hanna, f. 1935, Hermann, f.
1940, og Ingvi, f. 1943, látinn.
Hinn 19. september 1959
kvæntist Gísli eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Soffíu Margréti
Skarphéðinsdóttur, f. 17. júní
1938. Hún er dóttir hjónanna
Skarphéðins Njálssonar, f. 29.3.
1899, d. 3.2. 1995, og Steinvarar
flutti þá til Ísafjarðar með fjöl-
skyldu sinni. Eftir gagnfræða-
skóla stundaði hann sjómennsku
frá Ísafirði. Árið 1961 flutti
hann með fjölskyldu sína að
Kirkjubóli við Skutulsfjörð og
hóf þar búskap, fyrst í stað í fé-
lagi við tengdaforeldra sína. Ár-
ið 1972 brá fjölskyldan búi og
flutti á Ísafjörð, Gísli hóf þá
störf hjá Hraðfrystihúsinu
Norðurtanga hf. og starfaði þar
sem verkstjóri til ársins 2000.
Frá þeim tíma, eins og starfs-
kraftar hans leyfðu, vann hann
að ýmsum útgerðarstörfum með
Skarphéðni syni sínum. Sveitin
átti alltaf hug og hjarta Gísla og
hafði hann yndi af fé, kindum og
fallegum fengilegum hrútum,
uppáhaldstíminn hans var á vor-
in þegar sauðburður nálgaðist.
Hann átti alla tíð nokkrar kind-
ur sér til ánægju og eyddi öllum
sínum frítíma í að hugsa um þær
og skipuðu þær sérstakan sess í
lífi hans.
Útför Gísla Sölva fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag, 11. maí
2013, og hefst athöfnin kl. 14.
Ingibjargar Gísla-
dóttur, f. 14.7.
1920, d. 6.2. 1989.
Börn Gísla Sölva
og Soffíu Mar-
grétar eru: 1)
Skarphéðinn, f.
1957, giftur Ey-
rúnu Leifsdóttur, f.
1954. 2) Sölvi
Magnús, f. 1959,
fráskilinn. 3) Stein-
vör Ingibjörg, f.
1960, gift Stefáni Guðjónssyni, f.
1952. 4) Jón Finnbogi, f. 1963,
giftur Erlu Bryndísi Kristjáns-
dóttur, f. 1968. 5) Veigar Sig-
urður, f. 1964, giftur Suchödu
Dísu Gíslason, f. 1963. 6) Njáll
Flóki, f. 1974, giftur Magneu
Ingibjörgu Hafsteinsdóttur, f.
1977. 7) Dóttir, f. 1967, andvana.
Barnabörnin eru ellefu og
barnabarnabörnin eru fjögur.
Gísli ólst upp á Sléttu í Sléttu-
hreppi til ellefu ára aldurs og
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Skarphéðinn, Sölvi, Steinvör,
Jón, Veigar og Njáll.
Gísli Jónsson er látinn. Ég
kynntist Gísla ungum þegar for-
eldrar hans Jón Guðnason og
Emelía Albertsdóttir fluttu til Ísa-
fjarðar frá Sléttu í Jökulfjörðum
árið l947. Þau keyptu smábýli á
Ísafirði, þar sem var túnblettur og
gripahús. Þau höfðu haft með sér
búfénað frá Sléttu. Ég man sér-
staklega þegar Gísli kom í fyrstu
göngur, hann var svo glaður að
vera með. Við Gísli giftumst systr-
um, Þórleifu og Soffíu, foreldrar
þeirra Skarphéðinn Njálsson og
Steinvör Gísladóttir voru nýlega
flutt frá Krossnesi í Árneshreppi í
Strandasýslu að Kirkjubóli í Skut-
ulsfirði. Við Gísli hófum byggingu
tveggja íbúðarhúsa við Selja-
landsveg á lóðum sem Ísafjarðar-
bær hafði keypt af föður Gísla og
keyptum saman vörubíl, ókum
öllu byggingarefni sjálfir og unn-
um mikið saman við smíði
húsanna. Gísli var snemma sjálfur
með kindur, það var alla tíð hans
uppáhalds-„hobbý“. Þegar
tengdaforeldrar okkar hættu bú-
skap, tóku Gísli og Soffía dóttir
þeirra við búskap á Kirkjubóli og
bjuggu þar í mörg ár. Gísli fór síð-
an í sjómennsku og varð svo verk-
stjóri hjá Hraðfrystihúsinu Norð-
urtanga. Þegar togarinn Egill
rauði strandaði undir Grænuhlíð í
Ísafjarðardjúpi 26. jan. l955, var
Gísli Jónsson, þá l7 ára, leiðsögu-
maður björgunarsveitarinnar frá
Hesteyri að Sléttu og strandstað.
Þetta var mikil svaðilför, en tókst
vel. Gísli Jónsson var sæmdur af-
reksverðlaunum sjómannnadags-
ins l955. Snemma á þessu ári varð
ljóst í hvað stefndi með heilsu
Gísla, en hann missti aldrei kjark-
inn. Ég hitti Gísla á sjúkrahúsinu
daginn sem hann lagðist inn.
Hann talaði um væntanlegan
sauðburð, sem hann langaði að
vera við. Hann lést daginn eftir,
28. apríl. Við vottum Soffíu, börn-
um þeirra og fjölskyldum og
systkinum Gísla innilega samúð.
Konráð Jakobsson og Þórleif.
Ég treysti þér máttuga mold.
Ég er maður sem gekk út að sá.
Ég valdi mér nótt, ég valdi mér logn
þegar vor yfir dalnum lá.
Haginn er ennþá hvítur,
en heimatúnin græn.
Grundirnar anga, gróðurinn angar
til guðs í hljóðri bæn.
Ég fyllist fögnuði vorsins
og friðarins milda blæ.
(Guðmundur Ingi Kristjánsson.)
Ég vil minnast Gísla Jónssonar
í nokkrum orðum. Gísli var giftur
föðursystur minni Soffíu og var
mikill samgangur milli heimila
meðan foreldrar mínir bjuggu á
Ísafirði. Þau Fía og Gísli bjuggu í
félagsbúi við ömmu og afa á
Kirkjubóli í Skutulsfirði, og eftir
að gömlu hjónin fluttu út á Ísa-
fjörð bjuggu Fía og Gísli þar ein í
nokkur ár. Gísli var mjög um-
hyggjusamur maður og frænd-
rækinn. Það leið ekki sá dagur að
hann heimsótti ekki Steinu ömmu
og Skarphéðin afa í Fjarðarstræti
39. Í bernsku ávarpaði ég Gísla
Jónsson alltaf með fullu nafni, lík-
lega í virðingarskyni, enda fannst
mér hann merkilegur maður sem
átti í kofa bæði hrúta, lömb og fal-
legar ær og í nágrannakofanum
bjuggu sniðugar gæsir. Það er
óhætt að segja að hann hafi haft
veðraðan skráp og gat hann
stundum verið stuttur í spuna.
Undir niðri var Gísli ljúfur og
hlýr, afar bóngóður og tilfinninga-
næmur þegar þess þurfti. Hann
bar mikinn kærleik til æskuslóð-
anna á Sléttu en einnig til Árnes-
hrepps, hvar hann sótti helst
kynbótafé í litla fjárstofninn sinn
og naut þess að dvelja í sumarhúsi
hans og Fíu á æskuslóðum hennar
á Krossnesi. Barnabörnin þeirra
voru ákaflega hænd að afa sínum,
enda var hann mjög stoltur af
þeim öllum. Hann var ófeiminn við
að tíunda afrekin þeirra og hélt
góðu sambandi við þau sem
bjuggu langt í burtu. Fyrir hönd
foreldra minna og systkina votta
ég Fíu og fjölskyldu innilega sam-
úð okkar – við kveðjum Gísla
Jónsson með trega. Blessuð sé
minning hans.
Sigríður Gísladóttir.
Grænahlíð er sæbrött hamra-
hlíð, yzt við Ísafjarðardjúp og nær
allt frá Rit til Staðarskarða. Teisti
er beint framhald hennar, en inn-
ar tekur við allmikið undirlendi og
verður þar allt víðara og grasi
gróið. Þar er bærinn Slétta, sem
Sléttuhreppur dregur nafn sitt af,
skammt utan við mynni Jökul-
fjarða. Þarna var bernskusveit
Gísla Jónssonar, sem nú hefir lok-
ið lífsgöngu sinni eftir langvarandi
veikindi. Þar höfðu forfeður hans
búið allt frá árinu 1887, sótt þar
sjó og yrkt jörðina.
Gísli fluttist með foreldrum sín-
um til Ísafjarðar tíu ára gamall.
Hann varð fljótlega þekktur með-
al félaga sinna sem Gísli í Strýtu,
kenndur við æskuheimili sitt, eins
og þá var títt. Hann var strax í
æsku annálaður kappsmaður,
vinnuþjarkur, eins og hann átti
kyn til. Vinnusemi var lífsins
mesta dyggð í huga hans. Nánast
allir mannlegir brestir voru fyr-
irgefanlegir, ef eljusemi var fyrir
hendi. Sjálfur vann hann alla tíð
langan vinnudag. Hann var lengst
af með fjárbúskap og sinnti gegn-
ingum fyrir og eftir vinnu.
Þegar Gísli var sautján ára
gamall vakti hann athygli alþjóðar
fyrir dugnað sinn. Þann 26. janúar
1955 strandaði togarinn Egill
rauði við Grænuhlíð í foráttu-
brimi. Björgun skipverja af sjó
var talin óframkvæmanleg við
þær erfiðu aðstæður, sem voru á
strandstað, þegar skipið strand-
aði. Björgunarsveit frá Ísafirði fór
þá um nóttina norður undir leið-
sögn Gísla. Ekki var lendandi í
nánd við strandstaðinn. Gengu
björgunarmenn um nóttina í mik-
illi ófærð frá Hesteyri að strand-
staðnum. 29 skipverjum af Agli
rauða var bjargað við hinar erf-
iðustu aðstæður, var 13 bjargað af
sjó, en 16 frá landi. Það var sam-
dóma álit að björgunarsveitirnar
hefðu sýnt fádæma dirfsku og
þrek við erfiðar aðstæður. Fyrir
þetta hlaut Gísli afreksverðlaun
sjómannadagsins „fyrir frábæran
dugnað og jafnframt sem tákn
allra þeirra miklu hetjudáða, sem
þar voru unnin“.
Ungur að árum hóf hann bú-
skap á Kirkjubóli í Skutulsfirði, en
fluttist síðan aftur til Ísafjarðar.
Lengst af starfaði hann sem verk-
stjóri hjá Norðurtanganum, þar
sem hann sá um löndum og salt-
fiskverkun félagsins. Hann kom
vel að sér fólki og var alla tíð hjúa-
sæll. Hann stóð ævinlega vörð um
lítilmagnann, hvort sem voru börn
eða fullorðnir, því að hann hafði
einstakt hjartalag. Á löngum
starfsferli hafði hann öðlazt mikla
starfsreynslu og fagþekkingu og
naut þess að leiðbeina unglingum,
sem voru að koma á vinnumark-
aðinn. Hann var mikill fyrirtæk-
ismaður, samvizkusamur með af-
brigðum og bar gott skynbragð á
mikilvægi öflugs atvinnurekstrar
fyrir samfélagið.
Að leiðarlokum er mér ljúft að
þakka Gísla Jónssyni einstaklega
ánægjulegt samstarf og samvinnu
um langt árabil. Eftir lifir minn-
ingin um traustan og heilsteyptan
mann, minning sem mér þykir
vænt um. Aðstandendum hans öll-
um sendi ég einlægar samúðar-
kveðjur.
Jón Páll Halldórsson.
Gísli Sölvi Jónsson
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
útfararstjóri
útfararþjónusta
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Jón Bjarnason
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
G Þorsteinn Elíasson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
stuðning og samúð við andlát og útför eigin-
manns míns, sonar míns, föður okkar, afa,
bróður og mágs,
ÓSKARS JÓHANNS BJÖRNSSONAR
blikksmíðameistara,
Lóurima 14,
Selfossi.
Sérstakar þakkir til stjórnenda og starfsfólks Stjörnublikks og
starfsfólks Vallaskóla á Selfossi fyrir ómetanlegan stuðning og
aðstoð.
Guð geymi ykkur öll.
Sigríður Haraldsdóttir,
Björn Jóhann Óskarsson,
Aðalbjörg Katrín Óskarsdóttir, Hákon Daði Hreinsson,
Erna Karen Óskarsdóttir, Bjarki Rafn Kristjánsson,
Jóhanna Ósk Óskarsdóttir,
afastrákarnir,
Guðlaugur Gunnar Björnsson, Elsa Birna Björnsdóttir,
Guðmunda Rut Björnsdóttir, Pétur R. Gunnarsson,
Sigurður Guðni Björnsson, Lilja G. Viðarsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýju við andlát og útför
okkar ástkæra
ÁRNA ST. HERMANNSSONAR,
lengst af búandi í Þorlákshöfn.
Ingibjörg Kristjánsdóttir,
Jóhanna Lára Árnadóttir, Ólafur Lárus Baldursson,
Magnea Ásdís Árnadóttir,
Ólafur Árnason,
Sigurlaug Árnadóttir, Árni Jón Eyþórsson,
Hermann Valur Árnason,
Jón Ingi Árnason,
Þórunn Árnadóttir, Sveinbjörn Guðmundsson
og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför
JÓHANNS VÍKINGSSONAR.
Guðný K. Óladóttir,
Sigurborg Skúladóttir,
Guðrún Lovísa Víkingsdóttir, Viðar Vésteinsson,
Skúli Víkingsson, Ingibjörg Kaldal,
Halldór Víkingsson,
Ingvar Víkingsson.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
föður, tengdaföður, afa og langafa,
HALLGRÍMS MATTHÍASSONAR
fyrrverandi kaupmanns á
Patreksfirði,
Lækjasmára 4,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir fá Halla Skúladóttir, starfsfólk 11E, Landspítala
og heimahjúkrun Karitas, fyrir þeirra hlýju og umönnun.
Guð blessi ykkur.
Hrafnhildur Guðjónsdóttir,
Guðjón Hallgrímsson,
Davíð J. Hallgrímsson, Sesselja Sigurðardóttir,
María M. Hallgrímsdóttir, Tómas Eyjólfsson,
Pétur St. Hallgrímsson, Eygló Tryggvadóttir,
Arna Hallgrímsdóttir Sæten, Magnar Sæten,
Guðmundur Kr. Hallgrímsson, Sigurrós B. Björnsdóttir,
Hallgrímur Hallgrímsson, Majken Hallgrímsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum ættingjum og vinum innilega fyrir
auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför
okkar hjartkæru
SIGRÍÐAR ÓSKAR GEIRSDÓTTUR,
Hátúni 12,
Reykjavík.
Signý Þ. Óskarsdóttir,
Þorkell G. Geirsson,
Egill Þorkelsson,
Agnes Þorkelsdóttir,
Jón Eiríksson.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vináttu við andlát og útför
ÞÓRÐAR PÉTURSSONAR
húsasmíðameistara
frá Hafnardal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunar-
deildar Sjúkrahússins á Ísafirði og heima-
hjúkrunar á Hlíf fyrir góða umönnun.
Hilmar Friðrik Þórðarson, Guðmunda Brynjólfsdóttir,
Pétur Sigurður Þórðarson, Kristín Gunnlaugsdóttir,
Níels Jón Þórðarson,
Finnur Guðni Þórðarson, Aðalheiður María Þráinsdóttir,
Áslaug Jóhanna Jensdóttir, Magnús Helgi Alfreðsson
og fjölskyldur.