Morgunblaðið - 11.05.2013, Side 52

Morgunblaðið - 11.05.2013, Side 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2013 Sölustaðir: Apótek Hafnarfjarðar og Garðabæjar, Árbæjarapótek, Austurbæjarapótek, Femin.is, Garðsapótek, Heimkaup.is, Lyfja, Lyfjaval, Rimaapótek og Urðarapótek Þú færð silkimjúka fætur eftir aðeins eitt skipti Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Dagskrá þín krefst þess að þú gerir margt í einu, en samt ekki alltaf. Farðu út á meðal fólks og ræddu málin því þá færðu ferskar hugmyndir. 20. apríl - 20. maí  Naut Það skiptir sköpum að nota rétt verk- færi við sérhvert verk, því annars áttu á hættu að ráða ekki við hlutina. Þú ert í miklu vinnustuði núna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Rómantíkin ræður ríkjum þessa dagana og þú ert í sjöunda himni því allt virð- ist ætla að ganga upp hjá þér. Gættu þess að ríghalda ekki í einhvern af óöryggi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Einbeittu þér að því að reyna að sjá fyrir sem flesta hluti varðandi verkefni þitt. Foreldrum er ráðlagt að hafa góðar gætur á smáfólkinu, slysahætta liggur í loftinu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt heimurinn sé alltaf að minnka eru enn margir staðir mjög svo framandi og lítt sem ekkert kannaðir. Gaumgæfðu alla mögu- leika og reyndu að forðast óþarfa áhættu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú gerir þér grein fyrir því hvað það er mikil ást í hversdagslífi þínu. Ef hópurinn er ekki nægilega góður er rétti tíminn til þess að gera breytingar núna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Kannski fannstu peningana sem þú varst að leita að í gleymdu veski. Margir sem hafa fengið óskir sínar uppfylltar gera lítið úr þeim við aðra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt þér virðist lífið eitt allsherj- arveisluborð, sem þú eigir bara að ganga í, þá ertu ekki einn í heiminum. Láttu ekki einkalíf og atvinnu ganga hvað á annars hlut. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Bogmaðurinn hefur þurft að sætta sig við þrengingar á undanförnum ár- um. Gríptu inn í þegar tækifæri til leiðréttinga býðst. 22. des. - 19. janúar Steingeit Mundu að þú getur aldrei gert svo vel að öllum líki. Komdu þér í keppnisskap, en kepptu bara um það sem er þess virði, láttu allt annað eiga sig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vandað fólk í hópnum í kringum þig færir þér gæfu. En gættu þess að velja þér ekki takmark bara af því að það virðist nánast ómögulegt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fiskurinn áttar sig á því á næstu vik- um hversu mikil ást og umhyggja er í kring- um hann. Bíddu til morguns því þá verða allar aðstæður heppilegri. Karlinn á Laugaveginum stikaðiupp Frakkastíginn þegar ég sá hann. Hann var í gömlu stígvél- unum sínum og með sexpensara á höfðinu, í bláu vinnufötunum og hélt á slitinni úlpu. Það er ekki til setunnar boðið, sagði hann og bætti við: Hvort það gerir þér gott eða miður eins og gamalla bænda er siður, sagði kerling vor, það er komið vor svo að kartöflur setjum við niður! Og hraðaði för sinni. Þar sem ljóðabókin Nei kemur nú út í 3. út- gáfu gerði ég það mér til gamans að fletta gömlum Munin. Þar fann ég þessa klausu eftir okkur Ara Jósefsson undir yfirskriftinni Man- söngur úr Rokkdansi frá 17. öld: Gamlir menn í Borgarfirði herma, að þar í sveit hafi eitt sinn verið flökkuskáld nokkurt og umferð- arprédikari, sem menn nefndu Snata gamla. Hafa honum verið eignaðar stökur þessar, en þær fundust á skinnbrókum fornlegum: Kærleiksbrímann kveikir þrá, hvunndagsgríman víkur frá, einn ég hími inni á krá er að ríma ljóðin smá. Til ástar fann við fyrstu sýn, með fljóðið rann ég heim til mín, ég alltaf kann við afmorsgrín, ungan svanna og rekkjulín. Nú ég kokkáll orðinn er, einn ég rokka um veröld hér, af mér plokkast ástin hver, áttu bokku handa mér? Rokkar stanzlaust físufans, fáir dansa Óla skans. Er það vansinn okkar lanz ástarsjansinn rokkgæjans. Einn ég mæni í ástarpín á þig, væna silki-hlín. Í öllum bænum, elskan mín, í einum grænum brennivín. Sagt er, að Snati gamli hafi geng- ið í skóla. Lá hann eitt sinn timbr- aður, en kvað til skýringar: Segið það meistara mínum, að mig leggi í rúmið flensa úr framandi landi og frostkalt húmið. Maður sat gegnt stúlku á kaffi- húsi og varð að orði: Augun laus við leiðan kvíða lífsins hlýða æðarslætti. Varir rauðar vona og bíða, vakir þrá í hverjum drætti. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af gömlum rokkdansi Í klípu „SKO, ÞÚ FÆRÐ BORGAÐ FYRIR AÐ STÖÐVA ALLA SAMKEPPNI Á OKKAR SVÆÐI. ÉG VIL SEM MINNST VITA UM HVAÐA AÐFERÐIR ÞÚ NOTAR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EIN AF ÖLLU, FJÓRUM SINNUM Á DAG.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... blanda af því að gefa og þiggja. APÓ TEK VIÐ JÓN FÓRUM ÚT Á LÍFIÐ Í KVÖLD, GRETTIR. HANN ... DANSAÐI. ÉG VILDI AÐ ÞÚ HEFÐIR EKKI ÞURFT AÐ SJÁ ÞAÐ. MÉR HEFUR ALLTAF LIÐIÐ VEL Í ÞESSU HÚSI ... ... EN ÞAÐ ER EINS OG EITTHVAÐ VANTI! EINS OG HVAÐ? HLÖÐU, TIL DÆMIS! Aldrei hefði Víkverja grunað aðþættir um starf ljósmóður á nítjándu öld í Englandi ættu eftir að heilla hann. Þættirnir, Call the Mid- wife II, sem Ríkisútvarpið sýnir eru hreint út sagt yndislegir enda bresk- ir! x x x Fyrri þáttröðin var sýnd síðastasumar, og tolldi Víkverji þá ekki lengi við skjáinn, því við blasti hver konan á fætur annarri öskrandi af öllum lífs og sálarkröftum (eðlilega!) og fljótlega birtist lítill spriklandi hvítvoðungur. Víkverja fannst þetta ekki beint sjarmerandi sjónvarps- efni. x x x Kannski hafði það eitthvað að gerameð þennan eina þátt sem Vík- verji sá nýverið, að hann var ekki ein- göngu fullur af konum í barnsnauð. Að vísu fæddist eitt heilbrigt sprikl- andi barn, líkt og verður að vera í þætti sem ber heitið Ljósmóðirin. Það var telpukorn, vart komið af fermingaraldri, sem fæddi dreng upp á eigin spýtur því hún hafði haldið þunguninni leyndri og skildi barnið eftir á tröppunum hjá nunnunum. x x x Sagan af þessari stúlku, ein og sér,var áhrifarík en það var önnur saga sem fékk Víkverja til að fella tár. Hún var um tötralegan einstæð- ing, gamla konu sem heillaðist af ungviðinu og sótti í að kjassa börnin þegar mæðurnar sáu ekki til. Mæð- urnar brugðust ókvæða við þegar þær urðu varar við konuna nálægt börnunum. x x x Einstæðingurinn hafði gengið ígegnum ýmislegt. Hún hafði misst eiginmann sinn og stóð uppi bláfátæk ekkja með barnahóp sem hún gat ekki brauðfætt. Hún vann fyrir sér og börnum sínum, lokuð inni á einhvers konar stofnun. Börnin hennar dóu öll og var sú skýring gef- in að þau hefði ekki þrifist. Þau voru jörðuð í almenningskirkjugarði og fékk móðirin ekki að vera viðstödd. Ætli saga þessarar konu sé nokkurt einsdæmi. víkverji@mbl.is Víkverji Lofsöngur Maríu Og María sagði: Önd mín miklar Drottin og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum. (Lúkasarguðspjall 1:46-47)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.