Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2013 Samkvæmt heimildum liggur á borðinu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verði forsætis- ráðherra. En þá vaknar spurningin hvaða þingmenn flokksins skipta á milli sín öðrum ráð- herraembættum, en það er á reiki hvort þau verða fjögur eða fimm. Líklegt þykir að varafor- maðurinn Sigurður Ingi Jó- hannsson taki við samgöngu- málum og er til skoðunar að hann fari einnig með um- hverfismál. Þá taki ritari flokksins Eygló Harðardóttir við félags- og tryggingamál- unum. Ef Sigmundur Davíð fer þá leið að jafna kynjahlutföll eins og samstarfsflokkurinn verð- ur Vigdís Hauksdóttir í lykil- stöðu. Þá þykir Gunnar Bragi Sveinsson vera í sterkri stöðu. Frosti Sigurjónsson er oddviti í Reykjavík, en á móti kemur að hann hefur litla þingreynslu. Það hefur hins- vegar Ásmundur Einar Daða- son sem gæti komið til greina, þó að hann skipi annað sæti í sínu kjördæmi. Það sama á við um Höskuld Þórhallsson. flokkurinn fari auk forsætisráðu- neytisins með utanríkismálin og fé- lags- og tryggingamálin. Þá fari flokkurinn einnig með samgöngumál og umhverfismál. Samningar við kröfuhafa Margir hafa velt því fyrir sér hvort flokkarnir myndu skipta með sér forystu í ríkisstjórn á kjör- tímabilinu. Ekkert slíkt er til um- ræðu milli flokkanna á þessum tímapunkti. Þá er gamalgróin hefð fyrir því að sá flokkur sem ekki fær forsæt- isráðuneytið taki utanríkisráðu- neytið, en Bjarna Benediktssyni hefur ekki þótt það fýsilegur kostur. Ekki frekar en Steingrími J. Sigfús- syni á síðasta kjörtímabili. Ljóst er að Bjarna bíður mikið verkefni. Á hans könnu verða meðal annars samningar við kröfuhafa gömlu bankanna, en í þeim samn- ingum gæti falist að bankarnir kæmust aftur í eigu ríkisins og það þyrfti að koma þeim í verð. Óvíst er þó að því ferli ljúki á kjörtímabilinu. Þá leggja báðir flokkar áherslu á að vinda ofan af hallarekstri ríkissjóðs og greiða niður skuldir, auk þess sem sjálfstæðismenn lögðu áherslu á skattalækkanir og uppskurð á skattkerfinu í kosningabaráttunni. Þá hóf Sigmundur Davíð við- ræður við alla flokka á því að leggja áherslu á skuldamál og ljóst er að báðir flokkar þurfa að gefa eftir af sínum ýtrustu kröfum til að ná sam- an um þann málaflokk. Sjávarútvegur og landbúnaður Líklegt er að Hanna Birna Krist- S tjórnarmyndunarvið- ræður Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknar- flokksins voru komnar á lokastig á föstudag, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Náðst hefur samkomulag um helstu lykilmál og drög hafa verið lögð að skiptingu ráðuneyta. Samkvæmt þeim verður ráðherrastólum fjölgað um einn til tvo, þó að óljóst sé hve- nær af því verður. Ekki er þó mik- illa tíðinda að vænta fyrr en eftir helgi. En auðheyrt er að gott traust ríkir milli formanna flokkanna sem byggist á samstarfi þeirra í stjórn- arandstöðu allt kjörtímabilið. Skipting ráðuneyta Það liggur fyrir að töluverð breyt- ing verður á því hvernig ráðuneytin eru samansett. Heimildir herma að lagt sé upp með að Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson verði forsætisráð- herra en Bjarni Benediktsson fjár- mála- og efnahagsráðherra. Þá verði skipt upp innanríkis- ráðuneytinu, þar sem ólíkum mála- flokkum var blandað saman, og það verði í grunninn aftur að dóms- málaráðuneyti og samgöngu- ráðuneyti. Einnig verði velferð- arráðuneytinu skipt upp í heil- brigðismál annarsvegar og félags- mál hinsvegar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á að fara með atvinnumál, en viðræður undanfarna daga hafa meðal annars snúist um hvað ná- kvæmlega heyri undir það ráðu- neyti. Til greina kemur að orku- og iðnaðarmál fari í sérstakt ráðuneyti, en það er þó ófrágengið. Útlit er fyrir að Framsóknar- jánsdóttir, varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, geti haft áhrif á hvaða ráðuneyti hún fær og samkvæmt heimildum hefur hún augastað á at- vinnuvegaráðuneytinu. Undir það heyra að líkindum landbúnaðar- og sjávarútvegsmál, en önnur mál gætu færst yfir á önnur ráðuneyti. Er það í takt við gagnrýni á fráfarandi ríkis- stjórn, en innan stjórnarandstöð- unnar var talað um Steingrím sem „allsherjarráðherra“ vegna þess hversu breitt verksvið hann hefði. Á meðal verkefna sem bíða hennar er að ná sátt um stjórn fiskveiða og veiðigjald, en í vikunni bárust fregnir af þingflokksfundi Sjálfstæðisflokks- ins um að veiðigjaldið yrði tekið til endurskoðunar, þótt enn sé óvíst um það með hvaða hætti það verði lagt á í framtíðinni. En flokkarnir eru sam- mála um að núverandi fyrirkomulag veiðigjalds geti ekki staðið óbreytt. Margir um hituna Ljóst er að oddvitar Sjálfstæðis- flokksins munu skipta með sér þeim ráðherrastólum sem eftir eru. Flest bendir til þess að Sjálfstæðisflokk- urinn fái heilbrigðisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið. Sú óvenjulega staða er uppi í oddvitahópnum að eini lögfræðingurinn í hópnum er jafnframt formaður flokksins. Það á því enginn af oddvitunum sterkara tilkall en annar til dómsmálanna. Eftir ræðu Bjarna á landsfundi er líklegt að tvær konur verði í ráð- herrahópnum ef flokkurinn fær fimm ráðherra. Það er því líklegt að Ragn- heiður Elín Árnadóttir verði ráð- herra. Það styrkir stöðu Kristjáns Þórs Júlíussonar að vera annar vara- formaður flokksins, en þó stendur hann frammi fyrir samþykkt lands- fundar, sem kveður á um að annar varaformaður geti ekki jafnframt verið ráðherra. En svo er það Einar Kr. Guð- finnsson sem hefur lengsta þing- reynslu þingmanna Sjálfstæðis- flokksins. Hann er eini þingmaður stjórnarflokkanna sem hefur áður setið í ríkisstjórn, en það yrði að teljast einsdæmi ef enginn af þeim sem settust í nýja ríkisstjórn hefði reynslu af því. Hvað um Landspítala? Í heilbrigðisráðuneytinu eru kjara- málin eitt stærsta viðfangsefnið. Og þó að samhljómur sé á milli flokk- anna um Landspítalamálið, báðir hafi þeir goldið varhug við bygging- aráformum, þá eru skiptari skoðanir innan þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins um málið. Hvað varðar menntamálaráðu- neytið beinast augu manna að Illuga Gunnarssyni, sem hefur miklar og góðar tengingar við listalífið í land- inu. Og ljóst er að í þeim málaflokki bíða ærin verkefni, ekki síst ef farið verður út í að stytta námstímann fram að háskólastiginu, auk þess sem kjaramál kennara bíða úrlausn- ar. Þá er ótalin staða forseta Alþing- is, sem líklegt er að fari til Sjálf- stæðisflokksins, en litið er á það embætti sem ígildi ráðherra. For- maður flokksins hefur lagt á það þunga áherslu í ræðu og riti að efla starfsemi þingsins. Sá oddvitinn sem ekki verður ráðherra kemur sterklega til greina á þann póst, en sömuleiðis Ragnheiður Ríkharðs- dóttir sem verið hefur varaforseti. Stjórnarmyndunarviðræður eru á lokastigi milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið/Kristinn Ráðherrakapall lagður STJÓRNARMYNDUNARVIÐRÆÐUR ERU LANGT KOMNAR MILLI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS OG FRAMSÓKNARFLOKKSINS. LÖGÐ HAFA VERIÐ DRÖG AÐ SKIPTINGU RÁÐUNEYTA Á MILLI FLOKKANNA OG BYRJAÐ ER AÐ MÁTA ÞINGMENN VIÐ STÓLANA. JÖFN KYNJA- HLUTFÖLL? * „Menn eru að klára að hnýta slaufur og setja punkta yfir i-in og fara yfir mál-efnaskiptinguna. Ekkert gerist fyrr en eftir helgi. Magnús Geir á Eyjunni hringdi ogspurði hvort hann gæti ekki farið í golf í Borgarnesi á morgun. „Jú, jú, farðu bara í golf,“ svaraði ég.“ Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar Þjóðmál PÉTUR BLÖNDAL pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.