Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Síða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Síða 60
Tölur Beckham  Beckham lék 534 leiki og skoraði eða gaf stoðsendingu í 242 mörkum á sínum ferli.  Beckham er metinn á 165 milljónir punda samkvæmt Sunday Times. Hann er ríkasti íþróttamaður Bretlands.  Hann fékk 20 milljónir punda fyrir að vera sendiherra Sky sjónvars- stöðvarinnar.  Hann fékk 50 milljónir punda þegar hann var gerður að sendiherra kínversku deildarinnar.  Hann fékk 7 milljónir punda fyrir að vera andlit Samsung.  Hann fékk 100 milljónir punda fyrir vörur tengdar sjálfum sér.  Húsið hans er nú á sölu og kostar 10 milljónir punda. Það hefur verið kallað Beckhingam Palace. Eftirminnilegar stundir á ferli David Beckham Markið frá miðju gegn Wimbledon Í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar 1996 fór frægðarsól David Beckham að rísa. Eitt eftirminnilegasta mark enska boltans. Rauða spjaldið á HM 1998 Beckham fékk rautt spjald gegn Argentínu í 8-liða úrslitum HM 1998. Staðan var 2-2 þegar liggjandi Beckham sparkaði til Diego Simeone. Fyrirliði Englands Eftir að Kevin Keegan lét af störfum sem landsliðsþjálfari tók Peter Taylor við og setti fyrirliðabandið á Beckham gegn Ítalíu en leikurinn tapaðist, fór 1-0. Markið gegn Grikklandi Vinsældir Beckham náði hámarki þegar hann skoraði markið sem kom Englandi á HM 2002. Fótbrotið Eftir að hafa skotið Englandi á HM fótbrotnaði Beckham í leik gegn Deportivo La Coruna í Meist- aradeildinni og var frá í átta vikur. Fljúgandi skór frá Fergie Frægt er rifrildi hans við Sir Alex Ferguson í bún- ingsklefanum 2003 eftir að Manchester United féll úr leik gegn Arsenal í FA-bikarnum. Ferguson sparkaði skó sínum sem hafnaði rétt fyrir ofan annað auga Beckhams og hlaut hann skurð. Fimm mánuðum síðar var Beckham seldur. 100. landsleikurinn 2008 komst David Beckham í hóp manna eins og Bobby Moore og Bobby Charlton með því að leika sinn 100. landsleik fyrir England. Beckham lék 115 lands- leiki, næst leikjahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins. B eckham hefur haldið einbeitingu í gegnum ferilinn sem er glæsilegur. Segja má að hann hafi fullnýtt hæfileika sína og ekki alltaf fengið það hrós sem hann átti skilið. Hann var frá- bær í fótbolta og það sem meira er, hann breytti fótboltanum. David Beckham varð tískugoð nánast strax eftir markið sitt margfræga gegn Wimbeldon frá miðju. Eftir það fylgdu ljósmynd- arar honum eftir hvert fótmál. Hann innleiddi „metrómanninn“ í fót- boltann. Allt í einu var í lagi að setja á sig krem, vera með sítt hár, spila í bleikum skóm eða með hanakamb. Hann er hin fullkomna tískufyrirmynd. Hann innleiddi meira að segja húðflúrin sem margir fótboltamenn hafa apað eftir honum. Beckham, sem er 38 ára gamall, gekk til liðs við Manchester United aðeins 14 ára gamall og lék með þeim 398 leiki, þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina sex sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni. Hann fór frá Manchester United árið 2003, hálfu ári eftir að Sir Alex Ferguson dúndraði skó í andlitið á Beckham. Hann gekk þá til liðs við stjörnuprýtt lið Real Madrid þar sem honum tókst að vinna deildina árið 2007, eftir skrautlega dvöl. Honum var sagt að hann mætti fara af Fabio Capello en Beckham vann sig inn í liðið og var lykilmaður í liðinu sem vann titilinn. Eftir það tók við spennandi ævintýri í Bandaríkjunum. Hann samdi þá við Los Angeles Galaxy til fimm ára, en þar vann hann meðal annars MLS-deildina tvívegis. Í janúar á þessu ári gerði hann svo fimm mánaða samning við PSG í Frakklandi, þar sem hann var meistari. Mikill meistari hefur kvatt stóra sviðið. Líkami sem er öðrum öfund- arefni. Þegar Beckham reif sig úr treyjunni urðu konur glaðar. Ungur maður hættir í vinnunni DAVID BECKHAM HEFUR LAGT SKÓNA Á HILLUNA. SAGT ÞETTA GOTT. BECKHAM ER FRÆGASTI FÓTBOLTAMAÐUR ALLRA TÍMA. FÓLK SEM LES AÐEINS BÆKUR OG HORFIR EKKI Á FÓTBOLTA VEIT SAMT HVER BECKHAM ER. Beckham var andlit Ólympíuleikanna í London á síðasta ári. AFP * DavidBeckhamvarð tískugoð nánast strax eftir markið sitt marg- fræga. 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2013 * „Við getum líka haft gagn af persónutöfrum hans og ekkisíst því sem hann hefur afrekað á fótboltavellinum.“ Roy Hodgson landsliðsþjálfari Englands.BoltinnBENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is Tískuvitund Beckham var með eindæmum. Hann innleiddi met- rómanninn í fótboltann.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.