Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 18
Þ að er föstudagskvöld í verslunarmiðstöð í Dubai. Föstudagar eru frídagar og fjöldi fólks er á staðnum, innlendir sem erlendir íbúar og ferðamenn. Inn- fæddir eru klæddir að hefðbundnum arabískum sið. Konurnar eru í svörtum kufli með hulið hár og sumar hylja einnig andlit þannig að aðeins sést í augu þeirra. Karlarnir eru í hvítum síðum kufli með arabískt höfuðfat. Við innganga í verslunarmiðstöðina eru skilti sem kveða á um að konur skuli hylja axlir og hné. Margar vestrænar konur virða ekki þau tilmæli, kannski vita þær ekki um reglurnar, kannski er þeim sama. Athygli mína vekur að starfsmenn í verslunum eru ekki innlendir heldur frá ýmsum löndum. Að öðru leyti er verslunarmiðstöðin svipuð öðrum verslunarmiðstöðvum sem finna má hvarvetna í heiminum. Hún er þó um margt óvenju- leg. Hún hefur titilinn stærsta verslunarmiðstöð í heimi og þar er að finna stærsta fiskabúr í heimi, tíu milljón lítra tank, með fjölda sjávardýra. Fyrir utan verslunarmiðstöðina er á hálftíma fresti gosbrunnasýning sem sýnir á magnaðan hátt samspil vatns, ljóss og tónlistar. Að sjálfsögðu eru það stærstu og mestu gosbrunnar sem um getur og fara hæst í 150 metra. Yfir öllu trónir hæsta hús veraldar, Burj Khalifa, sem er 828 metra hátt. Slagorð verslunarmiðstöðvarinnar á vel við Dubai – „just imagine having everything you desire“ (ímyndaðu þér að þú eigir allt sem hugurinn girnist). Að minnsta kosti er í fursta- dæminu að finna alla mögulega afþreyingu, svo sem skemmti- garða, vatnsleikjagarða, golfvelli, skíða- og skautasvæði, saf- aríferðir, kaffihús, veitingastaði, verslanir og strendur. En það er dýrt í Dubai og dvöl þar tekur í pyngjuna. Hótelin eru af ýmsum stærðum og gerðum. Mörg lúxushótel eru við ströndina og þess meiri greiðslugeta því meiri lúxus og þjón- usta í boði. Í borginni er einnig eina sjö stjörnu hótelið í heiminum, Burj Al Arab, sem er eitt af kennileitum borg- arinnar og kallast „Seglið“. Hröð uppbygging Dubai hefur byggst hratt upp á liðnum áratugum. Fursta- dæmið er hluti af Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem stofnuð voru árið 1973. Um er að ræða ríkjasamband sjö furstadæma sem eru með sameiginlega stjórnsýslu og löggjöf en jafnframt er hver fursti einráður á sínu svæði. Eftir að ol- ía fannst við Dubai á 7. áratugnum hófst mikil uppbygging undir forystu þáverandi fursta, Rashids. Ætt hans hefur ráð- ið ríkjum í Dubai frá árinu 1833 og hann er faðir núverandi fursta, Mohammeds. Rashid hafði stórhuga áform um að gera Dubai að alþjóðlegu viðskiptaveldi og voru framkvæmdir í samræmi við það. Sem dæmi má nefna að á átta árum, frá 1969 til 1977, óx íbúafjöldinn úr 59 þúsundum í 207 þúsund. Þegar Rashid lést árið 1990 fékk sonur hans Maktoum völdin og hélt áfram metnaðarfullum framkvæmdum um að gera Dubai að nútímalegu viðskiptaveldi. Mohammed fursti tók við valdataumunum árið 2006 eftir lát bróður síns. Hann er jafn- framt varaforseti og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hann hélt uppbyggingunni áfram af miklum móð, svo miklum að fyrir nokkrum árum varð Dubai nær gjaldþrota. Khalifa fursti í Abu Dhabi og forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna kom þá til aðstoðar. Það er því ekki tilviljun að hæsta bygging heims, Burj Khalifa, heitir í höf- uðið á honum, en hún átti upphaflega að heita Burj Dubai. Gamla og nýja Dubai Hin nýja miðborg Dubai með öllum sínum stórhýsum er til- komumikil en um leið ópersónuleg og með takmarkaða teng- ingu við menningu og sögu landsins. Til að kynnast annarri hlið á Dubai förum við einn morguninn í Víkina (Khor Dubai) sem nær um 10 km inn í landið. Við byrjum Deiramegin, en þar er verslunarhverfi með mörkuðum sem sumir hverjir byggðust upp á 19. öld. Í þröngum strætum er að finna sölu- bása með alls konar varningi og sölumennirnir bíða þolin- móðir eftir kaupendum. Mér til undrunar eru þar engir ferðamenn, aðeins heimamenn á ferð. Ég kaupi mér nýpress- aðan ávaxtasafa í veitingavagni á markaðstorgi og nýt þess að rölta um í heimi sem er mér framandi. Við tökum síðan „abra“ eða fljótabát yfir Víkina. Á bátnum eru einungis heimamenn og farið er svo ódýrt að ég trúi varla mínum eig- in eyrum. Á leiðinni hljóma bænaköll, en fjölmargar moskur eru báðum megin Víkurinnar. Í gamla hverfinu, Dubaimegin Víkur, eru markaðir og þar er töluvert af ferðamönnum sem láta reyna á prútthæfileika sína. Þaðan liggur leið okkar á minjasafn þar sem er að finna húsakost liðins tíma og heima- menn sýna handverk og matargerð sem tíðkaðist áður. Þar er SVIPMYNDIR FRÁ DUBAI Stærst og mest PETRÍNA ÁSGEIRSDÓTTIR DVALDI Í DUBAI Í NOKKRA DAGA Á ÁRINU 2012 MEÐ EIGINMANNI OG DÓTTUR. HÚN LÝSIR HÉR ÞVÍ SEM FYRIR AUGU BAR Á FERÐALAGI UM SLÓÐIR ÞAR SEM HÆGT ER AÐ FÁ ALLT SEM HUGURINN GIRNIST. Sjö stjörnu hótelið Burj Al Arab er eitt af kennileitum Dubai. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2013 Ferðalög og flakk H Ú S G AG N A H Ö L L I N • B í ld shöfða 20 • Reyk jav í k • s ím i 558 1100 O P I Ð Vi rka daga 10-18 , l augard . 11 -17 og sunnud . 13-17 69.990 FULLT VERÐ: 79.990 HAVANA HÆGINDASTÓLL Orange, hvítt eða grátt áklæði 169.990 FULLT VERÐ: 199.990 GAGA HÆGINDASTÓLL GAGA hægindastóll með snúning GAGA hliðarborð kr. 99.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.