Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 9
19.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Yfirhalningin hlaut hörð viðbrögð enda Meridabreyst úr skoska villingnum sem neitaði aðgiftast prinsi og tók örlögin í sínar hendur yf- ir í Hollywood-glamúrpíu. Boginn fór, beltið gert meira töff, kjóllinn síðari og bjartari og andlitið var gert öðruvísi. Unglingurinn var eiginlega orðinn full- orðinn. Hárið ekki lengur úfið og reytt heldur orðið slétt. Það var eins og hún hefði farið í öfgaþátt til Kalla Berndsen. Ekki er vitað hvort þeir sem hönnuðu nýju Meridu hafi horft á myndina því í henni vildi hún ekki vera fín og sæt heldur frjáls. Merida er 16 ára gömul í myndinni, undir heraga móður sinnar en vill stjórna sínum ör- lögum sjálf. Hún er gríðarlega góð bogaskytta og fáar sitja hest tignarlegar en hún. Hún er kröftug og glæsileg en vill samt öllum vel, sérstaklega yngri bræðrum sínum. Yfir 200 þúsund manns hafa nú þegar skrifað undir áskorun til Disney um að breyta útliti Meridu að nýju á vefsíðunni change.org. Disney varð við beiðninni í vik- unni sem leið. Höfundurinn brjálaður Brenda Chapman, sem skrifaði handritið að Meridu og leik- stýrði, var allt annað en sátt við Disney og skrifaði þeim bréf þar sem hún sagði þeim til syndanna. Bréfið birtist meðal annars í breska blaðinu The Guardian. „Þetta er ekkert annað en blygð- unarlaus markaðssetning þar sem er verið að reyna að búa til peninga,“ sagði hún en Merida er byggð að hluta til á Emmu, 13 ára dóttur hennar. „Þetta er svo mikið ábyrgðarleysi og þetta er hræðilegt gagnvart konum og ungum stúlkum. Mark- aðsskrifstofa Disney ætti að skammast sín fyrir að leyfa sér þetta.“ Merida varð í síðustu viku ellefta prinsessan í Prinsessuklúbbi Disney og fagnar Chap- man því. En ekki útlitinu. „Mér finnst þetta grimmi- leg örlög Meridu. Hún var gerð til að stelpur og ungar konur hefðu betri og sterkari fyrirmynd en þessar gömlu prinsessur sem biðu bara eftir rómantíkinni,“ segir Chap- man en hún skrifaði síðan nafn- ið sitt á change.org. Upprunalega Merida malar gull Disney gaf út yfirlýsingu í vik- unni sem leið þar sem sagði að Merida væri gott dæmi um það sem Disney-prinsessa þyrfti að hafa: fegurð sem kæmi að inn- an og að utan. Þessu mótmælir Chapman harðlega og bendir á að hin upprunalega Merida hafi skilað 550 milljónum dollara í kassann fyrir myndina, unnið Óskarinn, Golden Globe og Bafta auk þess sem leikföngin eru gríðarlega vinsæl í her- bergjum barna víða um heim, meðal annars á Íslandi. „Þeim hefur verið afhent á silfurfati tækifæri til að færa neytendum vöru sem eitthvað er spunnið í – OG SELUR SAMT – en þeir hafa algjörlega lítilsvirt vöruna í nafni þröngrar sýnar sinnar á hvað muni færa þeim tekjur,“ segir Chapman í viðtali við Guardian og bætir við: „Ég gleymi að markmið Disney er að græða peninga án tillits til heiðarleika. Kjáni get ég verið.“ NÝTT ÚTLIT MERIDU VEKUR HÖRÐ VIÐBRÖGÐ Gríðarlegur munur var á Meridu sem birtist í myndinni Brave og þeirri sem átti að taka í prinsessuklúbb Disney. Disney hlustaði á aðdáendur DISNEY-FYRIRTÆKIÐ ÁKVAÐ AÐ BÆTA MERIDU ÚR BRAVE Í SVOKALLAÐAN PRINSESSU- KLÚBB ÞAR SEM FYRIR ERU ÞYRNIRÓS, MJALLHVÍT, JASMÍN OG FLEIRI GÓÐKUNNINGJAR. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is AFP Kvenleikstjóra ýtt til hliðar Brenda Chapman og Mark Andrews brugðu á leik þegar þau tóku við Óskarsverðlaunum í febrúar fyrir að leikstýra teiknimyndinni Brave með Meridu prinsessu í aðalhlutverki. Nú hefur Chapman verið vikið til hliðar í áframhaldandi þróun Meridu vegna „listræns ágreinings“ eins og hún orðar það sjálf á vefsíðu sinni. Hún er ósátt við breytingarnar á Meridu og telur enga sérstaka upphefð fyrir hana að vera komin í prinsessu- klúbbinn hjá Disney. F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is LÉTTIR ÞÉR VINNUNA Hver hlutur á sínum stað Innréttingar, hillu- og skúffukerfi fyrir allar gerðir bíla Öryggisprófað• Tryggðu þig fyrir tjóni• Sumarið er komið í Álafoss ÁLAFOSS Álafossvegur 23, Mosfellsbær Opið: Mánud. - Föstud. 09:00 - 18:00 Laugard. 09:00 - 16:00 www.alafoss.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.