Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 27
19.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
H
jónin Hildur og Sigurður búa í Skerjafirðinum
með börnin sín þrjú á aldrinum eins til átta
ára. Þau keyptu sér þar lóð árið 2007 og byrj-
uðu að byggja draumahúsið ári síðar eftir eig-
in teikningu. Til að ætla sér ekki um of hafa þau klárað
eitt herbergi í einu og er enn nokkuð í land en þau hjónin
segja húsasmíðina vera skemmtilegt áhugamál og börnin
séu orðin vön því að sofa í hávaða frá framkvæmdum.
Hildur og Sigurður bjuggu hjá mömmu hennar í eitt og
hálft ár á meðan þau voru að byrja að byggja og gátu á
þeim tíma sankað að sér innréttingum og öðru sem til
þurfti. En þau voru afar heppin að ná í allar innréttingar
úr IKEA rétt fyrir verðlagshækkun í hruninu. Heimilið
segir Hildur vera í evrópsk- amerískum stíl og kaupi þau
frekar stærri hluti í gráu, svörtu og hvítu en litríka
skrautmuni með. Næst á dagskrá hjá þeim hjónum er lík-
lega hjónaherbergið og fjölskyldurýmið á efri hæðinni.
Þau ætla að enda á því að setja nýja eyju í eldhúsið og
handrið á stigann sem er hvort tveggja mjög kostn-
aðarsamt. Hildur segir mikilvægt að vanmeta ekki tíma
og kostnað við slíkar framkvæmdir. Langflest hafi þau
gert sjálf en fengið ættingja og góða vini til að aðstoða
við það sem þurfti. Fylgjast má með framkvæmdum á
bloggi Hildar, www.heimilisfruin.blogspot.com.
Morgunblaðið/Eggert
Baðherbergið á neðri hæð er skreytt f allegum smámunum á borð við þessa.
Sigurður varð þrítugur fyrir tveimur árum og þá var þetta málað á vegginn.
Sófinn í holinu er vinsæll og er efri hæðin frekar hugsuð sem leiksvæði.
Púsla húsinu saman
HILDUR OG SIGURÐUR HAFA VALIÐ SKYNSAMLEGU LEIÐINA VIÐ HÚSBYGGINGU SÍNA OG
LJÚKA VIÐ EITT HERBERGI Í EINU EN ÞAU KEYPTU LÓÐ Í SKERJAFIRÐINUM ÁRIÐ 2007.
María Ólafsdóttir maria@mbl.is
DRAUMAHÚSIÐ Í SKERJAFIRÐI
Íbúðalánasjóður auglýsir til umsóknar lán og styrki til tækninýjunga og umbóta
í byggingariðnaði. Lán eða styrki má veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum
sem vinna að þróun tæknilegra aðferða og nýjunga sem leitt geta til lækkunar
á byggingarkostnaði og viðhaldskostnaði íbúðarhúsnæðis, styttri byggingartíma
eða stuðlað með öðrum hætti að aukinni hagkvæmni í byggingariðnaði.
Rafræn umsóknarblöð er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is
Nánari upplýsingar veitir Helga Arngrímsdóttir hjá Íbúðalánasjóði
í síma 569 6900 og með tölvupósti helga@ils.is
Umsóknarfrestur er til 14. júní 2013
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 | www.ils.is
Lán og styrkir til tækninýjunga
og umbóta í byggingariðnaði