Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 23
 Köld sturta Skrúfaðu fyrir heita vatnið í lok hverrar sturtu og/eða vektu þig með köldu vatni á andlitið á hverjum morgni. Það er nóg að fara undir kalda vatnið í 10-20 sekúndur, en betra væri að ná einni mínútu. Kalda vatnið vekur líkama og sál og örvar blóðrásina svo manni hlýnar í raun, en þetta þekkja þeir sem stunda sjósund. Kalt vatn getur gert húðina stinnari og er því náttúruleg leið til að líta betur út.  Sítrónuvatn Byrjaðu daginn á því að fá þér volgt eða heitt vatn með safa úr hálfri sítrónu. Það hreinsar tunguna og getur auðveldað lifrinni að losna við úrgangsefni. Þá er sítróna frá- bær uppspretta C-vítamíns sem styrkir ónæmiskerfið. Sí- tróna er, ólíkt öðrum sítr- usávöxtum, basísk fæða og get- ur hjálpað til við að jafna ph-gildi líkamans. Þá getur sítróna bætt meltinguna.  Andlitsgufubað Til að hreinsa húðina vel er tilvalið að fara í andlits- gufubað og setja jurtir í vatnið. Hitinn opnar svitaholurnar, hreinsar og örv- ar blóðrásina. Gufan mýkir húðina og þegar svitaholurnar opnast streymir svitinn ekki aðeins út, heldur nemur húðin góð áhrif jurtanna. Rannsóknir Leeds Metropolitan University sýndu að áhrifamesta jurtin til að hreinsa óhreina húð er timjan. Þá getur rósmarín og fennika einnig verið áhrifarík. Aðferð: Settu tvær lúkur af ferskum jurtum eða 3 matskeiðar af þurrk- uðum í skál, helltu 1,5 l af sjóðandi vatni yfir og hrærðu létt með trésleif. Haltu andlitinu yfir skálinni í um 30 cm frá vatnsyfirborðinu og settu hand- klæði yfir höfuðið til að mynda tjald yfir skálinni, lokaðu augunum og njóttu hitans í 5-10 mínútur. Þvoðu þér svo með volgu vatni og svo köldu til að loka svitaholunum. Það er sannarlega hægt að gera margt gott fyrir sál og líkama heima í rólegheitum, án mikillar fyrirhafnar eða tilkostnaðar. Njótið! 19.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Fylgni á milli hjarta- og æða-sjúkdóma og líkamlega krefj-andi starfa var rannsökuð í Grikklandi annars vegar og önnur var framkvæmd í Belgíu og Dan- mörku. Sagt er frá niðurstöðum þeirra á vefsíðunni hjartalif.is Í Grikklandi voru bornir saman hópar; 250 sjúklingar sem höfðu fengið heilablóðfall í fyrsta skipti og 250 sjúklingar sem höfðu fengið sitt fyrsta hjartaáfall voru bornir saman við hóp 500 heilbrigðra ein- staklinga. 20% minni líkur á áfalli „Þegar störf þátttakenda voru met- in þá kom í ljós að þeir sem voru í heila- og hjartaáfallahópnum voru líklegri til að vinna erfiðisvinnu en þeir sem voru í samanburðar hópn- um og eftir því sem starfið var meira líkamlega krefjandi, því meiri var áhættan.“ Þegar tillit hafði verið tekið til kyns, aldurs, reykinga, blóðþrýst- ings, kólesteróls, sykursýki, fjöl- skyldusögu og mataræðis kom í ljós að eftir því sem líkamlegt álag mældist minna í starfi tengdist það 20% minni líkum á því að þjást af hjarta- eða heilablóðfalli. Dr. Demosthenes Panagiotakos sem stjórnaði rannsókninni, segir ekki ljóst hvers vegna erfiðisvinna sé tengd aukinni áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum en hins vegar væri ljóst að tengsl vektu athygli á nauðsyn þess að hópurinn fengi aukna fyrirbyggjandi meðferð í heilbrigðiskerfinu. Hin rannsóknin, sem Dr. Els Clay stýrði og gerð var í Belgíu og Danmörku, sýndi einnig tengsl erf- iðisvinnu við auknar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Fylgst var með 14.000 miðaldra karlmönnum sem höfðu ekki sögu um hjartasjúk- dóma og þeim fylgt eftir að með- altali í þrjú ár. Eftir að tekið var tillit til ýmissa atriða, aðallega þeirra sem nefndir voru vegna hinnar rannsóknarinnar, kom í ljós að í heildina hafði líkamleg virkni í frítíma jákvæð áhrif á heilsu. Yfirálag á hjarta- og æðar Þó komu fram samvirkniáhrif sem lýstu sér þannig að líkamleg virkni í frítíma gerði það 60% ólíklegra að þeir fengju hjarta- eða æðasjúk- dóma sem voru lítið sem ekkert líkamlega virkir í starfi sínu. Þessa lækkun á áhættu var þó ekki að finna hjá þeim sem unnu erfiðis- vinnu og sem aftur á móti voru fjórfalt líklegri til að veikjast en hinir ef þeir stunduðu einhverskon- ar líkamsrækt í frítíma sínum. Dr. Clay sagði niðurstöður rann- sóknarinnar benda til þess að frek- ari hreyfing í frítíma þeirra sem eru líkamlega úrvinda eftir vinnu- daginn hafi ekki góð áhrif heldur valdi þvert á móti yfirálagi á hjarta og æðakerfið. Þá benti hann á að það væri mjög mikilvægt út frá lýðheilsusjónarmiðum að vita hvort ráðleggja skuli fólki að stunda hreyfingu í frítíma sínum ef það nú þegar stundar líkamlega erfiða vinnu. Áföll og erfiði TVÆR NÝJAR EVRÓPSKAR RANNSÓKNIR GEFA TIL KYNNA AÐ EFTIR ÞVÍ SEM MENN STUNDA LÍKAMLEGA ERFIÐARI VINNU ÞVÍ HÆTT- ARA SÉ ÞEIM EN ÖÐRUM Á AÐ FÁ HEILABLÓÐFALL OG HJARTAÁFALL. Tvær nýjar rannsóknir gefa til kynna að eftir því sem menn stunda líkamlega erf- iðari vinnu því hættara sé þeim en öðrum við að fá heilablóðfall og hjartaáfall. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.