Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Blaðsíða 59
19.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Allt horfir í hvaða átt. (8) 5. Ekki allar gefa út i ljósi. (10) 8. Ósk, ertu heilög og heilust. (9) 9. Svíta úr Víetnamstríðinu er samin af fallega manninum. (10) 11. OK. Vanreiknað á einhvern hátt hjá vinnandi einstaklingi. (12) 13. Sjávarfang á engjum kemur af stórri skepnu. (9) 14. Vont við kelta og gramt. (12) 17. Gnarr niðurbrotinn og montnar. (7) 19. Næstum því vinna Gnarrs með ópi er alvarlegur glæpur. (9) 21. Með og án kemur aftur sláninn með skuldina. (9) 22. Get úr því sem er ægilegast fengið mat. (6) 24. Stefna pílu var næstum því að hvetja. (7) 27. Ásýnd túlkar fyrir fallega. (9) 29. Andstuttur skiptist í tvennt við bát. (9) 30. Fosfat nær að sögn að yngja hann með buddunni. (7) 31. Engin frú ísa nær að standa upp á endann. (6) 32. Ískristallar í básum. (7) 33. Lagfæri gagneiningu fugla. (9) 34. Nei, starfa að hluta við að glóa. (6) 35. Gos fyrir bolla. (5) LÓÐRÉTT 1. Aumingi sem fylgir brúði. (5) 2. Óhafandi lögun hjá garminum. (7) 3. Okkar athafnir eru árstíðabundinn viðfangsefni. (7) 4. Tos Bandaríkjamanns á Ítalíu. (7) 5. Spaða tían finnst í krónni. (5) 6. Blek hjá enskum konungi veldur svikum. (8) 7. Varð bær fyrir ryki frá hagkvæmum. (8) 10. Upptalning er reyndar ekkert með mjólkursamsölunni að endingu. (11) 12. Skratti sigaði. (4) 14. Bytta úr eyjum endar í ítalskri borg. (6) 15. Virðast oss sem einhvern veginn sé nákvæmt. (10) 16. Kappinn ani að konu sem getur búið til sekkinn. (14) 18. Ítarlegar mega kærar vera. (5) 20. Gull gaf Ullur drukkinn. (10) 23. Ummæli um kostnað í ÁTVR og skepnuskap. (8) 25. Sjá vissulega hræðilega pílu. (9) 26. Ótvírætt sló vegna afa. (9) 28. Sé dóm í nótt út af leik. (6) 30. Eining klappaskalla. (6) Glóðin sem brennur í augumhins 12 ára gamla SergeisKarjakins“ var hástemmdur titill á grein sem fjallaði um eitt mesta undrabarn Úkraínumanna, sem eins og margir landa hans er einnig hand- hafi rússnesks vegabréfs og hefur teflt fyrir Rússa undanfarin ár. Kar- jakin hefur að miklu leyti staðið undir þeim væntingum sem bundnar voru við hann en stendur þó í skugganum af skærustu stjörnu skákarinnar í dag, Magnúsi Carlssyni. Þeir eru á svipuðu reki. Kannski rennur upp sú stund að hann tefli um heimsmeist- aratitilinn; frá sögulegum sjónarhóli séð má minnast þess að árum saman stóð Viktor Kortsnoj í skugganum af Tal, Spasskí og Petrosjan en öðlaðist magnað langlífi kannski vegna þess að hann náði aldrei efsta tindinum en þrátt fyrir allar bylturnar kleif hann alltaf aftur á brattann. Karjakin hefur undanfarin ár átt erfitt uppdráttar gegn Norðmanninum. Þrátt fyrir hár- beittan stíl, sem minnir á heimsmeist- arann Anand, er hann á stundum full- fyrirsjáanlegur og skortir ákveðna dýpt í miðtaflinu. Stórmótið Norwegi- an chess, sem teflt er á ýmsum stöð- um í Stavanger í Noregi og lýkur um helgina, var sennilega hugsað sem upphitun fyrir heimsmeistaraeinvígið í nóvember. Það hefur dregið til sín tíu stórmeistara sem tefla einfalda umferð. Auðvitað „á Magnús sviðið“ en hann hikstaði í byrjun: fjögur jafn- tefli á móti fjórum sigrum Karjakins. Þeir mættust í fimmtu umferð og Karjakin með hvítt. Í skákinni sem hér fer á eftir er eins og maður sé minntur á að leiðin til sigurs er ekki bein, miklu frekar að hún hlykkist, menn geta þess vegna skroppið á kaffihús eitt öngstræti til hægri og komið þaðan út sigurvegarar: Sergei Karjakin – Magnús Carl- sen Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Rb8 Breyer-afbrigðið er alltaf vinsælt. Það virðist henta ágætlega rólegum stíl Magnúsar. 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. a4 Bf8 14. Bd3 c6 15. Dc2 Hc8 16. axb5 axb5 17. b4 Dc7 18. Bb2 Ha8 19. Had1 Rb6 20. c4 bxc4 21. Rxc4 Rxc4 22. Bxc4 h6 23. dxe5 dxe5 24. Bc3 Ba6 25. Bb3 c5 26. Db2 c4 27. Ba4 He6 28. Rxe5 Bb7 29. Bc2 Hae8 30. f4 Bd6 31. Kh2? Staðan er ákveðinn prófsteinn á hæfni Karjakins í miðtöflum og hann fellur á prófinu. Leikur „Houdinis“ 31. He3! hefði tryggt honum betri stöðu. 31. … Rh5! 32. g3 f6 33. Rg6 Rxf4! Þessi þrumuleikur þurfti ekki að koma á óvart. Hvítur getur ekki þegið mannsfórnina, 34. gxf4 Bxf4+ 35. Kg2 f5!, og hrókurinn á e6 kemst í spilið. 34. Hxd6 Rxg6 35. Hxe6 Hxe6 36. Bd4 f5! Skyndilega opnast fyrir biskupinn á b7 og hornalínuna h1-18. 37. e5 Rxe5! Magnaður leikur. 38. Bxe5 Dc6 39. Hg1 Dd5 40. Bxf5 Hxe5 41. Bg4 h5! Peð eru líka sóknarmenn! 42. Bd1 Annar möguleiki var 42. Hd1 sem má svara með 42. … Dxd1! 43. Bxd1 He1 sem hótar mát á h1, 44. g4 loftar út en þá kemur 44. … h4! og hvítur er fastur í mátneti. Sjá stöðumynd 42. … c3! 43. Df2 Ekki 43. Db3 vegna 43. … He2+! og vinnur. 43. … Hf5 44. De3 Df7 45. g4 He5 46. Dd4 Dc7! – og Karjakin gafst upp. Staðan þegar tvær umferðir eru eftir: 1. Karjakin 5½ v. (af 7). 2. Carl- sen 5 v. 3.-4. Anand og Aronjan 4 v. 5.-6. Nakamura og Svidler 3½ v. 7. Topalov 3 v. 8.-9. Wang Hao og Radjabov 2½ v. 10. Hammer 1½ v. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Það er engin bein leið Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðil í umslagi merktu: Krossgáta Morgun- blaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frest- ur til að skila úrlausn krossgátu 19. maí renn- ur út á hádegi 24. maí. Vinningshafi krossgát- unnar 12. maí er Sigrún Sighvatsdóttir, Fífuseli 15, Reykjavík. Hún hlýt- ur í verðlaun bókina Verndarengla eftir Kristinu Ohlsson. Forlagið gefur bókina út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.